Leita í fréttum mbl.is

Um eðli og gagnsemi fjárfestinga.

Í umræðunni um fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins, er gjarnan bent á að stjórnvöld hefðu ekki átt að lækka/breyta veiðigjaldinu.  Vegna þess að þá hefðu fallið til fjármunir til lausnar á bráðavanda heilbrigðiskerfisins.

Gott og vel. Ef að lög fyrri stjórnvalda um veiðigjaldið hefðu verið framkvæmanleg, þá hefði þeim að sjálfsögðu ekki verið breytt með þeim hætti og gert var á sumarþinginu.

En þá stæðum við samt sem áður frammi fyrir því, að samkvæmt forgangsröðun fyrri stjórnarflokka, sem settu upphaflega óframkvæmanlegu lögin um veiðigjaldi, þá átti lítið sem ekkert af þeim fjármunum sem óframkvæmanlegu lögin átt að gefa af sér að fara til heilbrigðismála.

Heldur átti langstærsti hlutinn að fara í fjárfestingaráætlun fyrri stjórnvalda, Hús íslenskra fræða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og fleiri verkefna sem að litlu sem engu leyti snúa að bráðavanda heilbrigðiskerfisins.

Vel má halda því fram að áætluð innkoma í ríkissjóð vegna fjárfestingaáætlunar fyrri stjórnar, hefði getað að stórum hluta runnið til heilbrigðiskerfisins. En sú innkoma var einungis til á Exelskjölum og gersamlega háð því að fjárfestingaráætlunin gengi upp. Sem að alls ekki var víst að gerðist.

Fjárfestingaráætlun stjórnvalda með handvöldum verkefnum er í rauninni ekki sú leið sem vænlegust er til eflingar ríkissjóðs. Þar sem að slík áætlun byggir ekki endilega á þörfum markaðsins og þar af leiðandi kannski ekki vænleg leið til viðunnandi afkomu ríkissjóðs.

 Slík leið er því öðru fremur líklegri til þess að reisa minnisvarða um þá stjórnmálamenn eða flokka sem að henni stóðu.  Fremur en að auka tekjur ríkissjóðs, svo einhverju nemi.

Áætlun stjórnvalda sem gerir fyrirtækjunum í landinu kleift að fjárfesta, þar sem þau sjálf telja að vænlegast sé að fjárfesta með framtíðarafkomu sína í huga, er mun vænlegri, með framtíðarafkomu ríkissjóðs í huga. Heldur en  óskalisti fjárfestingaverkefna sem byggður er á pólitískum rétttrúnaði þeirra sem óskalistann skrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband