7.6.2010 | 09:58
Fórnarlamb femínískra skoðanna, eða?
Eflaust hafa einhver meiðandi ummæli fallið um Sóleyju Tómasdóttir í kosningabaráttunni, manna á milli , hvort sem það hafi verið í fjölmiðlum, eða bloggheimum og finnist henni að sínu mannorði vegið, þá er ekkert nema sjálfsagt að hún leiti réttar síns, eins og hún gaf í skyn að hún ætlaði að gera í viðtali við Morgunútvarp, Rásar 2.Enda algjör óþarfi að fólk leyfi því að líðast að á því sé brotið.
Það er og var vitað löngu áður en kosningabaráttan hófst að Soley væri umdeild fyrir "femínískar skoðanir" sínar, þó frekar megi búast við því að hún væri frekar umdeild, utan VG, en innan.
Í sama viðtali og ég vísaði í, hér að ofan, þá voru þær útstrikanir, sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum þann 29. maí sl. til umræðu og gaf Sóley þá helstu ástæðu fyrir þeim, eða öllu heldur, taldi þær vera vegna "femínískra" skoðanna sinna. Ekki ætla ég að "velta" mér upp úr því, hvort uppi sé innan raða VG, ágreiningur, um hversu "harða" stefnu, skuli reka, þar sem femínismi er annars vegar. En það er hins vegar óumdeilt, að kjör hennar í oddvitasætið, þótti mjög umdeilt innan raða VG, eða öllu heldur, þær aðferðir sem viðhafðar voru af stuðningsmönnum, hennar í kosningabaráttunni, fyrir kjörið og svo í "prófkjörinu", eða forvalinu, þar sem röð frambjóðenda var valin.
Þar var meðal annars talað um að Silja Bára Ómarsdóttir, kennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi hvatt nemendur sína til að kjósa Sóleyju í fyrsta sætið, hvort sem það hafi ráðið úrslitum, eða ekki. Einnig var talað um að Silja Bára, hafi á kjördag í forvalinu, keyrt um borgina með kjörgögn til þess að fólk, sem ekki mætti á kjörstað, gæti greitt Sóleyju atkvæði sitt. Þetta háttalag Silju Báru, þótti orka mjög tvimælis, þó svo að í ljós hafi komið að þau atkvæði sem aflað var með þessum hætti, hefðu ekki riðið baggamuninn. Það varð þó til þess að upp komu deilur um framkvæmd kosningarinnar, sem endaði með því að formaður kjörstjórnar Stefán Pálsson sagði af sér, auk þess sem einhverjar væringar voru á milli fylgismanna Sóleyjar og Þorleifs Gunnlaugssonar, sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu, en Þorleifur hafði verið oddviti flokksins í Borgarstjórn, eftir að Svandís Svararsdóttir, hvarf úr því sæti og settist í stól umhverfisráðherra.
Þó svo að sættir virðist hafa náðst, í það minnsta á yfirborðinu, milli Þorleifs og Sóleyjar, þá er ekki þar með sagt, að þær sættir, hafi eitthvað snert hjörtu allmennra flokksmanna, eða kjósenda flokksins. Enda þóttu vinnubrögð stuðningsmanna Sóleyjar í forvalinu vart lýðræðislegar, eða til fyrirmyndar. Einnig kann einhver áhrif að hafa haft á afstöðu kjósenda VG til Sóleyjar, að á Borgarstjórnarfundi, skömmu eftir "forvalshasarinn", sem að varaborgarfulltrúi Þorleifs sat, þá reyndi Sóley að "stjórna", því hvernig sá einstaklingur, greiddi atkvæði í Borgarstjórn.
Af þessari upptalningu, má alveg leiða að því líkum, að sá málflutningur, að Sóley hafi verið "fórnarlamb" femínískrar stefnu sinnar, sé kannski ekki nægur til að skýra þessar útstrikanir sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum. En hver dæmir bara fyrir sig.
p.s Ég vil biðja fólk, ef það sér sig knúið að tjá sig hér í ummælum, að halda sig við umræðuefnið og sleppa því, að kalla hlutaðeigandi ljótum nöfnum.
Kannar réttarstöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri óskandi að menn tækju sem flestir undir hvatningu þína í eftirskriftinni. Skrifaði sjálfur pistil um málfar í fjölmiðlum og orðið "Morgunblaðið" kom fyrir í þeim skrifum. Það nægði til að fá tvær athugasemdir um skítlegt eðli síðuskrifara en ekkert um málfarið.
Flosi Kristjánsson, 7.6.2010 kl. 10:39
Uppnefningar og útúrsnúningar, eru oftar en ekki einu vopn, slæms málstaðs og "túlkun" á innbyggða reiði, þess sem slíkt leggur fyrir sig.
En ég tel þá aðferð, sem notuð er til þess að brjóta mál til mergjar, hvort sem það er hér í bloggheimum, í fréttum, eða "lærðum" álitsgjöfum háskólamenntaðra einstaklinga, að benda á og ganga nær oftast út frá því sem, kannski er augljósast.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.6.2010 kl. 11:08
Góður upprifjunarpistill
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.6.2010 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.