Leita í fréttum mbl.is

Réttlætingarspuni vegna ráðningar Runólfs.

Lekið hefur verið út úr stjórnsýslunni, upplýsingum um að vanhæfi Ástu Sigrúnar Helgadóttur í embætti umboðsmanns skuldara, stafi fyrst og frems af fjölda óleystra mála hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana.  Samkvæmt upplýsingum úr stjórnsýslunni eru þessi óleystu mál nú orðin 820.  Sú tala hljómar afar furðulega, enda komu fréttir frá þessari sömu stjórnsýslu, þann 1. júlí, eða fyrir mánuði síðan, þar sem fjöldi óleystra mála hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilana væri 500.  Mun það vera aukning um 60% á einum mánuði sem að hlýtur að teljast stórmerkileg.  

 Það hlýtur einnig að vera stórmerkilegt í ljósi þessarar aukningu óleystra mála í júlímánuði einum að ekki hafi verið fleiri óleyst mál, hjá Ráðgjafastofuum fjármál heimilana en 500 mánuði fyrr.  Reikna má með því að allt fra hruni hafi málum þar fjölgað jafnt og þétt, þá 22 mánuði sem liðnir eru frá hruni.  Þó að aðeins væri miðað við 100 ný mál á mánuði að meðaltali, þá hafa borist alls 2200 ný mál til Ráðgjafaþjónustu heimilana og er það eflaust ekki afleitur árangur, miðað við þær forsendur að stofnunin hafi klárað 1700 mál, þessa 22 mánuði.  

Einnig ber að hafa í huga varðandi þessa aukningu, að undanfarnar vikur hafa verið að falla úr gildi, hundruðir ef ekki þúsundir frystingar lána, sem ekki voru endurnýjaðar,  vegna þess að í október næstkomandi, fellur úr gildi heimild til þess að fresta uppboðum á fasteignum einstaklinga og fjölskyldna vegna greiðsluerfiðleika þeirra.

 Síðuritari vill þó taka fram, að hann hefur aldrei þurft að nýta sér þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilana, en hann hefur þó bæði heyrt og lesið gagnrýni um hægagang þar á bæ.   Hafa ber þó í huga að hraði á afgreiðslu mála frá stofnuninni, hlýtur að mestu leyti, að vera í beinu sambandi við þær fjárheimildir, sem stofnunin hefur aðgang að, sem og þau lagalegu úrræði sem stofnunin býr yfir.

 Af yfirlýsingum Runólfs Ágústssonar, nýskipaðs umboðsmann skuldara, sem að mati flestra annara en stjórnvalda, er talinn vanhæfari en Ásta Sigrún, nema auðvitað að "rétt" pólitísk tengsl séu ofar allri faglegri hæfni.  Ætlar umboðsmaður skuldara að leysa öll þessi 820 mál, á þessum tveimur mánuðum, sem eru þangað til að að "uppboðsbannið" fellur úr gildi.  Það gerir þá heil 410 mál á mánuði, sem að hlýtur að ganga næst "kraftaverki" og vera nálægt 20 málum, hvern virkan dag á þessum tveimur mánuðum. 

Ekki verður af fyrri störfum Runólfs séð, að þar fari slíkur "kraftaverkamaður" er gæti komið slíkum "kraftaverkum í framkvæmd.  Hins vegar má sjá af fyrri störfum Runólfs að hann hafi verið dyggur þjónn, Samfylkingarinnar, flokks félagsmálaráðherra sem skipaði í embættið. 

Fyrri störf Ástu Sigrúnar benda hins vegar til áralangrar reynslu af vinnu við lausnir á fjárhagserfiðleikum fjölskyldna og einstaklinga.  Hins vegar, virðist það vera Ástu Sigrúnu helst til vansa, við hæfismatið að vera ekki rétt pólitískt tengd, enda er hún hvergi skráð í stjórnmálaflokk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband