Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Bráðabrigða-stjórnarská á 1.500 milljónir?

Þá er það loksins orðið ljóst, hverjir muni taka sæti á stjórnlagaþinginu.  Flest atkvæði fékk Þorvaldur Gylfason.  Annars eru þingmenn allir utan 3 af Höfuðborgarsvæðinu.

 Þorvaldur talar þar um þing allrar þjóðarinnar, líka þeirra sem ekki kusu.  Ætli hann taki sama spuna á þingið og kollegi hans úr Háskólanum, Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnarskrárnefndar.  En Guðrún sagði eitthvað á þá leið, að ef að fólk hefði verið óánægt með stjórnlagaþingið, þá hefði það mætt á kjörstað og skilað auðu.  Slík túlkun er frekar vafasöm, því vanalega skilar fólk ekki auðu í kosningum, nema það sé óánægt með það sem í boði er í kosningunum (frambjóðendur). Óánægja með stjórnlagaþingið í heild sinni, er því sýnd með því að láta ekki merkja við sig á lista mættra á kjörstað.

Aðaltakmark Þorvalds á stjórnlagaþinginu, verður samkvæmt orðum hans í Kastljósinu, að afgreið bráðbrigðastjórnarskrá til tveggja ára og búa svo um hnútana að Alþingi geti ekki annað en vísað niðurstöðum stjórnlagaþingsins óbreyttum til þjóðarinnar.

Í orðum Þorvalds fellst það, að búið skuli svo um hnútana, að flokkur manna, er tæplega 40% þjóðarinnar kaus til setu á stjórnlagaþinginu, muni setja öðrum hópi manna, er ca. 80% þjóðarinnar kaus.

 Reyndar er það nú svo, að í lögum um stjórnlagaþing, þá hefur stjórnlagaþingið möguleika á því að vísa niðurstöðu sinni sjálft til þjóðarinnar. Það er mun heilbrigðara og í raun lýðræðislegra að það yrði gert, frekar en að ætlast til þess að aðrir geri það.

Hvað bráðabrigðastjórnarskrána varðar, þá er slíkt frekar hæpið, nema þá að stjórnlagaþingið setji í bráðabigðastjórnarskrána, að kjörtímabili alþingismanna skuli aðeins vera tvö ár, eða þá að það þýði að ekki þurfi tvö þing með kosningum á milli, til þess að ný stjórnarskrá, eða breytingar á stjórnarskrá taki gildi.

 Að öðrum kosti, tæki bráðabrigðastjórnarskrá Þorvalds gildi eftir nærri þrjú ár.  Ekki er við því að búast að Jóhönnustjórnin fari frá völdum á miðju kjörtímabili, bara til þess eins að hleypa að nýrri stjórnarskrá. Fyrri samþykkt Alþingis á stjórnarskrá, yrði því ekki fyrr en skömmu fyrir kosningar vorið 2013. Seinni samþykktin yrði svo sumarið eða haustið 2013, þegar nýtt þing kæmi saman. Líklegt væri þá að ný stjórnarskrá, tæki gildi á 95 ára fullveldisafmælinu. Sem væri eflaust líkt og köld tuska í andlit þeirra er standa vilja vörð um fullveldið, því draumur stjórnvalda eða í það minnsta Samfylkingarhluta þeirra, er að rýra fullveldið á þann hátt að ESB aðild verði möguleg.  Slíkt mun einnig vera ósk Brusselherrana.

Það er því nokkuð ljóst að kjósa þyrfti aftur hér vorið 2015, þar sem tveggja ára stjórnarskrá Þorvaldar félli úr gildi, 1. des 2015 og frá þeim tíma væri þá áætlað að stjórnarskrá til frambúðar tæki gildi.

 Hvað skyldu svo þessi ósköp öll kosta?  Gróflega reiknað fer kostnaðurinn, með öllu vart undir 1.100 milljónir en gæti farið upp í 1550 milljónir:

Þjóðfundur ca 100 milljónir.

Kosning til Stjórnlagaþings 200-250 milljónir, að minnsta kosti. ( þjóðaratkvæði með já/valkosti kostar 200 - 250 milljónir og því stjórnlagaþingskosning vart undir þeirri upphæð)

Stjórnlagaþingið sjálft, 400 -700 milljónir.

Þjóðaratkvæði um niðurstöðu stjórnlagaþings 200 - 250 milljónir.


mbl.is Þing allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðir dræm kosningaþátttaka að þjóðin vilji ekki breytingar?

Svarið við spurningu í fyrirsögn, er líklega ,,NEI".  Hins vega er meira en líklegt að þó þjóðin nánast öskri á breytingar, þá eru þær breytingar líklegast ekki ný stjórnarskrá. Í það minnsta virðist slíkt ekki vera í forgangi hjá stærstum hluta þjóðarinnar.

Hvaða breytingar skildi þjóðin þá vera að kalla á, sem í rauninni koma breyttri stjórnarskrá ekkert við?  Skildi það vera lausn á skuldavanda heimilana og að hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur?
Að stjórnvöld forgangsraði þannig, að útgjöld til heilbrigðismála og menntunar, verði ekki nánast sem afgangsstærð?
Að þeim sem minnst megi sín verði tryggt næg afkoma, þannig að vikulegar ferðir í hjálparstofnanir eftir matargjöfum, heyri sögunni til?

Liklega er eitthvað ofantalið, ef ekki allt ofar á forgangslista þjóðarinnar, en stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá.  Stjórnvöldum ber því að taka þessari dræmu kosningaþátttöku sem skilaboðum um að nú sé tími látalæta liðinn og tími athafna og framkvæmda kominn, þó fyrr hefði verið.


mbl.is Um 30% búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn munu á endanum klára endurskoðun stjórnarskrárinnar, ekki almenningur.

Fréttinni er blogg þetta hangir við, segir Jóhanna Sigurðurdóttir, að þingmenn hafi hingað til ekki getað klárað endurskoðun á stjórnarskránni.  Staðreyndin er nú sú, að Alþingismenn  munu á endanum ljúka endurskoðuninni, telji meirihluti Alþingis þörf á slíku. 

Verði kjörsókn ekki betri en lítur út fyrir að vera, þá mun stjórnlagaþingið, varla hafa umboð frá þjóðinni til breytinga á stjórnarskránni.

 Eins er það kjánalegt þegar fólk gerir grein fyrir atkvæði sínu á þann hátt að það hafi kosið jafnmarga af hvoru kyni.  Það hlýtur að vera markmiðið með þessum kosningum, eins og öllum öðrum, að hæfasta fólkið nái kosningu óháð kynferði.

Verði kjörsókn ekki betri en stefnir í hlýtur að mega túlka það sem ákveðinn ósigur stjórnvalda, er lagt hafa töluverða vinnu og áherslu á þetta stjórnlagaþing, sem eitt af leiðarljósum framtíðar.  

Þegar þetta er skrifað kl. rúmlega 18, þá stefnir í lélegri kosningaþátttöku en í þjóðaratkvæðinu um Icesave, sem stjórnvöld kepptust við að kalla ,,marklausan skrípaleik".


mbl.is Jóhanna búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónir og pólitík á stjórnlagaþingi.

Þegar þetta er skrifað, veit síðuritari ekki frekar en allir aðrir hverjir muni ná kjöri á stjórnlagaþing.  Síðuritari hefur þó dottið um fullyrðingar á netinu þess efnis að kjósa ætti frekar hugsjónarfólk, fremur en pólitískt fólk. Nú er það svo að sama fólkið er í raun í báðum hópum.  Hugsjónafólk verður pólitískt við það eitt að hafa hugsjónir og pólitíska fólkið er pólitískt, vegna þess það hefur einhverjar hugsjónir.

Það er líka alveg ljóst að mörg þau álitamál sem upp munu koma á stjórnlagaþinginu eru í eðli sínu pólitísk, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Mál eins og auðlindamál, fullveldismál, ákvæði er varða forsetann og mörg önnur.

 Margir þessara svokölluðu hugsjónamanna, tala líkt og þeirra hlutverk á stjórnlagaþinginu, verði að breyta kvótakerfinu, með því að festa það í stjórnarskrá að auðlindir, þar með talin fiskveiðiaulindin verði í þjóðareign.  Sú breyting eða nýbreytni í Stjórnarskrá, breytir hins vegar kvótakerfinu ekki.  Breytingar á kvótakerfinu munu eftir sem áður vera háðar, samþykki Alþingis, hvort sem fiskveiðiauðlindin verði þjóðareign, samkvæmt stjórnarskrá eða ekki.  Eins mun það verða um aðrar auðlindir, þ.e. það verði Alþingis að ákveða á hvaða hátt, auðlindum þjóðarinnar verði ráðstafað.

 Um fullveldisákvæðið eða ákvæðin munu svo fyrst og fremst, andstæðingar ESB-aðildar og fylgjendur aðildar takast á um. Enda aðild ómöguleg, án breytingar á ákvæðum um fullveldið.  Fullveldið er því hápólitískt mál, sem hugsjónafólk með og á móti aðild mun takast á um.

 Hvað valdsvið forsetans og verkerfni hans varðar og hluti eins og málskotsrétt forsetans, munu nánast sömu hópar og takast á um fullveldið verða á öndverðum meiði.


mbl.is 13% kjörsókn í Reykjavík kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svokallaður listi sjálfstæðismanna til stjórnlagaþings og ESB-aðildarsinnar.

Ég hef í dag og kvöld fylgst með á netinu, umræðum um svokallaðan lista sjálfstæðismanna til stjórnlagaþings.  Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér skoðun á slíkum listum, frekar en því, þegar að frambjóðendur til stjórnlagaþings, hvetja stuðningsmenn sína, til þess að kjósa ákveðna frambjóðendur, því þeir standi fyrir sviðaða hluti og þeir sjálfir.

 Báðar þessar aðferðir ýta undir flokkamyndun á stjórnlagaþinginu. Flokkamyndun, þar sem stuðningsmenn ákveðinna gilda munu takast á við stuðningsmenn andstæðra gilda. 

Hins vegar hef ég rekið augun í það, að flestir þeir sem andæfa svokölluðum lista sjálfstæðismanna, eru fylgjandi ESB-aðild.  Til þess að ESB-aðild sé möguleg, þá þarf stjórnarskrarbreytingu. Breytingu sem að flestir ef ekki allir aðildarsinnar í hópi frambjóðenda, vilja vinna að, nái þeir kjöri til stjórnlagaþings.

 Á lista sjálfstæðismanna, veit ég aðeins um einn aðila sem fylgjandi er aðild að ESB.  Hina tel ég flesta ef ekki alla andvíga aðild.

Það er því ósköp eðlilegt að aðildarsinnar, fái hland fyrir hjartað, þegar flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, eða bara hver sem er, hvetur fólk, til þess að kjósa frambjóðendur, sem ekki muni styðja þær breytingar sem þarf á stjórnarskránni, svo ESB-aðild verði möguleg.

 Að lokum finnst mér það fáranlegt sjónarmið, að halda því fram að frambjóðandi, er auglýsir sjálfan sig í fjölmiðlum sé eitthvað ómerkilegri pappír en aðrir frambjóðendur og finnst það reyndar formanni stjónlaganefndar, til minnkunnar að hnýta í þá frambjóðendur, er kosið hafa það að auglýsa í fjölmiðlum. Ummæli formansins eru í rauninni óviðeigandi í ljósi þess að maki formannsins er í framboði til stjórnlagaþings, en hefur ekki auglyst í fjölmiðlum.  

 Það ætti ekki að vera frambjóðanda til vansa, þó hann auglýsi í fjölmiðlum, telji hann þann kostinn árangursríkastan, sé farið að lögum varðandi kostnað á kosningabaráttunni.  Það að kosta eitthvað til eigin framboðs, gæti nefilega allt eins verið til merkis um mann sem reiðubúinn er að berjast þjóðinni til heilla í þeim verkum sem framundan eru á stjórnlagaþinginu. 


Auðvitað á þjóðin að eiga lokaorðið.... Vá sem fjölmiðlar líta framhjá.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti Icesave 1, þá var það eftir töluverða umhugsun.  Að lokum féllst hann þó á að staðfesta lögin, vegna þeirra efnahags og lagalegu fyrirvara sem var í þeim lögum.  Það var því í rauninni rökrétt niðurstaða, hjá Ólafi að synja Icesave 2 (eða lögum Nr.1/2010), þar sem öllum fyrirvörum fyrra frumvarps hafði verið sópað burt.   Fari svo að Icesavesamningur 3, verði  ekki öðruvísi en Icesave 2 nema hvað vaxtaprósentur verði lægri og einhver vaxtalaus tímabil, þá er það einboðið að Ólafur synji þeim lögum einnig. Enda voru vextir og vaxtakjör ekki ástæða synjunar Ólafs, heldur ólögvarin krafa Breta og Hollendinga um greiðsluskyldu okkar.

 Fari Icesave í annað skiptið á ca. ári í þjóðaratkvæðagreiðslu, er það alveg morgunljóst að áhugi stjórnvalda fyrir því þjóðaratkvæði, verður mun meiri, en fyrir þeim kosningum er fram fóru 6. mars sl. Ástæðan fyrir því er að líf ríkisstjórnarinnar, mun hanga á þeim bláþræði, að synji þjóðin einnig samningunum, þá verður samningsumboðið endanlega tekið af stjórnvöldum, auk þess sem viðsemjendur okkar, myndu ekki sjá ástæðu til þess að ræða við þessi sömu stjórnvöld.  Dómstólaleiðin væri þó ekki fyrsti valkostur hjá viðsemjendur okkar, fremur en áður, enda væri Icesavedeilan fyrir lifandis löngu farin fyrir dómstóla, teldu viðsemjendur okkar sig hafa hina minnstu von um sigur.

 Eitt ber þó að hafa í huga, sem að fengi flest ábyrg stjórnvöld til að staldra við. Það er að fyrir nokkrum vikum, þá var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn skilanefnd Landsbankans, þar sem kröfuhafar óviðkomandi Icesavedeilunni höfða mál, vegna þess forgangs í kröfur þrotabús Landsbankans, sem uppgreiðsla Icesave mun hafa.  Fari það mál á versta veg, þá er það nær öruggt að þær tölur sem nefndar hafa verið nýverið sem hugsanlegar greiðslur Íslendinga, vegna ólögvarinna krafna Breta Hollendinga, margfalt lægri en þær gætu orðið á endanum.  Enda mun það gerast, fari þetta dómsmál á versta veg, að kröfuröð í þrotabú Landsbankans mun breytast á þann hátt að kröfur vegna Icesave munu færast mun aftar í röðina.  Af þeim sökum munu því eignir Landsbankans ekki ganga, nema af mjög litlum hluta upp í þessar ólögvörðu skuldbindingar, sem Bretar og Hollendingar vilja leggja á okkur, með aðstoð Bretavinnugengisins.


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningssnilld Steingrims J. og skuldsettar fjölskyldur dregnar á asnaeyrunum.

Stjórnvöld höfðu frá 1. feb 2009, til þess dags er þau sömdu við kröfuhafa bankana, tækifæri til þess, að gera hvað sem þurfa þyrfti til að leiðrétta skuldavanda heimilana, eða koma með raunhæfar aðgerðir til lausnar á honum. Virði húsnæðislánasafna bankana var töluvert minna en það verð er kröfuhafar bankana fengu þau á.  Stjórnvöldum hefðu því, væri áhugi til lausnar vandanum, tekið til sín þessi lánasöfn með mun meiri afföllum, en kröfuhafarnir gerðu á sínum tíma og fært þau yfir í Íbúðalánasjóð.  Þó svo að Íbúðalánasjóður, hefði innheimt lánin með þeim afföllum er kröfuhafar bankana fengu þau á, þá hefði engu að síður, Ríkissjóður komið út í plús.

Í samningaviðræðum við kröfuhafa bankana, var kröfuhöfunum hins vegar gert það kleift að þurfa ekki frekar en þeir vilja að taka tillit til þeirra affalla á lánasöfnunum er þeir tóku yfir, til aðstoðar skuldsettum heimilum. Í staðinn fengu stjórnvöld að leggja bönkunum til minna fé, en til stóð í upphafi. 

Í stuttu máli var þetta svona:

,,Afsláttur nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna var að hluta notaður til að hækka virði eigna nýju bankanna sem skýrir mikla andstöðu við lánaleiðréttingu. Þetta var gert til að minnka framlag ríkissjóðs með nýju bönkunum eða til að lækka greiðslu ríkissjóðs vegna 100% innstæðutryggingar. M.o.ö. ætlunin er að láta skuldara greiða fyrir innstæðutrygginga með stökkbreyttum lánum og hærri sköttum."

Meint snilld Steingríms, er hann sjálfur reyndar eignaði sér, er hann hafði lokið við að semja við kröfuhafana, var því ekki meiri snilld en það, að þessi meinta snilld, gerði fátt annað en að herða kverkatak bankana á lántökum.

 Það er því nokkuð ljóst, að allan þennan tíma, sem stjórnvöld hafa boðað allherjarlausn á skuldavandanum, á næstu dögum, næstu viku eða eftir helgi, þá hafi það verið þeim ljóst, að sökum þeirra samninga er þau gerðu við kröfuhafa bankna, að þessar yfirlýsingar þeirra væru fyrst og fremst til þess að slá ryki í augun á almenningi og hylma yfir með meintri samningssnilld Steingríms J.

Stjórnvöld hafa vitað það allan tímann, að bankarnir koma ekki af fullum þunga inn í aðgerðapakka stjórnvalda, vegna skuldavandans, án aukins fjárframlags frá ríkinu.

 

 


mbl.is Skuldaaðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnan tekin á Mannréttindadómstól Evrópu.

Hvað sem fólki kann að finnast um málsókn Alþingis á hendur Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og meintar sakargiftir hans, þá getur fólk vart skrifað upp á þá málsmeðferð  sem stjórnvöld og stjórnarmeirihlutinn viðhafa í málinu.

 Fyrsta klúður í málsmeðferðinni, eftir ákvörðun um ákæru, var kjör saksóknara og varasaksóknara Alþingis.  Þar var gróflega farið á svig við lög um landsdóm og jafnvel voru þá lögin brotin.  Í lögum um landsdóm segir að Alþingi skuli jafnframt kjósa saksóknara og varasaksóknara.  Orðið ,,jafnframt" merkir í þessu sambandi: Að um leið og ákvörðun um ákæru er tekin, þá skuli þessir tveir saksóknarar kosnir af Alþingi, á sama löggjafarþingi og tekur ákvörðun um ákæru. Ekki því næsta, eins og gert var.

 Forseti landsdóms, jafnan er forseti Hæstaréttar, lét hjá líða í rúma tvo mánuði að skipa lögmann fyrir Geir, þó svo að lög um landsdóm, segi svo um.  Fór þar dómforsetinn undan í flæmingi með aðstoð skrifstofustjóra síns, með orðhengilshætti um það að tæknilega séð, þá væri Geir ekki ákærður, þó ákvörðun um slíkt hafi legið fyrir í rúma tvo mánuði.  Forseti landsdóms ákvað svo að brjóta odd af oflæti sínu með því að skipa verjanda fyrir Geir, eftir að hafa ráðfært sig við saksóknara Alþingis (ákærandans).  Eins og að saksóknari eigi eitthvað með það segja hvenær einstaklingur með stöðu sakbornings, eigi að fá skipaðan verjanda.

 Síðan eru bæði saksóknarinn og dómforsetinn í ráðgjafavinnu fyrir Dómsmála og mannréttindaráðuneytið, vegna lagabreytinga um landsdóm, er fara á í nú tæpum þremur mánuðum, eftir að ákveðið var að ákæra Geir á grundvelli þeirra laga um landsdóm, er þá voru í gildi og það, þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki talið ástæðu til lagabreytinga þegar ákveðið var að ákæra. 

Ef landsdómur vísar ekki málinu frá vegna hinnar fáheyrðu málsmeðferðar sem þegar er orðin að veruleika, er alveg ljóst að mannréttindadómstóll Evrópu mun dæma Geir í vil og ógilda málið. Það væri mikil skömm fyrir það fólk sem að þessu stendur. Ef það gerist, þá á forseti landsdóms auðvitað ekki annan kost en að segja þegar af sér sem hæstaréttardómari og í raun allir þeir hæstaréttardómarar er skipa munu landsdóm. Eins ættu þessar fíflalegu æfingar vegna málsins að verða í réttarsögu Íslands að dæmi sem kennt væri í skólum öðrum til varnaðar.  

Einnig ætti þá dóms og mannréttindaráðherra ( verði hann enn í embætti) ásamt þeim þingmönnum, er styðja þennan fíflagang ráðherrans að hugsa sinn gang, verði farsinn ekki stoppaður af, áður en að Mannréttindadómstóll Evrópu, tekur réttvísi ,, Nýja" Íslands til bæna.


mbl.is Allt rangt við þetta frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír dæmdir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu og einn aðstoðarmaður, hið minnsta.

Á síðustu metrunum  í embætti landbúnaðarráðherra vorið 1991 keypti Steingrímur í fullkomnu heimildarleysi mannvirki (níu refahús) af bændum á ríkisjörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi fyrir 47 milljónir króna. ( Hversu há skildi sú upphæð vera framreiknuð til dagsins í dag?) Var hann þar að gera þessum mönnum greiða af einhverjum ástæðum.

Ríkislögmaður taldi að þessi kaup væru ólögleg þar eð heimildar Alþingis var ekki leitað fyrir þeim eins og kveðið er á um í 40. grein stjórnarskrárinnar. Fór málið fyrir Héraðsdóm og Hæstarétt og töpuðu bændurnir málinu á báðum stigum. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti ekki að efna samning Steingríms.

Í lögum um ráðherraábyrgð segir að ráðherra skuli sæta ábyrgð ef hann leitar ekki heimildar Alþingis þegar stjórnarskráin kveði á um það, eins og var í þessu dæmi.

Það liggur þá fyrir að að í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ríkisstjórn Hins Nýja Íslands með allt upp á borðum, löðrandi af heiðarleika og faglegum vinnubröðgum, sitja þrír ráðherrar er fengið hafa dóma fyrir störf sín í ráðherraembætti.  Synjun Svandísar á skipulagi Flóahrepps var dæmd ólögmæt í undirrétti. Svandís áfrýjaði, en lögfróðir menn telja að Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar.  Jóhanna Sigurðardóttir var svo sjálf dæmd í undirrétti árið 2009, fyrir brot á jafnréttislögum, við mannaráðningar, er hún gengdi embætti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde. Jóhanna ákvað að una dómnum og var þeim aðila er brotið var á, greidd rúm milljón í bætur auk þess sem sakarkostnaður féll á Ríkissjóð.  

  Á síðasta áratug síðustu aldar fékk svo Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu dóm fyrir skattalagabrot, er hann ásamt Helga Hjörvari alþingismanni átti og rak fyrirtækið Arnarson & Hjörvar.  Sú staðreynd aftraði Jóhönnu hins vegar ekkert við það að skipa Hrannar sem fulltrúa Forsætisráðuneytisins í nefnd um skattamál.   


Ef engin aðlögun fer í gang, þá er ferlið stopp.

Það breytir því engu þó Steingrímur J. þræti fyrir það eins og argast sprúttsali, að engin aðlöðun verði, fyrr en samningur um aðild og samþykkt þjóðarinnar á honum liggi fyrir, að hann fer með rangt mál.  Vona samt hans vegna að það sé ekki gegn betri vitund sem hann geri það.  Enda er hann orðinn æði langur listi sá er hýsir bommertur Steingríms, framkvæmdar gegn betri vitund.

Sé það svo, eins og Steingrímur heldur fram, að engin aðlögun sé komin í gang og engin aðlögun eigi sér stað, fyrr en að loknu samningaviðræðum og þjóðaratkvæði um útkomuna, þá er aðildarferlið stopp. 

En hins vegar er ferlið á þeim stað, sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lýst yfir að fram eigi að fara þjóðaratkvæði.  Í ályktunum Vg. stendur að greiða eigi þjóðaratkvæði um það hvað sé í boði, að loknu umsóknarferli.  Umsóknarferlinu lauk, er ESB sendi íslenskum stjórnvöldum kröfur sínar um aðlögun Íslands að ESB.

Í lögum ESB segir svo, að þegar umsókn um aðild að ESB berst sambandinu, þá fari í gang hjá umsóknarþjóðinni aðlögunnarferli að ESB, þegar ESB hefur samþykkt umsóknina. Eftir hvern kafla reglugerða og laga ESB, er lokið er að aðlaga umsóknarþjóð, þá eru gerðir samningar um kaflann og þær aðferðir er nýaðlagaðar reglugerðir, skuli praktiserast hjá umsóknarþjóðinni og hjá ESB, gagnvart umsóknarþjóðinni. Þannig gengur þetta fyrir sig koll af kolli þar til alger aðlögun hefur átt sér stað, og samningar vegna allra kaflana eru klárir.

 Viti Steingrímur ekki þetta, þá hefur hann annað hvort ekki lesið reglugerðir ESB, eða þá að hann skilur ekki það tungumál sem þær eru á.  Hann ætti því að biðja Össur vin sinn um að láta þýða fyrir sig eins og eitt eintak af reglugerðum ESB, svo hann skilji nú hvar í veröldinni hann er staddur.


mbl.is Ekki um fyrirfram aðlögun að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband