3.3.2011 | 14:34
Gera eitthvað einu sinni rétt takk fyrir!!!!
Núna þegar margt bendir til þess að t.d. áhrif aðgerða stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna séu að ganga til baka vegna tíðra hækkanna á eldsneytisverði, hamast stór hluti þingmanna, kannski meirihluti, kanski tæpurmeirihluti, að afla þeirri tillögu fylgis á Alþingi að vegna úrskurðar Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninga, skuli bara farin sú leið, sem margir telja að sé hrein og bein sniðganga við úrskurð Hæstaréttar.
Sú lausn sem rædd er stjórnlagaráð, er sögð sú besta eða sú skásta til þess að bregðast við úrskurði Hæstarétti. Miðað við þær forsendur sem það mat er rökstutt með, má eflaust kalla þetta skástu eða bestu ,,lausnina". En er þetta lausn? Er þetta ,,rétta" lausnin? Eða er þetta ekki bara einhvers konar skítaredding á klúðrinu?
Eins og tillagan lítur út í dag, þá mun þegar Alþingi kemur til starfa í byrjun október nk. að loknu sumarleyfi, liggja fyrir þinginu nýtt frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Mun það frumvarp fá þá efnislegu meðferð sem frumvörp alla jafna fá, þ.e. þrjár umræður með nefndarfundum á milli. Að lokinn þriðju umræðu og lokaatkvæðagreiðslu, þarf svo samkvæmt 79. gr núgildandi stjórnarskrá, að rjúfa þing og boða til Alþingiskosninga. Er því engu líkara, en að kjósa eigi til Alþingis að nýju eftir rúmt ár, eða vorið 2012. Kjörtímabilinu líkur hins vegar ekki að öllu óbreyttu fyrr en vorið 2013. Varla verður í það minnst, hægt að vænta þess að sátt muni ríkja meðal þjóðarinnar, að frumvarpið liggi í þinginu í eitt ár hið minnsta, áður en efnisleg meðferð þess hefst.
Það er því nokkuð ljóst að ætli þingið að sitja út kjörtímabilið, að stjórnlagaráðið eins og reyndar stjórnlagaþingið sjálft, sé ári á undan áætlun, enda nóg að frumvarp að nýrri stjórnarskrá komi fyrir þingið haustið 2012, en ekki haustið 2011.
Af þeim sökum er að mati undirritaðs réttu viðbrögðin við úrskurði séu að, nefnd sú sem tilnefnt var í til að ræða viðbrögð við Alþingis við úrskurði Hæstaréttar, fái í hendurnar lögin um stjórnlagaþingið, sem samþykkt voru síðasta vor með það fyrir augum að breyta þeim á þann hátt að hægt verði að kjósa samkvæmt, án þess að fá á baukinn frá Hæstarétti og að kosið verði að nýju næsta haust, hvort sem það verði uppkosning ( sem undirritaður telur reyndar hæpið svo langt í tíma frá fyrri kosningum) eða þá kosið að nýju með nýjum framboðsfresti og væntanlega nýjum frambjóðendum og þeim fyrr sem enn hefðu hug á því að setjast á stjórnlagaþing. Dagsetningar þær sem áætlaðar voru vegna stjórnlagaþings, breytast ekki nema að því leytinu að þær færast fram um eitt ár.
Tímann væri þá líka hægt að nota til þess að breyta kosningakerfi því sem kosið var eftir til stjórnlagaþings, enda hafa stuðningsmenn þingsins haldið því fram að flókið kosningakerfi hefði dregið úr kjörsókn til stjórnlagaþings.
![]() |
Helgi andvígur stjórnlagaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2011 | 17:10
Pöntuð spá sem fyrr.....!!!
Svo hlýtur það að vera vafasamt að telja frestun greiðslna úr búinu ekki verða lengri en nemur þeim tíma er líða mun er þangað til Héraðsdómur kveður upp sinn dóm, enda hefur sá dómur ekki lokaorðið og líkur á áfrýjun meiri en minni, tapi þeir málinu, sem stefnt hafa skilanefnd Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eða þá skilanefndin sjálf.
