4.12.2011 | 14:06
Mannfórnir á taflborði þrætustjórnmála fortíðarinnar.
Hvað sem segja má um ráðherraferil Árna Páls Árnasonar, efnahags og viðskiptaráðherra. Þá hefur sá ferill ekkert með það að gera að honum verið líklega fórnað í þrátefli stjórnarflokkanna, við að vinna sundurlyndri stefnu sinni nægt fylgi meðal stjórnarmeirihlutans.
Ástæðan birtist í Silfri Egils, hér rétt áðan. Þar talaði Árni Páll á málefnalegan hátt og í lausnum um þrætumál stjórnmálanna í dag.
Slíkt hefur leiðtogum stjórnarflokkanna, ekki tekist að temja sér, þrátt fyrir að hvor um sig eigi þeir ca. 30 ára feril að baki á Alþingi.
Þann tíma sem þau Jóhanna og Steingrímur, sem formenn stjórnarflokkanna, hafa leitt hina norrænu velferðarstjórn, hefur öll gagnrýni og öll rök, hvort sem þau séu málefnaleg eða ekki, gegn stefnu stjórnvalda, verið afgreidd á þann hátt, að um sé að ræða svartsýni eða óeðlilega hagsmunagæslu einhverra hópa. Aldrei hafa þau á þessum tíma, getað rætt málin, á málefnalegan hátt.
Heldur hefur umræðutækni þeirra byggst fyrst og fremst, á innistæðulausum frösum, persónulegum árásum á deilendur sína og upphrópunum sem flestar ef ekki allar eru eingöngu til heimabrúks, innan raða fylgismanna þeirra.
Einni spurningu er þó ósvarað. Sú spurning er: ,,Hagsmuni hverra eru þau Jóhanna Sigðurardóttir og Steingrímur J. Sigfússon að verja og berjast fyrir? Eitt er víst að þeir hagsmunir eru ekki hagsmunir þeirrar þjóðar, sem þetta land byggir.
![]() |
Veit ekki hvort hann heldur stólnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 12:03
Laugardagsvinna í Iðnaðarráðuneyti og á Fjárfestingarstofu?? (Sama hvaðan gott kemur)
Föstudagskvöldið 2. desember var í fréttum Stöðvar 2 sýnt viðtal við Huang Nubo, þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við íslensk stjórnvöld. Í viðtalinu sagði hann m.a. :
Í fyrsta lagi þarf ég að njóta sanngirni. Þegar hafa verið veittar margar undanþágur til handa útlendingum en þegar ég, kínverskur einstaklingur, bið um slíkt er ekkert við mig talað, bara einföld neitun. Þetta er ekki réttlátt, ég bið einungis um sanngjarna meðferð. Auk þess ef upp hefðu komið einhverjar spurningar í málsmeðferðinni hefði verið hægt að leita til mín og ræða við mig. T. d.: Þarftu svona mikið land?, gætirðu hugsað þér að fjárfesta annarstaðar? eða værirðu til í að leigja landið sem þú þarft? Um öll þessi mál hefði verið hægt að ræða við mig. En ekki svona snubbótt að segja skyndilega að ég megi ekki koma. Þess utan var þessi ákvörðun tilkynnt opinberlega áður en mér var tilkynnt um þetta. Svona vinnubrögð get ég ekki skilið og sætti mig illa við."
Sólarhring síðar, eða svo, birtist svo frétt í kvöld fréttum RÚV, sem blogg þetta vísar í. Þar er viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þar sagði hún m.a.:
,,Iðnaðarráðuneytið vill leiðbeina honum í gegnum íslenskt lagaumhverfi en haft hefur verið samband við hann í gegnum fjárfestingarstofu. Það sem framundan er er að við munum ræða saman á næstunni um það með hvaða hætti hann getur komið hingað til lands með fjárfestingar í ferðaþjónustu .sagði Katrín í viðtalinu.
Reyndar er það svo, að fordæmi er fyrir slíkum leiðbeiningum í Iðnaðarráðuneytinu. Vorið 2009 þegar Magma var að undirbúa kaup sín á HS - Orku, þá voru fundir með fulltrúum fyrirtækisins í ráðuneytinu, þar sem aðkoma Magma í gengum sænska skúffu var rædd. Reyndar kom fram hjá fulltrúa Magma að í upphafi hafi planið verið, að stofna íslenskt félag um fjárfestinguna. Magma hafi hins vegar verið ráðlagt frá því, af starfsmönnum ráðuneytisins. Furðulegt hlýtur að teljast, að ráðuneytið hafi veitt Magmamönnum slíka ráðgjöf, nema eitthvað annað hafi hangið á spýtunni, eins og t.d. aflandskrónur er fjármögnuðu fjárfestingu Magma að hluta til. Slík fjármögnun hefði ekki verið í boði fyrir íslenskt félag, án lagabreytinga eða undanþágu, með tilheyrandi fyrirhöfn og þrasi.
Varla hefur jafnmetnaðarfull fréttastofa og fréttastofa Stöðvar 2 verið að birta ,,gamalt" viðtal við Nubo á föstudagskvöldið. Og varla hefði Nubo verið daglega í viðtölum við hina og þessa miðla, þar sem hann fordæmir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda, þessa viku sem liðin er frá synjun Ögmunds varðandi landakaupin, hafi þá þegar verið búið að hafa samband við hann eða fulltrúa hans hér á landi í gegnum fjárfestinarstofu.
Samfylkingin leiðist það seint, að skreyta sig með fjöðrum réttlætis og jafnræðis til handa kúguðum þjóðum, líkt og stuðningur við sjálfstæði Palestínu, ber vitni um, sem og fordæming utanríkisráðherra og annarra á meðferð Ísraela á palestínsku þjóðinni.
Það vita það allir sem það vilja vita, að kínverskur ríkisborgari, gæti aldrei hafa náð að byggja upp veldi á við það sem Nubo hefur byggt upp, án vitundar og samþykkis kínverskra stjórnvalda og í samvinnu við þau.
Í útvarpsfréttum á RÚV í liðinni viku, var lesin frétt um Dalai Lama og ákvörðun hans um afsala sér veraldlegum gæðum og eða skyldum. Þar var einnig sagt frá áætlunum kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Dalai Lama er eins og allir ættu að vita, útlægur leiðtogi Tíbeta.
Í útvarpsfréttinni var sagt frá að þau áform fælust í stórtækri námuvinnslu á flestu því sem menn sækja úr slíkri vinnslu. Auk þess voru háleit markmið um kínverska ferðaþjónustu á tíbetsku landi, í þágu Kínverja, en ekki þeirrar þjóðar er byggir landið. Á meðal fjárfesta í öllu þessu, er Huang Nubo.
Nú er það svo að, þó að ekki sé sjálfstæðisbarátta Tíbeta, daglega í fréttum. Þá stendur hún engu að síður yfir líkt og sjálfstæðisbarátta Palestínumanna og síst fá Tíbetar skárri meðferð frá kínverskum stjórnvöldum, en Palestínumenn frá þeim ísraelsku.
Það hljóta því að vakna spurningar, sé stóra samhengið skoðað, án tillits til allra áhrifa sem fjárfestingar Nubo gætu haft hér. Eru kínversk stjórnvöld og Nubo eitthvað hótinu skárri en þau ísraelsku? Væri ísraelskur fjárfestir, sem fjárfest hefur í nýbyggingum Gyðinga á palestínsku landi, sami auðfúsu gesturinn í íslenskt athafnalíf? Eða er bara, samkvæmt venju hjá Samfylkingunni, alveg sama hvaðan ,,gott" kemur?
![]() |
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 00:26
Pólitíska ábyrgðin hjá forsætisráðherra.
Það breytir í rauninni litlu, þó Gylfi sem valinn var í embætti efnahags og viðskiptaráðherra á ,,faglegum" forsendum, hafi ákveðið hækkunina, en ekki Árni Páll sem síðar varð viðskiptaráðherra á ,,pólitískum" forsendum.
Gylfi hlýtur að hafa verið að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar, en ekki sinnar eigin. Hann ber því ekki ,,pólitíska" ábyrgð á ákvörðuninni, enda var hann ekki ráðherra á ,,pólitískum forsendum. Ábyrgðin hlýtur því að hvíla á herðum forsætisráðherra, sem á að heita leiðtogi og verkstjóri stjórnarinar.
Árni Páll hefði hins vegar borið ,,pólitíska" ábyrgð, hefði hann tekið þessa ákvörðun. Enda varð hann síðar ráðherra á ,,pólitískum forsendum, ekki faglegum. Reyndar má alveg halda því fram, að Árni Páll beri pólitíska ábyrgð á því, að þessi glórulausa ákvörðun, hafi ekki verið dregin til baka. Enda virðist ákvörðunin ekki vera í anda pólitískrar stefnumótunnar Hinnar ,,tæru" vinstristjórnar.
Það verður samt að teljast nær óhugsandi, að stefnumarkandi ákvörðun sem þessi, hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, áður en hún var tekin. Ákvörðunin var því nær örugglega tekin með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar allrar og á ábyrgð hennar, þó meginábyrgðin hvíli á forsætisráðherra.
![]() |
Gylfi hækkaði launin en ekki Árni Páll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2011 | 23:11
Ef menn spyrja ekki sjálfir, fá menn ekki svör.
Í fréttum útvarps nú í vikunni var frétt um Tíbet og áform kínverskra stjórnvalda, varðandi það land. Þau áform felast í stórtækri námuvinnslu á flestu því sem menn sækja úr slíkri vinnslu. Auk þess voru háleit markmið um kínverska ferðaþjónustu á tíbetsku landi, í þágu Kínverja, en ekki þeirrar þjóðar er byggir landið. Á meðal fjárfesta í öllu þessu, er Huang Nubo. Varla þykir það fallegt, að á sama tíma sem Ísland lýsir yfir stuðningi við sjálfstæði Palestínu, þá séu íslensk stjórnvöld að ,,mylja" undir kínverskan fjárfesti, sem tekur þátt í því, að svipta aðra þjóð er lengi hefur staðið í sjálfstæðisbaráttu, gæðum lands síns.
Í fyrsta lagi þarf ég að njóta sanngirni. Þegar hafa verið veittar margar undanþágur til handa útlendingum en þegar ég, kínverskur einstaklingur, bið um slíkt er ekkert við mig talað, bara einföld neitun. Þetta er ekki réttlátt, ég bið einungis um sanngjarna meðferð. Auk þess ef upp hefðu komið einhverjar spurningar í málsmeðferðinni hefði verið hægt að leita til mín og ræða við mig. T. d.: Þarftu svona mikið land?, gætirðu hugsað þér að fjárfesta annarstaðar? eða værirðu til í að leigja landið sem þú þarft? Um öll þessi mál hefði verið hægt að ræða við mig. En ekki svona snubbótt að segja skyndilega að ég megi ekki koma. Þess utan var þessi ákvörðun tilkynnt opinberlega áður en mér var tilkynnt um þetta. Svona vinnubrögð get ég ekki skilið og sætti mig illa við."
Í fyrsta lagi, er það svo, að ég best veit. Að í þeim tifellum sem undanþágur hafa verið veittar til landakaupa, þá sé litið til þeirra reglna, sem eru um landakaup útlendinga í heimalandi þess er sækir um eða þá hvort að um gagnkvæma samninga, um landakaup sé að ræða milli Íslands og lands umsækjenda. Enginn er samningurinn um þetta efni milli Íslands og Kína. Hvað lög í Kína um landakaup útlendinga varðar, skilst mér að lögin séu eitthvað á þann veg, að útlendingar megi kaupa, en kínverska ríkið taki til sín landið og þjóðnýti eftir 70 ár.
Nokkrum vikum eftir að umsóknin barst innanríkisráðherra, þá sendi ráðuneytið til baka fyrirspurn um verkefnið, til Nubo eða fulltrúa hans. Þannig að ekki er það alveg rétt að hann hafi ekkert verið spurður á meðan málsmeðferð stóð yfir.
Hvað spurningar um stærð lands og hvort leiga kæmi til greina, eru í rauninni spurningar sem Nubo hefði sjálfur átt að spyrja. Menn geta ekki vænst svara við spurningum, sem þeir ekki spyrja.
![]() |
Gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2011 | 20:17
Ráðherrakaplar, fjárlög og fleira................. Sagan endalausa.
Í september 2010, þegar Ögmundur var tekinn aftur inn í ríkisstjónina, eftir ellefu mánaða fjarveru. Við það tækifæri, sagði Álfheiður Ingadóttir, sem var einn ráðherranna er fórnað var í þeim ráðherrakapli, að þurft hefði að koma Ögmundi aftur að ríkisttjórnarborðinu, svo tryggt væri að fjárlög fyrir árið 2011 yrðu samþykkt í þinginu.
Núna er staðan hins vegar sú, að ekki er hægt að reka Jón Bjarnason, fyrr en fjárlög fyrir árið 2012, hafa verið samþykkt.
Vel má vera, að þegar ráðherrakapallinn var kynntur í september 2010, þá hafi það verið tilkynnt að von væri á frekari hrókeringum í ríkisstjórninni. Það var hins vegar tilkynnt, vegna ætlunar Jóhönnu að dengja Sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti, saman í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Þau áfrorm hafa hins vegar ekki meirihlutastuðning innan stjórnarflokkanna, þannig að þau falla væntanlega um sjálf sig, að öllu óbreytt.
Það breytir engu, að Jóhanna þræti fyrir (samkvæmt venju) eins og ótýndur sprúttsali, að hún hafi verið í einhverri aðför að Jóni Bjarnasyni, enda kæmi hann henni nánast ekkert við, enda tilheyrði hann hinum stjórnarflokknum. Hins vegar hafi hún gagnrýnt seinagang Jóns við endurskoðun laga um stjórn fiskveiði.
Það er nú svo að líklegast er minnst af þessum seinagangi, beinlínis Jóni að kenna. Helsta ástæða seinagangsins er fyrst og fremst , skortur á sameiginlegri stefnu stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum. Nægir þar að nefna tog, teygjur, þras og hrossakaup stjónarflokkanna um málið, allan síðastliðinn vetur, án árangurs.
Í ríkisstjórnum sem hafa sátt um málefnalega heildarsýn, þá liggur staða hvers málaflokks fyrir og í nær öllum tilfellum, er það svo að ráðherrar í samvinnu við starfsmenn sína í ráðuneytinu rita frumvarp, er fer svo til efnislegrar meðferðar í þinginu.
![]() |
Atkvæði greidd um fjárlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2011 | 21:03
Skjaldborgarleikhúsið toppar sjálft sig í farsakenndum fáranleika.
Samkvæmt frétt eyjunnar í dag, þá eru sjávarútvegsmál þjóðarinnar á hendi velferðarráðherra og menntamálaráðherra.
Það breytir því samt ekki, að samkvæmt nýu stjórnarráðslögunum sem Gunnar Helgi átti stóran þátt í að semja,þá mun sjávarútvegsráðherra áfram bera ábyrgð á málaflokknum og á vinnu hinna ráðherranna tveggja. Reyndar var það svo að Jón Bjarnason var alla tíð á móti þessu stjórnarráðsfrumvarpi.
Gunnar Helgi er svo gerður út, til þess að benda Jóni Barnasyni, kurteisislega á, að betra væri að hann léti sig hverfa, svo ekki yrðu frekari læti út af málinu.
Ætli starfsfólk velferðar og menntamálaráðuneyta, sé ekki með yfirþyrmandi og yfirgripsmikla þekkingu á sjávarútvegi? Það bara hlýtur að vera svo, því varla hefði Jóhanna, með alla sína þingreynslu falið þessum ráðherrum yfirumsjón með gerð á nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.
Eða er það ekki annars svo að verkstjórnar og leiðtogahæfileikar Jóhönnu eru óbrigðulir?
![]() |
Verið að sýna Jóni vantraust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 14:12
Vantraust Jóhönnu á ráðherra í eigin ríkisstjórn.
Þegar að svokölluð sáttanefnd lauk störfum fyrir rúmu ári, þá fengu valdir þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar krukka í niðurstöðu nefndarinnar. Tók það ,,krukk" ásamt ýmsum ýfingum og hrossakaupum 8-9 mánuði.
Afraksturinn varð svo frumvarp sem lagt fram í lok síðasta vorþings. Frumvarp sem hefur í rauninni fengið falleinkunn allra, stjórnar, stjórnarandstæðinga, hagsmunaaðila og í rauninni allra sem um málið hafa fjallað. Er einhver ástæða til þess að ætla að endurtekning þessarar tilraunar heppnist?
Erum við ekki með fagráðuneyti til þess að vinna úr málum sem þessu og gera þau þingtæk, í formi frumvarps sem Alþingi tekur til efnislegrar meðferðar og afgreiðir samkvæmt vilja meirihluta þingmanna?
Er það kannski svo að málefni sjávarútvegsins, sé enn eitt málið sem stjórnarflokkarnir, geta ekki komið sér saman um?
Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir það ekki bara hreint út, í ljósi þess að allt er gagnsætt hjá henni og upp á borðum, að hún vantreysti Jóni Bjarnasyni í embætti landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra?
![]() |
Þetta er ekki stjórnarfrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2011 | 21:06
Smásaga af Möllernum og Ömma.
Það þarf svosem ekkert koma á óvart, að Kristjáni Möller sé eitthvað uppsigað við Ögmund, óháð ákvörðun Ögmunds um Grímsstaði og kalli hann óhæfan og þar fram eftir götunum. Enda þarf ekki að líta nema rúmt ár aftur í tímann, til þess að finna atvik, þar sem Ögmundur nánast ,,kýldi Kristján kaldan. Reyndar er það svo að flestar görðir Ögmunds í samgöngumálum, hafa oftar en ekki mætt tortryggni hjá Kristjáni.
Siðsumars 2010 eða um haustið, þá þurfti eftir því sem Álfheiður Ingadóttir sagði, að koma Ögmundi að ríkisstjórnarborðinu, svo Fjárlög 2011 kæmust í gengum þingið.
Við það að koma Ögmundi aftur af ríkistjórnarborðinu og í þeim sameiningum er urðu á ráðuneytum á sama tíma, þurfti Kristján Möller að víkja sem samgönguráðherra. Enda tók nýtt ráðuneyti Ögmunds, Innanríkisráðuneytið við samgöngumálum.
Um það leyti sem Kristján lét af embætti, kom frétt þess efnis, að Jóhanna og Steingrímur hafi fyrir sitt leyti, samþykkt það að svokallað ECA- verkefni ( vona að nafnið sé rétt munað), sem snerist um viðhaldsstöð fyrir vopnlausar herþotur á Keflavíkurflugvelli, yrði sett í gang. En Samgönguráðuneyti Kristjáns hafði haft með málið að gera.
Leit svo út að Kristjáni hafi verið leyft að setja verkefnið í gang, svo hann gæti hætt með einhverri reisn og eitthvað áþreifanlegt stæði eftir hans veru í Samgönguráðuneytinu. Svona til þess að gera honum embættismissinn léttbærari.
Ögmundur lét það verða sitt fyrsta verk sem samgönguráðherra að afturkalla ,,skipun Kristjáns um að setja ECA-verkefnið í gang. Enda var það verkefni hugsað sem einkaframkvæmd og allt sem hefur orðið ,,einka fyrir framan sig, eitur í beinum Ögmunds og flestra Vinstri grænna.
Ögmundur og hans fólk, hafði því ekki bara ráðherraembættið af Kristjáni, með frekju og hótunum um að fella fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, heldur beit Ögmundur endanlega úr skömminni með því að afturkalla skipun/ákvörðun Kristjáns vegna ECA- verkefnisins og þar með þá upphefð að hafa startað því verkefni.
![]() |
Vantar atvinnuuppbyggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2011 | 18:29
Tvær ríkisstjórnir fyrir eina.
Sé svo að lögin banni svona kaup og þau skilyrði sem notuð eru til undanþágu þegar aðili utan EES hyggst kaupa hér land, halda ekki, þá er ákvörðunin rétt. Skiptir það engu máli, hversu miklir peningar voru í spilinu.
Reyndar væri stækur mútufnykur af ákvörðun sem byggð yrði á fjárhagslegum rökum , en ekki lagalegum.
Það þýðir lítt, að koma með yfirlýsingar um útlendingaótta/hatur, einagrun landsins og allt það, sé svo að hvorki lög né viðmiðunarskilyrði fyrir undanþágu heimili kaupin. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að farið sé að lögum og/eða þeim skilyrðum sem sett hafa verið fram, vegna landakaupa annarra aðila utan EES.
Líklegast er hægt færa fyrir því rök, úr því hann tjáði sig um málið ,,fyrirfram", að hann hafi með því bakað sér vanhæfi til þess að úrskurða um það. Hvort sem hann vitni í einhverjar lagagreinar eða ekki.
Eflaust er málinu ekki lokið, þrátt fyrir þennan úrskurð. Menn hljóta að hafa hugsað, hvað skyldi gera ef svarið yrði ,,nei. Þetta eru engir asnar. Hvort menn hafi hugsað til ,,skúffu-trixsins a la Magma, áformi að taka landið á leigu eða eitthvað annað, skal ósagt látið
Hvað snýr að íslenskum stjórnvöldum eða Samfylkingunni, þá er það enginn valkostur að vera með upphrópanir yfirlýsingar, ef slíkt hefur engar aðgerðir í för með sér. Enda fátítt að fólk komist áfram á tuði.
Sé það svo að meirihluti sé fyrir málinu í þinginu, þá gæti nú hvaða samfylkingarþingmaður sem er, eða bara hvaða þingmaður sem er, lagt fram frumvarp til laga, er heimilar kaup sem þessi. Hvort það auki líkur á stjórnarslitum eða ekki, yrðu slík lög samþykkt, verður bara að koma í ljós.
Samt er nú eiginlega svo, að líklegast gerist ekkert, nema einhver mótmæli samfylkingarmanna verði, en varla meira en það. Á morgun, finna stjórnarflokkarnir sér eitthvað annað til þess að deila um og gleyma þessu máli.
Reyndar er eins og það séu tvær ríkisstjórnir í landinu, ríkisstjórn Vg. og ríkisstjórn Samfylkingarinnar. Slíkur er munurinn á stefnu og viðhorfum þessara flokka á þeim málum, sem einhverju máli skipta.
![]() |
Andvíg ákvörðun Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 21:40
Ofurskattar á einstaklinga og fyrirtæki ræna samfélagið!!!
Stjórnvöld virðast gjörsamlega laus við það, að átta sig á að meginarðurinn af stórfjárfestingum, í t.d. iðnaði og sjávarútvegi, er ekki endilega af þeirri grein sem fjárfest er í.
Arðurinn felst fyrst og fremst í því að lítil og meðalstór fyrirtæki blómstra vegna aukinnar þjónustu við þessar greinar. Atvinnulausum fækkar án stórflutninga til útlanda, störfum fjölgar, tekjur fólks hækka, tekjuskattsstofninn stækkar og gefur af sér meiri skatttekjur.
Hærri tekjur kalla einnig á aukna neyslu sem stækka neysluskattsstofna sem þýðir svo meiri tekjur af neyslusköttum.
Það er því beinlínis fíflagangur að skattleggja atvinnulíf og einstaklinga upp í rjáfur og taka þar með efnahag þjóðarinnar kverkataki og skrúfa fyrir það súrefnisflæði, sem nauðsynlegt er að sé nánast alltaf í gangi milli atvinnulífsins og samfélagsins.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á sanngjarnan hátt, er frumforsenda þess að samfélagið blómstri og sterkum stoðum verði skotið undir velferðarkerfið og menntakerfið.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á réttlátan hátt, ásamt réttri forgangsröð í ríkisfjármálum, getur skotið sterkum stoðum undir alla nýsköpun, þar sem meiri fjármunir munu vera til skiptana fyrir hin ýmsu verkefni.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á sanngjarnan hátt, getur því ekkert annað en aukið mannauðinn hér á landi. Í stað þess að flytja hann út, til frambúðar, líkt og núverandi ástand býður upp á.
![]() |
Afleiðingar skattsins skelfilegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar