Leita í fréttum mbl.is

Reglugerð Jóhönnu olli tæplega 60% útlánaaukningu ÍLS, síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun.

Eins og fram kom í umræðum á Alþingi í Landsdómsmálinu fyrir nokkrum vikum, þá var starfandi svokallaður súperráðherrahópur í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.  Var þeim hópi fyrst og fremst ætlað að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í hópnum áttu sæti Geir H. Haarde, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir. Hópurinn gerði ásamt Seðlabankanum, lánasamning við seðlabanka Norðurlandana. Þeim samningi fylgdu ýmsar kvaðir, eins og t.d. að Íbúðalánasjóður héldi að sér höndum í lánveitingum.

 Fram kom einnig í umræðunni um landsdóminn, að vegna þáttar ÍLS í þessum samningi, þá hafi Jóhanna Sigurðardóttir, átt að undirrita samningin fyrir hönd ÍLS.  En einhverrra hluta vegna hvarf Jóhanna af fundi, áður en til undirritunnar kom og var það því Ingibjörg Sólrún sem skrifaði undir fyrir ÍLS í umboði Jóhönnu.

Blekið á áðurnefndum samningi var hins vegar varla þornað, þegar þáverandi félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, gaf út reglugerð þess efnis að stimpilgjöld vegna lána ÍLS voru annað hvort lækkuð stórlega eða afnumin, auk þess sem að útlánareglur sjóðsin voru rýmkaðar, svo fólk ætti auðveldar með að fá lán.

Reglugerð þessi hefði eflaust á öllum öðrum tímum þótt frekar æskileg, en alls ekki samt í ástandi sem þá var að skapast í íslensku efnahagslíf og félagsmálaráðherra þess tíma hefði átt að vera ljóst enda sat ráðherrann í áðurnefndum súperráðherrahópi.

Framhefur komið í umræðunni um skuldavanda heimilana að stærstur hluti heimila í vanda eru ekki bara með lán frá ÍLS, heldur er stærstur hluti þeirra með lán, er tekin voru árin 2007 og 2008.  Reikna má að reglugerð Jóhönnu, rétt fyrir hrun, hafi frekar valdið fjölgun í þeim hópi, en ekki.  Raunin varð nefnilega sú að frá þeim tíma er reglugerð Jóhönnu tók gildi, 1. júlí 2008 og fram að hruni, voru veitt ca. 2800 lán úr ÍLS, en síðustu þrjá mánuði þar á undan voru lánin um það bil 1600.  Útlánaaukningin er því tæplega 60% síðustu þrjá máuðina fyrir hrun, miðað við síðustu þrjá máuði á undan.


mbl.is Ráðgert að afskriftir ÍLS verði í hámarki næstu þrjú árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristinn, ertu brjálaður, ertu að segja að flugfreyjan sé vitlaus ? Snillingurinn sem vildi lána öllum, er hún ekki dásamleg ?

Mér finnst það, verst að hún er búin að gleyma því að hún var í "hrunstjórninni". Skildi hún nokkurn tíman fatta það, kerlingin ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband