22.9.2013 | 12:14
Veiðigjaldið hækkað um 40%.
Í umræðunni um breytingarnar á veiðigjöldunum í sumar hefur fólk misst sig í umfjölluninni um hagnað útgerða.
Sér í lagi, hafa umræður sprottið vegna þeirrar takmarkalausu "ósvífni" að eigendum þeirra, þeim sem fjárfest hafi í þeim hafi verið greiddur arður af fjárfestingu sinni.
Að þessum útgerðum sem hagnast hafa ógurlega séu beinlínis gefnir milljarðar króna.
Í þessari umræðu, er það hins vegar látið hjá líða, að fyrirtækin sem um er rætt hafa að langstærstum hluta hagnast á uppsjávarveiðum.
Í breytingum sínum á sérstaka veiðigjaldinu, tóku núverandi stjórnvöld tillit mun betri afkomu uppsjávarveiða. Var sérstaka veiðigjaldið af þeim veiðum hækkað um 40% eða úr 27,5 kr á hvert þorskígildiskíló í 38,25 kr. á hvert þorskígildiskíló.
Botnfiskveiðar ganga hins vegar sínu verr og var veiðigjaldinu af þeim veiðum, breytt í samræmi við það.
Sem dæmi um verri stöðu botnfiskveiða, má nefna aflahlutdeildir í botnfiski hafa á undanförnum árum, færst frá litlum og meðalstórum útgerðum yfir á stærri útgerðir.
Litlar og meðalstórar útgerðir, væru varla að selja frá sér aflahlutdeildir sem að þær græddu formúgu fjár á að veiða sjálfar.
Það er skylda stjórnvalda hvers tíma, að haga skattheimtu og annarri gjaldtöku af atvinnugreinuunum á þann hátt, að það skerði ekki til bráð og lengd möguleika þeirra til vaxtar.
Enda eru það gömul sannindi og ný að blómstrandi og vaxandi atvinnugreinar gefi af sér meira til ríkissjóðs. Heldur en atvinnugreinar í eyðimerkurgöngu kyrrstöðunnar.
Sér í lagi, hafa umræður sprottið vegna þeirrar takmarkalausu "ósvífni" að eigendum þeirra, þeim sem fjárfest hafi í þeim hafi verið greiddur arður af fjárfestingu sinni.
Að þessum útgerðum sem hagnast hafa ógurlega séu beinlínis gefnir milljarðar króna.
Í þessari umræðu, er það hins vegar látið hjá líða, að fyrirtækin sem um er rætt hafa að langstærstum hluta hagnast á uppsjávarveiðum.
Í breytingum sínum á sérstaka veiðigjaldinu, tóku núverandi stjórnvöld tillit mun betri afkomu uppsjávarveiða. Var sérstaka veiðigjaldið af þeim veiðum hækkað um 40% eða úr 27,5 kr á hvert þorskígildiskíló í 38,25 kr. á hvert þorskígildiskíló.
Botnfiskveiðar ganga hins vegar sínu verr og var veiðigjaldinu af þeim veiðum, breytt í samræmi við það.
Sem dæmi um verri stöðu botnfiskveiða, má nefna aflahlutdeildir í botnfiski hafa á undanförnum árum, færst frá litlum og meðalstórum útgerðum yfir á stærri útgerðir.
Litlar og meðalstórar útgerðir, væru varla að selja frá sér aflahlutdeildir sem að þær græddu formúgu fjár á að veiða sjálfar.
Það er skylda stjórnvalda hvers tíma, að haga skattheimtu og annarri gjaldtöku af atvinnugreinuunum á þann hátt, að það skerði ekki til bráð og lengd möguleika þeirra til vaxtar.
Enda eru það gömul sannindi og ný að blómstrandi og vaxandi atvinnugreinar gefi af sér meira til ríkissjóðs. Heldur en atvinnugreinar í eyðimerkurgöngu kyrrstöðunnar.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næstsíðasta málsgreinin er dálítið áhugaverð.
Stjónvöld hafa í þriðjung aldar vanrækt þær skyldur sem vísað er til.
Landsbyggðin hefur goldið þessarar vanrækslu.
Þjóðin hefur goldið hennar með stórlega vannýttum fiskistofnum.
Útgerðum verið úthlutað aflamarki sem miðast hefur við framboðsþol markaðarins í tilliti skortstöðu til að viðhalda veðgildi í lánastofnunum.
Nýliðun hefur orðið afar lítil vegna vannýtingar á nytjastofnum.
Fiskur er að léttast - úrkynjast? vegna ofsetinna fiskimiða sem - eins og að framan er greint - eru vannýtt af þröngum hagsmunum stærri útgerða.
Staðan er skelfileg þegar horft er til hinna þróttmiklu stofna sem bannað er að breyta í verðmæti.
Allt of margir taka til máls um þessi mál sem krefjast nokkurrar sérþekkingar - einvörðungu vegna pólitísks stuðnings við sterkustu hagsmunasamtök lýðveldisins sem mikil líkindi benda til að séu fjárhagslegur bakhjarl rótgróinna og spilltra stjórnmálaafla.
Líklega ljótasta spillingarmál Íslandssögunnar liggur þarna.
Það er slæmt og eiginlega ámælisvert.
Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 12:58
Ég get tekið undir flest sem þú skrifar hér að ofan Árni.
Nýting auðlindarinnar er kannski önnur umræða en gjaldtakan af nýtingu hennar.
Ég hef t.d. oft velt því fyrir mér, hvort það sé nýtingarstefnunni til góðs, að varla hefur verið hægt að ræða um endurnýjun við stjórnun Hafró. Þó svo að núna sé þriðji forstjórinn þar, síðan ég fór að fylgjast með.
Þeir forstjórar sem tekið hafi við hafa í rauninni verið "aldir upp" af þeim forstjórum sem þeir tóku við af. Talað fyrir sjónarmiðum þeirra og varið þau, er þeir voru þeim til aðstoðar.
Það sé því varla við því að búast að nýjum forstjóra, fylgi ný og byltingarkennd vinnubrögð við veiðiráðgjöf. Jafnvel þó margir utan Hafró og jafnvel alveg lausir við bein hagsmunatengsl bendi á villur þeirrar stefnu sem þar er rekin.
Það er svo vissulega verðugt og jafnvel nauðsynlegt rannsóknarefni að skoða hvort bein tengsl séu á milli lagasetningar um framsal aflaheimilda og þess að upphaflegur ásetningur með kvótakerfinu hefur gjörsamlega brugðist.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.9.2013 kl. 13:35
Verst er þó Kr. Karl að ekki skuli vera lagt í fordómalausar umræður um nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það er slæmt þegar kynslóðir eftir kynslóðir fæðast inn í pólitískan sannleika um það mál sem þjóðin á svo mikið undir í efnahagslegu tilliti sem raun ber vitni þarna.
Þarna má enginn sannleikur vera algildur því þessi auðlind er síkvik.
Að gera vel reknar útgerðir að blórabögglum er ástæðulaust og óskynsamlegt, og þess vegna þarf að leysa - eða bara höggva - á þá hnúta sem hnýttir hafa verið þarna af þröngsýni og fordómum.
Getur verið að oftrú þekkingarsamfélagsins á sjálft sig sé um að kenna?
Ýmsar opinberar yfirlýsingar Hafró hafa orðið mér efni til efasemda um alræði þeirrar stofnunar.
Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 14:00
Enn og aftur verð ég að lýsa mig sammála þér Árni minn. Að mestu í það minnsta. Ekki það að það falli mér eitthvað þungt. :)
Sjálfsagt leitum við að því sama. Þó kannski séum við ekki sammála að öllu leyti um nálgunina.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.9.2013 kl. 14:22
Um auðlindagjaldið svonefnt vil ég segja að það er að stofni til heimskulegt. Það er líkast því að með gjaldtöku eigi að friða umhvefi útgerðar. Útgerð á að vera fær um að greiða skatta af hagnaði og þau rekstrargjöld sem á annan rekstur eru lögð.
Kannski var þó í lagi að skoða undantekningu við sérstakar aðstæður sem nú. Höfuðmálið er þó skynsamleg nýting auðlindarinnar.
Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.