Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2012 | 22:57
Af gefnu tilefni. - Um virðingu Alþingis.
Um virðingu Alþingis sagði Jón Sigurðsson forseti árið 1845: Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.
Ósjaldan á þessu kjörtímabili og jafnvel áður, hafa þingmenn ekki getað setið á sér undir ræðum annarra og truflað þær með frammíköllum og öðrum dónaskap.
Þessir sömu þingmenn mæta svo gjarnan í sjónvarpsviðtöl og umræðuþætti , með hvolpaaugu og tala um mikilvægi þess að auka virðingu Alþingis.
Ætli þingmenn að upphefja virðingu Alþingis, þá þurfa þeir fyrst og fremst að láta af þessum fíflalátum og falsi og fara að vinna að þeim málum sem í rauninni skipta einhverju máli.
Að fyrirtækjum einstaklingum sé búinn sá rammi að geta lifað með reisn og skapað þjóðinni aukin verðmæti, aukna velmegun.
Þinginu ber einnig að tryggja það með lögum, að við skuldauppgjör einstaklinga og fyrirtækja, gildi það sama fyrir alla. Því án þess verður engin sátt né réttlæti.
Þeim þingmönnum sem telja sig yfir þessar skyldur hafnir og finna sig knúna til þess að níða virðingu niður í skítinn, er bent á skrifstofu og afgreiðslu Vinnumálastofnunar í gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna. Aldrei að vita nema þar væru að finna störf við þeirra hæfi.
Sakar þingmenn um skrílslæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.11.2012 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2012 | 23:29
Pressugrein Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um lausn á skuldavanda heimilanna.
Nokkrum sinnum á kjörtímabilinu hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sagt að nóg hafi verið gert til lausnar á skuldavanda heimilanna í landinu!!!!!!
Hvernig má það vera að nóg hafi verið gert, þegar Íbúðarlánasjóður sem er í eigu ríkisins (þjóðarinnar) rambar nánast á barmi gjaldþrots, vegna þess að heimilin í landinu geta ekki staðið í skilum við hann?
Staða sjóðsins er það slæm að sú upphæð sem þarf að leggja honum til, svo hann slefi í lögbundið eiginfjárhlutfall er eflaust nær 20 milljörðum en þeim 12- 14 milljörðum sem opinberlega er talið að þurfi að leggja í hann.
Stjórnvöld segjast hafa reynt allt og gert allt til lausnar vandanum, með ofangreindum afleiðingum.
Er ekki kominn tími til þess að hleypa nýjum hugmyndum að lausnum að?
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaGudlaug/lausnir-a-skuldavanda-heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2012 | 11:20
Falskur tónn lögmannsins.
Yðar einlægur telur að ekki sé það í rauninni verðtryggingin sem fari hvað mest fyrir brjóstið á Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Heldur líti það betur út að nefna hana til sögunnar, heldur en raunverulega ástæðu þess að Sigurður ræðst gegn Vilhjálmi með þessum hætti.
Vilhjálmur hefur fyrir hönd Samtaka fjárfesta barist fyrir því að félagar í þeim samtökum og almenningur öðlist eitthvað réttlæti gagnvart genginu er setti bankanna hér á hausinn.
Það er einmitt það gengi sem skaffar Sigurði aur fyrir salti í grautinn. Enda er hann sjaldnast fjarri þegar einhver þeirra mætir í réttarsal.
Sigurði væri nær, sé afnám verðtryggingar honun svona mikið hjartans mál, að stökkva á vagninn með þeim félagasamtökum, sem hyggjast fá henni hnekt með dómi. Frekar en að ráðast að Vilhjálmi með þessum hætti. Þó svo að slíkar árásir séu ær og kýr umbjóðenda hans.
Þjóðin þarf ekki Villa verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2012 | 23:32
Er óhætt að skrifa upp á þennan víxil?
Um framkvæmdaáætlun stjórnvalda, má eflaust fátt annað en gott segja.
Fjármögnun hennar með arði af eign ríkissins í fjármálafyrirtækjum, gengur þó gegn orðum ansi margra stjórnarliða.
Þegar nýju bankarnir hafa birt ársreikninga sína undanfarin ár, hafa þessir stjórnarliðar, keppst við líkt og enginn sé morgundagurinn að býsnast yfir því að allur þessi "ofurhagnaður" skuli ekki vera notaður til lækkunnar skulda heimilana í landinu.
Loksins þegar ríkið fær svo sinn skerf af þessum "ofurgróða" fjármálafyrirtækja, er hann látinn fjármagna kosningavíxil stjórnarflokkanna.
Síðasti kosningavíxill þeirra, Skjaldborgin góða, er hins vegar löngu fallinn og vanskilin hlaðast upp.
Þrátt fyrir hrun og kreppu í kjölfarið, hafa flestir þessir framkvæmdamöguleikar verið fyrir hendi.
Aðeins háskattastefna, ákvörðunarfælni og heimiliserjur á stjórnarheimilinu hafa hins vegar staðið í vegi fyrir því að svokölluð endurreisn atvinnulífsins hefjist ekki fyrr en klæða þarf hana í búning kosningavíxils.
Burtséð frá annars ágætri framkvæmdaáætlun, að mestu leyti, verður þó aldrei gegn því mælt að stjórnarhættir Jóhönnustjórnarinnar eru varðaðir glötuðum tækifærum. Skreyttum með fólksflótta vinnufúsra handa og fjölda gjaldþrota fyrirtækja og heimila í landinu.
Er hægt að "skrifa upp á víxil" hjá slíku fólki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2012 | 22:54
Er íslenskufræðingurinn ekki læs á íslensku?
Á Smugunni er eftirfarandi haft eftir Merði Árnasyni, íslenskufræðingi og þingmanni Samfylkingar:
" Staðan í því máli er gjörbreytt eftir að 84 prósent kjósenda greiddu atkvæði með þjóðareign á auðlindunum þannig að allir eigi möguleika á nýtingu, enda komi fyrir fullt gjald."
Auðvitað tekst íslenskufræðingnum Merði Árnasyni að rangtúlka eða misskilja íslenskan texta á íslenskum kjörseðli.
Á kjörseðlinum var einungis spurt hvort "eitthvað" auðlindaákvæði ætti að vera í nýrri stjórnarskrá. En ekki hvort að tillaga stjórnlagaráðs að auðlindaákvæði ætti að vera í nýrri stjórnarskrá.
En hins vegar er löngu ljóst að mottó Marðar í pólitík er: "Sannara er það er hentar betur".
Getum ekki verið þær druslur og lufsur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2012 | 20:17
Auðvitað skal skapa ágreining um rammaáætlun.
Efasemdir stjórnarliða um að rammáætlun njóti meirihluta, benda eindregið til þess að fallið hafi verið frá upphaglegum tilgangi með rammaáætlunina og hún gerð að pólitískum óskalista stjórnarflokkanna.
Upphaflegi tilgangurinn var tvíþættur. Að faglega skipaður hópur, ynni að áætluninni til þess að það fengist faglegt og óháð mat, á virkjunar og verndunarkostum framtíðarinnar. Og að um áætlunina myndi ríkja þverpólitísk sátt. Enda var pólitísk sátt um skipun faghópsins.
Venju samkvæmt ákveða stjórnarflokkarnir að sniðganga allt það sem faglegt geti kallast. Til þess eins að þjóna pólitískum rétttrúnaði sínum. Og að sjálfsögðu er einnig, samkvæmt venju, allt gert til þess að skapa sem mestan ágreining um áætlunina.
Varla samþykkt samhljóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2012 | 19:01
Að krefjast annars er kosið var kosið um.
Hún er með ólíkindum sú krafa að Alþingi eigi að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, óbreyttar utan hugsanlegra orðalags breytinga. En engar efnislegar breytingar megi þó gera. Slík krafa er sett fram, með þeim orðum að Alþingi verði að virða niðurstöður þjóðaratkvæðisins á laugardaginn.
Ég fæ nú ekki betur séð og heyrt en að Alþingi muni virða niðurstöður þjóðaratkvæðisins. Enda munu tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar fram sem nýtt frumvarp að stjórnarskrá. Þar sem meirihluti kjósenda sagði já við fyrstu spurningu. Auk þess er alveg öruggt að sett verða inn ákvæði um þau atriði sem spurt var um í spurningum tvö til sex.
En krafan um óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs, eiga engan vegin rétt á sér. Jafnvel þó vitnað sé í kosningaúrslitin. Spurning eitt hljóðaði svona:
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Í spurningum tvö til sex er svo spurt hvort fólk, vilji auðlindir í þjóðareign, þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá, að Alþingi megi setja lög um persónukjör, jöfnun atkvæða og hvort fólk vilji beint lýðræði.
Þrátt fyrir að meirihluti kjósenda hafi goldið öllum þessum spurningum jáyrði sitt, þá er ekki með neinu móti séð, að krafan um óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs í stjórnarskrá eigi sér einhverja stoð. Hvorki út frá orðalagi spurninga eða fyrirvarans sem settur var neðst á kjörseðilinn, sem ég vona að allir hafi lesið og skilið. Áður en greidd voru atkvæði. En þar stendur orðrétt:
"Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarð er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa þing og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi fær það þá meðferð lýst hefur verið."
Hafi fólk lesið eitthvað annað útúr spurningunum en að Alþingi ætti að taka tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar og afgreiða þær á þann hátt, sem því þykir sómi af. Þá tel ég eitthvað hafi vantað upp á lesskilning hjá fólki. Hvort sem að sú vöntun hafi verið valkvæð eða ekki.
Það er því algör óþarfi hjá stjórn Stjórnarskrárfélagsins að senda frá sér ályktun þar sem stendur að stjornin harmi að kjörnir fulltrúar á Alþingi skuli sýna kjósendum þá vanvirðingu að kasta rýrð á þjóðaratkvæðagreiðsluna og gera lítið úr niðurstöðunni og vilja kjósenda eins og hann liggur fyrir. Slíkt athæfi er andlýðræðislegt og ætti ekki að eiga sér stað í heilbrigðu lýðræðisríki,
Kjörnir fulltrúar á Alþingi ætla einmitt að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunar og taka tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar. Ætti því frekar að ríkja gleði fremur en harmur í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Um annað var ekki kosið en að tillögur stjórnlagaráðs, yrðu teknar til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu á Alþingi, eins og þingsköp kveða á um. Einu skilyrðin sem kjósendur setja þeirri vinnu er að ákvæði um þau atriði sem kosið var um í spurningum tvö til sex, verði þar innanborðs. Þau atkvæði þurfa þó ekki að vera samhljóða ákvæðum um sömu atriði í tillögum stjórnlagaráðs.
Alþingi virði niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2012 | 18:49
Þeir sem heima sátu eru líka þjóðin.
Í ljósi þess hvers eðlis kosningar á laugardaginn voru, þ.e. að verið var í rauninni að kjósa um mál sem enn er í vinnslu, en ekki um endanlegar lyktir þess, þá verði að túlka úrslit þeirra á annan hátt, en hefði annars verið gert, væri um endanlega afgreiðslu máls að ræða.
Að mati undirritaðs væri heillavænlegast að túlka úrslitin þannig að Alþingi hafi fengið heimild frá þjóðinni, að vinna þessi drög áfram og gera þær breytingar á þeim sátt næst um. Bæði hvað varðar breytingar á orðalagi eða efnislegar breytingar. Hvort sem að slíkar breytingartillögur komi frá þingmönnum sjálfum eða eru byggðar á vel rökstuddum umsögnum, sem nær öruggt er að berist stjórnsýslu og eftirlitsnefnd þingsins.
Meiri líkur eru á því að vegsemd þingsins aukist verði það verklag notað sem lýst er hér að ofan. Misjöfn viðhorf og skoðanir verði kölluð þeim nöfnum, en ekki viðhafðar upphrópanir um flokkadrætti, klæki eða hagsmunagæslu. Heldur verði í sátt reýnt að móta og afgreiða stjórnarskrá, í sátt, sem tekur tillit sem flestra skoðana og viðhorfa þeirra er á þingi sitja. Skoðanir og viðhorf manna eiga ekki endilega og þurfa ekki endilega að breytast þó svo úrslit þjóðaratkvæðis séu á einhvern veg eða annan.
Þegar uppi verður staðið í vor, mun þjóðin miklu fremur horfa til þess, í hversu mikilli sátt, án óþarfa upphlaupa og upphrópanna þingið vann úr þessum tillögum stjórnlagaráðs. En að hún horfi á þær breytingar sem kunna að verða á tillögum stjórnlagaráðs í meðförum þingsins.
Stjórnarskrá samþykkt í skugga illdeilna og með ltilum mun í þinginu, mun eingöngu auka enn frekar á deilurnar í þjóðfélaginu og gera þjóðina enn sundurleitari en nú er. Hafa verður í huga að þeir sem sögðu nei á laugardaginn eða sátu heima, eru líka þjóðin.
Flokkadrættir og klækir víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2012 | 20:10
Oftúlkuð eða misskilin kosningaúrslit?
Sé það vilji þingsins að stjórnarskráin verði unnin í þokkalegri sátt í þinginu og við þjóðina, þarf fólk að leggja sig í líma við að hvorki oftúlka né misskilja úrslit kosninganna sem fram fóru um tillögur stjornlagaráðs.
Bæði Þorvaldur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir hafa talað um, að í ljósi úrslitana í kosningum helgarinnar, sé lítið sem ekkert svigrúm til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs. Þorvaldur gengur jafnvel svo langt að banna allar breytingar. Nema þær séu vegna tæknilegra galla á tillögunum.
Ætla mætti að þau tvö, Þorvaldur og Jóhanna ásamt fleirum eflaust, hafi ekki lesið eða skilið spurningu eitt. Og jafnvel ekki hinar spurningarnar heldur.
Afgerandi niðurstaða og góð kjörsókn að mati þeirra sem hentar að halda slíku fram, breytir engu um það, að hellings svigrúm er til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs. Rúmt svigrúmfellst í spurningu eitt.
En spurningin var svohljóðandi: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Þarna var ekki spurt hvort þessar tillögur ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort leggja ætti þessar tillögur fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Það er svo Alþingis að vinna úr þeim tillögum, það sem sannfæring þeirra er þar sitja, býður þeim að gera. Enda ber Alþingi fyrst og síðast ábyrgð á þeim lögum sem það setur. Eða í það minnsta á það að gera það.
Það er líka nánast ómögulegt í ljósi þess að margir stuðningsmenn þessarra tillagna, fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúar og fleiri, hvöttu fólk til þess að segja já, þó það væri ekki fylgjandi nema broti af þessum tillögum, ef það bara vildi breytingar, að fólk hafi endilega merkt við já því það vildi tillögurnar óbreyttar sem nýja stjórnarskrá. Heldur má alveg með góðu móti að þó þetta fólk vilji breytingar þá þurfi þær ekki endilega að vera texti stjórnlagaráðs, nánast óbreyttur.
Spurningar tvö til sex eru að mörgu leyti skarpari og skýrari, en segja þó ekkert um það að endanleg niðurstaða eigi að vera samhljóða tillögum tillögum stjórnlagaráðs. Heldur hvort að sem spurt er um eigi að vera í nýrri stjórnarskrá. Reyndar í stjórnarskrá sem byggð er á tillögum stjórnlagaráðs. En ekki í stjórnarskrá sem inniheldur tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar.
Væri það svo að það væri niðurnjörvað og óbreytilegt með öllu sem spurt er að í spurningum 2-6, þá hefði spurning 2 hljómað svona: "Viltu að náttúruauðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagráðs verði í nýrri stjórnarskrá? Alþingi ber því í rauninni engin skylda önnur, leggi þetta þjóðaratkvæði skyldur á það, að tryggja það að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði í stjórnarskrá sem tryggir það að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign, verði í þjóðareigu. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram, þá er ekki ágreiningur um að auðlindaákvæði sé sett í stjórnarskrá. Hins vegar eru menn ekki sammála um orðalag.
Þjóðkirkjuákvæðið má í rauninni vera hvernig sem er.
Varðandi persónukjörið er bara spurt hvort LEYFA megi persónukjör. Ekki hvort að í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um persónukjör. Hins vegar má næsta þing eða eitthvað næstu þinga, setja lög um persónukjör í kosningum.
Þar sem ekki er þess getið að tillögur stjórnlagaráðs um jafnt vægi atkvæða eigi að vera í nýrri stjórnarskrá, þá er aðferðin við að koma því á, nokkuð frjáls. Niðurstaðan þarf hins vegar á endanum að tryggja jafnt vægi atkvæða.
Sama er í rauninni hægt að segja um beina lýðræðið einnig. Alþingi þarf ekki að orða það ákvæði á sama hátt og tillögur stjórnlagaráðs og það ræður í rauninni hversu hátt hlutfall það vill að geti krafist þjóðaratkvæðis um tiltekin mál, sem afgreidd hafa verið sem lög frá Alþingi.
Að öllu þessu sögðu, má sjá að svigrúm Alþingis til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs er þó nokkurt. Enda hlýtur það að vera lokatakmarkið að ný stjórnarskrá verði samþykkt í sem víðtækastri sátt. Bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar. Nei-in og þeir sem heima sátu eru líka þjóðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2012 | 21:52
Mannréttindi eru réttindi allra manna, en ekki bara þeirra er lýðnum líkar.
Undir slíku á ég erfitt með að sitja en mikilvægara er þó að hafið sé yfir allan vafa að íslenskt réttarfar og meðferð ákæruvalds í máli sem þessu standist þær kröfur sem gerðar eru til mannréttinda og réttlátrar málsmeðferðar í Mannréttindasáttmálanum.
Einhverjum kann að þykja lítið til þessarar ákæru Geirs koma og telja jafnvel að sökum stöðu sinnar hafi hann átt skilið þá meðferð sem hann hlaut.
Þeir hinir sömu kunna jafnvel að segja að Geir hafi verið heppinn að vera sýknaður af öllum ákæruliðum eða þeim vísað frá dómi, að undanskyldum einum ákærulið. Hann eigi því ekkert að vera að velta þessu frekar upp.
Sjaldnast er það nú svo að heppni skilji á milli sekt og sýknu í dómsmáli. Heldur er dæmt samkvæmt lögum út frá þeim gögnum sem fyrir dómnum liggja.
Geir hefur alveg sama rétt og hver annar til þess ákæra til þess bærs aðila, telji hann á sér brotið. Það verður svo dómstólsins að ákveða hvort hann taki málið fyrir og dæmi í því eða ekki.
Er einhvers að óttast hafi rétt verið staðið að málsmeðferðinni samkvæmt Mannréttindasáttmálanum? Eða er samviska manna ekki hreinni en svo að þeir óttist dóm?
Mannréttindi eru eins og nafnið gefur til kynna, réttindi allra manna. Ekki bara réttindi tiltekinna handvaldra hópa eða einstaklinga, eftir því hvernig vindurinn blæs. Að halda öðru fram er í rauninni ekkert nema hræsni, í besta falli, sem ekkert á skylt við mannréttindi.
Geir kærir til Mannréttindadómstóls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE