Leita í fréttum mbl.is

"Ásættanlegur fórnarkosntaður" Norrænnar velferðarstjórnar?

Þegar einkavæðingu "hinni síðari" á bönkunum lauk síðasta sumar, þá tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra það hróðugur, að samningar hefðu tekist við kröfuhafa föllnu bankana, með mun minna framlagi ríkisins, en fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir.  Talaði Steingrímur þar um upphæð allt að 250 milljörðum

Það getur varla talist "tilviljun" að sú upphæð, sé svo nærri þeirri upphæð, sem rætt hefur verið um að ríkið þurfi að leggja til, staðfesti Hæstiréttur ekki dóm Héraðsdóms vegna vaxta í enduruppgjöri ólöglegra gengislána. Reyndar hefur hæsta talan í þessu sambandi verið sögð 350 milljarðar, en þá eru tekin með öll gengistryggð lán, sem bankarnir veittu.  Gera má ráð fyrir því að einhver þessara lána standist lög, sér í lagi, lán til fyrirtækja sem veitt voru vegna  viðskipta þeirra erlendis og því greidd út í erlendum gjaldmiðli.

 Á meðan samningaviðræður stjórnvalda við kröfuhafa, um yfirtöku þeirra síðarnefndu á bönkunum, voru uppi háværar raddir um ólögmæti gengistryggðra lána, meðal annars frá Hagsmunasamtökum heimilana auk þess sem þónokkrir lögfræðingar tóku undir þá skoðun um ólögmæti gengistryggðu lánana.  Kröfuhafarnir, þó svo að erlendir séu velflestir, voru hér ekki eingöngu með erlent starfslið í þessari samningagerð, heldur höfðu þeir íslenska aðstoðarmenn, eins og lögfræðinga og viðskiptamenntaða menn. Kröfuhöfunum var því alveg ljós, þessi vafi um lögmæti gengistryggðu lánana, er þeir gengu til samninga, við stjórnvöld.

 Samningaviðræður þær sem hér er um talað, fólu meðal annars það í sér, að samið var um flutning lánasafna föllnu bankana yfir í ný einkavæddu banka kröfuhafana.  Samið var um færslu þessara lánasafna, með mismundandi afföllum.  Útreikningur affallana hefur verið þar reiknaður út frá hugsanlegu útlánatapi, hvers lánasafns fyrir sig, þ.e. hversu mikið yrði á endanum endurheimt af því fé sem lánað var. 

 Af þeim sökum var þá einnig samið um afföll á gengistryggðum lánum.  Eins verður að telja það nær öruggt að lögmæti gengistryggðra lána og hugsanleg áföll, vegna dóms er staðfesti ólögmætið hafi verið rædd. Miðað við viðbrögð stjórnvalda vegna dóms Hæstaréttar þann 16. júní, tilmæla FME og SÍ vegna endurgreiðsluvaxta ólögmætra gengistryggra lána, viðbragða stjórnvalda vegna dóms Héraðsdóms, vegna endurgreiðsluvaxta ólögmætra gengistryggðra lána og þeirrar einlægu vonar stjórnvalda að Hæstiréttur fari nú ekkert að "krukka" í dómi Héraðsdóms, er líklegast að stjórnvöld hafi gengið í ábyrgð, vegna gengistryggðu lánana.  

 Það þýðir að stjórnvöld hafi þar í heimildarleysi, lofað ríkisábyrgð á endurheimtur gengistryggðu lánana, ef til þess kæmi að Hæstiréttur, dæmdi þó ólögmæt.  Með öðrum orðum, stjórnvöld lofuðu kröfuhöfum, fullum endurheimtum á gengistryggðum lánum, að frádregnum afföllum.  Slík loforð er að sjálfsögðu bannað að veita, án þess að fyrst sé lagt fram frumvarp um ríkisábyrgð, vegna málsins, sem að fær svo efnislega meðferð Alþingis og samþykki þess.

 Allt ofangreint skýrir vel viljaleysi stjórnenda nýju bankana til samninga við stjórnvöld, um gengistryggðu lánin, sem að stjórnvöld hafa, að eigin sögn, staðið í allan síðastliðin vetur. Enda væri það í það í raun "fáranlegt" og varla í þökk kröfuhafana að stjórnendur bankana, semdu af sér, ríkisábyrgðartryggðar kröfur, vegna gengistryggðu lánana.

 Hún er því löngu orðin ljós, þörfin á því að þetta einkavæðingarferli, Steingríms og félaga á bönkunum verði rannsakað og menn dregnir til ábyrgðar, komi í ljós afbrot þeirra í starfi, er við þetta einkavæðingarferli unnu og komu að ákvörðunartöku vegna þess.

 Hugtakið í fyrirsögn bloggsins,  "ásættanlegur fórnarkostnaður" , er fengið lánað úr frasasafni Vinstri grænna og er yfir það sem, Vinstri grænir kalla ótalmörg kjaftshögg, sem á þeim hefur dunið frá samstarfsflokki þeirra í ríkisstjórn, Samfylkingunni.  Þjóðin hefur hins vegar takmarkaðan áhuga á þessum "ásættanlega fornarkostnaði" og finnst hann í raun með öllu óásættanlegur.


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bankakerfið er í rúst og því verður ekki forðað frá feigð!

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband