15.12.2010 | 18:15
Hvað skýrir þá níu mánaðatöf á frágangi, nærri kláraðs samnings?
Jóhanna sagð á þinginu í morgun, að þetta svokallaða ,,betra tilboð" sem lá á borðinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í mars, hafi verið nánast eins og nýgerður Icesavesamningur. Þetta leyfir hún sér að segja, þrátt fyrir að ekki sé búið að reikna út þetta ,,betra tilboð".
Reyndar var þetta ,,betra tilboð", það æðislegt, að fólk þyrfti ekkert að ómaka sig við það að mæta á kjörstað og taka þátt í þeim marklausa skrípaleik, sem þjóðaratkvæðið væri að hennar mati. ,,Betra tilboðið stæði, hvort sem lög nr. 1/2010 yrðu felld eða ekki í þjóðaratkvæðinu.
En gott og vel. Það hefur legið fyrir síðan Svavar Gestsson, nennti ekki að hanga erlendis á einhverjum samningafundum, um jafn ,,ómerkilegt" og Icesave, að ríkisstjórnin hefur viljað leysa deiluna, helst í gær.
Það lítur í því samhengi fáranlega út, að tekið hafi heila níu mánuði, til þess að ganga frá nærri kláruðum samningi. Reyndar voru kosningar í vor bæði í Bretlandi og Hollandi, en þær hefðu samt ekki átt að tefja málið nema um örfáar vikur, ekki níu mánuði.
Reyndar lét Lárus Blöndal, samningamaður hafa það eftir sér, á blaðamannafundinum er nýju samningarnir voru kynntir, að þessi samningur hefði í rauninni verið klár í september. Hins vegar þótti það vart þorandi að bera hann á borð þjóðarinnar, vegna þeirrar ólgu sem þá var í þjóðfélaginu.
Það mál í september, sem olli ólgu í þjóðfélaginu, var landsdómsmálið. Hasarinn vegna skuldavanda heimilana hófst ekki fyrr en í október.
Þá hlýtur að vera sanngjarnt að spyrja: Var þá allt í einu mikilvægara að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi og hugsanlega Árna Matt, heldur en að leysa Icesavemálið? Mál sem stjórnarliðar, hafa nánast ekki getað sofið vegna síðastliðið eitt og hálft ár. Eða er það kannski svo að samanburðurinn á nýja samningnum og þeim gamla, sem Steingrímur J. lagði pólitíska æru sína að veði fyrir, hefði gert ákæruatriðin á hendur þeim Geir og Árna, hlægileg?
Áttum kost á Icesave-samningi í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú dregur þetta vel saman. Ég vona að spunavélar stjórnarinnar fari nú að springa hressilega í andlitið á þeim. Heilbrigt fólk hlýtur að sjá þetta þótt fjölmiðlarnir geri það ekki!
Ég held að framleiðendur "Yes Minister" þáttanna finni meira efni frá íslensku spunastjórninni eftir tæplega 2ja ára setu en þeir hafa fundið hjá þeim bresku frá upphafi.
Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.