Leita í fréttum mbl.is

Samningssnilld Steingrims J. og skuldsettar fjölskyldur dregnar á asnaeyrunum.

Stjórnvöld höfðu frá 1. feb 2009, til þess dags er þau sömdu við kröfuhafa bankana, tækifæri til þess, að gera hvað sem þurfa þyrfti til að leiðrétta skuldavanda heimilana, eða koma með raunhæfar aðgerðir til lausnar á honum. Virði húsnæðislánasafna bankana var töluvert minna en það verð er kröfuhafar bankana fengu þau á.  Stjórnvöldum hefðu því, væri áhugi til lausnar vandanum, tekið til sín þessi lánasöfn með mun meiri afföllum, en kröfuhafarnir gerðu á sínum tíma og fært þau yfir í Íbúðalánasjóð.  Þó svo að Íbúðalánasjóður, hefði innheimt lánin með þeim afföllum er kröfuhafar bankana fengu þau á, þá hefði engu að síður, Ríkissjóður komið út í plús.

Í samningaviðræðum við kröfuhafa bankana, var kröfuhöfunum hins vegar gert það kleift að þurfa ekki frekar en þeir vilja að taka tillit til þeirra affalla á lánasöfnunum er þeir tóku yfir, til aðstoðar skuldsettum heimilum. Í staðinn fengu stjórnvöld að leggja bönkunum til minna fé, en til stóð í upphafi. 

Í stuttu máli var þetta svona:

,,Afsláttur nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna var að hluta notaður til að hækka virði eigna nýju bankanna sem skýrir mikla andstöðu við lánaleiðréttingu. Þetta var gert til að minnka framlag ríkissjóðs með nýju bönkunum eða til að lækka greiðslu ríkissjóðs vegna 100% innstæðutryggingar. M.o.ö. ætlunin er að láta skuldara greiða fyrir innstæðutrygginga með stökkbreyttum lánum og hærri sköttum."

Meint snilld Steingríms, er hann sjálfur reyndar eignaði sér, er hann hafði lokið við að semja við kröfuhafana, var því ekki meiri snilld en það, að þessi meinta snilld, gerði fátt annað en að herða kverkatak bankana á lántökum.

 Það er því nokkuð ljóst, að allan þennan tíma, sem stjórnvöld hafa boðað allherjarlausn á skuldavandanum, á næstu dögum, næstu viku eða eftir helgi, þá hafi það verið þeim ljóst, að sökum þeirra samninga er þau gerðu við kröfuhafa bankna, að þessar yfirlýsingar þeirra væru fyrst og fremst til þess að slá ryki í augun á almenningi og hylma yfir með meintri samningssnilld Steingríms J.

Stjórnvöld hafa vitað það allan tímann, að bankarnir koma ekki af fullum þunga inn í aðgerðapakka stjórnvalda, vegna skuldavandans, án aukins fjárframlags frá ríkinu.

 

 


mbl.is Skuldaaðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband