Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn munu á endanum klára endurskoðun stjórnarskrárinnar, ekki almenningur.

Fréttinni er blogg þetta hangir við, segir Jóhanna Sigurðurdóttir, að þingmenn hafi hingað til ekki getað klárað endurskoðun á stjórnarskránni.  Staðreyndin er nú sú, að Alþingismenn  munu á endanum ljúka endurskoðuninni, telji meirihluti Alþingis þörf á slíku. 

Verði kjörsókn ekki betri en lítur út fyrir að vera, þá mun stjórnlagaþingið, varla hafa umboð frá þjóðinni til breytinga á stjórnarskránni.

 Eins er það kjánalegt þegar fólk gerir grein fyrir atkvæði sínu á þann hátt að það hafi kosið jafnmarga af hvoru kyni.  Það hlýtur að vera markmiðið með þessum kosningum, eins og öllum öðrum, að hæfasta fólkið nái kosningu óháð kynferði.

Verði kjörsókn ekki betri en stefnir í hlýtur að mega túlka það sem ákveðinn ósigur stjórnvalda, er lagt hafa töluverða vinnu og áherslu á þetta stjórnlagaþing, sem eitt af leiðarljósum framtíðar.  

Þegar þetta er skrifað kl. rúmlega 18, þá stefnir í lélegri kosningaþátttöku en í þjóðaratkvæðinu um Icesave, sem stjórnvöld kepptust við að kalla ,,marklausan skrípaleik".


mbl.is Jóhanna búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af því hvort þetta séu vonbrigði fyrir stjórnvöld. Ég hef áhyggjur af því að þetta séu skilaboð til allra, bæði almennings og stjórnmálamanna að okkur almenningi sé ekki treystandi fyrir auknum áhrifum, okkur sé ekki treystandi fyrir lýðræðinu. Fólk kvartar yfir að hafa ekki völd til að veita stjórnvöldum aðhald. Fólk mótmælir og lemur tunnur, en þegar við fáum tækifæri til að gera eitthvað sem gæti raunverulega leitt til breitinga á stjórnkerfinu þá nennum við því ekki. Hvað segir þetta um almenning í landinu?

Dagný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 18:56

2 identicon

Finnst þetta stjórnlagaþing lykta af samsæri. Það er engin sérstök ástæða til að breyta stjórnarskránni. Það var ekki hún sem olli hruninu. Það sem vantaði var að farið væri eftir gömlu stjórnarskránni, sem hefur verið margbrotið á. Held þetta sé plott alþingis til að losna við forsetan og kirkjuna, og þar með að einhver geti böggast í þeim út af Icesave, ESB, og fleiru sem þjóðin gæti vísað til forseta, og um leið að afnema hér smám saman kristinn sið til að auðvelda fyrir að innlima Ísland í Islamska ríkið Europa-stan sem mun væntanlega brjóta á rétti innfæddra sem verða kannski brátt í minnihluta:( Ég hefði nú samt kosið, hefðu veikindi ekki komið í veg fyrir það, en það voru fáir að kjósa, mest besserwisserar og málpípur Samfylkingarinnar.

Resist (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband