11.9.2011 | 17:46
Hversu oft.............
...hafa ekki heyrst þær raddir, bæði hér heima meðal aðildarsinna og svo í ESB, að núna sjái loksins fyrir endann á vandræðum evrusvæðisins og bjartari tímar séu í vændum?
Vel má vera að einhven tíman í náinni framtíð, sjái fyrir endann á þessari krísu. En það verður þó eingöngu bara stund á milli stríða. Því einhvern tímann þarf jú að borga til baka það sem fengið er að láni.
Hvað mun þá gerast, þegar kemur að skuldadögum? Geta bankar endalaust fjármagnað sig, til þess að framlengja í lánum og/eða endurlána þessum ríkjum fyrir greiðslum á eldri skuldum? Eða er von til þess að þessi ríki geti aukið landsframleiðslu sína og verðmætasköpun, í það miklum mæli að aukningin standi bæði undir afborgunum af þessum himinháu lánum og hækkandi meðalaldri íbúa þessara ríkja og annarra Evrópuríkja, sem kalla mun á stóraukin kostnað í velferðarkerfinu?
Svarið við þessum spurningum öllum er nær örugglega nei.
Hvað tekur þá við? Annað bankahrun? Eða stóraukin framlög aðildarríkja ESB til sambandsins og seðlabanka þess, til þess að forða bankahruninu og halda uppi lágmarksstandard á velferðarkerfinu? Eða þá botnlaus og skaðlegur niðurskurður í velferðar og menntakerfum þessara ríkja?
Er það virkilega svo að framtíðartekjum íslenska ríkisins sé betur borgið í þessa botnlausu hít skuldakreppu ESB-ríkjana, fremur en í uppbyggingu hér á íslensku atvinnulífi og íslensku velferðarkerfi?
Ítalir þurfa 37.400 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ljóst að Grikkir munu aldrei geta borgað til baka þá "björgunarpakka" sem þeim eru færðir, enda ekki ætlaðir til björgunar Grikklandi, heldur þeim bönkum sem lánuðu þeim langt umfram eðlileg mörk.
Þar koma einkum til þær kröfur sem Grikkjum eru sett, kröfur sem grafa undan þjóðfélaginu og rústar hagkerfi þeirra. Kröfur sem leiða til þess að allt athafnalíf í Grikklandi lamast.
Vandi evrunnar felst ekki í óstjórn einstakra ríkja evrusamstarfsins, heldur í óstjórn einstakra banka þess. Björgunaraðgerðir ESB eru til þess að bjarga þessum bönkum og heilu þjóðfélugunum er fórnað til þess.
Þetta er þó skammgóður vermir, enda sömu stefnu haldið áfram, nú af hálfu þeirra sem stjórna ESB, Angelu Merkel og Niculas Sarkozy!
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2011 kl. 19:40
Stóra vandamálið er þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af peningamálstefnunni, það er eitraður kokteill og er berlega að koma í ljós i Evrópu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.