![]() |
Endurheimtur batna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2011 | 15:02
Var verið að axla ábyrgð eða tappa af þrýstingi?
Eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosningarnar, þá beindust spjótin fyrst og fremst að Innanríkisráðherra, sem fulltrúa Framkvæmdavaldsins sem framkvæmdi kosningarnar og að Landskjörstjórn sem að bar ábyrgð á kosningunum fyrir hönd löggjafans.
Voru uppi kröfur um að bæði ráðherrann og landskjörstjórnin segðu af sér vegna kosninganna. Hefði ráðherrann sagt af sér, þá hefði eflaust landskjörstjórnin fylgt með. En úr því að landskjörstjórnin sagði bara af sér, þá má líta svo á að landskjörstjórnin hefði fríað ráðherrann, frá sínum hlut ábyrgðarinnar og tekið alla ábyrgð á sig sjálf.
Ákvörðun þingflokks Vinstri grænna um að tilnefna Ástráð Haraldsson formann þeirrar landskjörstjórnar sagði af sér í kjölfar Hæstaréttar í landskjörstjórn á ný, ýtir undir þær kenningar að afsögn landskjörstjórnar hafi á sínum tíma, lítið haft með að gera að landskjörstjórnin hafi verið að axla einhverja ábyrgð. Heldur hafi afsögnin fyrst og fremst, verið í þeim tilgangi einum að létta þrýstingi af innanríkisráðherra, sem kemur jú þingflokki Vg. Það væri reyndar athyglisvert að vita hvort Ögmundur hafi greitt því atkvæði í þingflokknum að Ástráður yrði endurskipaður.
Þó eflaust séu hverfandi líkur á því að þingsályktunnartillagan um stjórnlagaráðið verði felld í þinginu, þá má samt alveg í ljósi endurskipunnar Ástráðs í kjörstjórnina, velta því upp hvað gæti gerst, yrði tillagan felld.
Þá stæðu eftir þrír möguleikar varðandi stjórnlagaþingsnefndarráðið: Að hætta við allt saman og láta Alþingi vinna þá vinnu sem upp á vantar við endurskoðun stjórnarskrárinnar, uppkosning ( kosið aftur með þá 522 sem voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningum) eða þá að kjósa aftur frá upphafi, með nýjum framboðsfresti og þá jafnvel nýjum frambjóðendum. Trúverðugleiki landskjörstjórnar í endurteknum kosningum með Ástráð innanborðs, yrði við þær aðstæður, vel undir frostmarki.
Einnig er alveg hægt að halda því fram að trúverðugleiki landskjörstjórnar í Icesave-þjoðaratkvæðinu, með Ástráð innanborðs, er fráleitt óumdeilanlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 09:42
47 milljarðir og málið dautt!!!
Fram hefur komið, þó það hafi ekki farið hátt, að Bretum og Hollendingum hafi verið boðin 47 milljarða eingreiðsla strax og svo það sem myndi heimtast úr þrotabúi Landsbankans, gegn því að ríkisábyrgðinni á heimtur bankans yrði sleppt.
Neyðarlögin sem sett voru í október 2008, gerðu ráð fyrir því að kröfur vegna Icesave hefðu forgang í þrotabú Landsbankans. Þannig að sé til þess litið, hvað skásta sviðsmynd vegna Icesave III er sögð kosta og fullyrðingar skilanefndar Landsbankans þess efnis að, nær öruggt sé að náist upp í Icesavekröfurnar, þá virðist tilboð Íslendinga vera nokkuð sanngjarnt og gott, þó eflaust megi deila um þessa 47 milljarða. En það er önnur Ella.
Það segir sig auðvitað sjálft að viðsemjendur okkar höfnuðu þessu tilboði, enda bíður Icesave III örlaga sinna í þjóðaratkvæði 9. apríl nk.
Samkvæmt þessu tilboði eru viðsemjendur okkar að fá í eingreiðslu upphæð, sem er innan þeirra marka sem bjartsýnustu menn telja að falla muni á ríkið vegna Icesave, gegn því að ekki verði ríkisábyrgð á heimtur úr þrotabúi bankans.
Afhverju sögðu þeir nei? Treysta þeir ekki útreikningum skilanefndar Landsbankans? Treysta þeir því ekki að neyðarlögin haldi fyrir dómi? Verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi, geta fallið allt að 1200 milljarðar á íslenska ríkið, þar sem nánast öruggt verður að ekki næst upp í Icesavekröfurnar, nema að hluta til. Eða meta þeir kannski eignir þrotabúsins á annan hátt en skilanefndin og sjá ekki fram á að þrotabúið standi undir því sem upp á vantar og vilja því að íslenska ríkið (skattgreiðendur) borgi það sem upp á vantar?
Núna í dag eða næstu daga er von á uppgjöri eða áætlun skilanefndar Landsbankans um heimtur úr þrotabúinu. Það þarf enga spádómsgáfu til þess að fullyrða það, að auðvitað verður haldið því fram að þrotabúið eigi fyrir Icesavekröfunni og vel það. Það verður með öðrum orðum látið líta svo út að íslenskum skattgreiðendum sé óhætt að ábyrgjast Icesavekröfurnar og ríkisábyrgðin sé meira formsatriði heldur en hitt.
Við skulum hafa það í huga þegar skilanefndin skilar þessari áætlun sinni um heimtur úr þrotabúinu að þær eru nú ekki öruggari en svo að bæði Bretar og Hollendingar, treysta þeim útreikningum ekki betur en svo að þeir búast vart við því að fá greitt úr þrotabúinu, nema íslenskir skattgreiðendur hlaupi undir bagga.
Hafi Bretar og Hollendingar ekki trú á því, að þeir fái kröfur sínar á þrotabú Landsbankans greiddar án útgjalda íslenska skattgreiðenda, þá er engin ástæða fyrir íslenska skattgreiðendur að trúa því að þeir sleppi við útgjöld vegna Icesave, með því að segja ,,já" við Icesave III. Segjum hátt og snjallt ,,NEI" þann 9. apríl nk.
![]() |
Icesave þýðir hærri skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2011 | 13:38
Icesave og dómstólaleiðir.
Allt frá því að Félagi Svavar birtist hér í júnibyrjun 2009, hróðugur yfir því að hafa sparkað Versalasamningunum úr efsta sæti yfir verstu samninga allra tíma með Icesave I, hafa borgunarsinnar tifað stöðugt að því að ef við borgum ekki þá muni EFTA-dómstóllinn dæma okkur til þess að borga, þar sem að neyðarlögin mismuni innistæðueigendum eftir þjóðerni. (Jafnræðisreglan) Reyndar hefur ESA, jafnvel gefið það í skyn að þó svo Icesave III verði samþykktur í þjóðaratkvæði, þá gæti fallið frá þeim úrskurður um að áðurnefnd mismunun hafi verið ólögmæt.
Neyðarlögin kveða einnig á um aðra mismunun, sem eins og sú gagnvart innistæðueigendunum, var og er byggð á einhvers konar neyðarrétti þjóðarinnar til þess að verja fjármálakerfi þjóðarinnar, eða það sem eftir var af því, við hrun bankana. Sú mismunun felur í sér að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem fékk forgang í kröfur þrotabúsins, vegna þeirra Icesaveinnistæða er honum var ætlað að ábyrgjast.
Ef við gefum okkur það að ESA haldi áfram með málið og úrskurði að stjórnvöld hafi brotið lög með meintri mismunun gagnvart innistæðueigendum, þá hlýtur það vera þeim kröfuhöfum hvatning, er reyna vilja á sinn rétt gagnvart neyðarlögunum. Ásamt þeim Bresku og Hollensku innistæðueigendum er áttu meira fé á Icesavereikningum sínum, en innistæðutrygginartilskipunin kvað á um að skildi ábyrgjast.
Láti ESA kjurrt liggja, við samþykkt á Icesave III, þá eyðir það ekki efanum um ólögmæti meints mismunar er sagður felast í neyðarlögunum. Telji aðrir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans og/ eða þeir innistæðueigendur er ég nefni hér að ofan að á sér hafi verið brotið með setningu neyðarlaganna, fari af þeim sökum í dómsmál og vinni það, sem þarf ekkert að vera ólíklegt, þá hverfur við þann dómsúrskurð forgangur tryggingarsjóðins. Þegar slíkt gerist þá fellur sú upphæð sem ríkið ábyrgist ábyrgist samkvæmt Icesavesamningunum að fáist greidd úr þrotabúi bankans af kröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave á Ríkissjóð (skattgreiðendur).
![]() |
Gæti beitt sér í Icesave-deilunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2011 | 15:36
Skammarleg vinnubrögð Byggðastofnunar.
Þó svo að eflaust megi kaupa rök stjórnar Byggðastofnunar, þá er ekki hægt að líta framhjá því að Byggðastofnun var ekki að koma að málinu í gær eða fyrradag. Það er meira að segja líklegra en ekki, að fulltrúi (lögfræðingur) Byggðastofnunar hafi komið að samningaviðræðunum um kaup Lotnu ehf. á eignum úr þrotabúi Eyrarodda.
Lögfræðingur Byggðastofnunar skrifar undir samninginn í umboði Byggðastofnunar, annað væri umboðssvik og skjalafals. Við undirskrift samnings, þá hófu eigendur Lotnu, undirbúning að því að starta aftur fiskvinnslu á Flateyri, ráða fólk og allt það sem til þurfti, til að hefja þar aftur vinnslu. Það undirbúningsferli getur ekki hafa farið framhjá Byggðastofnun, því oftar en einu sinni var greint frá gangi máli þar vestra í fréttum.
Það hlýtur því að teljast hæpið að Byggðastofnun geti sagt sig frá þeim skuldbindingum stofnunarinnar, sem kunna að vera í samningnum.
Skiptir gjaldþrotasaga eigenda Lotnu í rauninni engu máli hvað það varðar. Nema auðvitað að í einhverju þessa gjaldþrota, hafi verið framið lögbrot. Þar dugir þó ekki orðrómur eða ásökun um lögbrot, heldur þarf þá lögbrotið að vera staðfest með dómi. Hafi Byggðastofnun, starfsfólki hennar eða stjórn ekki verið kunn viðskiptasaga eigenda Lotnu, þegar gengið var til samninga, þá er því einu um að kenna að Byggðastofnun hafi ekki unnið heimavinnuna sína og framkvæmt áreiðanleikakönnun á eigendum Lotnu.
Einnig verður að telja ummæli stjórnarformanns Byggðastofnunar, að loknum stjórnarfundinum, í besta falli vafasöm. Þar sagði stjórnarformaðurinn að stjórnarfundurinn hafi í raun verið óþarfur, þar sem að stofnunin hafi í raun verið búin að taka þessa ákvörðun, áður en að stjórnarfundurinn sem taka átti og tók þessa ákvörðun var haldinn.
![]() |
Áfram fiskvinnsla á Flateyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2011 | 10:58
Í upphafi skildi endirinn skoða.
3. gr. Viðfangsefni. Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
Textinn hér að ofan er úr lögum um stjórnlagaþing. Stjórnarskrárnefnd með Björgu Thoroddsen í forsæti hefur síðan í sumar, verið að vinna nokkurs konar beinagrind að stjórnarskrá út frá þessum viðfangsefnum. Siðan er Stjórnlagaþinginu/nefndinn/ráðinu ætlað setja kjöt á beinin.
Úr því sem að komið er, treysti stjórnvöld sér ekki til þess að framkvæma kosningarnar aftur, þá er í raun lang einfaldast að Alþingi fái bara í hendurnar það sem kemur út úr vinnu nefndar Bjargar og setji sjálft kjöt á beinin. Eða treystir meirihluti þingmanna sér kannski ekki til að uppfylla skyldur sínar sem þingmaður?
Á endanum verður það alltaf svo, að það verður undir þeim 63 þingmönnum sem sitja á Alþingi vikurnar fyrir kosningar vorið 2013 og þeir sem ná kjöri í kosningum vorið 2013, sem samþykkja munu nýja stjórnarskrá. Að baki þeim atkvæðum býr sannfæring og samviska 63ja einstaklinga í hvort skipti. Munu þessir þingmenn frekar hafa sannfæringu fyrir frumvarpi, sem 25 einstaklingar, sem náðu kjöri , í ólöglegum kosningum semja, eða frumvarpi sem þingmennirnir semja sjálfir?
Þingið mun fá frumvarpið til efnislegrar meðferðar í þremur umræðum, með nefndarstarfi á milli umræða. Það eru meiri líkur en minni, að í öllu því ferli, þá taki frumvarpið einhverjum breytingum, litlum eða stórum burtséð frá því hvort að ráðgefandi þjóðaratkvæði verði um frumvarpið áður en það fer í þingið til afgreiðslu. Þingmenn eru bundnir eigin sannfæringu og engu öðru er þeir greiða atkvæði í þinginu. Þeir eru aldrei bundnir niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðis, sem er í raun bara risastór skoðanakönnun. Hvað má þá Alþingi breyta frumvarpinu mikið, svo það hætti að teljast frumvarp stjórnlagaþingsnefndarráðsins og teljist frumvarp Alþingis?
![]() |
Farið á svig við dóm Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var bara í rauninni, tvennt mögulegt í stöðunni og hvorugt lét ríkisstjórnin nefndina ákveða. Annað hvort var að kjósa aftur, eða hætta við. Stjórnlaganefndin sem vinnur að eða vann að ,,beinagrind, nýrrar stjórnarskrár gæti svo skilað Alþingi niðurstöðu vinnu sinnar þegar henni líkur og þingið skellt einhverju kjöti utan á þá beinagrind, þar til fyrir lægi ný stjórnarskrá eða breyting á þeirri gömlu.
Ef að satt reynist að Alþingi geti ekki komið sér saman um nýja stjórnarskrá, þá breytir stjórnlagaþing/ráð engu þar um, því það verða á endanum 63 Alþingismenn, sem fjalla munu um tillögu að nýrri stjórnarskrá, efnislega í þremur umræðum, með nefndarfundum á milli. Siðan greiða þingmenn atkvæði um nýja stjórnarskrá, samkvæmt eigin samvisku, fari þingmenn eftir núgildandi stjórnarskrá.
Aumur væri sá þingmaður, sem greiddi einhverri stjórnarskrá atkvæði sitt, gegn samvisku sinni, bara af því að eitthvað stjórnlagaþing/ráð, lagði hana fram.
![]() |
Ekki kosið til stjórnlagaþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2011 | 09:52
Er krónan best í heimi?
Þeir sem undanfarin misseri hafa hrópað á torgum, eða bara þar sem einhver hefur nennt að ljá eyra, að krónan sé ónýtur gjaldmiðill á pari við Matadorpeninga, troða sér nú hvern fjölmiðilinn af fætur öðrum og krefjast þess að þjóðin setji exxið sitt við ,,já" í þjóðaratkvæðinu um Icesave.
Rök þeirra allra fyrir samþykkt samningsins, eru á þann hátt að þetta sé í sjálfu sér ekkert mál, enda þurfi ríkissjóður bara að taka á sig ca. 50.000.000.000.-kr. skuldbindingu.
Hafa ber þó í huga, að eigi slíkt að ganga upp, þá hefur krónan breyst úr gjaldmiðli á pari við ,,Matador-penginga" að mati þeirra er samþykkja vilja samninginn, í heimsins sterkasta gjaldmiðil.
Skásta sviðsmyndin sem sett hefur verið upp vegna Icesave, er nefnilega byggð á þeim forsendum, að gengi hér haldist algjörlega stöðugt og möglunarlaust gangi að fá greitt úr þrotabúi Landsbankans.
Versta sviðmynd varðandi samþykkt á Icesave gerir hins vegar ráð fyrir því, að krónan sveiflist ekkert ósvipað því og hún hefur gert um áraraði, ásamt því að einhverjar tafir verði á útgreiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Er í þeirri sviðsmynd reiknað með að ca. 250.000.000.000.-kr falli á Ríkissjóð (skattgreiðendur).
Nú um stundir er það svo að nánast hafa myndast biðraðir fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, skipaðar fulltrúum þeirra er stefnt hafi skilanefnd Landsbankans vegna þrotabúsins. Líklegt er því að eitthvert þessara dómsmála sem bíða meðferðar Héraðsdóms og líklegast svo Hæstaréttar í framtíðinni, komi til með tefja eitthvað útgreiðslur úr þrotabúinu.
Hins vegar er það nú svo, að það er ekki einu sinni öruggt að áframhaldandi gjaldeyrishöft, megni það að halda stöðunni innan verstu sviðsmyndarinnar, hvað þá þeirrar skástu. Þannig að vel er hægt út frá því að reikna líkurnar á afnámi gjaldeyrishafta næstu áratugina, frekar litlar og í rauninni engar. Auk þess sem að reikna má við gríðarkostnaði Seðlabankans við halda genginu ,,stöðugu", svo staðan verði ekki verri en versta sviðsmyndin.
En auðvitað gætum við fagnað því, færi svo að skásta sviðsmyndin gengi upp, því þá væru ,,Matador-peningarnir" orðnir gulls ígildi og ætla mætti þá að þjóðir heims biðu í biðröðum eftir því, að fá að taka upp hina íslenska krónu sem sinn eigin gjaldmiðil.
En að lokum má líka benda á það, að flestir þeirra er trúa á skástu sviðsmyndina, töldu einnig að þjóðinni væri ekki stætt á öðru en að samþykkja bæði Icesave I og II, því annars færi hér allt á hliðina og notuðu þeirri kenningu sinni til stuðnings, frasa á borð við ,,Kúbu norðursins" og fleiri í sama dúr.
Höfum við frekari ástæðu til þess að trúa þessu fólki núna, fremur en áður?
![]() |
Icesave hefur áhrif á samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2011 | 20:38
Gleymdur ,,punktur" í rökstuðningi forsetans.!
Það er löngu vitað að heift, slævir dómgreind manna og athygli.
Ég hef ekki séð neinn þann, sem gagnrýnir rök forsetans, um að synja Icesavelögunum staðfestingar, gagnrýna ,,öll" rökin, heldur bara hluta þeirra og sleppa þess vegna því sem líklega hefur ráðið þar úrslitum í ákvörðun forsetans.
Í yfirlýsingu sinni á sunnudaginn, sagði Ólafur sem að var og er óumdeilt að nýi samningurinn er betri þeim fyrri. Enda illmögulegt, að gera verri samning en þann sem sparkaði Versalasamningunum úr efsta sæti yfir, verstu samninga allra tíma. Svo benti hann á að vissulega væri aukinn meirihluti á þingi fyrir samningnum og allt það. Og enn héldu allir þræðinum.
En þegar forsetinn fór að tala um þjóðaratkvæðið í fyrra og úrslit þess, ásamt þar sem hann talaði um að þegar forsetinn synjar lögum staðfestingar, þá sé þjóðin í rauninni virkjað sem annað og endanlegt löggjafarvald, þá er eins og menn almennt hafi hætt að hlusta eða tapað athyglinni.
Svo benti forsetinn á hið augljósa, að þingið hefði ekki endurnýjað umboð sitt, síðan síðast samningur var felldur.
Síðan kom forsetinn að lyklinum að niðurstöðu sinni: Að að vegna aukins meirihluta í þinginu fyrir málinu, hefði mátt láta kjurrt liggja og staðfesta lögin, hefði hluti þeirrar þjóðar er hafði þetta svokallaða annað löggjafarvald ekki andæft nýju samningunum og krafist þjóðaratkvæðis.
Án þessa síðast talda, hefði að öllum líkindum, forsetinn staðfest lögin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 2017
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar