Leita í fréttum mbl.is

Síðustu andartök Alþingis fyrir sumarleyfi.

Hér á árum áður, þótti það ljóður á störfum þingsins, hversu seint mál frá ríkisstjórn kæmu inn í þingið.

Til þess að bregðast við því, var þingsköpum breytt árið 2007 og vorþing lengt um tvær vikur. Núna þremur árum eftir þessa breytingu er eins og þessi breyting hafi ekki orðið, því að varla líður sá dagur, sem að frumvörp frá ríkisstjórninni, er troðið inn með svokölluðum "afbrigðum".  

 Það vekur líka athygli mína að flest þessara mála koma frá forsætisráðherra eða fjármálaráðherra. Það hljómar kannski furðulega í ljósi þess að þessir tveir ráðherrar eru þeir einu af þeim tólf sem sitja í ríkisstjórn, sem reynt er að spinna upp sögur um að þeir sitji dag hvern við vinnu sína 16-18 tíma á dag. Þessir ráðherrar eru líka þeir einu í stjórninni, ýjað að því að það sé "of mikið " á þeirra herðum.  Á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum í undanfara þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, talaði fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, eins að öll heimsins verkefni hvíldu á hans herðum og kæmi vart auga á þann Íslending, sem sinnt gætu þessu starfi betur en hann.  Gekk hann meira að segja svo langt að láta það hafa eftir sér, að ef að þessir erlendu blaðamenn gætu bent á einhvern "hæfari" í djobbið, þá væri það vel þegið.

Nú er það svo að flest þau mála ríkisstjórnarinnar, sem "svindlað" er inn á þingið með "afbrigðum", eru veigamikil mál, sem þurfa góða og málefnalega umræðu og gagnrýna umfjöllun í nefndum þingsins. Þessi mál flest hafa lengi legið á borðum ríkisstjónarinnar og mörg hver mætt andstöðu í stjórnarflokkunum, þá helst í þingflokki Vinstri grænna.  Nægir þar að nefna frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta, sem að mætir það mikilli andstöðu í þingflokki Vg að sé gengið út frá því að stjórnarandstaðan sé öll andvíg málinu, þá eru eingöngu 29 þingmenn af 63 fylgjandi og 34 á móti.  það er því ótrúlegt að forsætisráðherra, skuli velja sér þennan tíma, til þess að "smygla" frumvarpinu inn í þingið og þar með tefja afgreiðslu annara og brýnni mála.

 Nú er það svo að hér situr meirihlutastjórn að völdum, stjórn sem ætti með góðu móti að geta afgreitt sín mál í gegnum þingið, væri um það samstaða innan stjórnarflokkana. Svo virðist reyndar ekki vera og til þess að hylja þá staðreynd, þá er það spunnið ofan í þjóðina að stjórnarandstaðan, þ.e. minnihluti þingmanna, sé að tefja framgang mála á Alþingi. 

 Nýlegar fréttir, benda til að mæting á nefndarfundi í þinginu, sé mun betri hjá þingmönnum stjórnarandstöðu, heldur en hjá stjórnarþingmönnum.  Það segir okkur það, að það séu í raun stjórnarandstöðuþingmenn sem hafi hvað mesta yfirlegu yfir þeim þingmálum sem nefndunum berast.  Einnig má ganga út frá því, samkvæmt fréttinni um mætingar þingmanna á nefndarfundi þingsins að fjarvera stjórnarþingmanna á nefndarfundum, valdi því að ekki sé hægt að afgreiða mál úr nefndum þingsins, þar sem ekki nógu margir stjórnarþingmenn eru mættir á fundinn, til þess að afgreiðsla nefndarinnar, verði stjórnarflokkunum að skapi.

 Það hlýtur að teljast eindæmi að í lýðræðisríki, þar sem ríkir meirihlutastjórn að hún leiti ásjár stjórnarandstöðunnar, til þess að fá mál sín í gegnum þingið.   Það er einnig fáranlegt, að þegar stjórnarflokkarnir, geta ekki náð samstöðu innan sinna raða, að það sé leitað til annarra flokka, sem hafa allt aðra hugmyndafræði, en stjórnarflokkarnir, til þess að leysa stjórnarflokka úr "snöru málefnaágreinings", annars sé þeim legið á hálsi að"tefja" störf þingsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er alveg með eindæmum, að þrátt fyrir lengingu þingtíma skuli alltaf vera sami vandræðagangurinn á síðustu dögunum.

Frumvörp koma jafn seint fram og áður og það sem verra er, þau eru miklu ver unnin núna og illa undirbúin, flest hver.

Það er líka fáráðlegt, að það skuli vera stjórnarandstaðan sem í raun ræður því, hvaða frumvörpum stjórnin kemur í gegn í þinglokin,  en svo er hún ásökuð um málþóf, þó hún sé ekki að gera annað en skyldu sína, bæði með því að setja sig vel inn í málin, ræða þau vandlega og benda á vankantana, sem oftast eru á þessum illa sömdu frumvörpum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

þetta er fáranlegt ástand.  Jóhanna hefur nú ekki svo sjaldan, talað um eftir að skýrslan kom út, að nú væri tími nýrra vinnubragða og lýðræðisumbóta.  Stjórnlagafrumvarpið  "djók" miðað við þær væntingar sem þjóðin gerir til þess.  Eina skiptið sem þjóðin kemur að nýrri stjórnarskrá, er að kjósa þessa 25-31 sem eiga að sitja það þing.  Og þó svo að þessir fulltrúar þjóðarinnar skili af sér nýrri stjórnarskrá, þá er Alþingi ekki bundið af öðru, en að taka málið til efnislegrar umræðu, en gæti ef út í það farið, hent henni og skrifað nýja eða mjög breytta frá niðurstöðu stjórnlagaþings.

 Svo virðast stjórnarliðar ekki fatta, að ef einhverjar lýðræðisumbætur, eiga að vera, þá þurfa sem flest sjónarmið að koma fram í umræðunni, alveg óháð því, hvort menn séu sammála eða ekki.

 Ég held að það séu fá þing í fortíðinni, sem hafa einkennst af eins miklu umburðarlyndi og samvinnufýsi stjórnarandstöðunnar.  Ef að mál hafa þurft að ná í gegnum þingið, þá hefur það verið órólega deildin í VG sem að hefur hindrað það.  Það er svo spunnið upp fyrir fjölmiðla, að stjórnarandstaðan sé að þvælast fyrir, í tilraun til þess að breiða yfir samstöðuleysi  stjórnarflokkana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.6.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband