23.2.2011 | 18:49
Gleymdi Þráinn að hugsa eða reikna?
Annað hvort hefur Þráinn ekki hugsað málið til enda, eða þá að hann kann ekki að reikna. Til þess að 11. gr stjórnarskrárinnar virki, þá þarf fyrir það fyrsta 48 þingmenn að greiða atkvæði með því að kjósa forsetann frá. Þó svo að 44 þingmenn hafi sagt ,,já" við Icesave, þá má ekki gleyma því, að 11 þeirra voru fylgjandi tveimur tillögum um þjóðaratkvæði, er bornar voru upp örfáum mínútum áður en kosið var um samninginn sjálfan.
Þráinn þyrfti því ekki bara að fá þessa 11 þingmenn á band tillögunnar um að kjósa forsetann frá, sé miðað við það, að þeir 33 sem kusu gegn þjóðaratkvæði vilji kjósa forsetann frá, heldur þyrfti hann fá fjóra þingmenn að auki af þeim sem annað hvort sátu hjá eða höfnuðu Icesavesamningunum.
Það má því eiginlega slá því föstu, að framlagning slíkrar tillögu í alvöru, er í rauninni, dulbúin og þó ekki, ósk um kosningar hið fyrsta.
Einhvers staðar í stjórnarskrá stendur að forseti og Alþingi fari saman löggjafarvaldið. 32 atkvæði eða fleiri með tillögunni myndu því staðfesta vantraust á milli þeirra aðila er með löggjafarvaldið fara og því kosningar óumflýjanlegar. Einnig væri alveg hægt að líta svo á að framlagning slíkrar tillögu, staðfestu þetta vantraust einnig.
Reyndar telur Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, verðandi stjórnlagaþingmaður/stjórnarskrárnefndarmaður og innanbúðarmaður í Samfylkingu sig hafa heimildir fyrir því að 11. grein stjórnarskrárinnar, hafi komið í alvöru til umræðu við ríkisstjórnarborðið, þannig að kannski er það Þráni til vorkunnar, að hann hafði þó orð ,,fræðimanns" að baki bullinu í sér.
![]() |
Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég vil byrja á því, áður en lengra er haldið, að geta þess að ég er ekki að ráðast á persónur þeirra Lee Buccheit og Lárusar Blöndal, þó ég skrifi eftirfarandi orð.
Flestir þeirra er tjáð sig hafa um, á hvaða hátt umræðunni um Icesave III fram að þjóðaratkvæði skuli háttað, eru sammála um að sú umræða eigi að vera heiðarleg, sanngjörn og án upphrópana.
Það hlýtur líka að vera spurning, á hversu faglegan hátt, þeir Lee Buccheit og Lárus Blöndal tjá sig um samninginn. Þeir voru eingöngu ráðnir til þess að ná sem ,,bestum" samningum í deilunni.
Samningaviðræðum lauk á þennan hátt, því íslensk stjórnvöld gáfu grænt ljós á að ljúka viðræðum á þessum tímapunkti. Annars sætu þeir eflaust enn að karpi við Breta og Hollendinga.
Það væri því varla við hæfi að þeir myndu segja að það hefði verið hægt að ná betri samningum en þessum, því annars hefðu þeir ekki komið heim þessa samninga.
Eins væri það engan vegin við hæfi, að þeir sögðu, nýkomnir heim með samninginn, að yfirgnæfandi líkur væru á góðri útkomu í dómsmáli, enda væru þeir þá að segja, að teldu að betur hefði verið heima setið og beðið stefnunar, en að fara í þessar samningaviðræður.
Þeir tveir eru engu að síður mjög góðir lögmenn og eflaust með þeim bestu á sínu sviði. En það verður samt sem áður að taka tillit til þess, að þeir voru ráðnir til að skila samningi í hús. Þeir gætu því aldrei tjáð sig um samninginn á þann hátt , þó þeir vildu, að þeim finndist hann ekki nógu góður, eða þá að meiri líkur en minni á því að málið ynnist fyrir dómstólum, þá væru þeir ekki að sinna því starfi sem þeir voru ráðnir til.
![]() |
Erindi Buchheits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2011 | 08:59
Ráðgefandi dómstóll er engin endalok.
EFTA-dómstóllinn er enginn lokapunktur, langt því frá. Hann er bara ráðgefandi og óbindandi og endurspeglar túlkun þeirra er í honum sitja á EES-samningnum.
,,Dæmi" EFTA-dómstóllinn eða öllu heldur veitir þá ráðgjöf að Íslendingar eigi að borga, þá getur í rauninni bara tvennt gerst. Menn setjast aftur að samningaborði, eða Bretar og Hollendingar fara í bótamál, hérlendis. Hérlendir dómstólar dæma samkvæmt íslenskum lögum, en ekki úrskurðum EFTA-dómstólsins eða annarra, nema að slíkt sé að finna í íslenskum lögum, þegar málinu er stefnt fyrir íslenskum dómstólum.
Þangað til að sú staða kæmi upp, þá væri lokaniðurstaðan um heimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nær, en hún er í dag og varla um neinar getgátur að ræða, varðandi heimtur. Í neyðarlögunum, sem að nota bene, ESA og EFTA hafa fyrir sitt leiti gefið grænt ljós á, er TIF, Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta gefinn forgangur í kröfur í þrotabúið.
Verði heimtur úr búinu eitthvað lægri en sú upphæð, sem að Bretar og Hollendingar ákváðu óumbeðnir að greiða þarlendum innistæðueigendum, til að forða eigin bankakerfi frá áhlaupi, þá er það bara þeirra eigin tap og enginn ábyrgur fyrir því, nema þáverandi stjórnvöld þeirra landa.
Varðandi hótanir um að slíta eða tefja ESB-aðlögunnarferlið, þá grætur það ekki stór hluti þjóðarinnar, þó svo að blogglúðrasveit Samfó, þyrfti eflaust ríflegar ársbirgðir af tissue. Einnig má alveg slá því föstu að því ferli yrði hvort eð er sjálfhætt, taki EFTA-dómstóllinn málið fyrir.
Hingað til er þessi svokallaða vantrú alþjóðasamfélagsins, miðuð við pólitískt skipaða ,,vantrú" rúmlega 25 ESB-þjóða.
Stærsta tjónið við dómstólaleiðina væri því eflaust hægt að skrifa upp á slælega og ESB-miðaða baráttu íslenskra stjórnvalda fyrir málstað Íslendinga í deilunni, ekkert annað.
![]() |
Býst ekki við bótamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 12:09
Borga takk!!! Eða gleyma ESB.
Svona hljóma nýjustu skilaboð Hollendinga í Icesavedeilunni. Það staðfestir enn einu sinni lýgi stjórnvalda um að Icesave og ESB-aðildarumsóknin, hefðu ekkert með hvort annað að gera.
Þessi ,,hlýlegu" skilaboð Hollendinga, hljóta að vekja ugg meðal aðildarsinna, enda sé eitthvað að merkja skilaboð Hollendinga, þá verði umsóknarferlinu sjálfhætt, felli þjóðin samninginn í þjóðaratkvæðinu.
Hins vegar hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnvöld og aðra aðildarsinna, að beita þeim rökum fyrir samþykkt Icesave, að aðildarferlið verði í hættu, segi þjóðin nei. Enda væru þeir aðilar þá sjálfir að gangast við því að hafa logið að þjóðinni um það, að Icesave og ESB-aðildarferlið væru með öllu ótengd.
En hins vegar ber þó að geta, að núverandi stjórnvöld setja það ekkert fyrir sig að ljúga að og blekkja fólk, hvað þá að brjóta lög, enda eru þau í pólitík og er þeirra pólitík sannleikanum og lögum æðri.
![]() |
Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2011 | 17:22
Kosningarnar verða þá varla innan tveggja mánuða.
Ég er í sjálfu sér fylgjandi því að samhliða Icesavekosningum, verði stjórnlagaþingskosningarnar endurteknar. Ég er hins vegar á því að þá verði að líða í það minnsta tveir mánuðir, fram að þeim kosningum.
Eins og fólk eflaust man eftir, þá sagði landskjörstjórn af sér í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum. Það er því engin landskjörstjórn starfandi í landinu og svo verður þangað til Alþingi kýs nýja landskjörstjórn.
Af þeim sökum er þessi mánuður sem Jóhanna og þá væntanlega ríkisstjórnin vill gefa sér fram að kosningunum , of skammur tími.
Fyrir utan það augljósa að Alþingi þarf að afgreiða lög um þjóðaratkvæðið og kjósa nýja landskjörstjórn, þarf að breyta þeim kafla lagana um stjórnlagaþing, sem fjalla um kosningu til þess.
Það er alveg ljóst að þar sem Icesave, yrði einnig undir í þeim kosningum, að þær aðferðir sem stjórnvöld settu upp við stjórnlagaþingskosningarnar, til þess að þær gengju hratt og vel fyrir sig, duga engan vegin, þar sem eflaust munu rúmlega tvöfallt fleiri taka þátt í þessum kosningum, en þeim fyrri.
Það þurfti því með öðrum orðum að endurskipuleggja framkvæmd stjórnlagaþingskosningana frá grunni, til þess að komast hjá algjörum glundroða á kjörstað, því að það er nánast öruggt að kjörsókn gæti orðið + - 80%.
Að ætla sér það að framkvæma allt ofantalið á einum mánuði er bara ávísun á enn eitt klúður mistakastjórnarinnar.
![]() |
Tvöfaldar kosningar hugsanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2011 | 21:49
Aðferðafræði launahækkunar dómara notuð á vinnumarkaði í áraraðir.
Hvað sem fólki kann að finnast um hæstaréttardómara og dómara almennt, þá er þessi yfirvinnugreiðsla til þeirra vegna álags, nánast það sama og launþegar hjá ríki og á almenna vinnumarkaðnum hafa samið um í fjölda ára, óunninn yfirvinna.
Hins vegar er fólk með ca. 500 þús á mán líkt dómarar með ca 5000 kall á tímann í yfirvinnu, þannig að einn yfirvinnutími á 20 vinnudaga í mánuði gerir ca. 100 þús kall á mánuði.
Hins vegar fengi sá sem er á lágmarkslaunum aðeins 16500 kr. ca. yrði bætt á hann einum yfirvinnutíma á dag, hvort sem hann yrði unninn eða ekki.
Við þetta má svo bæta, að þegar ákvæðum um óunna yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur er bætt í kjarasamninga, þá er það á kostnað taxtahækkana.
Það má því alveg spyrja sig að því, hvort að sá ,,gríðarlegi" árangur verkalýðsfoyrstunnar í því að semja um óunna yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur, sé ekki ein af ástæðum þess að lágmarkslaun í landinu, eru nánast á pari við atvinnuleysisbætur?
![]() |
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2011 | 17:15
Tannlaus dómstólagrýla!!
Helstu rök sem notuð eru fyrir nauðsyn þess að samþykkja Icesave III er helst tvenn. Betri samningur en Svavars-samningurinn og svo hættan af því að lenda fyrir dómstólum.
Það er nánast sjálfgefið að nýi samningurinn sé betri en Svavars-samningurinn, enda sparkaði Svavars-samningurinn, Versalasamningunum úr toppsætinu yfir verstu samninga allra tíma.
Hættan við dómstólaleiðina er að mestu mat þeirra, er hafa talað fyrir samþykkt allra Icesave-samningana þriggja. Meginslagkraftur þess áróðurs, eru líkur nánast valdar af handahófi, á því að við myndum tapa því dómsmáli. Hins vegar tala menn ekkert um líkur þess að málið lendi fyrir dómstólum, fari svo að forsetinn synji samningunum staðfestingar og þjóðin felli hann svo í þjóðaratkvæði.
Líkurnar fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, nái Icesave III ekki fram að ganga eru hverfandi. Ástæðan fyrir því er að viðsemjendur okkar, eru jafnslæmum málum við sigur í því máli og þeir yrðu við tap.
Sá dómstóll sem málið færi fyrir, hefði að sjálfsögðu lögsögu á EES-svæðinu og hefði úrskurður hans í málinu, því fordæmisgildi á EES-svæðinu. ,,Sigur" Breta og Hollendinga í málinu myndi því setja allt bankakerfi á EES-svæðinu í uppnám, vegna þess að þá yrði til dómsfordæmi fyrir ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, að það er engin eftirspurn eftir slíkri niðurstöðu á EES-svæðinu.
Fólkið sem sveilfar dómstólagrýlunni, er því mun hættulegra íslenskri þjóð, en grýlan sjálf. Enda er þar á ferðinni fólkið, sem með einbeittum brotavilja, leggur stein í götu allra þeirra er hyggjast hefja hér atvinnuuppbygginu og verðmætasköpun.
![]() |
Undirskriftir afhentar á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 08:16
Samfylkingin og þjóðaratkvæði.
,,Nei-ið" sitt í atkvæðagreiðslunni um það að senda Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu, skýrði Ólína Þorvarðardóttir með því, að þjóðaratkvæði ætti eingöngu að vera um stefnumarkandi mál, en ekki úrlausnarefni. Icesave væri úrlausnarefni. Nú er það svo að skrifi forsetinn undir lögin og þau öðlast varanlegt gildi, þá eru meiri líkur en meiri að afleiðingar þess samnings, leiði til nýrrar stefnumörkunar, varðandi skatta og niðurskurðar á velferðarkerfinu.
Þessir rúmlega 50 milljarðar sem greiða á í vexti næstu fimm árin, miðað við skástu sviðsmyndina, detta ekki af himnum ofan, heldur verða þeir peningar sóttir í vasa skattgreiðenda og með sársaukafullum og blóðugum niðurskurði á velferðarkerfinu.
Þann 16. júlí 2009, þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um ESB-umsóknina, þá sagði Ólína og aðrir samfylkingarþingmenn, einnig ,,nei " þegar greidd voru atkvæði um hvort þjóðin fengi að kjósa um hvort farið væri í þá vegferð.
Talandi um stefnumarkandi mál, þá getur ekkert verið jafn stefnumarkandi fyrir nokkra þjóð, en það að aðlaga stjórnsýslu hennar og lagaumhverfi algerlega að alþjóðastofnun og afsala fullveldi sínu, þó ekki sé nema að hluta til, til þeirrar sömu alþjóðastofnunar.
Það er því alveg ljóst, að Samfylkingin vill ekki heyra minnst á þjóðaratkvæði um mál, þar sem hætt er við að stefna flokksins verði undir, þegar þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm.
![]() |
Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2011 | 17:02
Þjóðaratkvæði Icesave og fiskveiðiauðlindin.
Á máli margra þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæði um Icesave, mátti svo skilja að málið væri ekki sniðið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verður nú að segjast eins og er, að það orkar tvímælis, þegar litið er til þess, að margir þeirra er greiddu atkvæði gegn þjóðaratkvæðinu, myndu greiða atkvæði með þjóðaratkvæði um auðlindirnar, strax á morgun án þess að nokkuð annað væri í boði en að vera annað hvort með eða á móti núverandi kvótakerfi.
Nú er ég ekki andvígur því, að ný lög um stjórnfiskveiða (en það heitir kvótakerfið fullu nafni), verði lögð fyrir þjóðina til samþykkis eða synjunar.
Réttasta og í raun eina mögulega leiðin er að stjórnvöld komi sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, séu þau gömlu svona ómöguleg. Svo er það í hendi þingsins, eða forsetans hvort nýju lögin færu í dóm þjóðarinnar, eða ekki.
Það væri því kansnki óvitlaust, að ráðherrar og aðrir stjórnarsinnar, eyddu kannski aðeins meira púðri í það að koma sér saman um ný lög um stjórn fiskveiða, en að vera í tíma og ótíma að með upphrópanir um þjóðaratkvæði vegna laga sem að þau geta ekki komið sér saman um hvernig eiga að líta út.
![]() |
Tillaga Péturs líka felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2011 | 21:00
Núna er það ,,dómstólagrýlan" !!
Í kringum fyrri umræður um Icesave voru kallaðir til svokallaðir fræðimenn ofan úr háskóla, til þess knýja á um nauðsyn þess, að íslenskir skattgreiðendur taki á sig og löglausar Icesavekröfur Breta og Hollendinga.
Máli sínu til stuðnings notuðu þessir fræðimenn ,,grýlur" til þess að hræða fólk til fylgislags við Icesaveánauðina. Grýlur þessar voru þá: Einangrunnar-grýlan, Kúbu-grýlan, Norður -Kóreu-grýlan að ógleymdri Hrun-grýlunni, leggðust Íslendingar ekki marflatir fyrir löglausum kröfum Breta og Hollendinga, vegna kostnaðar sem þeir lögðu í til að bjarga eigin bönkum frá áhlaupi.
Engin ofangreindra ,,grýlna" náði að hræða þjóðina og eru þær því allar ónothæfar í þessari umferð af Icesave. Er þá gripið til þess að trana fram svokallaðri ,,Dómstóla-grýlu" í sama tilgangi og hinum ,,grýlunum" var ætlað að þjóna.
Hins vegar verður það að teljast nokkuð öruggt að synjun á Icesave, þýðir ekki endilega dómstólaleiðina, nema við sjálf ákveðum að fara hana.
Hver sem niðurstaða dómsmáls fyrir viðsemjendur okkar yrði, sigur eða tap, þá er vart munur á því, hvor niðurstaðan kæmi sér verr fyrir þá. Afleiðingar taps, eru nokkuð augljósar og þarfnast ekki frekari útskýringa. Afleiðingar sigurs yrðu hins vegar þær, að þvíngaðar yrðu fram með dómi, sem eflaust hefði fordæmisgildi á evrópska efnahagssvæðinu, um ríkisábyrgðir á innistæðutryggingum einkabanka. Yrði það niðurstaðan, þá efast ég um að ESB og aðildarþjóðir sambandsins, vilji hugsa þá hugsun til enda.
Synjun á Icesave, myndi því nær örugglega þýða það, að málið stæði bara óleyst í einhvern ákveðinn tíma. Eða þangað til að viðsemjendur okkar fá leið á suðinu í Steingrími um að hefja viðræður að nýju.
Hvað meintan fjármögnunarvanda þjóðarinnar, vegna þeirra aðstæðna, má benda á að það eru fleiri bankar í heiminum en Evrópski og Norræni fjárfestingarbankarnir, bankar sem tóku málstað Breta og Hollendinga í deilunni og beittu sér því gegn okkur og synjuðu öllum lánabeiðnum okkar.
Komi fram fjárfestingar, sem eitthvað vit er í, þá á ekki að vera nokkuð vesen að fjármagna slíkt, enda leita fjárfestar að arðbærum fjárfestingum.
Það er hins vegar meiri óvissa um fjárfestingar hér á landi, á meðan stjórnvöld leggja sig fram um að hindra á einn eða annan hátt, möguleikan á nýjum fjárfestingum. Hvort sem þau geri slíkt með lögbrotum eða þá með því að draga lappirnar varðandi atvinnuuppbyggingu í landinu, líkt og þau hafa gert undanfarin tvö ár.
![]() |
Kosið verði um ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2017
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar