19.11.2011 | 16:50
Sláandi samanburður.- En samt er von.
http://www.bbc.co.uk/news/business-15748696
Fróðlegur tengill. Oftar en ekki, þá eru Ísland og Írland borin saman, þegar rætt er um bankahrunið.
Skömmu fyrir hrun, þá var greining á vanda írsku bankana sú, að þá vantaði lausafé og ættu í ákveðnum lánsfjármögnunarvanda. (Kunnuglegt, ekki satt?)
Svo kom hrunið, íslensk neyðarlög, þar sem íslensk stjórnvöld höfnuðu því að ábyrgast erlendar skuldir óreiðumanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hinnar norrænu velferðarstjórnar, að koma hluta þessara skulda á ríkissjóð/ skattgreiðendur, Icesavesamningar I II og III og einkabjörgunarleiðangra Steingríms á Byr, Sp - Kef, VBS fjárfestingabanka, Saga Capital, Sparisjóðs Þórshafnar og fleiri fjármálafyrirtæka. Þá er staðan en sú, að þrotabú föllnu bankana, munu greiða kröfuhöfum sínum það sem fæst upp í þessar skuldir, ekki skattgreiðendur. Hins vegar er ekki enn vitað, hversu há upphæð muni falla á íslenska skattgreiðendur, vegna einkabjörgunaraðgerða Steingríms.
Verandi í ESB og með evru voru slíkir möguleikar Írum ekki færir, hvort sem vilji hafi verið til þess eður ei.
Leið Íra var því að ábyrgjast erlendar skuldir bankanna. Í dag nema erlendar skuldir Íra 62 milljónum, 62.000.000 á hvern íbúa.
Þrátt fyrir íslenskt allsherjarhrun fjármálakerfis og Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar þess, þá eru sambærilegar tölur ca. 6 milljónir á hvern Íslending.
Ég segi þrátt fyrir Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, því ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar hafa nýtt hvert það tækifæri til þess að auka hér verðmæti og efla atvinnulífið, til hins andstæða, þ.e. að fæla burt alla þá sem áhuga hafa eða gætu haft á því að fjárfesta hér á landi.
Það hlýtur því að vera hverjum manni ljóst, sem á annað borð vill vera það ljóst, að erlendar skuldir okkar Íslendinga, gætu verið töluvert lægri. Til þess þarf hins vegar stjórnvöld sem hafa þann ásetning að nýta hvert tækifæri sem býðst til tekjuaukningar og vaxtar í stað þess að fæla allt slíkt í burtu.
![]() |
Rétt viðbrögð við bankahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 21:04
Engar nýjar upplýsingar. - Bara upplýsingar sem þegja átti um.- Hver er ábyrgð ráðherra?
,,Segir að í umfjöllun Kastljóss hafi komið fram nýjar upplýsingar um þátt Gunnars í aflandsfélögunum NB Holding og NBI Holdings og því hafi verið full ástæða til að fara yfir málið í heild sinni."
Skýrslan sem Kastljósið hefur undir höndum, er ,,óklippt" útgáfa af þeirri skýrslu sem pressan.is, náði að kreista út í krafti upplýsingalaga. Í skýrslunni sem pressan.is fékk, var búið að klippa út stóran hluta þeirra upplýsinga er fram komu í Kastljósinu í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.
Stjórn FME semsagt, vísvitandi tók úr skýrslunni upplýsingar úr skýrslunni, áður en hún ,,neyddist" til þess að afhenda netmiðlinum hana, eftir að netmiðillinn beitti upplýsingalögum til þess að kreista hana út.
Stjórn FME þarf því ekki að fara yfir einhverjar ,,nýjar" upplýsingar og taka til þeirra afstöðu. Stjórninni voru þessi atriði öll kunn, enda voru þau öll í skýslunni. Þau áttu bara ekki öll að vera kunn almenningi.
Einhverum hefði nú, á öðrum tímum, þótt svona feluleikur og vísvitandi leynd á upplýsingum, vera ærin ástæða til þess að stjórn FME og forstjórinn segðu af sér, hið snarasta.
Þar sem það er viðskiptaráðherra, sem skipar stjórn FME, til fjögurra ára, þá situr stjórnin í umboði og á ábyrgð þess ráðherra. Sá ráðherra, Árni Páll Árnason getur ekki skýlt sér á bak við það, að hann hafi ekki verið kominn í ráðuneytið, þegar stjórnin var skipuð, árið 2009 í tíð Gylfa Magnússonar.
Árna Páli hefur nú oftar en ekki þótt ástæða til þess að tjá sig af minna tilefni en þessu, þó ekki hafi heyrst hósti né stuna um málið frá honum í dag.
Ætli ráðherrann sé ekki bara bara sami hugleysinginn og Gunnar Andersen og þori ekki að tjá sig um málið, augliti til auglitis. Heldur muni hann senda frá sér yfirlýsingu, á tölvutæku formi, þar sem hann hvítþvær Gunnar og stjórn FME af öllum ásökunum. Hins vegar mun ráðherrann þá ekki verða náanlegur í síma, á meðan stormurinn vegna málsins stendur sem hæst.
![]() |
Stendur við umfjöllunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 18:26
Forstjóri FME, þyrlar upp ryki, að hætti sakbornings.
Eva Joly sagði á sínum tíma, að reynslan sýndi, að viðbrögð þeirra er sæta munu ákærum, vegna glæpa í hruninu, myndu allar verða á svipaðan hátt. Sendiboðinn skotinn og svo yrði reynt að afvegaleiða umræðuna og skrifa söguna upp á nýtt.
Í yfirlýsingu Gunnars Andersens, segir m.a. :
Það er hins vegar athyglisvert að Ríkissjónvarpið skuli láta eftir sviðið til óheftra mannorðsmorða, sérstaklega í ljósi þess að ekkert nýtt var að finna í umræddri umfjöllun."
Bíðum nú við. Var allt komið fram? Var það ekki svo, að stór hluti þess er Kastljósið fjallaði um, sá hluti skýrslunar, sem pressan.is fékk ekki á sínum tíma, þó beiting upplýsingalaga hefði þurft, til þess að fá skýrsluna, ritskoðaða. Í ritskoðuðu skýsluni, sem pressan fékk, var þess t.d. ekki getið að Gunnar hafi skrifað fundargerðir og skrifað undir samninga fyrir hönd þessara aflandsfélaga, er um ræðir.
Ritskoðaða skýrslan, sagði öðru fremur að Gunnar í rauninni bara verið í þessum stjórnum aflandsfélagana, vegna þess að einhver þurftir að vera þar. Hann hafi hins vegar ekki beitt sér á neinn hátt sem stjórnarmaður og því verið það sem kallað er ,,óvirkur" stjórnandi. Slíkt hugtak hefur akkúrrat ekkert gildi.
Svo heldur Gunnar áfram:
,,Hæfi undirritaðs hefur þegar verið skoðað ofan í kjölinn og voru engar athugasemdir gerðar við það. Það var aðallega af þeirri ástæðu sem undirritaður sá ekki ástæðu til þess að mæta í þennan Kastljósþátt enda treysti ég alla jafna hlutlægri og hlutlausri umfjöllun útvarps allra landsmanna. Því var svo sannarlega ekki að heilsa að þessu sinni, segir ennfremur.
Hver skoðaði hæfi Gunnars? Var það ekki stjórn FME, með aðstoð lögfræðings? Stjórn sem taldi það óþarfa að Gunnar viki, á meðan sú stofun er hann veitir forstöðu, rannsaki mál hans.
Það er nú ekki hægt að saka Kastljósið um að hafa ekki verið hlutlægt og hlutlaust í umræðu sinni. Í þættinum, kom bara það fram sem stendur í skýrslunni, engu bætt við eða ýkt.
Kannski hefði verið hægt að klína einhverri óhlutdrægni á Kastljósið, vegna viðtalsins við Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing. En bara ef að Gunnari hefði ekki verið boðið í þáttinn, til þess að skýra mál sitt.
Fjarvera Gunnars í Kastljósþættinum, ber öðru fremur, vott um kjarkleysi og gunguhátt Gunnars. Óttann við að þurfa að svara óþæginlegur spurningum. Hafi menn sitt á þurru, þá mæta þeir að sjálfsögðu á staðinn ef einhver ætlar að hafa af þeim mannorðið, að ósekju og verja það. En til þess þarf hreina samvisku.
![]() |
Óheft mannorðsmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2011 | 22:12
Stjórn FME jafn vanhæf og Gunnar Andersen
Strax í upphafi rannsóknar á störfum Gunnars Andersens fyrir Landsbankann, var ljóst að stjórn FME, tók rannsóknina ekki alvarlega. Stjórnin taldi eðlilegt að Gunnar sæti áfram sem forstjóri, enda væri hann ekki og myndi ekki rannsaka tiltekið mál.
Þegar rannsókninni síðan lauk og gefin var út skýrsla, þá sagði stjórnin Gunnar ekki hafa aðhafst neitt misjafnt. Stjórnin ákvað hins vegar að birta ekki skýrsluna. Það var ekki fyrr en að pressan.is falaðist eftir skýrslunni, í krafti upplýsingarlaga, að netmiðlinum var afhent brot af skýrslunni.
Í umfjöllun Kastljóss, fyrr í kvöld, var hins vegar vitnað í skýrsluna alla, sem þátturinn hafði undir höndum.
Í þeirri umfjöllun kom ekki eingöngu í ljós, að Gunnar hefði sagt ósatt, eða í það minnsta farið rangt með staðreyndir. Heldur brást hann einnig ekki við ábendingu undirmanns síns, um að Landsbankanum bæri að tilkynna Bankaeftirlitinu, FME þess tíma, um þessi aflandsfélög.
Það skiptir í rauninni engu máli, hvort möguleg brot Gunnars séu fyrnd eða ekki. Brot er alltaf brot.
Stjórn FME hefur meðvitað tekið þátt í því að hylma yfir störf Gunnars fyrir Landsbankans og ekki efast um hæfni hans í starf forstjóra FME, þrátt fyrir þær upplýsingar er finna má í skýrslunni er nefnd er hér að ofan.
Það er því í rauninni ekki annar möguleiki í stöðunni, að stjórn FME og Gunnar Andersen víki úr sínum stöðum, með eða án aðstoðar efnahags og viðskiptaráðherra, Árna Páls Árnasonar.
![]() |
Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 20:03
Vinnubrögð sem minna á Icesave I
Þegar Svavarsamningurinn í Icesavedeilunni, Icesave I lá fyrir, þá stóð það til að keyra samninginn óséðan í gegnum þingið. Villikettir í Vg. og stjórnarandstaðan, komu hins vegar í veg fyrir að sá samningurinn yrði keyrður í gegn.
Seint um síðir láku svo þessir samningar út, til RÚV að mig minnir og til Indefense.
Þá kom í ljós að þeir samningar, sem þeir félagar Steingrímur og Svavar höfðu hreykt sér af og dáðst af eigin dugnaði við að ná þeim fram, hefðu farið langt með að setja þjóðina, endanlega á hausinn. Enda hefðu hundruðir millarða fallið á íslenska ríkið (skattgreiðendur) hefðu þeir samningar verið samþykktir óbreyttir í þinginu.
Það er því alveg ljóst að Alþingi er ekki stætt á því, að afgreiða fjáraukalög fyrir 2011, fyrr en allar upplýsingar varðandi Sp-kef og Byr liggja fyrir, ásamt skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna Vaðlaheiðarganga.
Þeir stjórnarþingmenn sem kvitta upp á vinnubrögð líkt og lýst er hér að ofan, eru ekki á nokkurn hátt starfi sínu vaxnir. Enda hlýtur það að vera ábyrgðarhluti að heimila umræður og afgreiðslu máls, þar sem ónægar upplýsingar liggja fyrir.
Það getur ekki verið, eftir allt sem á undan er gengið, að einhver áhugi sé fyrir því í þinginu, að taka upp þau vinnubrögð, er viðhafa átti þegar Svavarssamningarnir voru í höfn.
En hins vegar kemur það ekkert á óvart að Steingrímur J. Sigfússon hafi ætlast til slíks, enda þola fæst hans verk dagsjósið.
![]() |
Verða upptekin þegar atkvæðagreiðsla fer fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2011 | 21:20
Sagan endalausa. - Nú er mál að linni!!!
Í hinni norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, er það vinsælt að tala um samráð, um alla mögulega og ómögulega hluti. Var sá hátturinn hafður á, sumarið eða haustið 2009, þegar vinna við nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða hófst. Samráðið fólst í því, að stofnaður var vinnuhópur hagsmunaaðilia í sjávarútvegi og fulltrúa þingflokkanna, svokölluð Sáttanefnd.
Reyndar hefur það einkennt öll svokölluð samráðferli, er velferðarstjórnin stendur fyrir að samráðið er í rauninni ekkert annað en leiktjöld, sett upp í því leikriti, er ætlað er að beina sjónum fólks, frá ráða og getuleysi velferðarstjórnarinnar í þessu máli, sem og flestum þeirra mála, er á borð stjórnarinnar rata.
Var vinnuhópnum ætlað að skila sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra niðurstöðu, er nýtt frumvarp skildi byggja á.
Sáttanefndin vann að málinu í eitt ár og leitaði álita víða. Sáttanefndin skilaði svo ráðherra niðurstöðu, haustið 2010. Undir þá niðurstöðu skrifuðu allir, nema tveir nefndarmenn, þar á meðal fulltrúar stjórnarflokkanna.
Bjuggust flestir við því, í ljósi allrar þeirra vinnu sem Sáttanefndin hafði lagt í verkið, að varla tæki margar vikur að taka niðurstöðu nefndarinnar saman í frumvarp, sem víðtæk sátt væri um. En það var öðru nær.
Það var engu líkara að fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni hafi ekki haft umboð félaga sinna, til þess að skrifa undir niðurstöðu nefndarinnar, því ekki var sátt um niðurstöðuna innan stjórnarflokkanna.
Tók þá við átta mánaða reipitog stjórnarflokkanna og hrossakaup um málið, þar sem 4 ráðherrrar og 6-7 aðrir stjórnarþingmenn komu að.
Niðurstaðan varð svo að lokum frumvarp er hent var inn í þingið á síðustu dögum vorþings 2011. Fljótlega varð ljóst að frumvarp það sem lagt var fram, hafði afar litla skýrskotun, til vinnu sáttanefndarinnar, nema kannski að því leiti að margt sem var inni í vinnu Sáttanefndarinnar, var orðið útþynnt og skrumskælt og á vart þekkjanlegt lengur.
Enda kom það á daginn, að allir þeir aðilar er sæti áttu í sáttanefndinni, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Bæði hagsmunaaðliar og þingmenn stórnar og stjórnarandstæðu.
Málíð koðnaði svo niður í þinginu, bæði vegna málþófs en ekki síst vegna þess að ekki var, þrátt fyrir að hér sé við völd það sem kallað er meirihlutastjórn, meirihluti fyrir málinu í þinginu.
Þó vissulega eigi ekki að hespa frumvarpi sem þessu af á nokkrum dögum, heldur eigi að vanda til vinnu. Þá hljóta að vera einhver takmörk fyrir því, hvað mál sem þetta getur eða ætti að vera í smíðum. Slíkir eru hagsmunir þjóðarinnar allrar, ekki bara þeirra sem fiskinn veiða og starfa í greininni.
Það er engum bjóðandi, hvort um sé að ræða sjómenn útgerðarmenn, starfsfólk í fiskvinnslu, eða þjóðinni allri, að þeitta mál hafi nú þegar þetta er skrifað, verið meira en tvö ár í vinnslu, án merkjanlegs árangurs.
Stjórnvöld sem ekki skila betri árangri er þetta, eru ekki á vetur setjandi. Nú er mál að linni.
![]() |
Óvíst hvenær kvótafrumvarp kemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 21:25
Ætli Samtök atvinnulífsins og Davíð, fari í hár saman á landfundinum.
Fram að þessari ályktun SA, hefur það verið útbreidd skoðun sumra aðildarsinna, að andstaða Davíðs Oddsonar við ESB- aðild, stýri stefnu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu varðandi ESB.
Það er því spaugilegt að sjá núna þessa sömu aðildarsinna, sjá það fyrir sér að landsfundurinn taki U-beygju frá fyrri afstöðu sinni, bara af því SA vill það.
Það er nú ekki svo, hvað sem hver kann að segja, að SA panti landsfundarályktanir af Sjálfstæðisflokknum. Síðast landsfundur, ályktaði gegn því að gengist yrði við löglausum kröfum, Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Það gerði fundurinn, þó svo að SA hafi krafist þess, að Icesave I II yrðu samþykktir, þó svo það kostaði ríkissjóð og þar með skattgreiðendur, hundruðir milljarða.
Þó einhverjum hafi fyrir einhverjum misserum, fundist það vel til fundið, að sækja um aðild að ESB, þá er ekki þar með sagt, þó sá sami vilji nú hætta aðildarferlinu eða setja það á ís, að viðkomandi eigi erfitt með að ákveða sig.
Það er frekar merki um sterkan einstakling, er slíkt gerir. Einstakling, sem tilbúinn er í ljósi breyttra aðstæðna og forsendna að endurskoða ákvörðun sína.
Það eru samt ekki mín orð, að sá sé veiklundaður, sem halda vill áfram, eins og ekkert hafi í skorist og allar fréttir af kreppunni í ESB og í Evrulandi, séu hreinn og klár uppspuni.
Þau orð verða aðrir að eiga.
![]() |
SA vill halda áfram aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 20:04
Breyttar og hagkvæmari aðferðir við lagasetningar - eða mútur?
..... heyrst hefur að, LÍÚ ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar löggjafar um stjórn fiskveiða, þá muni útvegsmenn styrka stjórnvöld um fjórar krónur, á móti hverri krónu, sem smíði frumvarpsins kostar. Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.
... heyrst hefur að, Samtök verslunar og þjónustu í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar samkeppnislöggjafar, að styrka stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð frumvarpsins.
Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.
...heyrst hefur að Bændasamtökin ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð á nýrri landbúnaðarlöggjöf, að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð frumvarpsins. Fyrirhugað er að hluti styrksins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.
.... heyrst hefur að Samtök atvinnulífsins ætli ásamt því að aðstoða stjórnvöld við gerð nýrrar vinnulöggjafar að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð löggjafarinnar. Fyrirhugað er hluti kostnaðarins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.
.....heyrst hefur að Samtök fyrirtæka í áliðnaði, ætli ásamt því að aðstöða stjórnvöld við gerð nýrrar löggjafar um umhverfis og virkjunarmál, að styrkja stjórnvöld um fjórar krónur á móti hverri krónu sem stjórnvöld kosta til við gerð löggjafarinnar.
Fyrirhugað er að hluti kostnaðarins fari í útgáfu og kynningarstarfssemi á frumvarpinu, er það liggur fyrir.
Bíddu nú við. Myndi nú ekki einhver kalla þetta mútur? Er þá ESB að ,,múta" stjórnvöldum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2011 | 20:58
Fátt að semja um....
Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið samningaviðræður getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður.
Og þessar reglur (líka þekktar sem acquis, sem er franska yfir það sem hefur verið ákveðið) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum.
Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.
Sem sagt, aðlögunin verður að mestu afstaðin, þegar ESB hugnast að skrifa undir aðildarsamning."
Það eina sem samið hefur verið um, þegar og ef að samninganefndin, kemur heim með aðildarsamning, verða örfáar, tímabundnar undanþágur, eflaust flestar ef ekki allar um landbúnað og sjávarútveg.
Hins vegar er það nær öruggt að ESB, fúlsar ekki við ,,ríkri umsóknarþjóð, í því ástandi sem nú ríkir í Evrulandi og annars staðar ESB.
Fáar eða engar ESBþjóðir, hafa jafn mikla möguleika og við Íslendingar, að auka landsframleiðslu sína á komandi árum og áratugum.
Miðað við þær hamfariri sem átt hafa sér stað í Evrulandi og þær sem spáð er, eru meiri líkur en minni að aðildarþjóðir ESB, hafi mun minna fé aflögu til þess að leggja í púkkið í Brussel.
Þá kemur sér auðvitað vel, að vera búin að narra inn nýja þjóð sem rík er af auðlindum, sem hinar aðildarþjóðirnar gætu kroppað í.
Fjárhagsvandi Evrulands er ekki tímabundinn. ,,Lausn" vandans gæti hins vegar orðið það. Þ.e. allt mun verða slétt og fellt á yfirborðinu, þangað til að kemur að skuldadögum, fyrir þær björgunaraðgerðir sem þar munu vera næstu misserin.
Þá er gott að vera búið að lokka inn þjóð, sem hefur möguleika á það mikilli landsframleiðslu að hún borgi ríflega með sér til ESB.
![]() |
Aldrei betra að semja við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2011 | 15:00
Árangur skapar traust.
Þessi misserin er talað um að það helsta er standi Alþingi Íslendinga fyrir þrifum, sé þetta eilífa karp og riflildi niður á þingi. Er þá oftar en ekki talað um þetta karp, eins og það sé nýtilkomið.
Það vita það hins vegar allir sem einhvern áhuga hafa á að vita, að menn hafa karpað um málefni á Alþingi og alls staðar annars staðar sem þeir hafa komið saman, svo lengi sem landið hefur verið í byggð .
Síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálum, hefur ætíð verið svo, að á Alþingi Íslendinga hafa valist einstaklingar, sem ekki eru allir sammála um leiðir að settu marki og hafa því tekist á um málefni og stefnur.
Það er því hreinasta firra að kenna þessu karpi sem jafngamalt er sögu Alþingis, um þá litlu virðingu og traust, sem þjóðin ber til Alþingis.
Ástæða vantraustsins hlýtur fyrst og fremst að ligga í því, hver árangur Alþingis (stjórnarmeirihlutans) er hverju sinni, í því að leiða stóru málin til lykta.
Fyrir síðustu kosningar voru stóru málin, lausn á skuldavanda heimilana, atvinnumál og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.
Hvað þessa þrjá málaflokka varðar, er ekki ofsagt, að halda því fram að stjórnvöldum hafi gersamlega mistekist að ná einhverum árangri við að leiða þau til lykta, á þann hátt að ásættanlegt sé.
Stjórnvöld líta ekkert betur út í vanmætti sínum, þó að á Alþingi, sé eins og alltaf áður, stjórnarandstaða sem eðli máls samkvæmt, er á móti flestu því sem stjórnarflokkarnir leggja til málanna. Stjórnarandstaða sem ekki er á móti, bara til þess að vera á móti, heldur stjórnarandstaða sem samanstendur af fólki með aðrar skoðanir en fólkið í stjórnarflokkunum.
Vanmátt stjórnvalda er ekki á nokkurn hátt hægt að rekja til stjórnarandstöðuflokkana eða hagsmunasamtaka í landinu.
Vanmátturinn er fyrst og fremst tilkominn vegna innbyrðis átaka innan og í millum stjórnarflokkanna í öllum þremur stóru málunum er nefnd eru hér að ofan, auk annarra mála, eins og aðildarumsókninni að ESB.
Árangurs er aldrei að vænta úr röðum fólks eða flokka þar sem sundurlyndi er daglegt brauð og samstaða telst til undantekninga. Þar liggur meinið.
![]() |
Vil endurvekja grunngildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar