Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013
30.7.2013 | 13:20
Valkvæðir siðferðisstuðlar "góða fólksins".
Ak-72 fer mikinn á bloggsvæði sínu á DV.is og gerir hluthöfum Vinnslustöðarinnar í Vestmannaeyjum upp mikið siðleysi eins og sjá í meðfylgjandi tengli:
http://www.dv.is/blogg/ak-72/2013/7/29/sidleysi-vinnslustodvareigenda/?fb_comment_id=fbc_283533305121702_1210958_283730741768625#f10605a5e287588
Viðast hvar er það nú eðlilegasti hlutur í heimi að hlutafélög greiði hluthöfum arð. Sé félagið rekið með hagnaði. Hvort að 13% af eigin fé sé heppileg tala eða ekki, skiptir litlu í prinsippinu.
Víðast hvar viðgengst það, að fyrirtæki segja upp starfsfólki sem það hefur ekki verkefni fyrir. Hvergi tíðkast, nema kannski hjá hinu opinbera, að verkefnalausir starfsmenn séu hafðir á launaskrá.
Jafnvel þó það líti kannski betur út samkvæmt einhverjum valkvæðum siðferðisstuðlum og jafnvel þó fyrirtækið skili hagnaði. Hvaða rétt hefðu þá hluthafarnir, þegar að þeirra fjárfestingu væri sóað í laun manna sem engin verkefni eða starfsskyldur hefðu hjá fyrirtækinu? Væri það siðferðislega rétt að sóa fjármunum hluthafanna í slíkt? Eða eiga hluthafar engan siðferðislegan rétt, því að þeir eru partur af "vonda fólkinu"?
Á fyrirtækið kannski að draga úr vinnu annarra starfsmanna og þar með úr tekjum þeirra með því láta hina verkefnislausu ganga í störf þeirra? Væri það siðferðislega rétt gagnvart þeim?
Vinnslustöðin og nokkur önnur sjávarútvegsfyrirtæki gera vel við sitt starfsfólk og vildu jafnvel gera betur við það í launum. Starfsfólkið getur hins vegar þakkað ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í fararbroddi fyrir baráttu ASÍ og Gylfa gegn því að laun starfsfólks í fiskvinnslu og öðrum útflutningsgreinum hækki meira en laun starfsfólks í minna aðbærum greinum.
Vinnslustöðin og nokkur önnur sjávarútvegsfyrirtæki bæta sínu starfsfólki þó upp skaðann af baráttu Gylfa og ASÍ með greiðslu ríflegar desemberuppbótar, umfram það sem kveðið er á um kjarasamningum, ár hvert.
Það er eðli fyrirtækja sem skila hagnaði að fjárfesta til þess að geta bætt afkomu sína enn frekar og gert betur við starfsfólk sitt og hluthafa.
Enda er bætt afkoma og vöxtur fyrirtækja fyrst og fremst það sem getur unnið okkur út úr kreppunni. En ekki auknar álögur hins opinbera, sem oftast nær gera fátt annað en að skerða afkomu og vöxt fyrirtækja. Sem að á endanum verður til þess að tekjur ríkissjóðs standi í stað eða þær dragist saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2013 | 12:44
Af friði og árangri í kjaramálum.
Á heimasíðu sinni skrifar Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna meðal annars:
Kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar er eitt af örfáum kjörtímabilum sem friður ríkti á vinnumarkaðinum. Á kjörtímabilinu voru gerðir kjarasamningar (sumarið 2011) sem nauðsynlegt var að gera þó svo að það hafi kostað töf á efnahagsáætlun stjórnvalda.
Björn Valur telur það eflaust ekki skipta máli að geta stöðugleikasamningnum sem gerður var við aðila vinnumarkaðsins í upphafi síðasta kjörtímabils. Enda reyndist hann, eins og flest annað, sem fyrri ríkisstjórn gerði í þágu fólksins í landinu, marklaust plagg og pappírstætaramatur.
Eins telur Björn Valur eflaust ekki taka því að láta fram koma loforðalista hinnar norrænu velferðarstjórnar í tengslum við kjarasamninganna sumarið 2011. Enda hann jafn marklaus og stöðugleikasamningurinn sem gerður var tveimur árum áður. En á þeim lista var:
- Hækkun atvinnuleysisbóta til jafns við hækkun lægstu launa ekki efnt
- Hækkun bóta almannatrygginga til jafns við hækkun lægstu launa ekki efnt
- Fyrstu skref stigin í jöfnun lífeyrisréttinda fólks á almennum markaði til jafns við opinbera starfsmenn ekki efnt
- Afnám laga um skattlagningu á lífeyrisréttindi fólks á almennum markaði ekki efnt
- Gengi krónunnar styrkt ekki efnt
- Verðbólga í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) ekki efnt
- Rammaáætlun afgreidd í samræmi við tillögu sérfræðinganefndar ekki efnt
- Róttækar aðgerðir í atvinnumálum og auknar fjárfestingar ekki efnt.
Vandinn við loforðalistanna tvo er hins vegar sá að þeir aðilar sem lofað er aðgerðum hafa lítil sem engin úrræði til þess að innheimta loforðin.
Vera má að í ljósi þess hafi fyrri stjórnvöldum verið það ljóst að það í rauninni skipti engu máli hvort loforðin yrðu efnd eða ekki. Bara að það skapaðist tímabundinn friður á vinnumarkaði. Það yrði svo næstu ríkisstjórnar að taka afleiðingum vanefndanna. Yrðu þær einhverjar.
Ekki er Birni Vali heldur ofarlega í huga sá ófriður sem var megnið af síðasta kjörtímabili um kjör starfsstétta á Landsspítalanum og annars staðar í heilbrigðisgeiranum.
Það er því ekki hægt að sjá eða segja annað en að hin norræna velferðarstjórn ríkistjórn jafnréttis og félagshyggju, hafi skilað auðu í kjaramálum.
Í besta falli skotið öllum ófriði á frest og ætlað öðrum að leysa úr þeim úrlausnarefnum sem hún sjálf hummaði fram af sér. Úrlausnarefnum sem gera ekkert annað en að vinda upp á sig, sé úrlausn þeirra frestað.
Sé þetta mælikvarði Björns Vals um árangur fyrri ríkisstjórnar í kjaramálum, er varla við því að búast að hann geri miklar kröfur til núverandi ríkisstjórnar í þeim málaflokki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2013 | 20:44
Reglugerð Ögmundar Svarti Pétur sem aðrir sitja uppi með.
Bara svo það fái að koma fram, þá er ég ekki par hrifinn af áformum Nubos varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Eða önnur áform af svipiðu kaliberi.
Ég er heldur ekkert hrifinn af því að í EES-samningnum skuli ákvæðið um fasteigna og landakaup (ekki spírann) útlendinga af EES-svæðinu skuli vera með þeim hætti sem það er. En ég fékk engu ráðið um það, frekar en afgangurinn af þjóðinni.
Hrifnari er ég af öðru ákvæði EES-samingins, sem fjallar um eignarhlut útlendinga af EES-svæðinu í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þó ég reyndar hallist að því að hámarkshlutinn mætti vera eittvað minni en 49%.
Ég efast um að nokkrum manni dytti það í hug, að óbreyttu að setja reglugerð einhliða, er gengi gegn ákvæðinu um 49% eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum. Nema í besta falli ef að upp kæmi stemmning varðandi sjávarútvegsfyrirtæki . Líkt og var vegna máls Nubos. Enda væri það eflaust brot á ákvæði áðurnefnds EES-samnings og eflaust ekki liðið af ESA.
Reyndar kom upp mál vegna eignarhluta kínversks fyrirtækis í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki fyrir nokkrum misserum. Hins vegar var ekki hægt að aðhafast neitt vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins.
Mér segir svo hugur að Ögmundur hafi nú alveg vitað það, að þessi reglugerð myndi aldrei og gæti aldrei lokað málinu. En hún gæti hugsanlega tafið það og fælt þá frá sem reglugerðin var í rauninni sett til höfuðs. Ögmundur má einnig hafa vitað, í ljósi þess allt benti til þess að hann væri á síðustu dögunum í embætti, að það yrði annarra að taka á afleiðingum reglugerðarinnar. Hverjar sem að þær yrðu.
Varðandi fasteigna og landakaup útlendinga annnars staðar frá en á EES-svæðinu sem sérstakt leyfi þurfi fyrir kaupunum skilst mér að í nær öllum þeim tilfellum hafi leyfi fyrir kaupunum verið veitt að lokum. Þá væntanlega að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Þessi mál hljóta því á endanum að leiða til þess, að menn hugleiði, hvort 20 ára gamall EES-samningur, nánast óbreyttur að mér skilst, sé það sem okkur sem þjóð hentar.
Hvort óska eigi eftir breytingum á honum t.d. í ljósi þess að heimsmyndin hefur breyst töluvert frá því þessi samningur var gerður. Gangi það ekki eftir, að skoða möguleikan á uppsögn hans. Og í framhaldinu skoða möguleika á tvíhliða saminga við þær þjóðir og þjóðabandalög um það sem okkur skiptir fyrst og fremst máli sem þjóð.
Svo er auðvitað alltaf möguleikinn að hafa þetta óbreytt áfram. Atvikum sem þessum yrði þá mætt í þeim mæli sem stjórnarfar hvers tíma byði upp á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2013 | 23:36
Að mæla með sölu á sjálfum sér...
"Sala á eignarhlut ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka dugir skammt til þess að létta á skuldabyrðinni, en með því að selja einnig af 30% hlut ríkisins í Landsbankanum mætti lækka skuldir ríkisins um u.þ.b. 100 ma. kr. Ætla má að lífeyrissjóðir myndu eignast verulegan hluta þessara eigna þannig að þessir hlutir yrðu áfram í sameiginlegri eign þjóðarinnar, segir enn fremur í ritinu."
Það er kannski soldið spes að banki "mæli" með sölu á sjálfum sér og um leið bendi á vænlegan kaupanda.
Afhverju mælir bankinn þá með sölu á stærri hlut af sér? Enda hlyti slíkt að lækka skuldir ríkissjóðs enn frekar.
Það hefur nú varla verið hægt að tala um Landsbankann sem sameiginlega eign þjóðarinnar. Samkvæmt lögum um Bankasýslu ríkisins, þá er ábyrgð á rekstri bankans í raun og veru velt yfir á einstaklinga sem að þjóðin (eigandinn) fær engu um ráðið hverjir eru. Þó svo að pólitíska ábyrgðin hvíli þó ætíð á fjármálaráðherra hvers tíma.
Bankinn er bara réttur og sléttur ríkisbanki. Rekinn af fólki sem að meintur eigandi fær engu um ráðið hvert er. Meintur eigandi, þjóðin, ræður engu um stefnu bankans eða markmið..
Allt tal um sameiginlega þjóðareign er ekkert annað en misheppnuð fegrunnartilraun á fyrirbærinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2013 | 20:32
Nýtt sameiningartákn vinstri manna.
Síðan að Brynjar Níelsson fór að láta að sér kveða með pistlum sínum á Pressunni, má segja að vinstri fólk á Íslandi hafi loksins fundið eitthvað til þess að sameinast um, án þess að allt endi í innbyrðis skærum og skætingi. Það er að snúa út úr öllu sem Brynjar segir og skrifar.
Nokkuð breið sátt er um snúa út úr nýjasta pistli Brynjars með því spyrja hvað Brynjar telji "ónauðsynlega heilbrigðisþjónustu". Úr því að hann skrifar að engum á Íslandi detti í hug að einkavæða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Ef að þetta fólk væri ekki svona upptekið við að snúa út úr því sem Brynjar skrifar, þá myndi það líklegast (og þó) átta sig á því að það sem Brynjar á við er að engum á Íslandi detti í hug að einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Vegna þess að hún er þjóðinni nauðsynleg.
Hins vegar ljá Brynjar og reyndar fleiri máls á því, að skoða megi hvort ekki sé möguleiki á því að einkaaðilar geti framkvæmt einstaka aðgerðir eða rekið heilsugæslu á hagkvæmari hátt en hið opinbera.
Það vita það allir sem vilja vita að slíkt er ekki einkavæðing. Enda er ríkið ekki að afsala sér eða selja nokkrum skapaðan hlut. Heldur er það að leita til þess að kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir borgaranna, á hagstæðara verði en þjónustuaðilar á vegum ríkisins geta boðið.
Rikið semsagt semur við þann sem tekur það aðs sér sem samið er um. Innifalið í þeim samningi er föst tala um kostnað ríkisins og hluta sjúklings.
Væri hins vegar einhver þáttur heilbrigðisþjónustunnar einkavæddur, þá myndi sá sem tæki við þeim þætti þjónustunnar, greiða ríkinu fyrir að hætta að stunda þessa þjónustu. Líklegast myndi hann einnig kaupa af ríkinu þau tól og tæki sem það á til verksins og það húsnæði sem ríkð hafði undir þessa starfsemi. Svo hann sitji nú örugglega einn að þessu verkefni . Ásamt því að hann hefði þá fullan rétt á því að ákveða sjálfur, á hvaða verði hann seldi sína þjónustu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2013 | 21:34
Af heilbrigðismálum og "valkvæðri fávisku".
- Af stærstum hluta umræðunnar um heilbrigðiskerfið, mætti ætla að einungis séu til tvö heilbrigðiskerfi í öllum heiminum. Það íslenska og það bandaríska.
Í það minnsta eru allar hugmyndir um breytingar á heilbrigðiskerfinu hér, sama hversu hófsamar þær eru, tæklaðar sem hugmyndir um að innleiða hér bandarískt heilbrigðiskerfi.
Mér vitanlega hefur enginn ljáð því máls að hér verði bandaríska heilbrigðiskerfið tekið upp. Nema vissulega þeir sem kjósa að mæta til leiks í umræðuna með "valkvæða fávisku" í farteskinu. Því vissulega trúi ég því og í rauninni veit það, að þetta fólk veit betur en það lætur.
Það rætt er um er ýmis þjónusta og aðgerðir sem vel er hægt að inna af hendi annars staðar en á ríkisreknum stofnunum, verði boðin út með það fyrir augum að lækka kostnað ríkisins við slíkt. Kostnaðhluti sjúklings mun þó verða sá sami, eftir sem áður.
Árið 2007 eða 2008 stefndi í óefni vegna þess að biðlistar vegna augasteinsaðgerðum lengdust með degi hverjum. Var þá brugðið á það ráð, að bjóða slíkar aðgerðir út.
Útkoman varð sú að þeir sem hagstæðast komu út úr tilboðunum buðu þessar aðgerðir á þrefalt lægra verði en ríkið/skattgreiðendur höfðu keypt samskonar aðgerðir af Landsspítalanum. Ásamt því sem ört fækkaði á biðlistunum. Án þess þó að sjúklingurinn hafi þurft að greiða hærra gjald en hann gerði á Landsspítalanum.
Þetta litla dæmi sýnir það, að það er vel þess virði að skoða hvort ekki sé hægt að lækka kostnaðinn við ýmsar aðgerðir sem hægt er að framkvæma annars staðar en á sjúkrahúsum. Án þess þó að kostnaðarhluti sjúklingsins hækki.
Allt tal um að ríka fólkið gæti troðið sér framar í röðina hjá einkaaðilum á kostnað þeirra efnaminni. Er í rauninni bara fyrirsláttur hjá fólki sem veit eða ætti í það minnsta að vita betur.
Því ef að slíkt væri raunin, þá væri slíkt við lýði hér í dag. Enda ekkert því til fyrirstöðu að margar einkastofur út í bæ geti nú þegar framkvæmt ýmsar aðgerðir framhjá kerfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar