Leita í fréttum mbl.is

En hvað með ógildu kjörbréfin??

 Í frétt RÚV um málið, kom fram að þess væri óskað að Hæstiréttur skilaði niðurstöðu innan viku, svo stjórnlagaþingið gæti hafið störf á áður áætluðum tíma.   Hver sem niðurstaða Hæstaréttar kann að verða, þá breytir það ekki því, að kjörbréfin 25 sem gefin voru út að loknum kosningum eru öll ógild, þar sem landskjörstjórn ógilti þau og hljóta að teljast jafn ógild, hvort sem Hæstiréttur snúi sinni ákvörðun eða ekki.

 Það er landskjörstjórnar að gefa út kjörbréf. Landskjörstjórn sagði af sér í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar, eftir að hún hafði ógilt kjörbréfin.  Það er því engin kjörstjórn starfandi í landinu og verður vart, fyrr en einhverjum dögum eftir að Alþingi kemur saman eftir helgi, að lokinni kjördæmaviku.

 Reyndar er það nú svo að eitt þessara kjörbréfa hefði aldrei átt að vera gefið út, eða þá að handhafi þess átti ekki að fá að vera í framboði.  Þar á ég við Andrés Magnússon, geðlækni sem hlaut kosningu á þingið. Andrés er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur-kjördæmi.  Vinstri grænir fengu tvo þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.  Þegar báðir aðalmennirnir eru á þingi, þá eru þeir sem voru í 3. og 4. sæti varaþingmenn flokksins í kjördæminu.  Fari annar aðalmaðurinn í leyfi, líkt og Guðfríður Lilja fór í 1. okt sl. og verður fram í mars, hið minnsta, þá fer 3. maður á lista inn á þing og 4. og 5. verða þá varaþingmenn flokksins í kjördæminu.  

 Það er því ljóst að landskjörstjórn gerði alvarleg mistök með því að samþykkja Andrés, sem frambjóðanda og engu minni mistök er hún gaf út kjörbréf stílað á hann.   Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing, hafa allir kjörgengi sem jafnan hafa það í almennum kosningum, að undanskildum Aþingis og sveitastjórnarmönnum og varamönnum þeirra.


mbl.is Jón Steinar víki sökum vanhæfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband