Leita í fréttum mbl.is

Starfsmaður SA í settinu hjá Gísla Marteini.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi starfsmaður  SA var fengin í settið hjá Gísla Marteini til þess að ræða "stöðu Sjálfstæðisflokksins". 

Vitandi það að ESBmálið yrði örugglega þungamiðjan í dómi Þorgerðar hefur Gísla sjálfsagt þótt það engu máli skipta að Þorgerður er í dag starfsmaður SA.  Í það minnsta lét hann þess ógetið í kynningu.

Nú er það alkunna að Þorgerður var jú einu sinni varaformaður og einu sinni menntamálaráðherra. Hins vegar efast ég um að margir svosem viti, að hún starfar nú fyrir SA.  

Það hefur því verið lífsins ómögulegt fyrir þá sem ekki vissu af starfinu hjá SA, að geta metið hvort að þar talaði fyrrverandi varaformaðurinn, fyrrverandi ráðherrann eða starfsmaður SA.

Það er nú bara svo, að RÚV er bundið lögum að sýna óhlutdrægni í umræðum og fréttaflutningi.  Það er ekki gert með því að fela hugsanlega hagsmuni viðmælanda.

Mér gæti í sjálfu sér ekki verið meira sama hverjir sitja í sófanum hjá Gísla Marteini og ausa úr koppum reiði sinnar.  En vegna óhlutdrægnisreglunar er ég nefni hér að ofan, er það lágmarkskrafa að upplýst sé um jafn augljos hagsmunatengsl og það er þegar starfsmaður SA, eys úr koppum reiði sinnar vegna andstöðu fyrrverandi félaga sinna í ESBmálinu.

Að öðru leyti hvað mig varðar persónulega þá finnst mér finnst það afar hvimleitt að vera kallaður fasisti og frekjupungur og það í sjónvarpinu mínu.

En mér finnst líka þetta fólk sem að predikar víðsýni og umburðarlyndi oft ekkert hafa neitt einstaklega umburðarlynd eða víðsýn viðhorf til þeirra hugtaka.


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er farin að slökkva á fréttum sjónvarps og útvarps þessa dagana, því hlutdrægnin er svo yfirgengileg að það hálfa væri nóg. Ég vild að ég gæti sagt upp þessum miðli, eins og öðrum. En því miður neyðist ég til að borga fyrir að láta demba yfir mig endalausum áróðri dag eftir dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 00:34

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er hjartanlega Sammálaþér Ásthildur!

Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2014 kl. 00:39

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sífeldur ESB áróður á RÚV er óþolandi,hann hefur verk að vinna nýi útvarpsstjórinn ef hann ætlar að ná upp einhverjum trúverðugleika fréttastofunnar t.d..

Ragnar Gunnlaugsson, 3.3.2014 kl. 07:20

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Karl Þorgerður er meiri Sjálfstæðismaður en þið allir varðhundar spillingarinnar í Flokknum. Þorgerður Katrín er ein af fáum sem þorað hefur að tala gegn draugum Davíðsisma (Framsóknarmönnunum) sem hún kallar svo réttilega Svartstakka. 

Vaknið Karl og hristið af ykkur þessa blindni. Framsóknarmennskan í Flokknum er að eyðileggja að við Frjálslindir hægrimenn getum leiðrétt þjóðfélagið og innleitt hér nauðsynlegt frelsi einstaklingsins í atvinnulífið og losað okkur út úr HÖFTUM og EINOKUN sem eyðileggur ekki bara kjör fólksins heldur er áratuga vinna við grunn stoðir velferðar í landinu að liðast í sundur og eyðileggjast vegna hagsmunagæslu Flokksins.  

Ólafur Örn Jónsson, 3.3.2014 kl. 07:54

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort meirihluti sjálfstæðismanna er þjakaður af "Davíðsdraug" eða Framsóknarflokki, ætla ég ekki að dæma, Ólafur Örn.

Hitt liggur fyrir að stór meirihluti landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokks myndaði stefnuna gagnvart ESB málinu og sú stefna er skýr. Lítill minnihluti þessa landsfundar var ósáttur við þá niðurstöðu.

Svo getur þú velt fyrir þér hvor hópurinn telst til "svartstakka" og "harðlínumanna". þeir sem mynda meirihluta innan flokksins eða hinir sem vilja hafa meirihlutaviljann að engu! 

Davíðsdraugar og framsókn kemur þessu máli ekkert við, enda draga þeir einir fram slík rök sem engin önnur hafa.

Gunnar Heiðarsson, 3.3.2014 kl. 10:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Togaraskipstjorinn hefur talað. Hann er alveg með þetta. Guð forði okkur nú samt frá því að hann komist á þin. Nægur er ofstopinn og öfgarnir án hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 11:22

7 Smámynd: Óli Jón

En þurfa þá ekki allir að gera skýra grein fyrir sínum hagsmunatengslum eins og t.d. þeir sem ganga erinda útgerðarinnar annars vegar og landbúnaðarins hins vegar?

Óli Jón, 3.3.2014 kl. 11:34

8 Smámynd: Ingvar

Þorgerður Katrín fékk svo drottningaviðtal á Rás 2 í morgunútvarpinu, heilar 40 mínútur. Ekker gripið framí fyrir henni og öll kúlulan og annað fyrirgefið.

Ingvar, 3.3.2014 kl. 11:51

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér þætti það jú afar óviðeigandi Óli Jón,ef að starfsmaður LÍÚ eða Bændasamtakanna sætu í settinu hjá GM eða einhverjum öðrum og ræddu hagsmunamál útgerðar og landbúnaðar. Án þess að í upphafi viðtals kæmi fram hvar viðkomandi starfaði.

 Fannst þér allt í lagi Óli Jón að því hafi sleppt í kynningu á Þorgerði Katrínu að hún væri forstöðumaður deildar innan SA?  Alveg óháð því hvort að þú hafir vitað tengslin eða ekki.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.3.2014 kl. 14:12

10 identicon

Ekki að það sé eitthvað aðalatriði í þættinum, en það kemur fram í kynningunni á Þorgerði að hún starfi hjá SA

http://www.ruv.is/sarpurinn/sunnudagsmorgunn/02032014-1

Sjá ramma á mín 7 til 7:04 ca

Dagný (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 16:09

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þátturinn er sendur út í útvarp líka.... sjást svona borðar þar?

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.3.2014 kl. 17:43

12 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Karl allir vita að Þorgerður er Sjálfstæðismaður alveg eins og ég og t.d. Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari. Við eru Sjálfstæðisfólk þót við getu ekki stutt framsóknarmennskuna sem á sér stað í flokknum. Ég hef ekki kosið flokkinn í 24 ár en aðhyllist sömu skoðanir og Eykon skrifaði um og Bjarni Benediktson boðaði.

Núna stendur Flokkurinn ekki fyrir neitt sem heitir frelsi einstaklingsins, frelsi í atvinnulífinu, stétt með stétt.

Heldur stendur Flokkurinn fyrir frumvarpi um fiskveiðistjórnun sem byggist á 20 ára EINOKUN í sjávarútvegi? Að eyðileggja vörð frelsis og lýðræðis með hagsmunapoti og spillingu var illra manna verk og eiga þeir lítinn heiður skilið.

PS þú þyrfti að biðja Jón Steinar að "róa sig" hann er að fara á líningunum núna þegar ríkisstjórnin er að hrynja.

Ólafur Örn Jónsson, 3.3.2014 kl. 18:29

13 Smámynd: Óli Jón

Karl: Ég get vel kvittað upp á að Þorgerður Katrín verði eftirleiðis kynnt sem fulltrúi SA ef forsvarsmenn stjórnarflokkanna verði að sama skapi ávallt kynntir sem erindrekar og hagsmunagæslumenn kvótaeigenda og landbúnaðarins.

Óli Jón, 3.3.2014 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband