Leita í fréttum mbl.is

Jóhönnustjórnin og helförin að heimilunum í landinu.

Í hvert sinn sem umræðan um skuldavanda heimilana í landinu fer fram, hreytir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, ónotum í bankana og segir þá draga lappirnar.

En þegar umræðan berst í þær áttir að ekki hafi verið afskrifað eins og afskriftarými bankana gefur tilefni til, þá segir Jóhanna að það hafi nú verið afskrifað hellingur, eða 150 milljarðar.  Tekur Jóhanna, líkt og bankarnir, með í þá tölu, tap bankana vegna gengislánadóms Hæstaréttar, sem er rúmlega hundrað milljarðir. 

Þeir milljarðir, er féllu til vegna gengislánadómsins, eru þó ekki vegna aðgerða bankana eða ríkisstjórnarinnar, heldur vegna dóms Hæstaréttar.

Ef skoðað er hlutfall húsnæðislána, eftir fjármálastofnunum, þá er Íbúðalánasjóður með 70 % þeirra.  Lífeyrissjóðirnir 10% og aðrar fjármálastofnanir með 20%.

Hins vegar náði gengislánadómurinn, eingöngu til annarra fjármálastofnana en Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðana. 

 Það segir okkur það, að megnið af meintum ,,afskriftum", koma frá þeim stofnunum, er buðu gengistryggð íbúðalán á sínum tíma.  Það gerðu lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður hins vegar ekki.

Reyndar hafði ríkisstjórnin örlög heimilana í hendi sér, áður en þau einkavæddu banka og færðu þá kröfuhöfum þeirra.  

Stjórnvöld brugðust hins vegar þjóð sinni, með því að selja kröfuhöfum bankana húsnæðislánasöfnin með miklum afslætti, án þess að hafa lækkað virði þeirra, áður en sú mikla eignatilfærsla fór fram.  Stjórnvöld létu sér einnig í léttu rúmi liggja, þó þau hefðu undir höndum, lögfræðiálit um ólögmæti gengislána og seldu þau lánasöfn, sem ,,lögleg" lán, með miklum afslætti.

Hirðuleysi og vanræksla stjórnvalda lýsir sér best með því, að hefði gengislánadómurinn farið á versta veg, fyrir bankana þ.e. vextir lánana látnir standa, en gengistryggingin klippt burt líkt og kvað upp, þá hefðu stjórnvöld þurft að leggja bönkunum til fjármagn úr Ríkissjóði.

 Það hefðu þau eingöngu þurft að gera, vegna þess að nýju bankarnir fengu gengislánasöfnin, sem ,,lögleg" lán, þrátt fyrir lögfræðiálitið um ólögmæti þeirra.  Í stað þess tóku stjórnvöld þá ákvörðun, eflaust eftir þrýsting frá kröfuhöfum bankana, að heita kröfuhöfunum því, að færu gengislánin líkt og lögfræðiálitið benti til, þá myndi íslenska ríkið (skattgreiðendur) greiða kröfuhöfunum ,,tapið".

Reyndar hefur þetta litla sem gert hefur verið fyrir heimilin í landinu, afar litlu skilað.  Þau heimili er fóru 110 % leiðina er hún stóð fyrst til boða, eru flest komin með sín lán upp í 130% eða meira og sum hver að fara aftur 110% leiðina.  

Þessi 110% leið virðist því hafa verið vanhugsuð, frá upphafi, hafi staðið til að hjálpa heimilunum í landinu með þeirri leið.  Nær hefði líklegast að færa lánin niður í það hlutfall sem þau voru í upphafi af heildarverði eignar.  

Jóhanna Sigurðardóttir heldur því fram að ríkisstjórnin hafi nú lagt helling af mörkum. Meðal annars niðurgreitt vexti af húsnæðislánum, um marga milljarða.  

Galli er hins vegar á þeirri gjöf Njarðar.  Enda eru þessar niðurgreiðslur fjármagnaðar með skattahækkunum, er fara beint út í verðlagið og hækkar þar með lánskjaravísitöluna og höfuðstól lána þar með.  Þannig að fólk er í raun að borga til baka ,,vaxtaafslátt" þann sem ríkisstjórnin býður.  Bæði með hækkandi vöruverði, vegna áðurnefnda skattahækkana og hækkun lánskjaravísitölu.

Það er því varla ofsögum sagt, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, já þeirrar Jóhönnu er á hjartað sem slær með heimilunum í landinu, klappi heimilunum blíðlega á kollinn með annarri hendinni, en kýli þau köld í gólfið með hinni.

Sé hægt að segja að bankarnir dragi lappirnar við leiðréttingu skulda heimilana, þá er alveg hiklaust hægt að segja að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dregur ekki bara lappirnar í því máli sem og öðrum, heldur dregur hún heimilin í landinu á ansaeyrunum líka.

 


mbl.is Ríkið þarf að borga fyrir frekari afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband