Leita í fréttum mbl.is

Er komið að því, eða verður annað málefnaþing í janúar?

Fyrir flokksráðsfund Vg er haldinn verður um næstu helgi liggja fyrir tvær tillögur um ESB.

 Önnur er um að aðildarferlinu að ESB verði hætt hið snarasta og umsóknin tekin til baka.  Þó virðist vera einhver málamyndun við þá tillögu á þann hátt, að fyrst verði reynt að fá ESB til að ganga í Ísland.  Athuga á hvort ESB fallist á það að Íslendingar hafi yfirráð yfir 200 mílna landhelginni, fái að hafa áfram um ókomna tíð, reglur um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi, fái að vera áfram strandríki, þannig að ESB fari ekki samningsumboð okkar, eins yrði t.d. í deilu líkt og nú er um makrílinn, ef við værum í ESB o.fl.

 Hin tillagan frá Steingrími J. & co.  gengur út á það, að hafna inngöngu í ESB, en aðlagast samt að ESB. Sú tillaga þýðir það í stuttu máli, að eftir að búið er að eyða tíma starfsmanna stjórnsýslunar og einhverjum milljörðum í karp og aðlöðun að ESB, þá eigi bara að hætta við allt saman. 

Ekki ætla ég að dæma um hvort sé vitlausara, málamiðlunin við fyrri tillöguna eða þá seinni tillagan. En ljóst er, að annað hvort gætu orðið stjórnarslit, fljótlega upp úr helgi, eða þá að Vg. staðfesti endanlega að kosningaloforð þeirra fyrir síðustu kosningar, voru bara grín, líkt og ónefndur stjórnmálaflokkur var með í síðustu sveitarstjórnarkosningum. 

Nema auðvitað, að nauðsyn verði að ræða málið aðeins betur og enn eitt málefnaþingið verði haldið í janúar 2011 og ákveðið á því að taka afstöðu á landsfundi, er haldinn verður vorið 2011, hvaða afstöðu skuli taka til ESB eða halda enn eitt málefnaþingið í júní byrjun og taka þá ákvörðun eða bíða með hana til flokksráðsfundar haustið 2011 o.s.f.v. .....


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Líklega kominn tími á þessa ríkisstjórn. VG er ekki stjórntækur flokkur og stóð sig mun betur í stjórnarandtöðu en í stjórn. Kominn tími til að stokka upp á nýtt - það þýðir væntanlega að ESB verður sett á bið og annað hrun á næstu grösum. En það er líklega hvort sem er óumflýjanlegt hvort eð er með VG og menn eins og Ögmund í stjórn.

Einar Solheim, 17.11.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband