Leita í fréttum mbl.is

Varla fyrir dómstóla á "ESB-vakt" Samfylkingar.

Samfylkingin mun leita allra leiða til þess að spilla ekki fyrir "bjölluatinu" í Brussel. Réttlát og sanngjörn lausn deilunnar, er heldur ekki ofarlega á vinsældalista ESB, vegna hagsmuna sambandsins og hættu á málsóknum.

Eftir að forsetinn synjaði lögum nr.1/2010 staðfestingar, þá gáfu Bretar og Hollendingar út, að þeir væu ekki til viðræðna um lausn Icesavedeilunnar, nema það yrði skapað þverpólitískt samstarf hér um áframhald samningaviðræðnanna. Það markaði í raun það samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, sem stofnað var til nokkrum vikum eftir að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar.

Til þess að tryggja sér þetta samráð og í raun áframhaldandi samningaviðræður vegna Icesave og koma þar með í veg fyrir hatrama kosningabaráttu, sem að stjórnvöld hefðu vafalaust tapað og ríkisstjórnin fallið, fyrir þeim lögum sem forsetinn synjaði staðfestingar, þá féllust leiðtogar stjórnarflokkana á samningsmarkmið, sem í raun vinnur gegn ásetningi þeirra um áframhald á umsóknarferlinu í ESB og inngöngu í framhaldinu.

Samningsviðmiðið gekk fyrst og fremst út á það að Íslendingar, Bretar og Hollendingar, axli sameiginlega ábyrgð á tjóni innistæðueigenda Icesavereikningana og á göllum í regluverki ESB, eftir að eignir þrotabúi Landsbankans hefðu gengið upp í þá upphæð sem um væri að ræða.
Slíkur samningur myndi svo ekki yrði um villst , vera viðurkenning Hollendinga og Breta á því að regluverk ESB hefði brugðist og auk þess að klár ábyrgð ESB í málinu hefði komið skýrt fram, þá hefði slík opinberun skaðað ímynd ESB, meira en orðið er og skapað fordæmi fyrir aðra til þess að sækja rétt sinn á þeim grunni að regluverk ESB hefði brugðist
.
Stjórnvöld vissu í raun sem var, að viðsemjendur okkar myndu ekki fallast á þessar kröfur okkar Íslendinga og voru því fljót, þegar gersamlega óásættanlegt gagntilboð barst, sem var í raun sami samningur og þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um, að því breyttu að vaxtaprósentan var lægri ásamt því að tilboðið hvað á um vaxtalaust tímabil að byrja að tala þjóðaratkvæðagreiðsluna niður, með markmið um hún væri marklaus skrípaleikur og í raun væri þjóðaratkvæðagreiðslan óþörf.

Þau ummæli formanna stjórnarflokkana voru í raun þeim til ævarandi skammar og sýndu lýðræðislegu stjórnskipulagi niðrandi lítilsvirðingu, ummælin gætu í besta falli lýst vaneþkkingu formannana, en það verður samt að teljast ólíkleg skýring, þar sem áðurnefdir formenn hafa 60 ára þigreynslu samtals.

Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist aldrei um þetta "betra tilboð" (sem var í rauninni ekki svo mikið betra, þegar tillit er tekið til þess að ábyrgð og sök var ennþá öll Íslendinga.) heldur um lög nr.1/2010, sem þjóðin felldi með yfir 90% greiddra atkvæða.

Það styður líka þessa fullyrðingu sem í fyrirsögninni er að enn er í raun óvissa hvenær frekari viðræður fara fram, því að þetta samráð stjórnar og stjórnarandstöðu, er í raun og veru í sjálfheldu, þar sem stjórnvöld vilja ganga hratt og örugglega til viðræðna, um "betra tilboðið", sem felur í sér alla ábyrgð Íslendinga á gölluðu regluverki ESB, með vaxtaafslætti.

Stjórnarandstaðan vill hins vegar taka upp viðræður á grundvelli þeirra samningsmarkmiða, sem mynduð var sátt um milli stjórnar og stjórnarandstöðu (reyndar með hálfum hug stórnvalda, en af neyð til að fá frekari viðræður).

Það má líka spyrja sig að því, afhverju Bretarog Hollendingar lögðu ekki í dómstólaleiðina, strax eftir synjun forsetans, þar sem að meira að segja það var ljóst fyrir synjunina að það ríkti ekki sátt um samninginn sem kosið var um, hjá þjóðinni og lausn deilunnar því ekki í sjónmáli yrði kosið um samninginn?

Svarið gæti jafnvel hjómað eitthvað á þann veg að; þó að Bretar og Hollendingar, teldu sig eiga sigurinn vísan fyrir dómstólum, þá myndi dómstólaleiðin opna á þá hluti í fjármálakerfi landana beggja sem að þau vilja ekki að komi fram í dagsljósið, grundvöllur hryðjuverkalaga Breta yrði rifinn niður með dómi auk þess sem að skattaparadísir Breta á Ermasundseyjunum og í Karabíska hafinu yrðu opnaðar upp á gátt.
Auk þess yrði gallað regluverk ESB opinberað með dómsúrskurði, sem myndi hafa í för með séð ótal málsóknir á ESB og og ESB ríki á grundvelli þessara galla í regluverkinu.

 

 


mbl.is Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég get vel trúað að þessi kenning þín sé rétt og ESB mun gera allt sem í þess valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dómstólinn.  Bretar og Hollendingar hafa alltaf harðneitað því, að málið yrði leyst fyrir dómstólum og sá sem þykist hafa réttinn sín megin, myndi aldrei neita því, að láta kröfu sína fara fyrir dóm.

Hins vegar munu verkstjórar "Bretavinnunnar" nú byrja að hvetja sinn mannskap áfram undir þeirri upphrópun, að málstaður Íslendinga "gæti veikst" við að fara fyrir dómstólinn og eins að þessi bráðabirgðaúrskurður ESA "gæti haft áhrif á samningsstöðu" Íslands.

Einhverjir munu örugglega trúa því og láta ginnast til að styðja nýjan samning um skattaþrældóm Íslendiga í þágu Breta og Hollendinga til næstu áratuga.

Strax eftir sveitastjórnarkosningar mun áróður ríkisstjórnarinnar fyrir uppgjöf gagnvart kúgurunum byrja á nýjan leik og þá þarf að taka hraustlega til varna, af hálfu almennings.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Því skal líka haldið til haga að ESA, var búið að úrskurða, neyðarlögunum í hag.
 Hvað sem veldur þessum viðsnúningi, má alveg leiða líkum að því að viðsemjendur okkar séu komnir á þá skoðun, að lausn málsins, er ekki jafn auðveld og Steingrímur og gengið í Bretavinnunni, lofaði á sínum tíma.

 Þessi niðurstaða, kemur líka í kjölfar heimsóknar Gylfa viðskiptaráðherra til Brussel.  Ekki gott að meta, hvaða vopn hann hefur lagt í hendur viðsemjenda okkar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband