Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar spurningar til lesenda.

Ef við gefum okkur  það, að viðkomandi hafi þá reynslu af umræddum fjölmiðli að orð hans séu tekin "viljandi" úr samhengi. Svör við einstaka spurningum ekki birt í heild o.s.f.v.......  Gæti hugsast að fjölmiðill sem að þannig ynni væri ekki óhlutdrægur í umfjöllun sinni? 

Jafnvel þó að fjölmiðlinum væri það skylt samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni í fréttaflutningi og umfjöllun.

 Vildi einhver ykkar eiga í samskiptum við  fjölmiðil sem þannig ynni,  án þess að tryggja að hægt sé að bregðast við einhverju ofangreindu?

Eða væri ykkur kannski alveg sama að viðkomandi fjölmiðill gæti verið að gera ykkur upp einhverjar skoðanir, aðrar en þið hafið, með því að að rífa úr samhengi og klippa til viðtöl?

 

Ef að reynsla viðkomandi er eitthvað í þá veru sem ég lýsi hér að ofan.  Væri þá rétt að viðkomandi gagnrýni eða saki fjölmiðilinn um óvönduð vinnubrögð, sem sannarlega gætu verið fyrir hendi. Án þess að geta fært sönnur á ásakanir sínar?
 
Eða á þá bara viðkomandi að láta meint óvönduð vinnubrögð fjölmiðilisins sem vind um eyru þjóta og láta sem ekkert sé?
 
Hvort finnst ykkur að fjölmiðlar eigi að búa til fréttir eða segja fréttir?

mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmaður SA í settinu hjá Gísla Marteini.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi starfsmaður  SA var fengin í settið hjá Gísla Marteini til þess að ræða "stöðu Sjálfstæðisflokksins". 

Vitandi það að ESBmálið yrði örugglega þungamiðjan í dómi Þorgerðar hefur Gísla sjálfsagt þótt það engu máli skipta að Þorgerður er í dag starfsmaður SA.  Í það minnsta lét hann þess ógetið í kynningu.

Nú er það alkunna að Þorgerður var jú einu sinni varaformaður og einu sinni menntamálaráðherra. Hins vegar efast ég um að margir svosem viti, að hún starfar nú fyrir SA.  

Það hefur því verið lífsins ómögulegt fyrir þá sem ekki vissu af starfinu hjá SA, að geta metið hvort að þar talaði fyrrverandi varaformaðurinn, fyrrverandi ráðherrann eða starfsmaður SA.

Það er nú bara svo, að RÚV er bundið lögum að sýna óhlutdrægni í umræðum og fréttaflutningi.  Það er ekki gert með því að fela hugsanlega hagsmuni viðmælanda.

Mér gæti í sjálfu sér ekki verið meira sama hverjir sitja í sófanum hjá Gísla Marteini og ausa úr koppum reiði sinnar.  En vegna óhlutdrægnisreglunar er ég nefni hér að ofan, er það lágmarkskrafa að upplýst sé um jafn augljos hagsmunatengsl og það er þegar starfsmaður SA, eys úr koppum reiði sinnar vegna andstöðu fyrrverandi félaga sinna í ESBmálinu.

Að öðru leyti hvað mig varðar persónulega þá finnst mér finnst það afar hvimleitt að vera kallaður fasisti og frekjupungur og það í sjónvarpinu mínu.

En mér finnst líka þetta fólk sem að predikar víðsýni og umburðarlyndi oft ekkert hafa neitt einstaklega umburðarlynd eða víðsýn viðhorf til þeirra hugtaka.


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Störukeppnin endalausa.

Nú er sagt að makríldeilan hafi sett aðildarviðræðurnar í uppnám og þess vegna hafi kaflinn um sjávarútveg ekki verið opnaður. Það er að vissu leyti alveg rétt. En þó ekki alveg fullkomnlega.

Til þess að kaflar séu opnaðir í aðildarferlinu, þarf að liggja fyrir vilji beggja aðila til þess að nálgast sjónarmið hins aðilans í því máli sem kaflinn tekur til.

Þannig var það marga kafla. Þeir voru opnaðir og þeim lokað fljótlega aftur, þar sem lítið sem ekkert bar á milli aðila.

Í sjávarútvegi alveg burtséð frá makríl og öðrum flökkustofnum, standa andspænis hvort öðru, reglur ESB um sjávarútvegsmál og krafa Íslands um sjávarútvegsmál.

Krafa Íslands er í stuttu máli eftirfarandi:
"Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.

Á milli regluverks ESB um sjávarútveg og kröfu Íslands í málaflokknum, er hins vegar himinn og haf. Það eru því afar takmarkaðar líkur á að þessi kafli verði nokkurn tímann opnaður.

Nema annað hvort að ESB breyti sínu regluverki um sjávarútveg. Eða Íslendingar slaki á kröfum sínum í málaflokknum. Eða í  versta falli fallist á gera kröfuna tímabundna. Það er að fallast á að krafan verði sett í tímabundna undanþágu.  Sem síðan falli niður að þeim tíma liðnum sem settur er fram í undanþágunni.

Eru sterkar líkur á því að ESB breyti regluverki sínu með þeim hætti að kröfur Íslands rúmist innan þess? Eða eru Íslendingar tilbúnir að falla frá kröfum sínum að einhverju eða öllu leiti?

Svarið við annarri þessara spurninga eða beggja þarf að vera já. Svo hægt verði að ljúka viðræðum og sjá samning.

Áframhaldandi viðræður eru því rauninni ekkert annað en störukeppni inn í eilífðina, þangað til að jákvætt svar berst við spurningunum hér að ofan.

Lausnir í peningamálum á grundvelli aðildarsamnings bíða þá einnig þess tíma að jákvætt svar við spurningunum berist og störukeppninni ljúki.

Það er því varla hægt að kalla aðildarferlið sem slíkt stefnu í efnahagsmálum. Nema að stefnan sé að vera í störukeppni við ESB.


mbl.is Evrópumálin í brennidepli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð í nafni heiftar og hefnigirni.

Það er að koma meir og meir í ljós, hversu illa igrundaður málatilbúnaður minnihlutans og Gunnars B. var í málinu.  Ekki mátti fresta afgreiðslu tillögunnar, svo hægt yrði að undirbyggja hana með tilætluðum fjárheimildum.  Eða hreinlega til þess að komast að því hvort bærinn gæti staðið undir verkefninu.

  Í fréttum RÚV í kvöld segir svo oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi að það eigi að fara í þessar aðgerðir einhvern tímann á árinu og því hafi verið alger óþarfi að gera úr þessu eitthvað mál.   Afhverju mátti þá ekki fresta afgreiðslu málsins og kanna ofangreint,  fyrst ekkert lá á?  

Af öllum málatilbúaði minnihlutans og Gunnars B. má glöggt sjá að mun minna fer fyrir umhyggju fyrir húsnæðislausum Kópavogsbúum og áhuga fyrir lausn vandans.  Heldur sé megin tilgangurinn að reka fleyn í og koma höggi á meirihlutasamstarfið og gera störf heilindi bæjarstjórans tortryggileg.

Jákvæðu fréttirnar eru þó þær, að þeir tveir einstaklingar helst að baki þessu standa, hafa meldað sig út úr bæjarmálunum frá og með kosningum í vor.  Hljóta þau tíðindi að létta þungu fargi af stærstum hluta bæjarbúa.
mbl.is Kópavogur skuldbundinn að tilkynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðigjaldið hækkað um 40%.


Um eðli og gagnsemi fjárfestinga.

Í umræðunni um fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins, er gjarnan bent á að stjórnvöld hefðu ekki átt að lækka/breyta veiðigjaldinu.  Vegna þess að þá hefðu fallið til fjármunir til lausnar á bráðavanda heilbrigðiskerfisins.

Gott og vel. Ef að lög fyrri stjórnvalda um veiðigjaldið hefðu verið framkvæmanleg, þá hefði þeim að sjálfsögðu ekki verið breytt með þeim hætti og gert var á sumarþinginu.

En þá stæðum við samt sem áður frammi fyrir því, að samkvæmt forgangsröðun fyrri stjórnarflokka, sem settu upphaflega óframkvæmanlegu lögin um veiðigjaldi, þá átti lítið sem ekkert af þeim fjármunum sem óframkvæmanlegu lögin átt að gefa af sér að fara til heilbrigðismála.

Heldur átti langstærsti hlutinn að fara í fjárfestingaráætlun fyrri stjórnvalda, Hús íslenskra fræða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og fleiri verkefna sem að litlu sem engu leyti snúa að bráðavanda heilbrigðiskerfisins.

Vel má halda því fram að áætluð innkoma í ríkissjóð vegna fjárfestingaáætlunar fyrri stjórnar, hefði getað að stórum hluta runnið til heilbrigðiskerfisins. En sú innkoma var einungis til á Exelskjölum og gersamlega háð því að fjárfestingaráætlunin gengi upp. Sem að alls ekki var víst að gerðist.

Fjárfestingaráætlun stjórnvalda með handvöldum verkefnum er í rauninni ekki sú leið sem vænlegust er til eflingar ríkissjóðs. Þar sem að slík áætlun byggir ekki endilega á þörfum markaðsins og þar af leiðandi kannski ekki vænleg leið til viðunnandi afkomu ríkissjóðs.

 Slík leið er því öðru fremur líklegri til þess að reisa minnisvarða um þá stjórnmálamenn eða flokka sem að henni stóðu.  Fremur en að auka tekjur ríkissjóðs, svo einhverju nemi.

Áætlun stjórnvalda sem gerir fyrirtækjunum í landinu kleift að fjárfesta, þar sem þau sjálf telja að vænlegast sé að fjárfesta með framtíðarafkomu sína í huga, er mun vænlegri, með framtíðarafkomu ríkissjóðs í huga. Heldur en  óskalisti fjárfestingaverkefna sem byggður er á pólitískum rétttrúnaði þeirra sem óskalistann skrifa.


Er "póltískt nef" aðildarsinna stíflað?

Það varð ljóst þann 27. apríl sl. að pólitískt umboð samninganefndar Ísland í aðildarviðræðum við ESB, var ekki lengur fyrir hendi.

Lögfræðiálit sem utanríkisráðherra fékk að beiðni stjórnarminnihlutans í Utanríkismálanefnd, þess efnis að ný stjórn eða nýr stjórnarmeirihluti sé ekki bundinn af þingsályktun fyrri meirihluta, staðfesti þá niðurstöðu endanlega.

Framkvæmdastjórn ESB hefur á þessu fullan skilning og í raun kom ákvörðun utanríkisráðherra um að leysa upp umboðslausu samninganefndina, framkvæmdastjórninni ekki á óvart.

Í gærkvöldi braut ég odd af oflæti mínu og hrósaði Framkvæmdastjórn ESB á Facebooksíðu minni, fyrir að skynja og skilja betur en aðildarsinnar, hvernig hinir pólitísku vindar blása þessi misserin á Íslandi.

Viðbrögð "Já Ísland" við ákvörðun utanríkisráðherra, sýna svo og sanna. Að síst var um oflof að ræða í garð framkvæmdastjórnarinnar.

Þjóðnýting almenningssamgangna á kostnað umferðaöryggis í Reykjavík.

Í þinginu í gær vakti Guðlaugur Þór Þórðarson athygli á efirfarandi:

"Fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi borgarstjórn gerðu með sér samkomulag um að gera ekkert í samgöngumálum í Reykjavík næstu 10 árin. Þess í stað verði settur milljarður í almenningssamgöngur á hverju ári.

Samgönguslys kosta 23 milljarða á ári nær helmingur slysa er í Reykjavík!

Nú er það upplýst að hluti þessara fjármuna sem áttu að fara í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer út á land."

Fyrir utan þá fordæmislausu fásinnu að gera það samkomulag sem frá greinir hér að ofan.  Samkomulag sem í raun sett allar framkvæmdir sem stuðla að raunverulegu umferðaröryggi í Reykjavík á ís. Er það gersamlega óþolandi að hluti þess milljarðs sem um ræðir samkvæmt samkomulaginu fari í kostnað við þjóðnýtingu á rekstri rútubíla. Í rekstur sem að svo að svo sannarlega á heima í frjálsri samkeppni.

Sést best, hverjum Árni Páll treystir mest?

Þegar Árni Páll Árnason var félagsmálaráðherra og þar með ráðherra húsnæðismála, var ástandið á leigumarkaði ekki mikið skárra en það er í dag.

Það sem farið hefur til verri vegar, síðan Árni Páll var ráðherra, má að stórum hluta rekja til athafna eða athafnaleysis hans sem ráðherra húsnæðismála og síðar efnahags og viðskiptaráðherra.

Það að Árni Páll  rísi nú upp á afturlappirnar og komi með róttækar tillögur um aðgerðir sem að bæta eigi stöðu fólks á leigumarkaði, segir okkur kannski bara eitt.

Að hann treysti núverandi stjórnarmeirihluta betur til þess að leysa vandann á sómasamlegan hátt, en þeim stjórnarmeirihluta er hann tilheyrði síðasta kjörtímabil.

Um rekstrarform og kostnað við heilbrigðisþjónustu.

Í svart hvítri með og á móti rétt og rangt umræðu um heilbrigðiskerfið okkar, er því stundum haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji einkavæða heilbrigðiskerfið. Líkt og Bandaríkjamenn gerðu.

Og að það sé frekar sérstakt að þeir vilji það, þegar vinstri maðurinn Obama sé að ríkisvæða bandaríska kerfið, því hitt hafi ekki gengið upp.

Eftir því sem kemst næst, þá hefur aldrei verið um ríkisrekið heilbrigðiskerfi að ræða í Bandaríkjunum og af þeim sökum, var það aldrei einkavætt.

Ríkisvæðing Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, gengur hins vegar ekki út á það að ríkið taki að sér rekstur heilbrigðisstofnanna eins og gert er hér á landi.

Heldur að bandaríska ríkið greiði kostnað þeirra við heilbrigðisþjónustu, sem ekki hafa efni á því að kaupa sér sjúkratryggingar. Framkvæmd þjónustunnar muni hins vegar áfram vera í höndum einkaaðila. Bandaríska ríkið er ekki að fara að kaupa upp þarlendar einkareknar  heilbrigðisstofnanir og reka þær.

Hér á landi hefur aldrei verið merkjanlegur vilji til þess að ríkið selji heilbrigðisstofnanir til einkaaðila. Heldur ríkir almennur vilji og sátt um að ríkið eigi og reki hér eftir sem hingað til sínar heilbrigðisstofnanir.

Þær hugmyndir sem að uppi hafa verið hér á landi um byggingu einkaspítala, hafa ekki gengið út á það að sjúklingum verði „rænt“ af íslenska heilbrigðiskerfinu.  Eða þá veita efnuðum  Íslendingum umfram efnaminni  forgang að þeirri þjónustu sem að þar stóð til að bjóða.

 Viðskiptamódel þeirra stofnana hafa gengið út á það, að bjóða erlendum sjúklingum þá þjónustu er bjóða átti.  Annað hvort í samstarfi við sjúkratryggingar viðkomandi landa.  Eða þá á kostnað sjúklinganna sjálfra.  

Hvort að íslenska ríkið eða Sjúkratryggingar ríkissins kæmu síðar til samstarfs við þessi sjúkrahús, hefur í það minnsta ekki enn komið til tals.  Hvað sem síðar verður, ef slíkar stofnanir rísa hér á landi.  Það hefði þó ekki í för með sér einhvern sérstakan forgang íslenskra auðmanna að þeirri þjónustu umfram minna efnað fólk. 

 Heldur kaup Sjúkratrygginga ríkisins á tilteknum fjölda aðgerða. Aðgerða sem annað hvort væri illyfirstíganlegur biðlisti við að komast í.  Eða þá að viðkomandi sjúkrastofnun gæti framkvæmt aðgerðina með minni kostnaði en ríkisrekna sjúkrastofnunun gæti.

Hins vegar hafa í ljósi þess að heilbrigðiskerfið verður stöðugt dýrara hér í rekstri, komið fram þau sjónarmið, að ríkið þurfi ekki og ætti ekki endilega að vera framkvæmdaraðili alls sem framkvæmt er innan  kerfisins. Finnist aðilar sem framkvæmt geti hluta þess, á öruggan hátt, með ódýrari hætti en ríkið gerir í dag.

Ríkið muni þó samt sem áður vera kaupandi þjónustunnar. En verja til þess minni fjármunum pr. hverja aðgerð eða framkvæmd, sökum þess að aðgerðin eða framkvæmdin verður ódýrari.

Með því fyrirkomulagi er í engu verið að slá af kröfum um gæði þjónustunnar eða öryggi. Heldur er  fyrst og fremst verið leita leiða til þess að þjónustan eða hluti hennar verði ekki jafn íþyngjandi baggi á ríkissjóði og flest bendir til að hún verði að óbreyttu um ókomin ár.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband