Leita í fréttum mbl.is

Þrír dæmdir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu og einn aðstoðarmaður, hið minnsta.

Á síðustu metrunum  í embætti landbúnaðarráðherra vorið 1991 keypti Steingrímur í fullkomnu heimildarleysi mannvirki (níu refahús) af bændum á ríkisjörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi fyrir 47 milljónir króna. ( Hversu há skildi sú upphæð vera framreiknuð til dagsins í dag?) Var hann þar að gera þessum mönnum greiða af einhverjum ástæðum.

Ríkislögmaður taldi að þessi kaup væru ólögleg þar eð heimildar Alþingis var ekki leitað fyrir þeim eins og kveðið er á um í 40. grein stjórnarskrárinnar. Fór málið fyrir Héraðsdóm og Hæstarétt og töpuðu bændurnir málinu á báðum stigum. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti ekki að efna samning Steingríms.

Í lögum um ráðherraábyrgð segir að ráðherra skuli sæta ábyrgð ef hann leitar ekki heimildar Alþingis þegar stjórnarskráin kveði á um það, eins og var í þessu dæmi.

Það liggur þá fyrir að að í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, ríkisstjórn Hins Nýja Íslands með allt upp á borðum, löðrandi af heiðarleika og faglegum vinnubröðgum, sitja þrír ráðherrar er fengið hafa dóma fyrir störf sín í ráðherraembætti.  Synjun Svandísar á skipulagi Flóahrepps var dæmd ólögmæt í undirrétti. Svandís áfrýjaði, en lögfróðir menn telja að Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar.  Jóhanna Sigurðardóttir var svo sjálf dæmd í undirrétti árið 2009, fyrir brot á jafnréttislögum, við mannaráðningar, er hún gengdi embætti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde. Jóhanna ákvað að una dómnum og var þeim aðila er brotið var á, greidd rúm milljón í bætur auk þess sem sakarkostnaður féll á Ríkissjóð.  

  Á síðasta áratug síðustu aldar fékk svo Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu dóm fyrir skattalagabrot, er hann ásamt Helga Hjörvari alþingismanni átti og rak fyrirtækið Arnarson & Hjörvar.  Sú staðreynd aftraði Jóhönnu hins vegar ekkert við það að skipa Hrannar sem fulltrúa Forsætisráðuneytisins í nefnd um skattamál.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband