Leita í fréttum mbl.is

Smásaga af Möllernum og Ömma.

Það  þarf svosem ekkert koma á óvart, að Kristjáni Möller sé eitthvað uppsigað við Ögmund, óháð ákvörðun Ögmunds um Grímsstaði  og kalli hann óhæfan og þar fram eftir götunum.  Enda þarf ekki að líta nema rúmt ár aftur í tímann, til þess að finna atvik, þar sem Ögmundur nánast ,,kýldi“  Kristján kaldan.  Reyndar er það svo að flestar görðir Ögmunds í samgöngumálum, hafa oftar en ekki mætt tortryggni hjá Kristjáni.

Siðsumars 2010 eða um haustið, þá þurfti eftir því sem Álfheiður Ingadóttir sagði, að koma  Ögmundi að ríkisstjórnarborðinu, svo Fjárlög 2011 kæmust í gengum þingið. 

Við það að koma Ögmundi aftur af ríkistjórnarborðinu og í þeim sameiningum er urðu á ráðuneytum á sama tíma, þurfti Kristján Möller að víkja sem samgönguráðherra.  Enda tók nýtt ráðuneyti Ögmunds, Innanríkisráðuneytið við samgöngumálum.

Um það leyti sem Kristján lét af embætti, kom  frétt þess efnis, að Jóhanna og Steingrímur hafi fyrir sitt leyti, samþykkt það að svokallað ECA- verkefni  ( vona að nafnið sé rétt munað), sem snerist um viðhaldsstöð fyrir vopnlausar herþotur á Keflavíkurflugvelli,  yrði sett í gang.   En Samgönguráðuneyti Kristjáns hafði haft með málið að gera.

Leit svo út að Kristjáni hafi verið leyft að setja verkefnið í gang, svo hann gæti hætt með einhverri reisn og eitthvað áþreifanlegt stæði eftir hans veru í Samgönguráðuneytinu. Svona til þess að gera honum embættismissinn léttbærari.

Ögmundur lét það verða sitt fyrsta verk sem samgönguráðherra að afturkalla ,,skipun“ Kristjáns um að setja ECA-verkefnið í gang.  Enda var það verkefni hugsað sem einkaframkvæmd og allt sem hefur orðið ,,einka“ fyrir framan sig, eitur í beinum Ögmunds og flestra Vinstri grænna.

Ögmundur og hans fólk, hafði því ekki bara ráðherraembættið af Kristjáni, með frekju og hótunum um að fella fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, heldur beit Ögmundur endanlega úr skömminni með því að afturkalla skipun/ákvörðun Kristjáns vegna ECA- verkefnisins og þar með þá upphefð að hafa startað því verkefni.


mbl.is Vantar atvinnuuppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr... Hvar er þetta ECA verkefni núna og hvar er Magma núna og hve mörg störf hefir það skapað

Valdimar Samúelsson, 25.11.2011 kl. 21:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú líka þakklát Ögmundi fyrir að taka þetta ECA dæmi út af borðinu. Við eigum ekki að gerast erlendar mellur fyrir allskonar fyrirtæki sem aðrir vilja ekki.  Við þurfum að fara að líla okkur nær og vinna að því að hafa sem mest út úr okkar eigin afurðum, eins og fiskveiðar til dæmis.  Og nota heitt vatn til að byggja stór gróðurhús til grænmetis og ávaxtaræktunar, og minnka þar með innflutning á slíku.  Við þurfum að fara að hugsa meira í því sem við getum gert án þess að vera sífellt að reyna að veiða hingað erlenda fjárfesta sem græða á okkar landgæðum, og við sitjum eftir með sárt ennið.  Er þetta minnimáttarkenn í okkur eða hvað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 10:28

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er sammála Ásthildur. Hér er bara hugsað um að hafa sem mestan hagvöxt því ekki bara að vinna að innlendum málum s.s. veiða, rækta og selja. Við höfum nóg að gera.

Valdimar Samúelsson, 26.11.2011 kl. 15:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við höfum alveg nóg til að sjá þjóðinni farborða með sóma. það þarf bara verksvit og framsýni.  Ekki dagður við erlenda aðila og sitja og bíða eftir að aðrir komi færiandi hendi.  Við þorum, gerum og viljujm.  Þurfum bara réttu aðilana til að stjórna og framkvæma vilja þjóðarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband