Leita í fréttum mbl.is

Braut gerðardómur lög?

Þegar að Alþingi setti lög um afnám verkfallsréttar lögreglumanna, þá var einnig í þeim lögum að grunnlaun lögreglumanna skuli vera á pari við grunnlaun viðmiðunarstétta þeirra.

 Með úrskurði sínum er ljóst að gerðardómur, fór ekki eftir þeim hluta lagana er kveður á um laun viðmiðunarstétta lögreglumanna.

Það hlýtur því að vera spurning hvort að gerðardómur hafi ekki hreinlega brotið landslög með úrskurði sínum um laun lögreglumanna?

Jóhanna Sigurðardóttir segist vera rígbundin úrskurði gerðardóms og ekkert geta gert. 

 Þetta er þó þessi sama Jóhanna og hunsað hefur eða sniðgengið úrskurð Hæstaréttar í það minnsta einu sinni.

Þetta er einnig þessi Jóhanna sem kom því inn í nýja jafnréttislöggjöf sína, að úrskurður Kærunefndar jafnréttismála, skuli vera bindandi.  En það á samt sennilega bara við, ef úrskurðurinn er ekki gegn henni sjálfri.  Enda þrætir Jóhanna enn fyrir það, eins og ótíndur sprúttsali, að hafa gert nokkuð rangt.  Enda sé hún svo fagleg og gegnsæ.


mbl.is Kalla eftir aðkomu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona af því að þú virðist ekki þekkja vel til á Íslandi þá er ágætt að benda þér á eftirfarandi:

  • Gerðardómur eru 3 menn Einn skipaður af félagi Lögreglumanna, annar af fulltrúa ríkisins og oddamaður sem er tilnefndur af Ríkissáttasemjara.
  • Með því að fara gegn Gerðardómi er verið að brjóta lög. Gerðardómur stendur að sé endanlegur.
  • Hvaða viðmiðunarstéttir er verið að miða við. Nú eru lögreglumenn með hærri laun en öll önnur félög í BSRB.
  • Lögreglumenn eru með hærri heildarlaun en öll BHM félög þegar yfirvinna, vaktaálag og fleira er tekið inn í launin.
  • Jóhanna hefur ekkert með samninga við Lögreglumenn að gera. Þeir semja við Fjármálaráðuneyti þar sem Steingrímur eru við völd.
  • Það er vandi á höndum ef að úrskruður gerðadóms er hundsaður þá myndi það gjaldfella alla gerðadóma sem eru jú notaðir út um allt. Þá gæti fólk ekki treyst því að eitthvað sem þeim er úrskurðað af gerðadóm sé endanleg niðurstaða og því væri gerðadómar ekki nothæfir.

En auðvita er þetta allt Jóhönnu að kenna hún situr í öllum ráðuneytum í öllum nefndum og samningnefndu. Og er illa við lögreglumenn, skuldar. Örugglega líka Grýla og hefndaverkamaður og fleira og fleira. Held stundum að fólk hér sé hætt að hugsa. Lætur bara mata sig á frösum og vitleysu og heldur að það sé voða sniðugt þegar það lætur vitleysuna ganga áfram.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.9.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband