Leita í fréttum mbl.is

Af stjórnarskrárbundnum skyldum þingheims og getuleysi meirihlutans við að uppfylla þær.

 

Það stendur í rauninni til að spyrja þjóðina, um afstöðu til tiltekins  máls, sem ekki hefur verið leitt til lykta. 

Alveg burtséð frá því, hvað fólki finnst um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þá eru hverfandi líkur á því, að þær verði óbreyttar, að nýrri stjórnarskrá.

 Enda hefur meirihluti Eftirlits og stjórnsýslunefndar þingsins,  komið sér undan því, hefja efnislega vinnu við tillögunar.  Vinnu sem gengi út á það, að sníða af alla annmarka sem í tillögunum kunni að vera með tilliti til skuldbindinga ríkisins á alþjóðavetvangi sem og hérlendis.

Taka má dæmi um atvik, sem að þó nær örugglega kemur aldrei upp.   

Þó fjárlög sem slík verði aldrei sett í þjóðaratkvæði, þá mætti efna til þjóðaratkvæðis, samkvæmt lógík meirihlutans, áður en fjárlagafrumvarp er lagt fyrir þingið og spyrja þjóðina hvort hún vilji hallalaus fjárlög eða ekki. 

Nær öruggt er að meirihluti þjóðarinnar, myndi kjósa með því að fjárlög yrðu hallalaus.

Hvort að fjárlögin yrðu svo hallalaus á endanum, myndi svo ráðast af því, hvort að fyrirvarar líkt og skuldbindingar ríkissjóðs og tekjuöflun hans, væru með þeim hætti, að hægt væri að hafa fjárlögin hallalaus.

Hins vegar gæti hvaða flokkur eða hvaða sem flokkar sem er, haft það á stefnuskrá sinni í undanfara kosninga, að skila hallalausum fjárlögum, komist þeir til valda. 

Það vill bara þannig til, að í undanfara hverra kosninga, þá er þjóðin spurð í hvaða mál skuli ráðast í og með hvaða hætti. Þjóðin svarar svo með atkvæðum sínum þingkosningum. 

Hafi þjóðin verið ,,spurð“ að því, hvort leggja ætti óklárað plagg, sem enn væri meðförum þingsins, í dóm þjóðarinnar, þá stenst sú spurning engan vegin skoðun, sé litið til núgildandi stjórnarskrár, sem þingið starfar jú samkvæmt eða á að starfa samkvæmt.

 Hverjir sem starfshættir þingsins gætu orðið, þegar og ef að ný stjórnarskrá, með tilheyrandi breytingum á þingsköpum kann að bjóða.

Niðurstaðan er því bæði skýr og einföld.

Að heykjast á stefnumálum sínum á miðju kjörtímabili, annað hvort vegna skorts á stuðningi eða möguleika á því að þau rætist og ætla svo þjóðinni að skera sig úr snörunni, er merki um uppgjöf og yfirlýsing þess efnis að tilteknir þingmenn eða tiltekinn þingmaður, hafi hvorki kjark né þor til þess að uppfylla stjórnarskrárbundnar skyldur sínar.

Fólk sem lýsir með svo skýrum hætti, vanmætti sínum til þess að sinna tilteknu starfi, á að biðjast undan því að þurfa að sinna því.

Annað hvort að segja af sér eða leggja til að þing verði rofið og boðað verði til nýrra kosninga. Svo hægt verði að ráða fólk til starfans, sem þorir, getur og vill sinna starfinu með þeim sóma sem vænst er. 

 


mbl.is Þingfundur um stjórnarskrármál hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband