30.9.2010 | 13:35
Hvert er hæfi Atla Gíslasonar og annarra þingmanna, er greiddu atkvæði til þess að sitja í Saksóknarnefnd Alþingis.
Í annarri frétt hér mbl.is sækir Atli það fast að taka sæti í svokallaðri Saksóknarnefnd Alþingis, eða að verða einn af fimm þingmönnum sem að verða muni saksóknara Alþingis innan handar við rannsókn málsins. Í fréttinni segir Atli meðal annars:
. Niðurstaða okkar byggist bara á því að það sem fram er komið er nægilegt og líklegt til sakfellis, segir Atli en áréttar að Alþingi er ekki dómstóll."
Nú er það svo, að þrátt fyrir að eiginleg rannsókn á máli Geirs H. Haarde fyrir landsdómi er ekki hafin. Það sem Atli segir hins vegar í fréttinni er, að hann og allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með málsókn, telja meiri líkur á sekt en sýknu. Telji þessir þingmenn einhver önnur skilaboð felast í atkvæðum sínum, þá opinbera þeir pólitískan ásetning sinn með atkvæðum sínum. Þeir væru þá í saksónarnefndinni á pólitískum forsendum, en ekki á þeim forsendum að rannsókn á sakamáli væri í gangi. Það er nefnilega svo að með uppvakningu landsdóms, varð mál Geirs að sakamáli. Ekki að einhverri mynd þess að taka pólitíska ábyrgð á einhverju. Það er beinlínis rangt sem að haldið er fram bæði af þingmönnum og öðrum sem tjá sig í bloggheimum að höfða beri sakamál á þeim sem báru pólitíska ábyrgð í hruninu, svo þeir geti axlað hana fyrir dómstólum. Væri svo þá bæri eflaust að stefna öllum þeim sem sátu á þingi frá feb 2008 fram að hruni, enda bar enginn þeirra þingmanna upp fyrirspurn í þinginu, hvorki munnlega né skriflega um stöðu bankana, hvað þá að nokkur þingmaður hafi svo mikið sem óskað eftir umræðum utan dagskrár um stöðu bankanna eða ríkisfjármála almennt á þessum tíma, þrátt fyrir eflaust hafi einhver tilefni verið til þess.
Það er nefnilega svo að pólitísk ábyrgð óbreyttra þingmanna, hvar í flokki sem þeir eru, að hafa eftirlit með Framkvæmdavaldinu. Varla verður hægt að færa fyrir því rök að þingmenn hafi sinnt þeirri pólitísku skyldu sinni, þannig að með öðrum orðum brugðust þingmenn allir sem einn pólitískri ábyrgð sinni.
Þeir þingmenn sem að greiddu atkvæði með ákærum á ráðherranna fjóra, eru því í rauninni búnir að "ákveða" um sekt ráðherrana fyrirfram. Í sakamálarannsókn er það jafnan reglan að sá eða sú sem að hefur fyrirfram gefið út yfirlýsingu um sekt þess grunaða, telst ekki hæfur til rannsóknar á málinu.
Svipuð viðmið hljóta að þurfa að vera uppi þegar saksóknari Alþingis verður kosinn. Varla er við hæfi að kjósa einhvern þeirra, sérfræðinga sem Atlanefnd kallaði fyrir nefndina er mæltu með málsókn, því að varla er hægt að áætla annað en að þeir sérfræðingar geri ráð fyrir meiri líkum á sekt en sýknu og telji þar með Geir og aðra ráðherra seka, samkvæmt sinni túlkun á ráðherraábyrgð, áður en að hin raunverulega rannsókn fer fram.
Alþingi ákveður breytingar á máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt hvað margir velta þessu fyrir sér.
Í raun er málsóknin gegn Geir eins og hvert annað refsimál gagnvart skipsstjóra sem siglt hefur skipi sínu í strand. Hann sýndi af sér ámælisvert kæruleysi í aðdraganda hrunsins og er það staðfest í Hrunskýrslunni.
Það er svo annað mál hvort refsigleðin eigi að tröllríða húsum. Mér þætti sanngjarnt að hann yrði dæmdur til fjársektar, fangelsi til vara og svipting lífeyrisréttar ráðherra fyrir vanrækslu í starfi.
Við sem töpuðum öllum ævisparnaði okkar í hlutabréfum ásamt lífeyrissjóðunum finnst það ekki sæmandi að þessi maður fái meiri rétt til lífeyris en allir hinir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2010 kl. 14:04
Blóðþorsti Atla er ekki slökktur ennþá, því hann hyggst gefa kost á sér í saksóknaranefnd þingsins til að fylgja eftir ákærum sínum á Geir H. Haarde.
Auðvitað liggur í augum uppi að Atli er vanhæfur í þá nefnd vegna yfirlýsinga sinna og sannfæringar um sekt Geirs og svo ætti líka að vera um a.m.k. alla þá, sem sátu í Atlanefndinni og jafnvel fleiri þingmenn.
Skrípaleikurinn mun væntanlega halda eitthvað áfram í þinginu.
Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 14:36
Það er nánast opinber stefna þingflokka Vg. og Hreyfingar í það minnsta, að stjórnmálamenn skuli axla pólitíska ábyrgð í réttarsal. Það í rauninni túlkar ekkert annað en þann greindarskort að skilja ekki á milli pólitískrar ábyrgðar og saknæmra athafna.
Það fólk virðist ekki átta sig á því að pólitísk uppgjör fara fram í kosningum en ekki í réttarsölum. Slíku fólki er ekki treystandi til að fjalla um æru annarra en sjálfs síns.
Kristinn Karl Brynjarsson, 30.9.2010 kl. 14:47
Miðað við þau ákæruatrið sem í boði eru, þá er það nánast einboðið að takist saksóknara Alþingis að fá Geir dæmdan, þá megi bara leggja af Framkvæmdavald og Löggvald og fela þau saksóknaranum.
Geir gat ekki minnkað bankana. Geir gat ekki sent Icesave úr landi. Í báðum tilfellum, gat hann eða í rauninni bankamálaráðherrann (Björgvin G. Sigurðsson, sem sest á þing eftir tæpan sólarhring) mælst til þess að þessir hlutir yrðu framkvæmdir.
Kristinn Karl Brynjarsson, 30.9.2010 kl. 15:06
Ósköp taka menn sér stór orð í munn, t.d. blóðþorsti Atla og þar fram eftir götunum.
Atli Gíslason er með vönduðustu og vandvirkustu lögmönnum okkar. Hann lagði mikið á sig að vanda vel til þessa verkefnis sem einkum Sjálfstæðismenn og nokkrir Samfylkingar tóku illa. Auðvitað sváfu menn á verðinum í ríkisstjórninni. Fjármálaeftirlitið var handónýtt og eftirlit Seðlabankans í skötulíki.
Hvet alla að gæta hófs í orðum. Stóryrði hitta menn aftur eins og búmerang ef ekki er farið vel með þann rétt sem okkur þó ber.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.