Leita í fréttum mbl.is

Af spjalli við lögmann.

Ég hef í ófá skipti átt í orðaskaki um ESB mál, í eins víðum skilningi og hægt er við aðildarsinna, við lögmann hér í borg sem hefur sama fangamark og flugflélag.

Eins  og alkunna er þá hefur lögmaðurinn verið sjálfstæðismaður til margra ára eða áratuga.  Í það minnsta lengi skráður í flokkinn. 

 Hann hefur sagt mér það oftar en einu sinni að hann hafi ekki kosið flokkinn síðast vegna stefnu hans gagnvart ESB.   Að hans mati vorið 2013 var það  hvellskýrt að flokkurinn léði ekki máls á því að taka upp að nýju,  aðildarviðræður við ESB af þeim strandstað sem fyrrv. ríkistjórn sigldi þeim á.

Það var líka hvellskýrt í mínum huga og þess vegna treysti ég mér til þess að kjósa flokkinn.  Vegna þess að ég treysti því að hann léði ekki máls á því að hefja viðræður að nýju.

Engu að síður, sjálfsagt vegna þess að það hentar núna, telur lögmaðurinn  að flokkurinn hafi beinínis lofað að ljá máls á því aðildarviðræðurnar yrðu teknar upp að nýju.  Hann hafi  lofað því að eftir þinglega meðferð tillögu er flokkurinn leggði fram um áframhaldandi viðræður, þá muni afstaða þingsins, líklegast jákvæð, að vera borin undir þjóðina.

Varla hefur löglærður maðurinn reiknað með því að málið yrði kosið inn á eða útaf dagskrá þingsins í þjóðaratkvæði.

Lögmaðurinn þvertekur fyrir það að hugsanlega gæti nú bara einfaldlega verið svo að loforðið hafi verið sett fram, til þess að auka samstarfsmöguleika flokksins í við stjórnarmyndun að loknum kosningum. 

Öðru nær þá telur lögmaðurinn það hafa verið hvellskýrt í sínum huga og margra annarra, hversu margra veit enginn, að flokkurinn hafi lofað því, undir hvaða kringumstæðum sem er að leggja til að viðræðum yrði haldið áfram, að loknu þjóðaratkvæði er heimilaði slíkt.

Lögmaðurinn telur semsagt að sú ESB-stefna flokksins sem að varð til þess að hann gat ekki kosið flokkinn sé sú stefna sem að hann vilji fara gagnvart ESB.  Hugsanlega skilji þó eitt stykki þjóðaratkvæðagreiðsla þar á milli. 

Lögmaðurinn og reyndar fleiri aðildarsinnar telja þó þetta þjóðaratkvæði nánast bara formsatriði.  Því auðvitað vilji meirihluti þjóðarinnar ljúka viðræðunum. 

Lögmaðurinn er sá fyrsti sem ég veit um sem að ekki kýs einhvern flokk, vegna stefnu sem að hann að hann er sammála.   Eða er kannski málflutningur lögmannsins allur gegn betri vitund?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lögmaður með þessa röksemdafærslu sækir varla marga kúnna inn í kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins. Sýnist hann kannski hafa verið nógu heiðarlegan til að viðurkena að hann kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn en síðan tók tækifærismennskan völdin og nú hefur hann rústað orðspori sínu. Hafi það verið eitthvað fyrir.

Ragnhildur Kolka, 19.3.2014 kl. 14:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góður lögfræðingur hann vissi að hvaða stefnu sjálfstæðisflokkurinn tók. Ég skil ekki esb sinnaða sjálfstæðismenn að koma sér ekki úr flokknum en þeir hafa ekkert þar að gera nema baktala flokkinn.

Valdimar Samúelsson, 19.3.2014 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband