Leita í fréttum mbl.is

"Farsæl og hagstæð" einkavæðing bankanna, eða klúður aldarinnar?

Stjórnvöld voru vissulega meðvituð um tilmæli FME og SÍ áður en þau voru sett fram.  Fyrirmælin voru gefin út kl 9 að morgni og rétt fyrir 9.30 þegar fjármála og viðskiptaráðherra, voru á leið á ríkisstjórnarfund, þá voru þeir spurðir út í tilmælin.  Þeir gáfu sig upp, sem hlynnta tilmælunum og vitnuðu í rauninni í sömu rök og lagagreinar og FME og SÍ.

 Það vakti víða þónokkrar efasemdir þegar Steingrímur J. var allt í einu, búinn að einkavæða tvo banka, fyrir ca. ári, á mjög "farsælan og hagstæðan" hátt fyrir ríkissjóð.  Þá var reyndar Steingrímur nýbúinn einnig að leggja fyrir þingið "Svavarssaminginn" í Icesavedeilunni, sem "farsæla" lausn, þannig að vissulega voru nægar innistæður fyrir þeim vafa á því að þessi einkavæðing hefði farið fram með eðlilegum hætti.

 Það er nú alls ekki svo, að þingmenn og þá sér í lagi stjórnarandstöðu þingmenn hafi ekki lagt fram fyrirspurnir, bæði munnlegar og skriflegar, við frekar dræmar undirtektir stjórnvalda og enn dræmari svör. Auk þess sem að fulltrúar stjórnvalda og stjórnendur bankanna hafa oftar en ekki verið kallaðir, fyrir nefndir þingsins, svo þingheimur mætti betur glöggva sig á þeim "gjörningi" sem þessi einkavæðing var.  En árangur þeirrar viðleitni allrar var minni en enginn.

 Fyrstu viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar voru, að þau ætluðu ekkert að aðhafast.  En það leið ekki á löngu þangað til að Gylfi viðskiptaráðherra og Steingrímur, fóru að tala um stóran bakreikning á skattgreiðendur, ef að dómurinn yrði látinn standa.

 Við þessi viðbrögð stjórnvalda vöknuðu grunsemdir, um að við einkavæðingu bankanna, hafi verið gerðir leynilegir baksamningar, vegna myntkörfulánanna.  Samningar sem hljóðuðu upp á það að ríkissjóður tæki á sig skellinn, yrðu myntkörfulánin dæmd ólögleg.  Með slíkum samningi, hafa þá stjórnvöld þverbrotið lög um fjárreiður ríkisins, þar sem meðal annars stendur að ríkisábyrgð megi eigi veita, nema að Alþingi fjalli áður um málið efnislega og samþykki ábyrgðina.  Eins jaðrar þetta við að vera brot á 91. grein Hegningarlaganna, hafi slíkir samningar verið gerðir, en 91. greinin hljómar svona:

" Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."

 Hvað sem því líður, hvaða lög hafi verið brotin eða ekki, þá er það að verða ljósara með hverjum deginum sem líður, að rannsaka þarf, einkavæðingu bankanna, "hina síðari" ekki seinna en strax.


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið rétt. Vittu til. Steingrímur oG Gylfi Magnússon munu nú, með fulltingi FME og Seðlabankans reyna að ota skuldurum þessa lands gegn hvor öðrum.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.7.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Skríf í þá áttina eru löngu byrjuð í "bloggheimheimum".  Nægir þar að nefna stjórnarþingmanninn Mörð Árnason, sem telur að fullnusta dóms Hæstaréttar, sé ósanngjörn, gagnvart þeim sem hafa verðtryggð lán.

 Slík ummæli standast enga skoðun.  Myntkörfulánin stóðu öllum til boða og því voru þau lán ekki fyrir einhverja "sérhópa".  Þegar "myntkörfudansinn" stóð sem hæst, voru bankarnir með tugi manna í vinnu við að hringja í fólk og bjóða því þessi myntkörfulán.  Mældu þessir menn með því að fólk með verðtryggð lán, tækju myntkörfulán, til þess að greiða upp verðtryggðu lánin.  

 Hæstiréttur hefur síðasta orðið.  Hæstiréttur, dæmdi þessa lánasamninga löglega, að öllu leyti,nema því leyti að gengistryggingin, var dæmd ólögmæt.  Allt annað varðandi  lánasamningana, eins og fjöldi afborgana, lánstími og vextir, voru samkvæmt Hæstarétti dæmt löglegt.  Þess vegna ber, þangað til Hæstiréttur ákveður annað, að styðjast við samningsvextina.  

 Veki það einhvern vafa í hugum stjórnvalda og þeirra stofnana, sem undir þau heyra, þá er það fyrst og fremst skortur á lesskilningi þessara aðila, fremur en annað.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nákvæmlega!!! Orð eins og "fjármálasukkarar", "áhættufíklar", "auðmenn" o.fl. munu vera áberandi sem aldrei fyrr. Hún er alveg að standa sig þessi vinstri "velferðarstjórn" en að hafa velferð aftan við vinstristjörn eru þvílík öfugmæli að ekki einu sinni Dario Fo hefði haft ímyndunarafl í annað eins.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.7.2010 kl. 16:09

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Miðað við það hversu hagstæð myntkörfulánin, voru sögð, gagnvart verðtryggðu lánunum, þá er orðið "áhættufíkill" frekar hægt að nota um þá sem, þá kusu frekar verðtryggð lán.  Það voru reyndar á þessu tímabili ekki bara einstaklingar sem töldu áhættuna minni, eða var sagt að hún væri minni, heldur tóku einnig fyrirtæki og stofnanir myntkörfulán til framkvæmda og reksturs.  Varla hefðu þessir aðilar tekið myntkörfulán, hefðu þeir talið þau óhagstæðari en verðtryggðu lánin.

 Hvað varðar "fjármálasukkarana", þá er ekki hægt að ganga út frá því að lántakendur séu allir "fjármálasukkarar", eins og að ekki dettur neinum manni í hug að segja, að allir sem drekka, seú alkar.  Það er aftur á móti svo, með áfengi, peninga og margt annað, að öllum er ekki það gefið að kunna sér hóf.  En það réttlætir samt ekki það, að hinn óhófssami minnihluti, eigi að skemma fyrir þeim sem kunna sér hóf.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er sammála þér. Á bloggsíðum mbl.is sem annars staðar má sjá öll þessi orðfæri og frasa. Almenningur kaupir þetta og nú talar fólk um að þeir sem hafi verið með gengistryggð lán hafi fengið "lottó". Þeir sem eru hallir undir ríkisstjórnina eru eindregið þeirrar skoðunar að ef dómur Hæstaréttar verði túlkaður skuldurum í hag (þ.e. samningsvextir notaðir) muni fjármálakerfið hrynja og almenningur sitja uppi með tjónið í formi hækkunar á sköttum. Þetta er valdaelítan og vinstrisinnaðir bloggarar að selja almenningi sem kaupir það hrátt og kröfuhafar bankanna (og núverandi eigendur) glotta út í annað á meðan íslenskir skuldarar rífast innbyrðis. Sem betur fer eru til nokkrir stjórnarliðar eins og Lilja Mósesdóttir sem enn nota gagnrýna hugsun í orði og verki.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.7.2010 kl. 17:02

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrv. Iðnaðar og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali fyrir skömmu, að strax árið 2001, hafi verið uppi grunur í Viðskiptaráðuneytinu, að myntkörfulánin væru ólögleg.  Sá grunur hverfur ekki úr ráðuneytinu, þó nýir ráðherrar setjist þar inn og sá gamli fari.

 Það er því engu líkara, að stjórnvöld hafi "veðjað" með því að Hæstiréttur dæmdi lánin lögleg, þegar þessi "brilliant" einkavæðingarsamningur var gerður við kröfuhafana. Stjórnvöld hafi verið það sigurviss, að þau hafi sagt kröfuhöfum, að ef að svo ólíklega vildi til, að lánin yrðu dæmd ólögleg, þá skildi íslenska ríkið bera skaðann.   Á hvaða forsendum, skildu annars skaðabótakröfur kröfuhafana vera?  Það verður að gera ráð fyrir því að allar tegundir lána í lánasöfnum bankanna, hafi verið vegin og metin, þar með talið myntkörfulánin. Var þá virkilega ekki gert ráð fyrir því að dómur Hæstaréttar, gæti orðið þessi? Eða var gert ráð fyrir því, en stjórnvöld skuldbundið Ríkissjóð, þvert gegn lögum og reglum, til þess að bæta kröfuhöfum skaðann, ef einhver yrði af dómi Hæstaréttar?

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1608

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband