Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli bæta ekki það sem betur má fara.

Það skiptir í rauninni engu máli, hvort það séu tugir,hundruðir eða þúsundir manna sem krefjast þess  á Austurvelli, að tillögur stjórnlagaráðs verði óbreyttar að lögum.  Tillögurnar hvorki skána né versna við slíka uppákomu.

Eins og allir vita, hafa fjölmargar efnislegar athugasemdir komið fram vegna tillagnanna.  Það er í rauninni skylda þingsins að taka þær til athugunnar og breyta þar sem breytinga er þörf.  Skiptir þar engu hvort að athugasemdirnar komi fram seint, að mati sumra. 

 Eðlilegast hlýtur þó að vera að athugasemdir komi fram, eftir að Alþingi tekur tillögurnar til efnislegar meðferðar, frekar en áður.  Enda ekki fyrr ljóst, hver texti frumvarpsins sem lagt er fram til efnislegrar meðferðar í þinginu verður.

 Auk þess sem að flestar athugasemdir sem framkomu fyrir þjóðaratkvæðið, voru litnar hornauga og sá sem þær bar fram gjarnan sakaður um að vilja ræna þjóðinni því tækifæri að kjósa um nýja stjórnarskrá, sem að var í rauninni ekkert annað en ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá.  Líkt og margar efnislegar athugasemdir sem borist hafa benda til.

Eins sést glöggt hversu ófullburða þessar tillögur eru og að þær standist vart nákvæma skoðun, að efnislegum athugasemdum um tillögurnar, hefur nær öllum, verið svarað með skætingi og útúrsnúningi af höfundum tillagnanna og meðhlaupurum þeirra.

Gagnrýniverðast í ferlinu hlýtur að teljast seinagangur stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins við meðferð málsins.  Nefndin tók sér heilan vetur við að búa málið til atkvæðagreiðslu, án þess þó að gæta að því að lögfræðiteymið sem nefndin skipaði til yfirferðar á tillögunum, næði að skila af sér í tæka tíð fyrir atkvæðagreiðsluna.  Svo bregðast mætti við athugasemdum lögfræðihópsins yrðu þær einhverjar.

Að sama skapi má segja að  stjórnskipunar og eftirlitsnefnin hafi klúðrar ferlinu með því að óska ekki eftir almennum umsögnum um tillögurnar fyrr en rúmu ári eftir að þær bárust þinginu.  Eins að nefndin hafi ekki óskað eftir umsögnum annarra nefnda þingsins fyrr en þá.  Að ekki sé talað um álit Feneyjarnefndarinnar.

Sífelldar frestanir á skiladegi ofangreindra umsagna, segja allt sem segja þarf um það hversu nefndin hefur staðið illa að meðferð málsins. 

Til þess að auka enn á fúskið við verkið, hyggst formaður nefndarinnar Valgerður Bjarnadóttir, byggja á einhverju sem hún heyrt útundan sér af umræðum annarra nefnda, nái þær ekki að skila af sér fullgerðu áliti, áður en eftirlits og stjórnsýslunefndinn skilar málinu formlega til annarrar umræðu í þinginu. 

Eins er engu líkara en að aðkoma Feneyjarnefndarinnar að málinu, sé fremur hugsuð sem einhvers konar „show“, frekar en að hún eigi að gagnast málsmeðferðinni að einhverju gagni.  Enda óskir um umsagnir hennar jafn seint á ferðinni og óskir um aðrar umsagnir.

Það er því svo, að enginn er beinlínis að ganga gegn einhverjum þjóðarvilja, með því að vilja breyta í einhverju, vanbúnum tillögum sem kosið var um síðastliðið haust.

Heldur má segja að sleifarlag meirihluta stjórnskipunnar og eftirlitsnefndar þingsins, hafi kostað það að þjóðin fengi að kjósa um fullburða tillögur, sem að nær fengju að standa óbreyttar í nýrri stjórnarskrá.

Í ljósi þess hversu vanbúnar tillögurnar voru, var settur fyrirvari neðst á kjörseðilinn, sem allir þeir sem kusu gengust við með þátttöku sinni.

Í þeim fyrirvara segir að verði drögin samþykkt, þá fari þau til efnislegrar meðferðar í þinginu og geti tekið efnislegum  breytingum þar.

Fólk sem amast við breytingum og fullyrðir að enginn hafi rétt til þess að breyta einu né neinu er því að ganga á bak þess se það samþykkti með þátttöku sinni í kosningunum.

Mest um vert hlýtur því að vera, úr því sem komið er, standi einhver vilji til breytinga á stjórnarskrá, að einangraður verður sá hluti tillagnanna sem ná má breiðri sátt um og sá hluti unnin og honum breytt.

Að loknum kosningum í vor, kemur svo nýtt þing saman og staðfestir þær breytingar sem gerðar verða og heldur svo áfram efnislegri vinnu sinni við þær tillögur sem út af standa, verði vilji til þess í þinginu. 


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband