Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
9.5.2010 | 20:24
Frétt sem týndist?
Um miðja síðustu viku, las ég frétt á pressan.is um þingmannanefndina, sem skera á úr með ráðherraábyrgðina, vilji skoða, hvort ekki eigi að athuga verk fleiri ráðherra en þeirra þriggja, sem liggja undir ámæli um vanrækslu samkvæmt skýrslunni.
Ég veit ekki hvort að hasarinn um lanamál Seðlabankastjóra, sem í raun er hætt að snúast um laun Seðlabankastjóra, heldur um trúverðugleika, þeirra aðila sem þar koma við sögu ásamt fréttum af handtökum, hafi drekkt þeirri frétt, eða ekki í öðrum miðlum.
Sé þingmannanefndin í þeim hugleiðingum, sem ég lýsi hér að ofan, má spyrja, hvort ekki sé annar "ráðherrakapall" í spilunum, en oftast er getið.
Í núverandi ríkisstjórn sitja þrír ráðherrar, er voru stjórn er hrunið dundi yfir og í það minnsta tveir þeir þeirra bjuggu yfir upplýsingum, sem aðrir gerðu ekki, þó svo að þær upplýsngar hefðu ekki snert beint verksvið þeirra ráðuneyta.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra var félagsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn og var í þessari "Súperráðherranefnd" sem skipuð var um efnahagsmálin og samninga við norrænu seðlabankana, vorið eða sumarið fyrir hrun.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var iðnaðarráðherra og staðgengill utanríkisráðherra í veikindum hennar og sat, þar af leiðandi, einhverja fundi, þar sem staða bankana var rædd.
Kristján L. Möller, þá og núverandi samgönguráðherra, hefur sjálfsagt lítið vitað umfram það sem rætt var á formlegum ríkisstjórnarfudnum. Sama má í rauninni segja um Þórunni Sveinbjarnardóttir, þingflokksformann Samfylkingar og fyrrv. umhverfismálaráðherra.
Þegar Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. viðskiptaráðherra, ákvað í kjölfar Skýrslunar að draga sig í hlé, til þess að skapa þingnefndinni, frið til þess að ræða sín mál og forða nefndinni frá því að hafa "óþæginlega" nærveru við sig, fagnaði Jóhanna því og kallaði ákvörðun Björgvins ábyrgðarfulla.
Þá er það spurningin hvað henni finnst um það að nefndin ætli að skoða fleiri ráðherra og skildi henni finnast það líklegt að þeir ráðherrar, hafi "óþæginlega" návist við nefndarmenn.
Skildi í það minnsta tveimur nefndarmönnum, finnast það þæginlegt að vera að rannsaka mál síns flokksformanns, á meðan hann gegnir embætti forsætisráðherra og starfar væntanlega með þeim í þingflokknum?
Ríkisstjórnin fundar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2010 | 16:33
Bráðum eins árs.
Það stendur vissulega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að fækka skuli ráðuneytunum, en ef mig misminnir ekki, þá á það að gerast á kjörtímabilinu, sem að heil þrjú ár eru eftir af (því miður).
Í stjórnarsáttmálanum er einnig að sækja skuli um aðild að ESB, svo hægt sé að sjá hvað sé í boði. Var aðildarumsóknin, ranglega presnteruð, sem "kósy" kynningarferð um innviði ESB, þar sem hægt yrði að sníða regluverk að ESB að íslenskum háttum og þörfum.
Eftir að umsóknin var barin í gegum þingið með hótunum um stjórnarslit og send út, þá kom ósk frá ESB um úttekt á íslenskri stjórnsýslu, sem unnin var og send til baka. Til baka kom síðan "óskalisti" ESB um þau atriði í stjórnsýslunni sem að breyta þyrfti, svo aðild yrði möguleg. Samnings og umsóknarferlið, er því stuttu máli þannig: Að stjórnvöld aðlaga stjórnsýsluna á þann hátt sem ESB er þóknanlegt og þá fyrst verður hægt að "semja" um eitthvað, sem yrði þá væntanlega tímabundnar undanþágur, varðandi sjávarútveg og landbúnað helst.
Ríkisstjórnarflokkarnir sóttu sitt umboð til kjósenda í þingkosninum, þann 25. apríl 2009, fyrst og fremst vegna loforða um skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu, sem að voru þá, eins og reyndar enn í dag að blæða út. ESBumsókn var eingöngu á stefnuskrá annars stjórnarflokksins, en andstaða við umsóknina á stefnuskrá hins flokksins.
Það hafa ekki borist margar fréttir af aukafundum og því síður á sunnudögum, þar sem loforð ríkisstjórnar um skjaldborg um heimili og fyrirtæki eru rædd. Reyndar hefur sú skjaldborg fyrst og fremst verið í formi "smáskammtalækninga og plástra", sem að litlu sem ekkert hafa leyst vandann.
Ríkisstjórn þessi er undir forystu þeirra tveggja þingmanna sem lengsta þingsetu hafa að baki af núverandi þingmönnum. Flest árin hafa þessir þingmenn setið í stjórnarandstöðu og skammast mikið yfir ólýðræðislegum og valdstjórnarlegum tilburðum fyrrverandi stjórnvalda og mótmælt harðlega því "foringjaræði" sem þessir þingmenn segja hafa ríkt og Skýrslan í rauninni talar um.
Báðir leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa reyndar sagt að draga eigi lærdóm af því sem í Skýrslunni stendur, en greinilegt er af tilburðum þessara leiðtoga, að þeirra lærdómur snýst fyrst og fremst um að læra, hvernig sé hægt að koma þjóðinni aftur í þann vanda sem hún rataði í, eða þá að halda þjóðinni í heljargreipum þess vanda sem hún rataði í.
Á þessu tæpa ári hefur í það minnsta ferill ríkistjórnarinnar bent til þess eins og eftirfarandi texti bendir á. Þar sem leyndarhyggja og foringjaræði hafa verið allsráðandi þennan tíma og í raun ótrúlegt að á þessum lista sem að kemur hér að neðan, sé aðeins stiklað á stóru í afrekslista þessarar ársgömlu ríkisstjórnar.
"Farsælli lausn" hespað af í "skjóli myrkurs"svo Félagi Svavar kæmist nú í sumarfrí á réttum tíma. Þessi "farsælalausn" sem að fól í sér samning sem að var svo "frábær" aðóþarfi var að birta hann Alþingi, svo að þeir 63 einstaklingar sem að veitaáttu heimild til ríkisábyrgðar á þeim 1000 milljörðum, sem "farsælalausnin" fól í sér.
Umsókn um ESB-aðild þvingað í gegnum Alþingi með hótunum umstjórnarslit, ef málið næði ekki fram að ganga. Umsóknin kynnt sem"saklaus" skoðunnarferð um innviði ESB, gegn betri vitund.
Við samþykkt fyrirvarana frá Alþingi vegna Icesavedeilunnar,sterklega gefið í skyn að viðsemjendur okkar, myndu fallast á þá. Varla hægt aðreikna með öðru en stjórnvöld hafi ráðfært sig við viðsemjendurna, áður enslíkt er gefið í úr ræðustól Alþingis.
Samninganefnd, sem eingöngu hafði umboð Alþingis til þess að KYNNAfyrirvarana, ekki semja um þá eða fallast á BREYTINGAR á þeim, send út, tilkynningar á þeim. Kynningarferð, sem að breyttist í eins og hálfs mánaðarsamningaviðræður, eða öllu heldur skipulagt undanhald, undan samþykktumAlþingis.
Önnur "farsæl lausn" lögð fram nú í boði Indriða H.Þorláks. "Farsæl lausn" sem þótti mjög svo minna á þann sem samning,sem að Alþingi vann sumarlangt við að gera þá fyrirvara sem að , hefðu fariðlangt með að forða þjóðinni frá áratuga hörmunum. Alþingi, sér í lagi stjórnarandstaða,þurfti að draga út með töngum, þau gögn máls sem máli skiptu og breytt gætulögmæti krafna viðsemjenda okkar.
"Farsæl lausn", taka tvö barin í gegnum þingið meðhótunum og um stjórnarslit og heimsendir, ef að málið yrði ekki samþykkt.
Yfir 60.000 kosningabærra manna skrifa undir áskorun til forsetansum að synja "farsælu lausninni" staðfestinar. Forsetinn synjar.
Haldinn blaðamannafundir tveggja leiðtoga stjórnarflokkana íStjórnarráðinu, sem sýndur var víða um heim. Fundur sem sýndi frekar tvoeinstaklinga á leið í "áfallahjálp", frekar en leiðtoga stjórnar þesslands, er þegnar þess höfðu skorað á forsetann að stöðva framgöngu ólögvarðarkröfu Breta og Hollendinga. Á þeim fundi var fátt annað að græða enáframhaldandi svartsýnisraus og heimsendaspár, ef Icesaveskuldaklafinn hlytiekki brautargengi þjóðarinnar.
Stjórnarþingmenn, stilltu þjóðinni upp við vegg og tilkynntu henniþað að þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars um lögin vegna Icesave, væri í rauninniatkvæðagreiðsla um það hvort forsetinn eða stjórnin færi frá.
Viðsemjendur okkar áttuðu sig á því að stjórnvöld höfðu ekki umboðné trúverðugleika, gagnvart þjóðinni til þess að leiða Icesavemálið til lykta.Viðsemjendur okkar lokuð á frekari viðræður án aðkomu stjórnarandstöðu, meðöðrum orðum, án aðkomu Alþingis.
Samið var svo um samráð stjórnar og stjórnarandstöðu og vinna lögðvið gerð, nýs samningsviðmiðs. Skipuð var svo ný samninganefnd sem hélt tilLondon með ný samningsviðmið, sem hlutu svo að ekki sé meira sagt vægarundantektir, viðsemjenda okkar sem að komu með gagntilboð, byggt á þeimsamningstexta sem að beið dóms þjóðarinnar, með þeirri breytingu að vextir ákúguninni yrðu lægri, auk þess sem að viðsemjendur okkar féllust"náðarsamlegast" að veita okkur einhver vaxtarlaus ár.
Hvað þá við annan tón úr Skjaldborginni þjóðaratkvæðagreiðslan semákveðin var samkvæmt stjórnarskrárlegri stjórnskipan, varð skyndilega marklausskrípaleikur, þar sem "betra tilboð" lægi á borðinu.
Við boðum þess "ófagnaðareridis" um marklausalýðræðislega þjóðaratkvæðagreiðslu, hikaði ekki Skjaldborgarparið við að beitafyrir sér aðstoðarmönnum sínum og svokölluðum "fræðimönnum"handgengnum stjórnvöldum. Höfðu þessir aðilar í "umboði" stjórnvaldaskotleyfi á hvern þann aðila, sem að dirfðist að tala máli Íslendinga í fjölmiðlum,innlendum sem erlendum.
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsunnar og þar með dómur þjóðarinnar ættiað vera öllum ljós, nema þá kannski Skjaldborgarparinu, sem er reyndar búið aðgleyma skilyrðum viðsemjenda okkar um víðtækt samráð hérlendis við lausndeilunnar, því af og til berast fréttir af skeytasendingum fulltrúa stjórnvaldatil viðsemjenda okkar, þar sem látnar eru té óskir um frekari viðræður, þó svoað þær leiði ekki til annars en sömu niðurstöðu og þjóðin hafnaði.
Skjaldborgarparið vílaði það heldur ekki fyrir sér að semja ogundirrita yfirlýsingu hjá AGS, þar sem lausn á Icesavemálinu, gegn viljaþjóðarinnar er lofað.
Það sem er annars að frétta af Stóra Seðlabankamálinu, er það aðnú hefur formanni þingflokks Samfylkinginarinnar, Þórunni Sveinbjarnardótturverið beitt til varnar ósannindum forsætisráðherra, með því Þórunn sakarformann bankaráðs Seðlabankans um að ljúga upp á Forsætisráðherra og Efnahagsog viðskiptaráðherra, er hún lagði fram þá tillögu í bankaráðinu að MárGuðmundsson, Seðlabankastjóri, skyldi halda þeim kjörum er hann samdi um viðráðningu sína í embætti Seðlabankastjóra.
Sé málið tekið frá þeirri hlið er Þórunn heldur fram, þá má spyrjasig nokkurra spurninga.
Hvað kann Láru V. Júlíusdóttir, formanni bankaráðs Seðlabanka tilmeð því að taka upp hjá sér sjálfri að vilja hygla Má Guðmundssyni?
Hvaða ástæðu kann hún að hafa til þess að ljúga upp á tvo ráðherraríkisstjórnarinnar tillögu sinni til stuðnings?
Hafi þetta verið krafa frá Má sjálfum má spyrja. HefurSeðlabankastjóri traust stjórnvalda, hafi hann ákveðið að koma aftan aðstjórnvöldum með launakröfur sem að samræmast ekki launastefnu stjórnvalda.
Við þetta má svo bæta, að Lára V. Júlíusdóttir, er ekki baraformaður bankaráðs Seðlabankans, heldur er hún einnig hæstaréttarlögmaður ogkennari við Lagadeild Háskóla Íslands auk þess sem að hún er settur saksóknarií sakamáli, þar sem kæra forsteta Alþingis er tekin fyrir.
Aukafundur í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2010 | 15:12
Fórnarlamb fundið?
Þórunn Sveinbjarnardóttir, leyfir sér þann munað, hvort sem að hún hafi fengið til þess hvatningu, eða ekki, að vega að æru hæstaréttarlögmanns, úr ræðustóli Alþingis.
Það liggur ekkert fyrir um það að Þórunn hafi verið viðstödd þá fundi eða að hún hafi hlerað samtöl Láru og Jóhönnu.
Það liggur hins vegar fyrir að Már segist lækka í launum, verði farið að úrskurði Kjaradóms um hans laun. Það líggur því alveg ljóst fyrir að Már sé í dag á þeim launum sem samið var um er hann var ráðinn til Seðlabankans.
Áður en lengra er haldið, skal því er haldið til haga að Lára V. er auk þess að vera formaður bankaráðs Seðlabankans, kennari við Lagadeild Háskóla Íslands, Lára er einnig settur saksóknari í sakamáli Alþingis gegn níumenningunum sem gert er að sök að hafa ráðist á Alþingi í "búsáhaldabyltingunni", auk þess sem að hún er trúnaðarvinkona Jóhönnu til margra ára.
Sé málið skoðað frá því sjónarhorni að aðkoma stjórnvalda hafi verið engin að þessu máli, þá er nauðsynlegt að spyrja nokkra spurninga:
Hvaða ástæður kann Lára að hafa til þess að hygla Má á þennan hátt, með því að ganga gegn launastefnu stjórnvalda?
Hvaða ástæður kann Lára að hafa til þess að hafa "logið" því upp á tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, að þeir hafi haft samráð við hana, áður en að tillagan var lögð fram?
Sé tillagan frá Má komin, má spyrja: Hvaða traust nýtur Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hjá stjórnvöldum, hafi hann farið þess á leit við formann bankaráðs Seðlabankans, um að laun sín yrðu hækkuð, eða haldið óbreyttum, frá því sem samið var um, þvert ofan í launastefnu stjórnvalda og úrskurðs Kjaradóms?
Formaður bankaráðs krafinn svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2010 | 17:05
Ný Skilgreining Samfylkingar á spillingu.
Ég vil taka fram, áður en lengra er haldið, að ég er fylgjandi þessari fjárfestingu, sem og fleiri fjárfestingum í Reykjanesbæ og reyndar um allt land. Þetta mál virðist bara hafa yfir sér einhvern ógæfublæ, miðað við núverandi forsendur og minna um margt á árin fyrir hrun.
Í máli Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfinarinnar kom einnig fram að stjórnarformaður Verne Holding sé Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður stýrihóps Iðnaðarráðherra um orkunýtinu og varaþingmanns Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þess má geta að starfssemi gagnavera er eitt af því sem flokka má undir orkunýtinu.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar, þakkaði Margréti þessa ábendingu, því að hún hafi með henni bent á spillingu innan Samfylkingarinnar, sem að þetta vissulega bendir til, samkvæmt þeim skilgreiningum, sem til dagsins í dag hafa í það minnsta talist góðar og gildar.
Skúli Helgason, formaður Iðnaðarnefndar, hafnaði þessum ásökunum alfarið og bað menn um að fara sér hægt í spillingaryfirlýsingum. Málin væru með öllu óskyld, enda fjallaði stýrihopur sá er Vilhjálmur stýrir, ekki um þetta tiltekna verkefni, þó svo að þetta tiltekna verkefni, sé innan þess sviðs, sem orkunýting heyrir til.
Skúli kaus hins vegar að "skauta" yfir þá staðreynd að Vilhjálmur væri varaþingmaður Samfylkingarinnar. Því verður samt ekki mótmælt, að þegar náinn samstarfsmaður Iðnaðarráðuneytis, varðandi orkunýtingu og varaþingmaður flokks iðnaðarráðherra hefur aðkomu að fjárfestingarsamningi um gagnaver, að "grunur" um spillingu læðist að mönnum. Gagnaver er vissulega er einn kostur orkunýtingar, sem að stýrihópurinn hefur eflaust mælt með í ljósi þess hversu björt starfsemi gagnavera er talin vera, í nánustu framtíð. Í ljósi þessa alls má auðveldlega segja, að hér sé, í það minnsta, samkvæmt "eldri" skilgreiningum á spillingu, megn spillingarfnykur af málinu, svo ekki sé meira sagt. Hvað sem nýjum skilgreiningum Samfylkingar á spillingu líður.
Hugnast ekki aðkoma Björgólfs Thors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 13:36
Trúnaðarbrestur í "gegnsærri" stjórnsýslu?
Staðreyndir máls, liggja ljóst fyrir.
Lára V. Júíusdóttir lagði fyrir bankaráð Seðlabankans þá tillögu að laun Seðlabankastjóra yrðu 400.000 kr. hærri en Kjararáð úrskurðaði. Aðspurð, eftir að málið "lak" í fjölmiðla, sagði Lára að hún hafi eingöngu verið að uppfylla þau loforð sem Má voru gefin úr Forsætisráðuneytinu. Einnig vitnaði Lára til nýlegra laga um Seðlabanka Íslands, lögð fram af núverandi stjórnvöldum. Þar benti hún á "loðið" ákvæði þeirra laga að bankaráðið, gæti ÁKVEÐIÐ ( og skulum við halda orðinu "ÁKVEÐIÐ" til haga) að kjör Seðlabankastjóra væru önnur en Kjararáð úrskurðar. Hún sagðist jafnframt túlka það ákvæði þannig að bankaráðinu væri stætt á því að bæta þessum 400.000 kr. við úrskurð Kjararáðs.
Nú ætla ég ekki að efast um hæfni Láru til þess að túlka lög, enda hefur hún starfað sem lögræðingur í áratugi og starfar núna sem kennari í Lagadeild Háskóla Íslands.
Það liggur líka ljóst fyrir að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, sagði í Kastljósviðtali, sl. mánudag, að ef laun hans yrðu sú sem að Kjararáð úrskurðaði, þá myndi hann Lækka í launum. Þá komum við að því, þegar ég bað um að orðinu "ákveðið" yrði haldið til haga. Sé Már nú þegar á hærri launum en Kjararáð úrskurðaði honum, eins og hann reyndar gefur sjálfur til kynna, þá er það ekki bankaráðið sem að ákvað það, enda var Lára að leggja fram tillögu um að bankaráðið myndi "ÁKVEÐA", SEMSAGT ÆTTI EFTIR AÐ "ÁKVEÐA", um laun Seðlabankastjóra.
Már sagði einnig í þessu Kastljósviðtali, að þegar hann réð sig sem Seðlabankastjóri, þá hefðu laun hans verið ákeðin tæplega 1.600.000 kr. auk fríðinda.
Þá skulum við skoða hver réð Má til starfa. Það var nefnilega Forsætisráðuneytið. Sama ráðuneyti og Lára var í raun að flytja tillögu fyrir í bankaráði um að bankaráðið staðfesti þessi kjör Más, sem ákveðin voru í Forsætisráðuneytinu.
Að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn lætur Steingrímur J. hafa það eftir sér að Már væri nú ekki ofhaldinn af þessum launum og vísaði þá til launa fyrirennara Más í starfinu, hvort sem að það hafi átt að sá norski eða DO og félagar. Af þessu má þá skilja að aðrir forstjórar ríkisfyrirtækja, séu heldur ekki ofaldir af launum sínum, sé litið til launa fortíaðr.
Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði svo loks í morgun spurningum blaðamanna, hvort að ákvörðunin hafi verið tekin með þessi kjör Más í forsætisráðuneytinu, neitandi. Enda væri slíkt ekki á færi Forsætisráðherra. Reyndar virðist fátt annað vera á færi forsætisráðherra, en að sanka að sér flokksgæðingum til starfa á auglýsinga, stofna hópa um eitt og annað eða skrifa öðrum en sjálfum sér siðareglur.
Jóhanna reynir svo í fyrirspurnatíma á Alþingi að komast undan því að svara hver tók þessa ákvörðun og þvertók fyrir að ákvörðunin, hafi verið á hennar færi, þó svo að Forsætisráðuneytið hafi engu að síður ráðið Má til starfsins. Hún fullyrti meira að segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar í því ráðuneyti sem réð Má um kjör hans, hversu undarlega sem að það hljómar.
Það sem stendur því eftir núna, er það að bæði forsætisráðherra og aðstoðaðmaður forsætisráðherra, eru með orðum sínum að segja formann bankaráðs Seðlabankans og Seðlabankastjóra sjálfan, fara með rangt mál, sem kallast á íslensku "að ljúga".
Hver er þá trúnaður Seðlabankastjóra og formanns bankaráðs bankans, gagnvart stjórnvöldum, séu þessir tveir aðilar "að ljúga" upp á hæstvirtan forsætisráðherra?
Hafa þessir starfsmenn brugðist trúnaði, eða eru ráherra og aðstoðarmaður hans "að ljúga", röngum sökum upp á þessa starfsmenn?
Gaf Má ekki loforð um launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 23:07
Atburðarrásin skoðuð í aðdraganda hrunsins með breyttum en samt alveg mögulegum forsendum
Í undanfara kosninga vorið 2003 var Samfylkingin búin að bindast Baugi og eflaust fleiri útrásarfyrirtækjum böndum. Samfylkingin var því klárlega komin í útrásargírinn strax árið 2003.
Til þess að þjóna þessum nýfengnu tengslum, var náð í Ingibjörgu Sólrúnu úr stól Borgarstjóra til þess að vera forsætisráðherraefni flokksins, enda þótti hún hafa mun meiri kjörþokka í því hlutverki en þáverandi formaður flokksins Össur Skarphéðinsson.
Ingibjörg hafði þá leitt R-listann (Samkrull Samfylkingar Vinstri grænna og Framsóknar) til þriggja kosningasigra yfir Sjálfstæðisflokknum og þótti því líklegri til afreka gegn Sjálfstæðisflokknum á landsvísu, en Össur.
Samfylkingin eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsókn var hlynnt skattalækkunum. Samfylkingin kom að Kárahnjúkavirkjun á þessum tíma, en þó meira í gegnum sveitastjórnarbatteryið. R-listinn fór með hlut borgarinnar í Landsvirkjun auk þess sem að þær sveitastjórnir á Austurlandi sem fjölluðu um málið þeim megin voru skipaðar Samfylkingar og öðru vinstra fólki. Það eru því meiri líkur en meiri að Samfylkingin hefði tekið þann slag af fullum þunga. Eins var Samfylkingin hlynnt tillögum Framsóknarmanna um hækkun lánshlutfalls húsnæðislána úr 80% í 90% hjá Íbúðalánasjóði. Það sem meira var, er að Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, en þáverandi ráðherraefni Samfylkingar í félagsmálaráðuneytinu, hefði flokkurinn komist til valda, beinlínis skammaðist í Sjálfstæðisflokknum, fyrir það að halda aftur af Framsóknarflokknum með frekari hækkanir lánshlutfalls, hefur þá sjálfsagt viljað 100% hlutfall og stjarnfræðilega hátt hámark lánsfjárhæðar.
Af þessu og atburðarás kjördæmabilsins 2003 til 2007 að tvennt hefði klárlega farið öðruvísi, hefði Samfylkingu tekist ætlunnarverk sitt.
Lánshlutfall húsnæðislána hefði orðið hærra en 90%, ásamt hámarkslánsfjárhæð og Fjölmiðlafrumvarpið ekki komið fram. Skattahækkanir og Kárahnjúkavirkjun, ásamt álverinu á Reyðarfirði, hefðu risið.
Allar tilskipanir varðandi ESB hefðu runnið jafn gagnrýnislaust í gegnum þingið, án þeirra undanþága sem að Íslendingar hefðu getað tekið upp til þess að hefta vöxt bankana, enda höfðu þingmenn Samfylkingar, sama hvað þeir segja, þegar skaðinn er skeður, ekki tekið það í mál að vægi tilskipana frá Hinu stórmerkilega ESB yrði rýrt eitthvað í meðförum þingsins og eru reyndar lítil sem engin merki þess að þingmenn Samfylkingarinnar hafi á kjörtímabilinu, lagt eitthvað til sem heft hefði vöxt bankana. Öðru nær þá barðist Samfylkingin, vegna tengsla sinna við Baug (eins og Össur, þáverandi formaður flokksins hefur viðurkennt að voru við lýði) gegn því að Fjölmiðlafrumvarpið yrði að lögum, enda hefði það frumvarp heft eignarhald eigenda Baugs af áróðursvél sinni (Fréttablaðinu). Samfylingin gagnrýndi líka þá sakamálarannsókn sem var í gangi yfir eigendum Baugs og fannst sú rannsókn kosta helst til of mikla peninga, þó svo að vitað væri að saksókn málsins var mun verr fjáðari en þeir Baugsmenn.
Eins voru þá komin einhverns konar tengsl flokksins við Landsbankann. Nægir þar að nefna það sem Sigurjón Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, segir í skýrslunni um fjölda greiðslna á styrkjum til Samfylkingarinnar á þær mörgu kennitölur sem að hún hafði yfir að ráða, auk þess sem að Ásgeir Friðgeirsson, sem kosinn var á þing fyrir Samfylkingu 2003, afþakkaði þingsætið, til þess að gerast talsmaður Björgólfsfeðga.
Á þessari upptalningu sést að, ef að beitt gagnrýnni hugsun á atburðarrás og tíðaranda þessara ára sem skýrslan spannar , þá má alveg færa fyrir því rök að hefði Samfylkingunni tekist ætlunnarverk sitt 2003, þá hefði það litlu eða engu breytt um atburðarás árana frá 2003 og að hruni. Nema kannski að þjóðin væri kannski illu heilli komin í ESB.
Eina sem væri kannski breytt í dag, væri það að nú væru þau stjórnvöld sem við völd í dag á leiðinni með þjóðina út úr kreppunni, en ekki stjórnvöld sem vinna að því að aðlaga þjóðina að kreppu um ókomin ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar