6.7.2010 | 02:54
"Farsæl og hagstæð" einkavæðing bankanna, eða klúður aldarinnar?
Stjórnvöld voru vissulega meðvituð um tilmæli FME og SÍ áður en þau voru sett fram. Fyrirmælin voru gefin út kl 9 að morgni og rétt fyrir 9.30 þegar fjármála og viðskiptaráðherra, voru á leið á ríkisstjórnarfund, þá voru þeir spurðir út í tilmælin. Þeir gáfu sig upp, sem hlynnta tilmælunum og vitnuðu í rauninni í sömu rök og lagagreinar og FME og SÍ.
Það vakti víða þónokkrar efasemdir þegar Steingrímur J. var allt í einu, búinn að einkavæða tvo banka, fyrir ca. ári, á mjög "farsælan og hagstæðan" hátt fyrir ríkissjóð. Þá var reyndar Steingrímur nýbúinn einnig að leggja fyrir þingið "Svavarssaminginn" í Icesavedeilunni, sem "farsæla" lausn, þannig að vissulega voru nægar innistæður fyrir þeim vafa á því að þessi einkavæðing hefði farið fram með eðlilegum hætti.
Það er nú alls ekki svo, að þingmenn og þá sér í lagi stjórnarandstöðu þingmenn hafi ekki lagt fram fyrirspurnir, bæði munnlegar og skriflegar, við frekar dræmar undirtektir stjórnvalda og enn dræmari svör. Auk þess sem að fulltrúar stjórnvalda og stjórnendur bankanna hafa oftar en ekki verið kallaðir, fyrir nefndir þingsins, svo þingheimur mætti betur glöggva sig á þeim "gjörningi" sem þessi einkavæðing var. En árangur þeirrar viðleitni allrar var minni en enginn.
Fyrstu viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar voru, að þau ætluðu ekkert að aðhafast. En það leið ekki á löngu þangað til að Gylfi viðskiptaráðherra og Steingrímur, fóru að tala um stóran bakreikning á skattgreiðendur, ef að dómurinn yrði látinn standa.
Við þessi viðbrögð stjórnvalda vöknuðu grunsemdir, um að við einkavæðingu bankanna, hafi verið gerðir leynilegir baksamningar, vegna myntkörfulánanna. Samningar sem hljóðuðu upp á það að ríkissjóður tæki á sig skellinn, yrðu myntkörfulánin dæmd ólögleg. Með slíkum samningi, hafa þá stjórnvöld þverbrotið lög um fjárreiður ríkisins, þar sem meðal annars stendur að ríkisábyrgð megi eigi veita, nema að Alþingi fjalli áður um málið efnislega og samþykki ábyrgðina. Eins jaðrar þetta við að vera brot á 91. grein Hegningarlaganna, hafi slíkir samningar verið gerðir, en 91. greinin hljómar svona:
" Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."
Hvað sem því líður, hvaða lög hafi verið brotin eða ekki, þá er það að verða ljósara með hverjum deginum sem líður, að rannsaka þarf, einkavæðingu bankanna, "hina síðari" ekki seinna en strax.
![]() |
Áfram mótmælt í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2010 | 23:06
Tengt eða ótengt.
Ein af þeim ástæðum sem stjórnvöld gefa upp fyrir áhugaleysi þjóðarinnar á ESB, er Icesavedeilan. Stjórnvöld passa sig svo að það komi fram að þetta séu tvö óskyld mál.
Við skulum nú reyna að átta okkur á skyldleika þessara tveggja mála, eða óskyldleika.
Upphaf Icesavereikningana má rekja til þess, að Alþingi samþykkta tilskipun, varðandi starfssemi líkt og Icesavereikningarnir voru, samkvæmt regluverki ESB. ESA tók lagasetningu Alþingis fyrir og gaf á hana"grænt ljós". Gráðugir, samviskulausir, bankamenn fundu á þessari tilskipun glufur og nýttu sér þær. Síðan vita flestir í hvaða hnút málið er í dag.
Það eru tvær leiðir til þess að leysa deiluna, pólitísk leið og svo lagaleg leið.
Sé pólitíska leiðin valin, þá miðast lausnin við að pólitísk viðmið deilenda. Núna er Icesavedeilan, eins og allir vita við tvær ESB þjóðir, Breta og Hollendinga. Eins og allir vita einnig, eru aðildarviðræður og ESB pólitískt baráttumál stjórnvalda, í það minnsta berst annar stjórnarflokkurinn fyrr ESBaðild. Hins vegar þurfa Bretar og Hollendingar, vegna sinna pólitísku hagsmuna heima fyrir, og gagnvart ESB, að ná fram sem mest af sínum ýtrustu kröfum í deilunni. Bretar og Hollendingar geta einnig, séu þeir ósáttir við stöðu Icesavedeilunnar, hindrað inngöngu Íslands í ESB, báðar þjóðirnar, eða bara önnur þjóðin. Svona lítur"sviðið" nokkurn vegin út, sé litið til pólitískrar lausnar.
Sé hins vegar lagalega leiðin valin, án aðkomu dómstóla, þá felst lausnin í því að lesið sé "stórgallað" regluverk ESB og deilan leyst á grundvelli þess. Gæti slík lausn komið illa út fyrir regluverk ESB og líkur á því miklar, að sú lausn, ef af henni yrði, gæti orðið fordæmisgefandi í fleiri málum og grafið þannig undan trúverðugleika ESB og þannig einnig myndað sterkan vilja innan ESB, gegn aðild Íslands í ESB. Semsagt "lagaleg" lausn Icesavedeilunnar, gæti með öðrum orðum, gengið endanlega frá pólitísku baráttumáli Samfylkingarinnar, til margra ára, séu lögin eins og flest bendir til okkar megin í Icesavedeilunni.
Dómstólaleiðin er reyndar líka inn í myndinni, þó svo að ég hafi sleppt því að minnast á hana áður. Væri sú leið farin, sem í það minnsta Bretar eru andsnúnir, þá yrðu fjármálakerfi Breta og Hollendinga grandskoðuð, auk þess sem að tilurð hryðjuverkalaga Breta á okkur Íslendinga, yrði rannsökuð ofan í kjölinn og myndi eflaust skilja eftir sig skaðabótakröfu á Breta, gagnvart Íslendingum vegna þeirra. Auk þess gæti rannsóknin, beinst að skattaparadísum Breta á Ermasundinu og í Karabíska Hafinu. Dómsorð Íslendingum í hag í deilunni, yrði svo þungt kjaftshögg fyrir ESB og þjóðir þess og eflaust upphaf, fleiri dómsmála sem í kjölfarið myndu fylgja, með fleiri kjaftshöggum á ESB. Slík niðurstaða myndi því grafa gríðarlega undan ESB og setja sambandið í mun meira uppnám en það er nú komið í.
Fólk má alveg mín vegna, halda því ennþá fram að tengslin milli mála séu engin. En fólk verður bara að gera það upp við sig sjálft, hverju það kýs að trúa eða koma auga á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 16:32
Rannsaka þarf einkavæðingu bankanna, "hina nýrri" strax!!
Fyrir um það bil ári, bárust okkur landsmönnum fréttir af því, að lokið væri einkavæðingu tveggja banka af þremur, sem ríkið hefði tekið að sér í kjölfar bankahrunsins, hér á landi í okt 2008. Þótti þessi einkavæðing hafa tekist með þvílíkum "bravör" , að hún hefði í rauninni kostað Ríkissjóð mun minna en áætlað var í upphafi og skipti sú upphæð mlljarðatugum.
Samningar þessir fólu meðal annars í sér að lánasöfn föllnu bankanna, voru færð yfir í hina nýeinkuvæddu banka, með afslætti (afföllum). Átti það við um, myntkörfulán, verðtryggð og óverðtryggð lán. Voru myntkörfulánin, færð yfir þrátt fyrir að uppi væri mikill efi um lögmæti þeirra. Efi sem að í raun hafði búið í Viðskiptaráðuneytinu frá árinu 2001, sé eitthvað að marka orð Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi Viðskiptaráðherra. Hvort sem að marka sé orð Valgerðar eða ekki, þá er það ljóst að sá efi sem hún lýsti, gufaði ekkert upp, þó að nokkur ráðherraskipti hafi verið í Viðskiptaráðuneytinu. Einnig má benda á að Samtök fjármálastofnanna (lánveitendur), vildu í burt úr lögunum frá 2001, þau ákvæði, sem settu myntkörfulánin á grátt svæði, þar sem þau töldu þau ekki standast lög, þó svo að samtökin hafi þó síðar veitt þessi lán sem þau, efuðust um lögmæti á.
Í kjölfar dóms Hæstaréttar, þar sem gengistrygging, tveggja myntkörfulánasamninga, var dæmt ólögleg, heyrðust þær raddir úr ranni stjórnvalda, að ef að það sama gilti um önnur myntkörfulán, þá gæti það kostað Ríkissjóð, allt að 200 milljarða króna. Var einnig reynt að höfða til réttlætissjónarmiða, með því að segja, að þeir sem tekið hefðu myntkörfulánin, stæðu eftir dóminn mun betur, en þeir sem tóku verðtryggðu lánin og í því væri fólgið óréttlæti. Hvert sem réttlætið eða óréttlætið, kann að vera, þá er það alveg ljóst, að myntkörfulánin, buðust öllum sem að þau vildu þiggja og gat fólk meira að segja tekið myntkörfulán, til uppgreiðslu eldri verðtryggðra lána.
Í kjölfarið á öllu þessu, fóru að koma upp "kenningar" um það að stjórnvöld hefðu gert, "leynilegan" baksamning, vegna myntkörfulánana. Samning sem í sér fól, að sama hver örlög myntkörfulánana, yrðu fyrir dómi, þá myndu íslensk stjórnvöld (ríkissjóður) taka á sig skellinn, ef einhver yrði. Með öðrum orðum, hafa stjórnvöld með slíkum samningi, gefið óutfylltan víxil sem ríkisábyrgð vegna þessara myntkörfulána. Samkvæmt lögum um Fjárreiður ríkisins, er óheimilt, með öllu, að veita ríkisábyrgð, án undangenginnar, efnislegrar umræðu Alþingis og samþykkis þess fyrir ábyrgðinni. Gerð baksamninga á borð við þessa, sem getið er hér að ofan, brýtur líka í bága við 91. grein Hegningarlaga, en þar segir: " Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."
Í ljósi þess að stjórnvöld gáfu út þá yfirlýsingu, eftir dóm Hæstaréttar að þau ætluðu ekkert að aðhafast vegna dómsins og að stjórnarflokkarnir stóðu í vegi fyrir því að frumvarp um flýtimeðferð Hæstaréttar á málum tengdum, yrði að lögum á síðasta degi þingsins, fyrir sumarleyfi, er ekki annað hægt að segja, að sú aðgerð, þegar föllnu bankarnir, voru einkavæddir að nýju, sé afar vafasöm, þó ekki sé dýpra í árina tekið.
Á meðan stjórnvöld voru að "aðhafast ekkert", varðandi dóm Hæstaréttar og "leikritið", þar sem stjórnvöld vísuðu á fjármálafyrirtækin og svo öfugt, sátu fulltrúar stjórnvalda fundi með fulltrúum fjármálafyrirtækja. Á þeim fundum, sé horft til tilmæla Seðlabankans og FME, vegna myntkörfulánana, var rætt um hvernig hægt væri að mæta ýtrustu kröfum fjármálafyrirtækjanna og þá um leið kröfuhöfum föllnu bankanna.
Nýtilkomnar hótanir, kröfuhafa föllnu bankanna, um skaðabótamál gegn ríkinu (skattgreiðendum), vegna myntkörfulánana, gera ekkert annað en að ýta undir þann grun, að við einkavæðingu "hina nýrri" á föllnu bönkunum tveim, hafi stjórnvöld farið langt út fyrir lagalegt umboð sitt, til samnigsgerðar fyrir þjóðina og í raun brotið lög. Rannsaka þarf því einkavæðingu bankanna "hina nýrri" strax!!! Meðfram þeirri rannsókn væri svo nauðsynlegt að rannsaka afdrif Icesavedeilunnar, frá okt 2008 til dagsins í dag, með tilliti til aðgerða stjórnvalda, gagnvart því máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.7.2010 | 11:14
Styrkir ESB til Ísland vegna aðildarumsóknar vs. Styrkir til flokka og stjórnmálamanna
Í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í apríl 2009 og við útgáfu á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, spruttu upp umræður um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, sem veittir voru á árunum fyrir 2007. Um áramót 2006-2007 tóku svo gildi ný lög um styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn.
Það má alveg færa fyrir því rök að einhverjir þessara styrkja hafi verið óeðlilega háir, en ekki ætla ég að bæta við þá umræðu alla. Heldur ætla ég að gera tilraun til þess að ræða styrk ESB til Ísland, sem að talað er um að verði allt að fjórir milljarðir á þessum svokallaða "aðlögunnar eða viðræðutíma".
Þeir sem hæst höfðu um þessa styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, kölluðu styrki þessa "mútur", án þess þó að fyrir því hefðu menn einhverjar sannanir, heldur voru þær ásakanir byggðar á líkum. Líkurna byggðust á þeim rökum, að varla væru þessir aðilar að fá styrki, fyrir "ekki neitt", heldur hlyti þar eitthvað að búa að baki, eins og t.d. hagstæð löggjöf í þágu þeirra er styrkina veittu.
Núna strax í upphafi aðildarferlis hefur ESB eyrnamerkt Íslandi, allt að fjóra milljarði króna, til þess að Löggjafanum, verði það "auðveldara" að breyta þeim lögum og reglugerðum, sem breyta þarf, svo þessi sömu lög og reglugerðir, samrýmist regluverki ESB.
Það er einnig athyglisvert að talan 4 milljarðar sé nefnd, þar sem samkvæmt áætlunum Utanríkisráðuneytisins, er aðildarferlið talið kosta okkur Íslendinga um einn milljarð. Þeirri tölu hefur reyndar verið mótmælt og talað um kostnað á bilinu 4-7 milljarðir, án þess að Utanríkisráðuneytið eða Utanríkisráðherra, hafi fundið ástæðu til þess að mótmæla þeim tölum á einn eða annan hátt. Semsagt samþykkt þær með þögninni.
Það hlýtur að vekja upp spurnir, hvort þessi styrkur frá ESB, eða öllu heldur loforð um hann, hafi verið inn í því reiknisdæmi Utanríkisráðuneytisins, þegar það áætlaði kostnað við aðildarferlið aðeins einn milljarð. Það hlýtur að teljast meira en líklegt að slíkt loforð hafi legið fyrir, áður en að þingsályktunnartillagan um aðildarumsókn, var lögð fram á Alþingi. Varla er hægt að reikna með því að það ráðuneyti, sem fékk bestu einkunn um velrekna stjórnsýslu. Í skýrslu, sem nefnd skipuð af Forsætisraðherra er Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur veitti forstöðu og skilað var nokkrum vikum eftir útkomu Skýrslunar, hafi vanreiknað kostnaðinn við aðildina, það skelfilega, að raunverulegur kostnaður, sé allt að því sjöfaldur sá kostnaður sem ráðuneytið reiknaði með.
Að þessu öllu sögðu, hlýtur það að vera hægt að leggja þennan styrk frá ESB, að jöfnu við styrki þá, sem áður tíðkaðist að veita stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Eða hvað? Gildir önnur siðfræði varðandi þennan styrk ESB vs. styrki til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2010 | 23:04
Næstum jafnmargir hafna viðræðum.
Fyrir ekki svo löngu var Capacent Gallup einnig með könnun, þar sem viðhorf fólks til umsóknarinnar, sjálfrar var kannað. Í þeirri könnun kom fram að ca. 57% aðspurðra var andvígur aðildarviðræðunum. Það er því nokkuð ljóst að það helst nokkurn vegin í hendur afstaða til aðildar eða til aðildarviðræðna.
Aðildarsinnar eða aðildarviðræðnasinnar segja að enginn viti hvað sé í boði og því sé nauðsynlegt að fara í þessar viðræður. Fólk er nú nokkuð upplýst um það hvað er í boði. Það sem stendur til boða er ESB og ekkert annað, reglur sambandsins og stjórnarskrá þess. Stjórnarskrá sem rétthærri er stjórnarskrá aðildarríkjana. Það er ófrávíkjanleg krafa, eingöngu verða í boði tímabundnar undanþágur frá þeim skilmálum, ef þær verða þá nokkrar. Það í rauninni slær út af borðinu rök aðildarsinna, að auðlindum okkar verði borgið, ef við bara bindum þær eign þjóðarinnar í stjórnarskrá, því að sú stjórnarskrá, mun verða réttlægri, þeirri evrópsku við aðild.
Fyrir nokkrum vikum, var nokkrum "völdum blaðamönnum og ofurbloggurum, boðið til Brussel í "kynningarferð" til Brussel. Þann 23. júní sl. var síðan þessum sömu aðilum, boðið á fund í Utanríkisráðuneytinu, þar sem ræða átti ferðina, auk þess sem að formaður íslensku samninganefndarinnar sat fyrir svörum og skýrði út fyrir hópnum hver næstu skref í aðildarferlinu yrðu.
Það má líkja boðsferðinni og fundinum í Utanríkisráðuneytinu, við blaðamannafund. Í því samhengi hljóta að vakna upp spurningar eins og: Hvort það vekji ekki furðu að ekki einn einasti þessara blaðamanna sem í ferðina fóru, hafa skrifað frétt eða þá fréttaskýringu um ferðina eða fundinn í ráðuneytinu?
En það vekur hins vegar enn minni furðu að einhverjir þeirra blaðamanna sem fóru í þessa boðsferð, hafa verið uppteknir af því, að gera lítið úr þeim andvígir eru aðild eða aðildarviðræðum og hafa jafnvel tekið það að sér, að birta "ekki" fréttir af klofningi í þeim flokki, sem einn flokka á Íslandi, hefur lýst sig andvígan viðræðum.
Skildi það vera merki um vandaðan og upplýstan fréttaflutning, eða merki um "keyptan fréttaflutning?
![]() |
Aðeins fjórðungur vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2010 | 12:02
Að verja hagsmuni, eða fara að lögum?
"Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins byggja á þeirri afstöðu þeirra að hvorki séu lagaleg né efnahagsleg rök fyrir því að vaxtakjör sem áður tóku mið af erlendum millibankavöxtum haldist áfram eftir að tenging þess hluta höfuðstólsins sem bar slíka vexti við viðkomandi gjaldmiðil hefur verið rofin með dómi Hæstaréttar. Þetta kom fram í máli Arnórs Sighvatssonar, aðstoðaseðlabankastjóra á fundi með fréttamönnum í morgun."
Erfitt er að túlka orð Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra öðruvísi, en að Hæstiréttur hafi ekki lengur síðasta orðið í dómsmálum hér á landi, þrátt fyrir það að það sé kveðið á um slíkt í stjórnarskrá.
Vera má að SÍ og FME, hafi notið ráðgjafar og leiðsagnar færustu lögspekinga landsins, til þess að komast að þessari niðurstöðu, þó svo að niðurstaðan sé á pari við yfirlýsingar Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra.
Það er samt í ljósi dóms Hæstaréttar, erfitt að sjá efnisleg og lagaleg rök fyrir þessum tilmælum, þar sem dómur Hæstaréttar, tók ekki til vaxtakjara, þessara myntkörfulána, heldur eingöngu til gengistryggingar höfuðstóls lánana. Dómur Hæstaréttar, kvað á um að þessir lánasamningar, væru löglegir að öllu leyti nema því að ekki mátti nota gengisviðmið, við útreikninga á höfuðstól þeirra. Allt annað í þessum lánasamningum stendur, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Það er með örðum orðum, þannig, að það er í rauninni nóg að taka úr þessum lánasamningum, allt sem lýtur að gengistryggingu en láta allt annað standa.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, að enginn hafi reiknað með því, að ef að gengistryggingin yrði dæmd ólögleg, þá myndu samningsvextir standa. Í þessu samhengi skiptir engu máli, hvað menn halda eða héldu. Hér skiptir dómsorð Hæstaréttar öllu máli, enda hefur Hæstiréttur Íslands lokaorðið í málum sem þessum, en ekki hvað menn halda eða búast við, óháð hugsanlegu "tjóni" fjármálafyrirtækja, vegna fullnustu dómsins.
![]() |
Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 18:29
ESB, ESA, Icesave og "vörn" íslenskra stjórnvalda.
Núna þegar þessi orð eru skrifuð, eru ca. fjórar vikur, þangað til sá frestur rennur út, sem íslensk stjórnvöld hafa, til þess að grípa til varna, vegna úrskurðar ESA í Icesavedeilunni.
Þegar forsetinn synjaði Icesavelögunum staðfestingar í janúar sl., tóku Bretar og Hollendingar, þann eðlilega pól í hæðina, að stjórnvöld, ein sér, hefðu ekki umboð þjóðarinnar, til frekari samninga og kröfðust þess, ef að viðræður ættu að fara í gang, þá þyrfti einnig stjórnarandstaðan að koma að því ferli. Þjóðin tók svo undir þetta umboðsleysi stjórnvalda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars sl.
Sama hversu oft stjórnvöld endurtaka það, að ESB-umsóknin og Icesavedeilan, séu óskyld mál, þá breytir það engu með það, að þessi tvö mál eru náskyld. Styttri útgáfan af deilunni er sú, að gráðugir íslenskir bankamenn, nýttu sér þær glufur sem í regluverki ESB voru, til þess að stofna til þessara reikninga og þessar sömu glufur, leyfðu einnig þeim þá meðferð á því fé sem inn á þessa reikninga var lagt.
Réttlát lausn deilunnar, að mati meirihluta íslensku þjóðarinnar, væri því stórt áfall fyrir ESB og myndi eflaust valda, ekki minni usla en ástandið í Grikklandi og yfirvofandi ástand í öðrum ríkjum Suður-Evrópu. Réttlát og í raun lausn á lagalegum grundvelli, væri því ekkert annað en áfall, fyrir stefnu Samfylkingar varðandi ESB-aðild, enda varla við því að búast umsókn Íslendinga yrði tekið jafn "fagnandi" af ríkjum ESB, eftir slíkar lyktir málsins.
Litlar fréttir hafa hins vegar borist af því, hvort að tekið verður til varna, gegn ESA af þeim aðilum, sem bæði viðsemjendur okkar og þjóðin, hafa í raun sagt að hafi hafi umboð til að leysa deiluna, þ.e. að ekki er vitað til þess að stjórnvöld, ætli að hafa eitthvað samráð við stjórnarandstöðuna, um það, á hvaða hátt skuli tekið til varna gegn úrskurði ESA.
Það er því alveg ljóst að varnir Íslendinga gegn úrskurði ESA, verða ekki í umboði íslensku þjóðarinnar, heldur í umboði ESB-umsóknar Samfylkingar, studdri af Vinstri grænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2010 | 14:31
Var eitthvað annað í boði?
Í ræðu sinni í upphafi fundarins, hvatti Jóhanna félaga sína í Samfylkingunni, að skipta sér út, þætti þeim einhverjir aðrir betur til þess fallnir að leiða flokkinn. Þessi orð hennar voru sögð í þeirri vissu, að flokkurinn þyldi ekki formannskjör, enda var hugmyndinn um að halda landsfund í stað flokksráðsfundar blásin af, vegna ótta við afsögn Jóhönnu.
Ástæðan fyrir því að Jóhanna varð formaður Samfylkingarinnar er sú að þegar Ingibjörg Sólrún hætti, vegna veikinda, var fyrst og fremst sú, að sá einstaklingur er ekki annar til í flokknum, sem að ekki myndi kljúfa hann í herðar niður, yrði farið í formannskosningar.
Stuðningsyfirlýsing flokksráðsfundarins, var því fyrirséð og varla fréttnæm. Yfirlýsingin lýsir fyrst og fremst þeim skorti á aftökum Jóhönnu, fremur en stuðningi við hana. Yfirlýsingin, var líka samþykkt í skugga þess ótta, að Jóhanna segði af sér og flokkurinn myndi neyðast til að boða landsfundar og kjósa nýjan formann og þar með hugsanlega æsa til klofnings innan flokksins.
Svo neyðarleg er staðan innan Samfylkingarinnar, varðandi formannskjör, að reynt er í bloggheimum, að gera lítið úr 62% kosningu Bjarna Benetiktssonar í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.
Það er t.d. ekki hægt að segja að þeir formenn sem Samfylkingin, hefur haft hingað til, hafi notið óskerts stuðnings flokksmanna, í þau skipti sem kosið hefur verið á milli manna í embættið, eða jafnvel milli þess sem kosið er á milli manna í embættið.
Stuðningur flokksins við Össur fyrir þingkosningarnar 2003, var nú ekki meiri en svo, að þó að ekki hafi borist mótframboð í embættið, það árið, þá treysti flokkurinn honum til að leiða flokkinn í kosningabaráttunni, fyrir þær kosningar. Fyrir þær kosningar var Ingibjörgu Sólrúnu, stillt upp sem forsætisráðherraefni, fyrst og fremst vegna þess að flokkurinn treysti ekki Össuri til þess að leiða flokkinn í þeirri kosningabaráttu, en vildi á sama tíma losna við þann klofning, eða óeiningu innan flokksins, sem annars hefði orðið, hefði Ingibjörg boðið sig fram gegn Össuri.
Ingibjörg náði hins vegar ekki kjöri til Alþingis í þeim kosningum og varð upphaflega, varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Siðan losnaði þingsæti fyrir Ingibjörgu, þegar nýkjörinn þingmaður flokksins, Ásgeir Friðgeirsson, ákvað að gerast frekar talsmaður Björgólfsfeðga, en setjast á þing.
Samfylkingin, skipti svo um formann á miðju kjörtímabili, eftir að Össur og Ingibjörg tókust þar á, þar sem Ingibjörg sigraði, eftir hatramma baráttu við Össur. Baráttu sem aldrei hefði verið boðið upp á undanfara kosninga.
Ég veit ekki með þig lesandi góður, en mér þykir vandamál Samfylkingunnar vera það að flokkurinn getur ekki með nokkru móti, séð vanda sinn í eigin ranni, heldur alltaf reynt að benda á aðra, þegar harðnar á dalnum.
![]() |
Lýsa yfir stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 23:43
Hárrétt ákvörðun.
Í dag, þann 26. júní, hjó Sjálfstæðisflokkurinn á aukalandsfundi sínum á þann hnút sem, afstaðan, eða hinar mörgu afstöður innan flokksins til aðildarumsóknar að ESB, hafði hnýtt í flokknum.
Óhætt er að segja að ákvörðun flokksins hafi vakið viðbrögð hjá "blogglúðrasveit" Samfylkingarinnar, ESB-miðlum og hjá verðandi formannsefni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Árni gefur út þá yfirlýsingu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stimplað sig út úr umræðunni um ESB og sé orðinn einangraður "öfga-hægriflokkur". Það er reyndar erfitt að sjá hvernig flokku, sem tekur staðfasta afstöðu með 70% þjóðarinnar í máli, eins og aðildarumsókn að ESB er. Maður skyldi nú ætla að sá flokkur, eða þeir flokkar, sem skipa sér í sveit með 30% þjóðarinnar, séu frekar að mála sig út í horn.
Rök margra í blogglúðrasveitinni, eru þau að flokkurinn hafi breytt um stefnu í málinu. Það tel ég reyndar ranga túlkun á málinu. Á landsfundi flokksins í lok janúar 2009, var samþykkt, að ekki skyldi gengið til viðræðna við ESB, um inngöngu Íslands í sambandið, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum samningaviðræðum, þegar og ef að nýr samningur, lægi á borðinu, þá skildi þjóðin kjósa um samninginn í bindandi kosningum, ekki ráðgefandi, eins og núverandi þingsályktunnartillaga, sem unnið er samkvæmt, hljóðar uppá. Flutti þingflokkur Sjálfstæðismanna breytingartillögu þess efnis, þegar málið, var til efnislegrar umræðu í þinginu, vorið og sumarið 2009. Voru þær tillögur báðar felldar og þá um leið, möguleiki flokksins á stuðningi við málið.
Þess má geta að þegar umræður fóru fram, þá var meirihluti fyrir aðildarviðræðum, meðal þjóðarinnar, þannig að Samfylkingin, hefði varla þurft að óttast þær kosningar. Líklegt má þó telja, að stjórnarflokkarnir, hafi ekki verið hrifnir af því að þurfa að reka kosningabaráttu fyrir máli sem að annað stjórnarflokkurinn er í prinsippinu andvígur. Hefði því sú kosningabarátta ekki gert annað en að sýna fram á forystuleysið, sem einkennt hefur málið frá upphafi. Eins má geta að stjórnvöld treystu sér ekki að hafa kosninguna um aðildina bindandi, heldur ráðgefandi, þannig að stjórnvöld gætu í sjálfu sér, ef þeim líkaði ekki ráðgjöf þjóðarinnar, hafnað henni og þröngvað aðilinni, í gegnum þingið. Stjórnvöld hafa reyndar sýnt það að þau, fari ekki eftir vilja þjóðarinnar, þó að kosið sé um hann, nægir þar að nefna Icesavemálið.
Esb-miðlanir, sem varla hafa komið frá sér öðrum fréttum undanfarna daga, en fréttum að yfirvofandi klofningi Sjálfstæðisflokksins, hafa líka verið duglegir að snapa aðrar fréttir að af "hugsanlegri" óeiningu innan flokksins og til þess að undirstrika það þá hafa þeir gert úr því stórfrétt, að fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi flokksins, sem bauð sig fram fyrir annan flokk, eða framboð í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hafi verið rekinn úr flokknum og fengi ekki sæti á landsfundinum. Víðast hvar þætti það nú eðlilegasti hlutur í heimi, að einstaklingar, sem stundi trúnaðarstörf fyrir stjórnmálaflokka eða öfl, sætu ekki landsfundi annara flokka.
Pressan birti svo viðtal við Svein Andra Sveinsson, einn þeirra sjálfstæðismanna, sem vilja ESB-aðild, áður en að landsfundinum lauk, þar sem að hann boðaði, stofnun nýs hægriflokks með ESB- fetish. Má leiða að því líkum að viðtalið hafi verið tekið fyrirfram og verið tilbúið til birtingar, þegar skoðun, meirihluta landsfundarfulltrúa væri kunn. Sé svo rauninn, þá óska ég Sveini Andra og félögum góðs gengis, í baráttunni um atkvæðin við kjósendur Samfylkingarinnar, þessi ca 20-30%.
Það er vitað að í kosningunum 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, galt afhroð, vegna hrunsins, að stór hluti fastafylgis flokksins, frá þeim sem studdu ESB aðild, fluttist yfir á Samfylkingu, þau atkvæði munu þá væntanlega fara til Sveins Andra og co., séu þeir kjósendur enn svag fyrir ESB, annars koma þau atkvæði "heim" aftur. Sá hluti fylgisins sem fór af flokknum, frá þeim sem andvígir eru ESB, fluttist hins vegar yfir á Vg og verður að telja, að miðað við störf og efndir Vg á kjörtímabilinu, að þau atkvæði, komi að mestu leyti til baka.
![]() |
Vilja draga umsókn til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 10:17
Hæstiréttur kom með línuna 16. júní.
Í allri þessari umræðu um dóm Hæstaréttar, læðist að manni sá grunur, að þeir fulltrúar stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og svo núna Samtaka Atvinnulífsins, hafi ekki lesið meginiðurstöðu dóms Hæstaréttar.
Í stuttu máli er megin niðurstaðan sú að, þessir lánasamningar eru löglegir að öllu leyti, nema því að ekki var heimilt að hafa í þeim"gengistryggða verðtryggingu". Allt annað í samningum stendur, eins og vextir og lánstími.
Það skiptir engu máli, varðandi dóm Hæstaréttar, hvort að aðrir séu með "annars konar" verðtrygginu á sínum lánum, sem er lögleg. Það er ekki hægt að setja fram einhver "jafnræðisviðmið" gagnvart þeim sem tóku sín lán, miðað við "hefðbundna" verðtryggingu. Almenningi stóð til boða á sínum tíma, báðir möguleikarnir og fólk sem að hafði, þá þegar lán með "hefðbundinni" verðryggingu, stóð velflestu til boða, að skuldbreyta yfir í gengistryggðu lánin.
Sú eina lína sem fjármálafyrirtækjunum er mögulegt að gefa, samkvæmt dómi Hæstaréttar, er að taka hvert þeirra lána, sem eru sambærileg þeim sem Hæstiréttur, felldi sinn dóm um, reikna hvað hver afborgun, hefði verið til dagsins í dag, miðað við þá vexti sem eru í samningunum og hver heildarupphæð afborgananna hefði verið samkvæmt því. Hafi fólk borgað meira, þá endurgreiða því. Eigi fólk enn eftir að borga einhverja upphæð af láninu, þá senda því greiðsluseðla, samkvæmt þeim úrskurði, sem Hæstiréttur kvað upp.
Hæstiréttur, er æðsta dómsvald landsins, en ekki einhver álitsgjafi út í bæ. Dómum Hæstaréttar ber að fylgja, en ekki snúa útúr og draga lappirnar gagnvart og upphugsa eitthvað annað en dómurinn kveður á um.
![]() |
Fjármálafyrirtækin komi með línuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 2020
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar