Leita í fréttum mbl.is

Hausverkur manna út í bæ................

Í fréttum Rúv hér rétt áðan var sýnt er Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra, neitaði viðtali við fréttamann Rúv, vegna boðaðs gengislánafrumvarps, en sagði á hlaupunum að hugsanlegar afleiðingar frumvarpsins, væru bara hausverkur einhverra manna út í bæ.   það sem á að vera hausverkur manna út í bæ, er í þessu sambandi, hótun kröfuhafa bankana um skaðabótamálsókn á hendur stjórnenda bankanna, skrifi þeir undir loforð þess efnis að stefna ekki ríkinu og krefjast skaðabóta, skapi boðað frumvarp ráðherrans nýju bönkunum fjárhagslegt tjón.

 Þegar fysti gengislánadómur Hæstaréttar kom í sumar, þá voru upp raddir að kröfuhafar bankana færu í skaðabótamál við ríkið, færi svo að seinni dómar Hæstaréttar er ákvarða ættu vexti ólöglegu gengislánana færu á versta veg.   Þær raddir hljóðnuðu reyndar er FME og Seðlabanki, gáfu út þau tilmæli, að þau gengislán sem dæmd yrðu ólögleg skyldu bera lægstu óverðtryggðu vexti SÍ, eins og þeir voru á lánstímanum, sem sagt lánin endurreiknuð sem óverðtryggð lán með sama lánstíma.

Í hasarnum miðjum, síðastliðið sumar, þegar gengisdómarnir voru hvað mest í umræðunni, þá kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu undir höndum lögfræðiálit þess efnis að gengislánin væru ólögleg, án þess þó hafa nokkuð gert með álitin, er þau sömdu við kröfuhafa föllnu bankanna um færslu lánasafna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju.

Má alveg klárlega gera ráðfyrir því að þeir fulltrúar kröfuhafana er sömdu við stjórnvöld, hafi haft einhver pata af ólögmæti gengislánana, en stjórnvöld hugsanlega gefið það út, að ekkert væri að óttast, þau myndu kippa málinu í lag, áður en illa færi.  

Það ætti því að vera nokkuð ljóst, hvort sem boðað frumvarp ráðherra, eða þá fleiri  hæstaréttardómar vegna gengislána lántökum í hag, baki kröfuhöfum bankana eitthvað tjón, að þá muni þeirr stefna íslenska ríkinu fyrir dóm og krefja það um milljarðatugi eða hundruðir í skaðabætur, vegna gengistryggðra lána, sem að þau hafa að öllum líkindum ábyrgst, er samið var við kröfuhafana um flutning lánasafnana yfir í nýju bankanna.

Á meðan á slíkum málarekstri stendur, má alveg reikna með því að það verði mun erfiðara en er í dag að laða að sér erlenda fjárfesta en er í dag og þykir nú flestum nóg um hversu erfitt það er nú þegar í dag.  

Mun það án efa tefja hér endurreisn, atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, mun meir en íslensk stjórnvöld, eða Vg. hluti þeirra hefur gert hingað til og ekki gera neitt annað en að dýpka kreppuna og gera hinar svörtustu spár manna um næstu ár, enn meira hrollvekjandi, með frekar óhagfelldum áhrifum fyrir íslenska þjóð.

 Það er því alveg morgunljóst að, áðurnefndur hausverkur einhverra manna út í bæ, getur hæglega tekið sér bólfestu í gamla fangelsinu við Lækjartorg, fari allt á versta veg.


mbl.is Hluti af þjóðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður fær ekki bara hausverk af að fylgjast með Árna Páli og ríkisstjórninni, manni verður hreinlega óglatt.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband