Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
30.11.2011 | 20:17
Ráðherrakaplar, fjárlög og fleira................. Sagan endalausa.
Í september 2010, þegar Ögmundur var tekinn aftur inn í ríkisstjónina, eftir ellefu mánaða fjarveru. Við það tækifæri, sagði Álfheiður Ingadóttir, sem var einn ráðherranna er fórnað var í þeim ráðherrakapli, að þurft hefði að koma Ögmundi aftur að ríkisttjórnarborðinu, svo tryggt væri að fjárlög fyrir árið 2011 yrðu samþykkt í þinginu.
Núna er staðan hins vegar sú, að ekki er hægt að reka Jón Bjarnason, fyrr en fjárlög fyrir árið 2012, hafa verið samþykkt.
Vel má vera, að þegar ráðherrakapallinn var kynntur í september 2010, þá hafi það verið tilkynnt að von væri á frekari hrókeringum í ríkisstjórninni. Það var hins vegar tilkynnt, vegna ætlunar Jóhönnu að dengja Sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti, saman í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Þau áfrorm hafa hins vegar ekki meirihlutastuðning innan stjórnarflokkanna, þannig að þau falla væntanlega um sjálf sig, að öllu óbreytt.
Það breytir engu, að Jóhanna þræti fyrir (samkvæmt venju) eins og ótýndur sprúttsali, að hún hafi verið í einhverri aðför að Jóni Bjarnasyni, enda kæmi hann henni nánast ekkert við, enda tilheyrði hann hinum stjórnarflokknum. Hins vegar hafi hún gagnrýnt seinagang Jóns við endurskoðun laga um stjórn fiskveiði.
Það er nú svo að líklegast er minnst af þessum seinagangi, beinlínis Jóni að kenna. Helsta ástæða seinagangsins er fyrst og fremst , skortur á sameiginlegri stefnu stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum. Nægir þar að nefna tog, teygjur, þras og hrossakaup stjónarflokkanna um málið, allan síðastliðinn vetur, án árangurs.
Í ríkisstjórnum sem hafa sátt um málefnalega heildarsýn, þá liggur staða hvers málaflokks fyrir og í nær öllum tilfellum, er það svo að ráðherrar í samvinnu við starfsmenn sína í ráðuneytinu rita frumvarp, er fer svo til efnislegrar meðferðar í þinginu.
Atkvæði greidd um fjárlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2011 | 21:03
Skjaldborgarleikhúsið toppar sjálft sig í farsakenndum fáranleika.
Samkvæmt frétt eyjunnar í dag, þá eru sjávarútvegsmál þjóðarinnar á hendi velferðarráðherra og menntamálaráðherra.
Það breytir því samt ekki, að samkvæmt nýu stjórnarráðslögunum sem Gunnar Helgi átti stóran þátt í að semja,þá mun sjávarútvegsráðherra áfram bera ábyrgð á málaflokknum og á vinnu hinna ráðherranna tveggja. Reyndar var það svo að Jón Bjarnason var alla tíð á móti þessu stjórnarráðsfrumvarpi.
Gunnar Helgi er svo gerður út, til þess að benda Jóni Barnasyni, kurteisislega á, að betra væri að hann léti sig hverfa, svo ekki yrðu frekari læti út af málinu.
Ætli starfsfólk velferðar og menntamálaráðuneyta, sé ekki með yfirþyrmandi og yfirgripsmikla þekkingu á sjávarútvegi? Það bara hlýtur að vera svo, því varla hefði Jóhanna, með alla sína þingreynslu falið þessum ráðherrum yfirumsjón með gerð á nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.
Eða er það ekki annars svo að verkstjórnar og leiðtogahæfileikar Jóhönnu eru óbrigðulir?
Verið að sýna Jóni vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 14:12
Vantraust Jóhönnu á ráðherra í eigin ríkisstjórn.
Þegar að svokölluð sáttanefnd lauk störfum fyrir rúmu ári, þá fengu valdir þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar krukka í niðurstöðu nefndarinnar. Tók það ,,krukk" ásamt ýmsum ýfingum og hrossakaupum 8-9 mánuði.
Afraksturinn varð svo frumvarp sem lagt fram í lok síðasta vorþings. Frumvarp sem hefur í rauninni fengið falleinkunn allra, stjórnar, stjórnarandstæðinga, hagsmunaaðila og í rauninni allra sem um málið hafa fjallað. Er einhver ástæða til þess að ætla að endurtekning þessarar tilraunar heppnist?
Erum við ekki með fagráðuneyti til þess að vinna úr málum sem þessu og gera þau þingtæk, í formi frumvarps sem Alþingi tekur til efnislegrar meðferðar og afgreiðir samkvæmt vilja meirihluta þingmanna?
Er það kannski svo að málefni sjávarútvegsins, sé enn eitt málið sem stjórnarflokkarnir, geta ekki komið sér saman um?
Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir það ekki bara hreint út, í ljósi þess að allt er gagnsætt hjá henni og upp á borðum, að hún vantreysti Jóni Bjarnasyni í embætti landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra?
Þetta er ekki stjórnarfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2011 | 21:06
Smásaga af Möllernum og Ömma.
Það þarf svosem ekkert koma á óvart, að Kristjáni Möller sé eitthvað uppsigað við Ögmund, óháð ákvörðun Ögmunds um Grímsstaði og kalli hann óhæfan og þar fram eftir götunum. Enda þarf ekki að líta nema rúmt ár aftur í tímann, til þess að finna atvik, þar sem Ögmundur nánast ,,kýldi Kristján kaldan. Reyndar er það svo að flestar görðir Ögmunds í samgöngumálum, hafa oftar en ekki mætt tortryggni hjá Kristjáni.
Siðsumars 2010 eða um haustið, þá þurfti eftir því sem Álfheiður Ingadóttir sagði, að koma Ögmundi að ríkisstjórnarborðinu, svo Fjárlög 2011 kæmust í gengum þingið.
Við það að koma Ögmundi aftur af ríkistjórnarborðinu og í þeim sameiningum er urðu á ráðuneytum á sama tíma, þurfti Kristján Möller að víkja sem samgönguráðherra. Enda tók nýtt ráðuneyti Ögmunds, Innanríkisráðuneytið við samgöngumálum.
Um það leyti sem Kristján lét af embætti, kom frétt þess efnis, að Jóhanna og Steingrímur hafi fyrir sitt leyti, samþykkt það að svokallað ECA- verkefni ( vona að nafnið sé rétt munað), sem snerist um viðhaldsstöð fyrir vopnlausar herþotur á Keflavíkurflugvelli, yrði sett í gang. En Samgönguráðuneyti Kristjáns hafði haft með málið að gera.
Leit svo út að Kristjáni hafi verið leyft að setja verkefnið í gang, svo hann gæti hætt með einhverri reisn og eitthvað áþreifanlegt stæði eftir hans veru í Samgönguráðuneytinu. Svona til þess að gera honum embættismissinn léttbærari.
Ögmundur lét það verða sitt fyrsta verk sem samgönguráðherra að afturkalla ,,skipun Kristjáns um að setja ECA-verkefnið í gang. Enda var það verkefni hugsað sem einkaframkvæmd og allt sem hefur orðið ,,einka fyrir framan sig, eitur í beinum Ögmunds og flestra Vinstri grænna.
Ögmundur og hans fólk, hafði því ekki bara ráðherraembættið af Kristjáni, með frekju og hótunum um að fella fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, heldur beit Ögmundur endanlega úr skömminni með því að afturkalla skipun/ákvörðun Kristjáns vegna ECA- verkefnisins og þar með þá upphefð að hafa startað því verkefni.
Vantar atvinnuuppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2011 | 18:29
Tvær ríkisstjórnir fyrir eina.
Sé svo að lögin banni svona kaup og þau skilyrði sem notuð eru til undanþágu þegar aðili utan EES hyggst kaupa hér land, halda ekki, þá er ákvörðunin rétt. Skiptir það engu máli, hversu miklir peningar voru í spilinu.
Reyndar væri stækur mútufnykur af ákvörðun sem byggð yrði á fjárhagslegum rökum , en ekki lagalegum.
Það þýðir lítt, að koma með yfirlýsingar um útlendingaótta/hatur, einagrun landsins og allt það, sé svo að hvorki lög né viðmiðunarskilyrði fyrir undanþágu heimili kaupin. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að farið sé að lögum og/eða þeim skilyrðum sem sett hafa verið fram, vegna landakaupa annarra aðila utan EES.
Líklegast er hægt færa fyrir því rök, úr því hann tjáði sig um málið ,,fyrirfram", að hann hafi með því bakað sér vanhæfi til þess að úrskurða um það. Hvort sem hann vitni í einhverjar lagagreinar eða ekki.
Eflaust er málinu ekki lokið, þrátt fyrir þennan úrskurð. Menn hljóta að hafa hugsað, hvað skyldi gera ef svarið yrði ,,nei. Þetta eru engir asnar. Hvort menn hafi hugsað til ,,skúffu-trixsins a la Magma, áformi að taka landið á leigu eða eitthvað annað, skal ósagt látið
Hvað snýr að íslenskum stjórnvöldum eða Samfylkingunni, þá er það enginn valkostur að vera með upphrópanir yfirlýsingar, ef slíkt hefur engar aðgerðir í för með sér. Enda fátítt að fólk komist áfram á tuði.
Sé það svo að meirihluti sé fyrir málinu í þinginu, þá gæti nú hvaða samfylkingarþingmaður sem er, eða bara hvaða þingmaður sem er, lagt fram frumvarp til laga, er heimilar kaup sem þessi. Hvort það auki líkur á stjórnarslitum eða ekki, yrðu slík lög samþykkt, verður bara að koma í ljós.
Samt er nú eiginlega svo, að líklegast gerist ekkert, nema einhver mótmæli samfylkingarmanna verði, en varla meira en það. Á morgun, finna stjórnarflokkarnir sér eitthvað annað til þess að deila um og gleyma þessu máli.
Reyndar er eins og það séu tvær ríkisstjórnir í landinu, ríkisstjórn Vg. og ríkisstjórn Samfylkingarinnar. Slíkur er munurinn á stefnu og viðhorfum þessara flokka á þeim málum, sem einhverju máli skipta.
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 21:40
Ofurskattar á einstaklinga og fyrirtæki ræna samfélagið!!!
Stjórnvöld virðast gjörsamlega laus við það, að átta sig á að meginarðurinn af stórfjárfestingum, í t.d. iðnaði og sjávarútvegi, er ekki endilega af þeirri grein sem fjárfest er í.
Arðurinn felst fyrst og fremst í því að lítil og meðalstór fyrirtæki blómstra vegna aukinnar þjónustu við þessar greinar. Atvinnulausum fækkar án stórflutninga til útlanda, störfum fjölgar, tekjur fólks hækka, tekjuskattsstofninn stækkar og gefur af sér meiri skatttekjur.
Hærri tekjur kalla einnig á aukna neyslu sem stækka neysluskattsstofna sem þýðir svo meiri tekjur af neyslusköttum.
Það er því beinlínis fíflagangur að skattleggja atvinnulíf og einstaklinga upp í rjáfur og taka þar með efnahag þjóðarinnar kverkataki og skrúfa fyrir það súrefnisflæði, sem nauðsynlegt er að sé nánast alltaf í gangi milli atvinnulífsins og samfélagsins.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á sanngjarnan hátt, er frumforsenda þess að samfélagið blómstri og sterkum stoðum verði skotið undir velferðarkerfið og menntakerfið.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á réttlátan hátt, ásamt réttri forgangsröð í ríkisfjármálum, getur skotið sterkum stoðum undir alla nýsköpun, þar sem meiri fjármunir munu vera til skiptana fyrir hin ýmsu verkefni.
Öflugt atvinnulíf, skattlagt á sanngjarnan hátt, getur því ekkert annað en aukið mannauðinn hér á landi. Í stað þess að flytja hann út, til frambúðar, líkt og núverandi ástand býður upp á.
Afleiðingar skattsins skelfilegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2011 | 16:50
Sláandi samanburður.- En samt er von.
http://www.bbc.co.uk/news/business-15748696
Fróðlegur tengill. Oftar en ekki, þá eru Ísland og Írland borin saman, þegar rætt er um bankahrunið.
Skömmu fyrir hrun, þá var greining á vanda írsku bankana sú, að þá vantaði lausafé og ættu í ákveðnum lánsfjármögnunarvanda. (Kunnuglegt, ekki satt?)
Svo kom hrunið, íslensk neyðarlög, þar sem íslensk stjórnvöld höfnuðu því að ábyrgast erlendar skuldir óreiðumanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Hinnar norrænu velferðarstjórnar, að koma hluta þessara skulda á ríkissjóð/ skattgreiðendur, Icesavesamningar I II og III og einkabjörgunarleiðangra Steingríms á Byr, Sp - Kef, VBS fjárfestingabanka, Saga Capital, Sparisjóðs Þórshafnar og fleiri fjármálafyrirtæka. Þá er staðan en sú, að þrotabú föllnu bankana, munu greiða kröfuhöfum sínum það sem fæst upp í þessar skuldir, ekki skattgreiðendur. Hins vegar er ekki enn vitað, hversu há upphæð muni falla á íslenska skattgreiðendur, vegna einkabjörgunaraðgerða Steingríms.
Verandi í ESB og með evru voru slíkir möguleikar Írum ekki færir, hvort sem vilji hafi verið til þess eður ei.
Leið Íra var því að ábyrgjast erlendar skuldir bankanna. Í dag nema erlendar skuldir Íra 62 milljónum, 62.000.000 á hvern íbúa.
Þrátt fyrir íslenskt allsherjarhrun fjármálakerfis og Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar þess, þá eru sambærilegar tölur ca. 6 milljónir á hvern Íslending.
Ég segi þrátt fyrir Hina norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, því ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar hafa nýtt hvert það tækifæri til þess að auka hér verðmæti og efla atvinnulífið, til hins andstæða, þ.e. að fæla burt alla þá sem áhuga hafa eða gætu haft á því að fjárfesta hér á landi.
Það hlýtur því að vera hverjum manni ljóst, sem á annað borð vill vera það ljóst, að erlendar skuldir okkar Íslendinga, gætu verið töluvert lægri. Til þess þarf hins vegar stjórnvöld sem hafa þann ásetning að nýta hvert tækifæri sem býðst til tekjuaukningar og vaxtar í stað þess að fæla allt slíkt í burtu.
Rétt viðbrögð við bankahruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 21:04
Engar nýjar upplýsingar. - Bara upplýsingar sem þegja átti um.- Hver er ábyrgð ráðherra?
,,Segir að í umfjöllun Kastljóss hafi komið fram nýjar upplýsingar um þátt Gunnars í aflandsfélögunum NB Holding og NBI Holdings og því hafi verið full ástæða til að fara yfir málið í heild sinni."
Skýrslan sem Kastljósið hefur undir höndum, er ,,óklippt" útgáfa af þeirri skýrslu sem pressan.is, náði að kreista út í krafti upplýsingalaga. Í skýrslunni sem pressan.is fékk, var búið að klippa út stóran hluta þeirra upplýsinga er fram komu í Kastljósinu í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.
Stjórn FME semsagt, vísvitandi tók úr skýrslunni upplýsingar úr skýrslunni, áður en hún ,,neyddist" til þess að afhenda netmiðlinum hana, eftir að netmiðillinn beitti upplýsingalögum til þess að kreista hana út.
Stjórn FME þarf því ekki að fara yfir einhverjar ,,nýjar" upplýsingar og taka til þeirra afstöðu. Stjórninni voru þessi atriði öll kunn, enda voru þau öll í skýslunni. Þau áttu bara ekki öll að vera kunn almenningi.
Einhverum hefði nú, á öðrum tímum, þótt svona feluleikur og vísvitandi leynd á upplýsingum, vera ærin ástæða til þess að stjórn FME og forstjórinn segðu af sér, hið snarasta.
Þar sem það er viðskiptaráðherra, sem skipar stjórn FME, til fjögurra ára, þá situr stjórnin í umboði og á ábyrgð þess ráðherra. Sá ráðherra, Árni Páll Árnason getur ekki skýlt sér á bak við það, að hann hafi ekki verið kominn í ráðuneytið, þegar stjórnin var skipuð, árið 2009 í tíð Gylfa Magnússonar.
Árna Páli hefur nú oftar en ekki þótt ástæða til þess að tjá sig af minna tilefni en þessu, þó ekki hafi heyrst hósti né stuna um málið frá honum í dag.
Ætli ráðherrann sé ekki bara bara sami hugleysinginn og Gunnar Andersen og þori ekki að tjá sig um málið, augliti til auglitis. Heldur muni hann senda frá sér yfirlýsingu, á tölvutæku formi, þar sem hann hvítþvær Gunnar og stjórn FME af öllum ásökunum. Hins vegar mun ráðherrann þá ekki verða náanlegur í síma, á meðan stormurinn vegna málsins stendur sem hæst.
Stendur við umfjöllunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 18:26
Forstjóri FME, þyrlar upp ryki, að hætti sakbornings.
Eva Joly sagði á sínum tíma, að reynslan sýndi, að viðbrögð þeirra er sæta munu ákærum, vegna glæpa í hruninu, myndu allar verða á svipaðan hátt. Sendiboðinn skotinn og svo yrði reynt að afvegaleiða umræðuna og skrifa söguna upp á nýtt.
Í yfirlýsingu Gunnars Andersens, segir m.a. :
Það er hins vegar athyglisvert að Ríkissjónvarpið skuli láta eftir sviðið til óheftra mannorðsmorða, sérstaklega í ljósi þess að ekkert nýtt var að finna í umræddri umfjöllun."
Bíðum nú við. Var allt komið fram? Var það ekki svo, að stór hluti þess er Kastljósið fjallaði um, sá hluti skýrslunar, sem pressan.is fékk ekki á sínum tíma, þó beiting upplýsingalaga hefði þurft, til þess að fá skýrsluna, ritskoðaða. Í ritskoðuðu skýsluni, sem pressan fékk, var þess t.d. ekki getið að Gunnar hafi skrifað fundargerðir og skrifað undir samninga fyrir hönd þessara aflandsfélaga, er um ræðir.
Ritskoðaða skýrslan, sagði öðru fremur að Gunnar í rauninni bara verið í þessum stjórnum aflandsfélagana, vegna þess að einhver þurftir að vera þar. Hann hafi hins vegar ekki beitt sér á neinn hátt sem stjórnarmaður og því verið það sem kallað er ,,óvirkur" stjórnandi. Slíkt hugtak hefur akkúrrat ekkert gildi.
Svo heldur Gunnar áfram:
,,Hæfi undirritaðs hefur þegar verið skoðað ofan í kjölinn og voru engar athugasemdir gerðar við það. Það var aðallega af þeirri ástæðu sem undirritaður sá ekki ástæðu til þess að mæta í þennan Kastljósþátt enda treysti ég alla jafna hlutlægri og hlutlausri umfjöllun útvarps allra landsmanna. Því var svo sannarlega ekki að heilsa að þessu sinni, segir ennfremur.
Hver skoðaði hæfi Gunnars? Var það ekki stjórn FME, með aðstoð lögfræðings? Stjórn sem taldi það óþarfa að Gunnar viki, á meðan sú stofun er hann veitir forstöðu, rannsaki mál hans.
Það er nú ekki hægt að saka Kastljósið um að hafa ekki verið hlutlægt og hlutlaust í umræðu sinni. Í þættinum, kom bara það fram sem stendur í skýrslunni, engu bætt við eða ýkt.
Kannski hefði verið hægt að klína einhverri óhlutdrægni á Kastljósið, vegna viðtalsins við Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing. En bara ef að Gunnari hefði ekki verið boðið í þáttinn, til þess að skýra mál sitt.
Fjarvera Gunnars í Kastljósþættinum, ber öðru fremur, vott um kjarkleysi og gunguhátt Gunnars. Óttann við að þurfa að svara óþæginlegur spurningum. Hafi menn sitt á þurru, þá mæta þeir að sjálfsögðu á staðinn ef einhver ætlar að hafa af þeim mannorðið, að ósekju og verja það. En til þess þarf hreina samvisku.
Óheft mannorðsmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2011 | 22:12
Stjórn FME jafn vanhæf og Gunnar Andersen
Strax í upphafi rannsóknar á störfum Gunnars Andersens fyrir Landsbankann, var ljóst að stjórn FME, tók rannsóknina ekki alvarlega. Stjórnin taldi eðlilegt að Gunnar sæti áfram sem forstjóri, enda væri hann ekki og myndi ekki rannsaka tiltekið mál.
Þegar rannsókninni síðan lauk og gefin var út skýrsla, þá sagði stjórnin Gunnar ekki hafa aðhafst neitt misjafnt. Stjórnin ákvað hins vegar að birta ekki skýrsluna. Það var ekki fyrr en að pressan.is falaðist eftir skýrslunni, í krafti upplýsingarlaga, að netmiðlinum var afhent brot af skýrslunni.
Í umfjöllun Kastljóss, fyrr í kvöld, var hins vegar vitnað í skýrsluna alla, sem þátturinn hafði undir höndum.
Í þeirri umfjöllun kom ekki eingöngu í ljós, að Gunnar hefði sagt ósatt, eða í það minnsta farið rangt með staðreyndir. Heldur brást hann einnig ekki við ábendingu undirmanns síns, um að Landsbankanum bæri að tilkynna Bankaeftirlitinu, FME þess tíma, um þessi aflandsfélög.
Það skiptir í rauninni engu máli, hvort möguleg brot Gunnars séu fyrnd eða ekki. Brot er alltaf brot.
Stjórn FME hefur meðvitað tekið þátt í því að hylma yfir störf Gunnars fyrir Landsbankans og ekki efast um hæfni hans í starf forstjóra FME, þrátt fyrir þær upplýsingar er finna má í skýrslunni er nefnd er hér að ofan.
Það er því í rauninni ekki annar möguleiki í stöðunni, að stjórn FME og Gunnar Andersen víki úr sínum stöðum, með eða án aðstoðar efnahags og viðskiptaráðherra, Árna Páls Árnasonar.
Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
- Dyrnar opnaðar inn í myrkt samband Sonny og Cher