4.10.2011 | 21:27
Á sama tíma að ári og vanrækslusyndir stjórnvalda.
Auk þessa verkefnis sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er falið að vinna, hefur Jóhanna kallað saman Reiknimeistarahópinn, sem var mikið í umræðunni fyrir ári síðan.
Hópnum er í rauninni falið það sama nú og fyrir ári síðan. Núna er það bara kallað ,,eitthvað annað".
Hvað hefur breyst á þessu ári, annað en að lán heimilana hafa hækkað meira. Stærstan hluta þeirrar hækkunar má rekja til, ólæknandi skattahækkunaráráttu stjórnvalda, er lekur beint út í verðlagið og hækkar þær vísitölur er lánin reiknast út fra.
Það skiptir hins vegar engu máli, hversu marga hópa Jóhanna skipar. Stærstan hluta af vandræðum heimilana, má rekja til vanrækslu stjórnvalda á tveimur þáttum.
Í fyrsta lagi vanræktu stjórnvöld skyldur sínar gagnvart heimilunum og reyndar þjóðinni allri, með því að láta svigrúmið ekki ganga til heimilana, áður en þau einkavæddu bankana á ný. Heldur afhentu nýjum eigendum bankana, lánasöfnin með fyrir mun lægra verð, en virði þeirra var (aföll) og þar með veiðileyfi á skuldara, heimilin í landinu m.a.
Og í öðru lagi, seldu nýjum eigendum bankana gengislánasöfnin, sem lögleg lán, þrátt fyrir að hafa undir höndum lögfræðiálit, er benti til ólögmætis þeirra.
![]() |
Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2011 | 20:43
Hvað ef.........
...þjóðin hafnar tillögum Stjórnlagaráðs, í þjóðaratkvæði, sem er í rauninni ekkert annað en rándýr skoðanakönnun? Eða þá að kosningaþátttakan verður á pari við kosningaþátttökuna í stjórnlagaþingskosningunum ?
Ætli það hafi nokkuð að segja? Enda alþingismenn, eingöngu bundnir eigin sannfæringu sinni, en ekki reglum kjósenda sinna.
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2011 | 22:29
Nærmynd af Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hjarta Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur ætíð slegið með heimilunum í landinu. Það aftraði henni þó ekkert í viðleitni þeirri að veita lífeyrissjóðum og nýjum eigendum bankana skotleyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu.
Linnulausar árásir hennar á atvinnulífið, sér í lagi undirstöðuatvinnuvegina, með hótunum og formælingum og einbeittum ásetningi til þess að skapa ágreining, sem í rauninni leiðir ekkert annað af sér en vantrú fjárfesta á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi.
Ríkisstjórn sú er Jóhanna veitir nú forstöðu, skattleggur allt sem hreyfist, sem gerir heimilunum enn erfiðara að standa í skilum með lánin sín. Bæði vegna þess að tekjur heimilana minnka vegna allra þessara skattahækkana og vegna þess að skattahækkanir á atvinnulífið, renna flestar út í verðlagið og valda aukinni verðbólgu, sem hækka skuldir heimilana milljarða tugi ef ekki milljaraða hundruðir.
Að lokum má svo geta þess að jafnréttismálin hafa ætíð verið Jóhönnu Sigurðardóttur hugleikin. Svo hugleikin að þegar hún var félagsmálaráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009, stóð hún fyrir því að ný jafnréttislöggjöf var samin og samþykkt á Alþingi. Það var svo hins vegar forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir, sem braut þessi sömu jafnréttislög, er ráðinn var nýr skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið.
![]() |
Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2011 | 10:22
Málþóf borgar sig............ stundum.
Þó svo að stjórnarliiðum á Alþingi, á hverjum tíma, sé meinilla við málþóf,er alveg hægt að halda því fram að á þessu kjörtímabili, hafi málþóf og aðrar baráttuaðferðir stjórnarandstöðu og nokkurra villikatta úr Vg. borgað sig.
Fyrst má til taka Icesavemálið. Það er alveg ljóst, að hefði Svavarssamningurinn farið hægt og hljótt í gegnum þingið, þá hefðu hundruðir milljarða fallið á ríkissjóð. Þrotabú Landsbankans gamla, hefði ekki bætt það, nema að litlu leyti, við bestu mögulegu aðstæður, enda vextir mjög aftarlega í kröfuröðinni. Barátta stjórnarandstöðunnar og einstaka villikatta Vg. í málinu, skilaði því að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu tvisvar, þar sem ríkisstjórnin fékk í bæði skiptin háðulega útreið.
Annað mál má svo til taka, svokallað ,,Stóra kvótafrumvarp". Eftir árs vinnu sáttanefndar um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, þá tók það ríkisstjórnina ásamt völdum stjórnarþingmönnum heila átta mánuði að berja saman frumvarp um stjórn fiskveiða.
Þeir ráðherrar er höfðu beina aðkomu að málinu voru þau, Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, auk þess sem að Guðbjartur Hannesson, þá nýorðinn velferðarráðherra kom að málinu, þó ætla megi að aðkoma hans að málinu, hafi fyrst og fremst verið vegna þess að hann fór fyrir sáttanefndinni svokölluðu.
Auk ráðherranna komu svo nokkrir stjórnarþingmenn að gerð frumvarpsins. Frá Samfylkingu komu þau Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Róbert Marshall, en frá Vg. komu þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Björn Valur Gíslason og Atli Gíslason, áður en hann sagði skilið við þingflokk Vg.
Frumvarpið var svo samþykkt af öllum ráðherrum í ríkisstjórn, auk þess sem báðir stjórnarflokkarnir samþykktu málið fyrir sitt leyti og leyfðu framlagningu þess á síðustu dögum síðasta vorþings.
Þrátt fyrir að strax hafi komið hörð gagnrýni á frumvarpið, úr öllum áttum, elfdust stjórnarliðar, við hverja gagnrýni á frumvarpiðí viðleitni sinni við að troða málinu í gegnum þingið, fyrir lok vorþingsins. Enda voru það bara, að sögn stjórnarliða, vondu kallarnir í LÍÚ og leiguþý þeirra sem andmæltu frumvarpinu.
Hófst þá enn og aftur málþóf og barátta stjórnarandstöðunnar í þinginu fyrir því að hindra framgöngu, vanbúins og vanhugsaðs máls í þinginu, sem stjórnarflokkarnir ætluðu troða í gegn, án þess að það virðist að hugsa um afleiðingar þess, ef að frumvarpið yrði að lögum. Þó stukku einstaka stjórnarliðar og í það minnsta einn ráðherra á vagninn með stjórnarandstöðunni og andmæltu frumvarpinu sl. vor.
Fór svo á endanum að málið var sett á ís og Sjávarútvegs og lanbúnaðarnefnd falið að safna enn frekari umsögnum um frumvarpið í sumar.
Nú þegar allar umsagnir um frumvarpið hafa komið í hús, hafa allir þeir er komu að gerð frumvarpsins, að Jóni Bjarnasyni undanskildum, afneitað frumvarpinu og vilja ekki kannast við að hafa komið að gerð þess. Segja þessir aðilar frumvarpið meingallað og varla brúklegt til þess sem því var ætlað.
Það hlýtur því að vera nokkuð borðliggjandi að ofantaldir stjórnarþingmenn og ráðherrar verða að svara því, hvað breyttist svona mikið í sumar, að mál sem var lífsins nauðsyn að troða í gegnum þingið sl. vor, nánast án umræðu, sé orðið meingallað og vart nothæft núna þegar Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi? Var ekki talað við einn einasta umsagnaraðila á þessum átta mánuðum sem allur þessi fjöldi ráðherra og stjórnarþingmanna vann að gerð frumvarpsins? Eða var ekkert á þá hlustað? Eða þrífst kannski ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðruvísi en að hafa öll mál í ágreiningi, svo hægt sé að benda á óvini hinnar norrænu velferðar, sem ríkisstjórnin, með röngu, kennir sig við?
En hvað sem þessu öllu líður, þá hlýtur stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin að vera stjórnarandstöðunni, ævarandi þakklát, fyrir að hafa haft vit fyrir sér í þessum málum og hægt á og stöðvað framgöngu þeirra í þinginu, með málþófi og öðrum baráttuaðferðum. Annað væri bara dónaskapur.
![]() |
Óvissa um gallað stjórnarfrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 22:42
Kjarasamningar og verðbólga.
Fyrir nokkrum dögum er framreiknuð ársverðbólga var birt, fór Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mikinn og kenndi lanbúnaðnum um hækkandi verðbólgu. Sagði hann að engar forsendur væru fyrir hækkunum á landbúnaðarvörum.
Það er reyndar ekkert nýtt að samfylkingarfólk og aðrir ESB-sinnar sjái landbúnaðin sem upphaf og endi alls ills.
En Gylfa ljáðist hins vegar að geta þess, að kannski eigi hann og félagar hans hjá ASÍ einhvern þátt í hækkandi verði á landbúnaðarafurðum.
Í þeim kjarasamningum sem Gylfi sjálfur skrifaði undir í maí síðastliðnum, var samið um að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest, svo hægt yrði að hífa lágmarkslaun upp í 200.000.- kr. Ca.
Gylfa ætti að vera það ljóst að í hópi þeirra er fengu hlutfallslega mestar launahækkanir eru meðal annars landbúnaðarverkafólk og starfsfólk afurða og pökkunarstöðvum landbúnaðarvara.
Það liggur því þráðbeint við að launakostnaður hækkaði hlutfallslega mest hjá framleiðendum landbúnaðarvara og hjá afurða og pökkunnarstöðvum þeirra.
Þegar þessi fyrirtæki fara að borga hærri laun, þá eykst kostnaður hjá þeim. Til þess að mæta auknum kostnaði, er annað hvort reynt að minnka kostnað (segja upp fólki) eða þá auka tekjurnar (hækka verð).
Ætli Gylfi sem ku vera hagfræðingur að mennt geri sér ekki grein fyrir þessu?
Eða var þetta frumhluap Gylfa, enn eitt skrumið úr þeim ranni í ,,umboði launþega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2011 | 21:20
Raunasaga frumvarps um stjórn fiskveiða.
Nú um þessar mundir er um það bil eitt ár síðan svokölluð sáttanefnd, er sett var á laggirnar til að endurskoða kvótakerfið skilaði niðurstöðu sinni. Nefndina skipuðu fulltrúar þingflokkana og flestra ef ekki allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Nefndin starfað í ca. Ár og leitað álits og ráðgjafar víða.
Undir niðurstöðu nefndarinnar skrifuðu svo allir nefndarmenn að tveimur undanskildum.
Úr því að svo fór, hefði mátt ætla að fljótlega eftir skil nefndarinnar, hefði nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, byggt á niðurstöðu sáttanefndarinnar, litið dagsins ljós. Það var nú öðru nær.
Þó að fulltrúar stjórnarflokkana hafi skrifað undir niðurstöðu sáttanefndarinnar, þá er nær að halda að þeir hafi gert það, án umboðs flokka sinna. Enda fóru í gang hrossakaup og ýfingar á milli stjórnarflokkana um það hvernig væntanlegt frumvarp skildi nú líta út.
Fréttist svo lítið sem ekkert af frumvarpinu í marga mánuði, nema kannski ein og ein tilkynning um að von væri á því á næstu vikum , eftir helgi eða þá bara núna á næstu dögum.
Leið og beið og að átta mánuðum liðnum, lagði svo sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fram frumvarp í ríkisstjórn. Fékk ráðherrann það rakleiðis í andlitið aftur, með þeirri einkunn samráðherra sinna úr hinum stjórnarflokknum, að engu líkara væri að simpansi hafi skrifað frumvarpið. Var sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gefnar tvær vikur til þess að afmá fingraför simpansans af frumvarpinu, sem og hann gerði og var það frumvarp lagt fyrir Alþingi á síðustu dögum vorþingsins síðastliðið vor.
Þó svo að frumvarpið hafi borið titilinn stjórnarfrumvarp, þá var hvorki sátt um það í ríkisstjorn og innan stjórnarflokkanna og því síður hjá stjórnarandstöðu.
Núna einu ári eftir að sáttanefndin skilaði af sér, hefur enn ekki náðst sátt um málið, innan ríkisstjórnar eða stjórnarflokka og í rauninni óvíst, hvort eða hvenær það yfir höfuð gerist.
Enn í dag hlýtur ein spurning að yfirgnæfa allar aðrar spurningar um málið: ,,Var stjórnarflokkunum (stjórnvöldum) engin alvara með stofnun sáttanefndarinnar og setu í henni?
Önnur spurning hlýtur þó einnig að vera álíka hávær meðal þjóðarinnar: ,,Er stjórnvöldum, er unnið hafa málið svo illa er raun ber vitni, treystandi til þess að semja um þessa auðlind sem og aðrar auðlindir þjóðarinnar við ESB, þegar að þau sjálf geta ekki komið sér saman um lagaumhverfið er þau vilja hafa um sjávarauðlindina?
![]() |
Kvótafrumvarpið gallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 23:03
Braut gerðardómur lög?
Þegar að Alþingi setti lög um afnám verkfallsréttar lögreglumanna, þá var einnig í þeim lögum að grunnlaun lögreglumanna skuli vera á pari við grunnlaun viðmiðunarstétta þeirra.
Með úrskurði sínum er ljóst að gerðardómur, fór ekki eftir þeim hluta lagana er kveður á um laun viðmiðunarstétta lögreglumanna.
Það hlýtur því að vera spurning hvort að gerðardómur hafi ekki hreinlega brotið landslög með úrskurði sínum um laun lögreglumanna?
Jóhanna Sigurðardóttir segist vera rígbundin úrskurði gerðardóms og ekkert geta gert.
Þetta er þó þessi sama Jóhanna og hunsað hefur eða sniðgengið úrskurð Hæstaréttar í það minnsta einu sinni.
Þetta er einnig þessi Jóhanna sem kom því inn í nýja jafnréttislöggjöf sína, að úrskurður Kærunefndar jafnréttismála, skuli vera bindandi. En það á samt sennilega bara við, ef úrskurðurinn er ekki gegn henni sjálfri. Enda þrætir Jóhanna enn fyrir það, eins og ótíndur sprúttsali, að hafa gert nokkuð rangt. Enda sé hún svo fagleg og gegnsæ.
![]() |
Kalla eftir aðkomu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2011 | 23:51
Féll borgarafundurinn í Háskólabíói niður???
Í kvöld kl . 20:00 var haldinn, að öllum líkindum, borgarafundur í Háskólabíói um skuldavanda heimilana og að mörgu leiti miskunnarlausa herferð kröfuhafa bankana, lífeyrissjóðana og Íbúðalánasjóð, gegn þeim heimilum er illa fóru út úr bankahruninu, er varð hér í október 2008. Undirritaður átti ekki heimangengt, en sætti sig þó við, að geta séð frétt af fundinum eða um fundinn í seinni fréttum sjónvarps.
Seinni fréttir sjónvarps liðu hjá, en ekki minnst á fundinn einu orði í sjónvarpi allra landsmanna.
Í kjölfar bankahrunsins , haustið 2008, voru haldnir borgarafundir einu sinni í viku, fyrst í Iðnó og síðar í Háskólabíói. Á þeim tíma þóttu þessir fundir það stórmerkilegir að nánast var talið inn á þá, í aðalfréttatíma sjónvarps og í Kastljósþætti þeim er kom í kjölfar fréttanna.
Ekkert var sagt frá fundinum í aðalfréttatímanum og ekki Kastljósinu heldur.
Maður getur nú alveg skilið Kastljósið, enda fyrirbæri er kallast ,,hártattú" og björgun eins umsjónarmanns Kastljósins, mun merkilegra viðfangsefni en áðurnefndur fyundur. :-)
En kannski er það nú bara svo, að þegar hópur einstaklinga sér sig knúinn til þess að leigja stærsta bíósal landsins undir fund um þau málefni er þar voru rædd, þá þyki slíkt ekki fréttnæmt.
Það þykir kannski bara eðlilegt og hið besta mál, hvernig ástandið í þjóðfélaginu er og alger óþarfi að splæsa á viðburð eins og borgarafund, fréttamanni með tökumann meðferðis?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2011 | 21:13
Atvinnusköðunarstefna og fjárlagahalli.
Hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur sig í líma við að halda atvinnuástandinu jafn slæmu og það er. Má segja að það sé það eina, sem þessi ríkisstjórn hefur afrekað skammlaust.
Ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar finnst það hið besta mál að fá dóm fyrir að hafa hindrað eða reynt að hindra framkvæmd, virkjun neðri Þjórsár, sem skapað hefði fjölda starfa. Enda væri sá ráðherra í pólitík og sú pólitík væri ekki endilega það sem lagabókstafurinn kveður á um. Eins hefur einn stjórnarþingmaður skilyrt stuðning sinn við eins manns meirihluta ríkisstjórnarinnar, að ekki verði ákveðið að fara í þessa framkvæmd.
Eins hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar stöðvað og/eða þvælst fyrir nær allri atvinnuuppbyggingu sem reynt hefur verið að hleypa af stokkunum á Suðurnesjum. Eins og herþotuverkefninu, gangaveri, leigu á ónotuðum skurðstofum HSS o.s.f.v.
Auk þess hefur hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, í stað þess að reyna að orva það atvinnulíf er enn skröltir áfram frá degi dags, þrengt að möguleika þess til vaxtar, með fordæmalausu skattahækkunar brjálæði.
Til þess að árétta enn frekar atvinnusköðunarstefnu sína, er lögð ómæld vinna í það að finna úrræði fyrir atvinnulausa, er miða að því að atvinnulausir, sætti sig við atvinnuleysið líkt og um ólæknandi sjúkdóm væri að ræða.
Hins vegar er það nú svo að þetta eina skammlausa afreik ríkisstjórnarinnar kostar Ríkissjóð allt að 46 milljörðum árlega.
En hvað skildi þetta nú koma fjárlögum og fjárlagahalla við?
Til að svara því, þá er áætlaður halli fjárlaga þessa árs ca. 40 milljarðar. Reyndar er sú æátlun sprungin enda var hallinn kominn í 68 milljarða 1. ágúst sl. Halli umfram áætlun í fyrra var 41 milljarður.
Þannig að bara þessi dæmi tvö sýna að með hámarksafköstum vinnuafls þá væri staða ríkissjóðs mun betri og spár Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, um landris á góðri leið með að rætast.
![]() |
Stjórnvöld leggja stein í götu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 19:46
Ríkisstjórnin sjálfri sér verst!!
Þessi frétt sýnir það öðru fremur, að það ferli sem aðildarumsóknin er sögð vera í, af íslenskum stjórnvöldum, er allt annað en það í rauninni er. Samþykkt Alþingis um umsókn að ESB gefur stjórnvöldum ekki sjálfkrafa leyfi til þess að aðlaga íslenskt stjórnkerfi að stjórnkerfi ESB. Samþykktin veitir eingöngu leyfi til viðræðna við ESB. Eins og sjá má sé tengillinn hér að neðan opnaður og lesinn yfir.
http://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html
Því ferli er Alþingi veitt stjórnvöldum heimild til að fara í lauk, þegar Framkvæmdastjórn ESB sendi íslenskum stjórnvöldum skýrslu um það, hverju þyrfti að breyta í íslenskri stjórnsýslu, samhliða viðræðum um viðkomandi málaflokka. Samþykkt Alþingis er vitnað er í að ofan kveður eingöngu á um gæslu íslenskra hagsmuna, en ekki um aðlögun þeirra að hagsmunum ESB.
Af þeim sökum, hefði þurft að flytja og fá samþykkta aðra þingsályktun, byggða á skýrslu ESB. Það var hins vegar ekki gert og eru stjórnvöld af þeim sökum án umboðs í öllu aðlögunarferlinu.
ESB lítur hins vegar svo á að með umsókn og því að hafa móttekið skýslu Framkvæmdastjórnarinnar mótmælalaust, þá hafi stjórnvöld gengist undir að framkvæma breytingar á stjórnkerfinu/stjórnsýsluni. Breytingar sem þau hafa ekkert umboð til.
Aðlögun að ESB er því ekki heimil án frekari aðkomu Alþingis.
En þetta er svosem ekki það eina í þessu ferli, sem orkar tvímælis hjá stjórnvöldum. Hvorki utanríkis eða forsætisráðherra, hafa treyst sér til þess í þinginu að tala um samningsmarkmið Íslendinga í þessum samningaviðræðum við ESB og fá þau samþykkt í þinginu. Samt gat Jóhanna Sigurðardóttir rætt þessi samningsmarkmið, sem ekki einu sinni Alþingi Íslendinga fær að vita af, við Angelu Merkel kanslara Þýskalands.
Það er því alveg ljóst að ríkisstjórnin getur engum nema sjálfum sér um kennt, finnist henni ESBsamningaferlið ganga stirt fyrir sig. Ríkisstjórn er felur sig fyrir þjóð sinni og þingi nær engum árangri.
![]() |
Ber til baka frásögn Evrópuþingmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar