Leita í fréttum mbl.is

Mörður að veifa Stjórnarslita-Grýlunni framan í Vinstri græna?

Minnugur þess að er Samfylkingin barði aðildarumsóknina í gegn 16. júlí 2009 með hótunum um stjórnarslit, við Vinstri græna, þykir mér enn sem komið er varlegast að halda þeim möguleika inni að núna sé hafinn áróðurinn og spuninn um stjórnarslit, greiði þingmenn Vinstri grænna atkvæði, samkvæmt samvisku sinni, með því að aðildarumsóknin, verði dregin til baka.

Vinstri grænir vissu það þá  og vita það enn, að stjórnarseta í núverandi ríkisstjórn er "once in lifetime" tækifæri fyrir flokkinn að fara með einhver völd, í stað þess að vera þessi "á móti öllu" stjórnarandstöðuflokkur.  Vinstri grænir kjósa fremur hlutverk "hækjunar" í ríkisstjórn, fremur en ekkert hlutverk í ríkisstjórn.  Þetta veit Samfylkingin og beitir því hótunum um stjórnarslit óspart og ber við ofnotkun á slíkum hótunum.  

Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon er svo á hröðum flótta undan sjálfum sér og grasrót flokksins og lét hafa eftir sér, í miðjum "Misskilningsfarsanum" vegna ummæla Jóns Bjarnasonar, að aðildarumsókn væri ekkert á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og því síður aðild að ESB.  Ummæli sem fáir reyndar skilja og sennilegast ekki hann sjálfur.  Þingsályktunartillagan um aðildarumsókn, var flutt af utanríkisráðherra ríkisstjórnar þeirrar er Steingrímur situr í og er því mál ríkisstjórnarinnar.  Að öðrum kosti hefði "óbreyttur" samfylkingarþingmaður flutt þingsályktunartillöguna og þar með tillagan "bara" verið þingmannamál, en ekki mál ríkisstjórnarinnar.  

Í umræðum um þingsályktunartillöguna, var látið í það skína umfram annað, að í hönd færu svokallaðar "könnunnarviðræður" við ESB, meira líkara "kurteisislegu kaffiboði, heldur en því sem nú virðist vera raunin.  Semsagt aðlögun, fyst svo viðræður um frestun  einhverjum fáum atriðum  aðlöðunarferlisins, sem í gegn þarf að ná til þess að öðlast aðild.  Sökum þess að þetta áttu að vera svo "saklausar" viðræður, nánast sakleysislegt "kaffispjall", þótti þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar það mestur firru að láta þjóina kjósa um hvort halda ætti til Brussel í eitthvað "kaffiboð".

 Aðildarsinnar keppast nú við að meta niður verðmæti auðlinda okkar og gera þær það verðlitlar að varla mætti ætla að ESBríkin hefði á þeim einhvern áhuga.  Eru þar nefndar tölur eins og 100 -200 milljarðar, sem sjávarútvegurinn eigi að gefa þjóðinni í aðra hönd, á árs basis.  Það má vel vera að það séu "beinar tekjur" þjóðarbúsins af auðlindinni, en samfélagslegi þátturinn er samt margfalt verðmætari og í rauninni bull og argasta vitleysa að halda þessari tölu 100-200 milljarðar fram. 

Beita aðildarsinnar einnig þeim rökum að varla fari 500 milljóna samfélag sem ESB er, að ásælast, svona lítilsvirtar auðlindir sem að 300 þúsund manna samfélag er að berjast við að hafa sitt lífsviðurværi af.

Aðildarsinnar láta það hins vegar hjá líða að nefna það, að samkvæmt útreikningum ESB, yrði íslenskur sjávarútvegur yfir 30% af sjávarútvegi ESB, ef Ísland gerðist aðili að ESB og að þessi 30% yrðu veidd með, innan við 10% af öllum fiskiskipastóli ESB-rikjana, þ.e. íslenska fiskveiðiflotanum. 

Það er því alveg ljóst og í raun í besta falli "barnaskapur" að halda öðru fram en að ESB eða ríki þess myndu krefjast þess að hluti þeirra rúmlega 90% fiskiskipa ESB-ríkja, utan Íslands, fengju að veiða hér í íslenskri fiskveiðilögsögu. 


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi sem fyrr þú átt að fara í pólitíkina... Góð grein ;)

Hjalmar Jonsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég velti því fyrir mér hvort þessi réttlæting á svikum og ræfildómi forystu V.g. sé þeim sjálfum að skapi?

Þessi stjórnmálahreyfing var sú eina sem tók hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn ESB aðildarumsókn og lagðist þar með gegn Samfylkingunni í því brennheita deilumáli af mestum þunga. 

Er það Samfylkingunni að kenna að V.g. sveik þetta dýra loforð sem aflaði þeim (V.g.) fylgis frá meira að segja Sjálfstæðisflokknum?

Ekki eru þá gerðar miklar kröfur til manndóms þessa stjórnmálaafls.

Og ekki eru þetta þungavigtarmenn í pólitík ef þeir taka þessari réttlætingu fegins hendi.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 16:08

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Árni, á síðasta flokkráðsfundi Vg, var ESB-andstaðan og þar með andstaðan við umsóknarferlið, sjötluð með því að ákveðið var að svokallað "málefnaþing" Vg, mæti fórnarkostnaðinn af þessu ríkisstjórnarsamstarfi, út frá því að umsókninni, yrði haldið til streitu.

 Sú staðreynd bendir frekar til klofnings eða efa innan Vg, varðandi umsóknina og umsóknarferlið.  Flokkur sem stæði heill að baki, stefnu í málinu, hefði ályktað með eða á móti aðildarferlinu.

 Reyndar er hægt að halda því fram, að innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið eða sé klofningur eða efi.  En það breytir því ekki, að á landsfundinum, sem haldinn var fyrir síðustu kosningar, var samþykkt að hefja viðræður/aðlöðun, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.  Og svo að aðild yrði í framhaldinu, felld eða samþykkt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, að loknum viðræðum. 

 Núverandi umsókn eða ákvæði þeirrar þingsályktunartillögu, er umsóknin byggir á, gerir hins vegar bara ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðunin verði alltaf fyrst og síðast Alþingis.

 Úrslit ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslna, er ekki endilega endanleg niðurstaða málsins.  Það verður alltaf fyrst og síðast mat, þeirra sem á Alþingi sitja, hvort gengið verði að þeim aðildarsamningum, sem í boði verða, ef viðræðurnar skila samningi.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.8.2010 kl. 16:27

4 identicon

Góð grein og þörf ábending með stöðu sjávarútvegs gagnvart ESB.

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:55

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afstaða sjálfstæðismanna er flestum ljóst að muni vera óljós eins og margt á þeim bæ ef á reynir.

Það sem hér stendur upp úr er hinsvegar hvort fara eigi í lengra ferli komi það í ljós að meirihluti kjósenda óskar eftir að viðræðum verði slitið.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband