Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Af meintu málþófi og tímasetningum þingmála....

Á yfirstandandi kjörtímabili, hafa ósjaldan komið fram ásakanir um málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi. 

Það er nú samt ekki svo að málþóf hafi verið fundið upp á þessu kjörtímabili. Enda geymir þingsagan ótal mál, er lentu í málþófi, þó ekki sé farið lengra aftir í tímann, en til 1991.

Athygli vekur að sá tími sem málþóf tók, á þingum fyrir þetta kjörtímabil, er margfallt lengri pr. mál, en verið hefur á þessu kjörtímabili. 

Enda slagar ræðutími, hvers og eins þeirra málþófsdrottninga og kónga fortíðarinnar, hátt upp í ræðutíma alls þingsins í þeim málum, sem nú sagt að haldið sé uppi málþófi í. 

Hverju skildi það sæta? Ástæðan skyldi þó ekki vera sú, að áður en ríkisstjórnarmeirihlutinn getur lagt fram þingmál um stórt og mikilvægt málefni, þá hafi fyrir luktum dyrum, mánuðum saman farið fram alls kyns pólitísk hrossakaup og málamiðlanir, líkt og um sé að ræða minnihlutastjórn sem semja þarf við fleiri flokka á þingi, til þess að ná sínum málum fram. 

Þessar væringar innan stjórnarflokkanna fari fram á þeim tíma, sem eðlilegt væri, að málin væru komin til efnislegrar umræðu og meðferðar þingsins?

Innbyggt sundurlyndi stjórnarflokkanna, ræni með öðrum orðum, þeim tíma frá þinginu sem það þarf til þess að vega og meta hin ýmsu mál er fyrir það er lagt. 

Stór mál komi því oftar en ekki inn í þingið, fyrr en  of seint, svo hægt sé að afgreiða þau með þeim hætti sem eðlilegur geti talist. 

Hið ,,dulda málþóf" sem fellst í hrossakaupum leiðtoga stjórnarflokkanna við eigin flokksmenn, ónýti einnig mörg þeirra mála er um ræðir. 

Enda þurfi í ,,dulda málþófi" sem fram fer innan stjórnarflokkanna, að taka tillit til það ólíkra sjónarmiða, að afleiðingar þeirra stóru frumvarpa, er lögð eru fyrir þingið í tímahraki, verði þau að lögum, ná ekki að dekka þau markmið sem þeim var ætlað í upphafi. 

Eða þá að afleiðingarnar verði beinlínis skaðlegar þjóðinni

Stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við verkefnið.

Ef að staðan er sú á þingi, að þingið megni ekki að leiða stórmál til lykta, þá er þingið ónýtt og óstarfhæft.  

Í ljósi þess að stjórnarflokkarnir, eru ekki sammála um neitt þeirra mála er Helgi nefnir, utan eitt, þýðir lítt að kenna málþófi stjórnarandstöðunar um það hversu illa stjórnarmeirihlutanum gengur að leiða þau mál til lykta, sem efst eru á baugi. 

Vandi þingsins leysist ekki, þó svo að þessi mál er Helgi nefnir, verði sett í þjóðaratkvæði. Enda er Alþingi löggjafinn og verk löggjafans er jú að setja þjóðinni ný lög og breyta eldri lögum, eftir þörfum þess nútíma er í gangi er hverju sinni.

Aðkoma þjóðarinnar að málum, sem löggjafarvald, er ekki möguleg fyrr en forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar sem Alþingi hefur samþykkt sem ný lög.

 Enda er það fólk  sem þjóðin kýs á þing, fulltrúar hennar á Alþingi, sem ætlað er að setja þjóðinni ný lög eða breyta eldri lögum. 

Þjóðin sem slík, setur hvorki lög né breytir þeim, nema til komi synjun forsetans á þeim lögum sem samþykkt voru á Alþingi.

Það er því nokkuð ljóst, að sé staðan sú að Alþingi eða það fólk sem þar starfar, getur ekki sinnt stjórnarskrárbundnum skyldum sínum, þá ber að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.  Engin leið önnur er fær. 


mbl.is Þjóðin taki af skarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundað í ,,leyni"?

Maður hrekkur svosem ekkert í kút þó Hreyfingin fundi með ríkisstjorninni. Jafnvel þó slíkir fundir fari fram á sunnudegi.

Hins vegar finnst mér, í ljósi þess hvert fundarefnið var, að funda hefði átt með fulltrúum allra flokka á Alþingi. 

Ekki bara minnsta þingflokknum. Enda bæði hefð og góð vinnuregla, að ræða stjórnarskrárbreytingar í samstöðu við þingheim allan. 

En það kemur heldur ekkert á óvart að slíkt hafi ekki verið gert. Enda kýs Jóhönnustjórnin það helst að vinna að sínum helstu stefnumálum í sem mestri sundrungu og úlfúð.

Þeim mun meiri ófriður, þeim mun meiri ástæða, til að hamra málin í gegn.

Svo má vissulega velta því upp, hvort nokkuð hefði frést af þessum fundi, á þessum annars óvenjulega fundartíma, hefðu fréttamenn ekki verið að leita viðbragða, formanna stjórnarflokkanna við orðum herra Ólafs, á Sprengisandi í morgun.

En það er önnur saga.


mbl.is Funduðu í Ráðherrabústaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af málatilbúningi Samfylkingar og annarra andstæðinga herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

Andstæðingar herra Ólafs Ragnars Grímssonar, nefna það gjarnan honum til vansa að hann hafi staðfest Svavarssamninginn.

Þessir sömu andstæðingar forsetans, láta þess hins vegar ógert, að nefna til sögunar lykilatriði þeirrar staðfestingar. Fyrirvara Alþingis við þá samninga, sem forsetinn vísaði til með staðfestingu sinni.

Þeim fyrirvörum höfnuðu hins vegar bæði Bretar og Hollendingar alfarið og voru ekki til viðræðu um neitt annað, en samning sem var efnislega á sömu lund og áðurnefndur Svavarssamningur, án allra fyrirvara, þó orðalag hans hafi eflaust verið eitthvað annað.

Það var svo með ,,atkvæðahönnun" þingflokks Vg. að samningur númer tvö var samþykktur í þinginu. Auk þess sem áðurnefnd ,,atkvæðahönnun" kom í veg fyrir það, að Alþingi leyfði þjóðinni að hafa eitthvað um þann samning að segja.

Það voru því eðlileg viðbrögð herra Ólafs, að synja þeim samningi staðfestingar. Enda var efnislega um að ræða samskonar samning og Svavarssamninginn, en án allra fyrirvara.

Andstæðingar herra Ólafs nefna það einnig, honum til vansa, að hann hafi gengið gegn vilja 70% þingheims, er hann synjaði síðasta samningi staðfestingar og leyfði þjóðinni að taka afstöðu til hans.

Það er fyrir það fyrsta rangt að Ólafur hafi gengið gegn vilja 70% þingheims. Naumur meirihluti þingsins, felldi líkt og í fyrra skiptið, tillögu þess efnis að þjóðin fengi að kjósa um samninginn. 

Það er því ekki annað hægt að segja, en að hann gengið gegn naumum meirihluta þingmanna, með því að vísa samningnum til þjóðarinnar.

Auk þess láta andstæðingar Ólafs það algerlega ógert, að geta þess með hvaða rökum, Ólafur synjaði Icesavesamningum staðfestingar öðru sinni. 

Rök Ólafs voru þau, að vegna þess að þjóðin hafi fengið að kjósa um samninginn í fyrra skiptið, þá hafi hún orðið hluti af löggjafarvaldinu, hvað það mál varðar, sem og reyndar önnur mál varðar, er síðar kann að verða vísað til þjóðarinnar samkvæmt málskotsrétti forsetans.

Alþingi hafi því ekki haft óskorað umboð þjóðarinnar til þess að leiða málið til lykta, án aðkomu þjóðarinnar. Þar sem úrslit fyrra þjóðaratkvæðisins hafði ekki þær eðlilegu afleiðingar, að boðað hefði verið til nýrra kosninga til Alþingis.

Enda hafði það þing sem þá sat og situr reyndar enn, ekki eitt löggjafarvald í málinu, sökum höfnunar þjóðarinnar á fyrri samningi.


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýn stefnumál og drengskaparheit við stjórnarskrá....

,,Það væri sannast sagna með ólíkindum ef minnihluti þingsins héldi áfram málþófi til þess að koma í veg fyrir framgang þessa máls í trássi við vilja meirihluta þingsins og þriggja fjórðu hluta kjósenda,“ segir Jóhanna."

Það er ,,sannast sagna" þingmeirihlutinn eða öllu heldur meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem heldur stjórnarskrármálinu í gíslingu. 

Sá meirihluti hefur þvertekið fyrir það að ræða og vinna efnislega tillögur stjórnlagaráðs og annarra aðila.  Vinna úr þeim heilstætt frumvarp, er kalla mætti frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga.

Það brýtur í bága við núgildandi stjórnarskrá, að senda tillögur stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði, sé það tilgangur þingsins hlýta þeirri niðurstöðu í einu og öllu.  Að teknu tilliti til fyrirvara er lúta að lögum og alþjóðasamningum.

 Skiptir þar engu máli þó Alþingi hafi ekki tekist á undanförnum áratugum að breyta stjórnarskránni eða endurskoða hana heildstætt, sökum óeiningar innan þingsins.

  Á meðan núgildandi stjórnarskrá er í gildi, þá er ákveðið verklag í gildi um það hvernig stjórnarskránni skuli breytt. Það er stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja því verklagi í einu og öllu.

 Breyta þarf núgildandi stjórnarskra´, með tilliti til þeirra ákvæða.  Eigi að breyta stjórnarskrá á annan hátt, en núgildandi stjórnarskrá kveður á um.

Þær breytingar sem hingað til hafa verið gerðar á stjórnarskránni, hafa verið gerðar í sátt, svo til allra ef ekki allra lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar, hverju sinni.

Hversu afgerandi afstöðu telur þingmeirihlutinn sig þurfa að fá í þjóðaratkvæðinu, til þess að hunsa ákvæði núgildandi stjórnarskrár?  Dugir 51% , 60%, 75%, eða meira?

 Dugir naumur meirihluti verði kosningaþátttakan á pari við þátttökuna í stjórnlagaþingskosningunum ógildu?

Er ekki eitt af brýnustu stefnumálum eða öllu heldur prinsippum þingheims að virða og fara eftir núgildandi stjórnarskrá? Eða treystir meirihluti þingheims sér ekki til þess?

 En þingmanni sem opinberar með þeim hætti vantraust á sjálfan sig, gagnvart því að fara eftir stjórnarskrá þeirri,  er hann sjálfur ritar drengskaparheiti, virkilega sætt á Alþingi?  Er slíkur söfnuður á vetur setjandi?


mbl.is Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarráðherra ,,verðlaunar" flokksbróðir sinn fyrir að eyðinleggja faglegt ráðningarferli forvera síns.

 

Það má vel vera að Jóhann Ársælsson sé hinn mætasti maður og vel þess verður að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs.

 En það nú samt varla hægt að segja að sé beint, ,,snilld“ að verðlauna stjórnarmann, sem tók þátt í því í samvinnu við þann ráðherra er pólitíska ábyrgð ber á sjóðnum, að eyðinleggja  fyrra ráðningarferlið, þegar nýr framkvæmdastjóri  var ráðinn.

Fyrir um það bil tveimur árum, í félagsmálaráðherratíð Árna Páls Árnasonar, var staða framkvæmdastjórna Íbúðalánasjóðs, auglýst laus til umsóknar.

Allnokkrir sóttu um stöðuna og var viðhaft, svokallað ,,faglegt ferli“ við ráðninguna, þ.e. einhver ráðningastofa út í bæ, látin meta hæfi umsækjenda.

Að loknu því ferli þóttu tveir umsækjendur vænlegur kostur í starfið.  Ásta H. Bragadóttir, þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri ÍLS og settur, tímabundið  framkvæmdastjóri sjóðins og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrum lykilstjórnandi Landsbankans og altmuligmaður Félagsmálaráðuneyti Árna Páls.

Vitað var af sérstökum áhuga Árna Páls á því að Yngvi Örn fengi starfið, enda var orðið fátt um verkefni fyrir hann í Félagsmálaráðuneytinu.

  Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað hins vegar með atkvæðum fjörgurra stjórnarmanna af fimm að ráða Astu H. Bragadóttur í starf framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs.

 Jóhann Ársællsson, fulltrui Samfylkingar í stjórn sjóðsins, sá er greiddi ráðningu Astu ekki atkvæði sitt, bað stjórnina um viku frest, áður en greint yrði frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra ÍLS. 

Jóhann hafði svo í kjölfarið samband við Árna Pál og greindi honum frá niðurstöðu fudnarins og í gang fór leikrit, þar sem sett var á laggirnar sérstök valnefnd, vegna meints ósættis um ráðninguna í stjórn ÍLS.   

 Fólk getur svo vegið og metið með sjálfu sér, hversu mikið ósætti fellst í því þegar einn umsækjandi hefur stuðning 80% stjórnarinnar.

Lyktir málsins urðu svo þær að auglýsa þurfti aftur í stöðuna, þar sem þeir umsækjendur sem hæfir þóttu í starfið í fyrra umsóknarferlinu, drógu umsókn sína til baka.  Af skiljanlegum ástæðum.

 


mbl.is Jóhann stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sporgöngumenn nýfrjálshyggjunar á Islandi.

Að sögn Níels Einarssonar forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, þá er kvótakerfið ,,hreint" afsprengi nýfrjálshyggjunar. 

Það er afar athyglisverð fullyrðing, svo ekki sé meira sagt.

 Kvótakerfinu alltso lögum um aflahlutdeild útgerða var komið á árið 1984, ef ég man rétt, af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.  Það kerfi var hins vegar án framsals aflaheimilda og lögin giltu bara eitt ár í senn. 

 Kvótakerfið var svo fest í sessi árið 1991, með lögum 38/1990 og kvótakerfið markaðsvætt, með framsali aflaheimilda.  Þá voru Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Aþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn í stjórn.

Á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og stærstur hluti þingflokksins greiddi atkvæði á móti lögum 38/1990. 

Í þeirri stjórn sátu meðal annars þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon.

Það má því alveg segja sem svo, að þó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon, leiðtogar hinnar alræmdu fyrstu tæru vinstri stjórnarinnar frá lýðveldisstofnun,  séu á meðal sporgöngumanna nýfrjálshyggjunar á Íslandi. 

Já það er margt skrýtið í henni veröld. 


mbl.is Einar Kristinn: Fiskveiðifrumvörpin og stjórnarskráin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á þetta fólk að gjalda?

Hvers eiga Austfirðingar og nærsveitamenn að gjalda?  

Eflaust geta bæði Vestfirðingar og Suðurnesjamenn, sagt frá því í löngu máli,  hvernig loforðaflaumurinn flaut út um varir ráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar, er hún hélt fundi á þessum stöðum.

Rándýran loforðaflaum er ól í brjósti fólks, von um betra og mannsæmandi líf. 

Hins vegar er hætt við því, að sögurnar af efndunum, verði sínu styttri..... 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitthvor sagan af sama málinu.- Hvorri ber að trúa?

Ekki vil ég væna Nubo um að ljúga að samlöndum sínum í fréttamannastétt. Eða þá að ég vilji væna íslenska ráðamenn um slíkt hið sama. 

Þess ber þó að geta, að ljúgi íslenskur ráðamaður að íslenskum frétta/blaðamanni, þá jafngildir það, nær undantekningalaust, að ráðamaðurinn ljúgi að íslensku þjóðinni.

En hvað sem því líður, þá virðast Nubo og íslensku ráðamennirnir leggja misjafnan skilning í það, hvað gerðist á ríkisstjórnarfundinum á föstudaginn. 

Að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag,  var ekki annað að skilja á þeim er rætt var við, að málinu væri hvergi nærri lokið og í rauninni væri ekki búið að ákveða eitt eða neitt varðandi málið, en að skoða það enn frekar.

Reyndar er það nú svo að samningamenn íslenskra stjórnvalda geta unnið ansi hratt, þjóni það hagsmunum, hinnar raunverulegu pólitíkur er Samfylkingin rekur.  Nægir þar að nefna Icesavesamning Svavars Gestssonar.

Íslenskur aðstoðarmaður Nubos, hefur kannski betri aðgang að upplýsingum um það hvað fer fram á ríkisstjórnarfundum. Það í sjálfu sér þyrfti ekki að koma á óvart. Enda aðstoðarmaðurinn einnig einn af ráðgjöfum Össurar um málefni norðurslóða. 

Reyndar þykir lausmælgi Össurar vera a pari við ,,Gróu á Leiti", þannig að ekki þyrfti það að koma á óvart, að einhverjar viðkvæmar upplýsingar, bærust þaðan með leynd, til manna Nubos. 

En hvað sem því líður, þá þurfa þingmenn og/eða árvökulir og samviskusamir fréttamenn, finnist slíkir hér á landi, að leita svara á því, tæpitungulaust, hvað veldur þessu ósamræmi í fréttum af stöðu málsins. Hver sé í raun staða þess og hvers sé að vænta á næstu vikum, varðandi málið. 

Það skildu þó ekki vera að ,,óvænt" afmælisgjöf til íslensku þjóðarinnar á 68 ára afmæli lýðveldisins verði 40 ára leigusamningur við Nubo, með framlengingarmöguleika til 99 ára. 


mbl.is Huang segir samkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleikur stjórnvalda og hugsanlegt stjórnarskrárbrot.

Líklegast eru samningar stjórnvalda við kröfuhafa bankanna, einhver versti afleikur nokkurra stjórnvalda frá lýðveldisstofnun, hið minnsta.

Í þeim samningum fellst ríkisábyrgð á öllum þeim stjónvaldsaðgerðum sem rýrt gætu hag kröfuhafa bankanna.   Voru þeir samningar undirritaðir, án fyrirvara um samþykki Alþingis á innihaldi þeirra.

Af þeim sökum, hlýtur það að koma til álita, að um stjórnarskrárbrot hafi verið að ræða, þegar samningarnir voru undirritaðir.  Enda er óheimilt að setja á ríkisábyrgð, án samþykkis Alþingis.   

Engin efnisleg umræða hefur verið um efni samningana á Alþingi, þannig að ekki er hægt að sjá með hvaða hætti Alþingi ætti að hafa getað samþykkt þá duldu ríkisábyrgð sem samningarnir fela í sér.

Reyndar er það svo, að það litla um efni samningana sem fengist hefur upplýst, hefur kostað stöðugt stapp stjórnarandstöðuþingmanna við stjórnvöld.

Það leiðir svo af sér eftirfarandi:

Nær allar aðgerðir stjórnvalda til lausnar á skuldavanda heimila, hafa kostað útgjöld úr ríkissjóði, meðal annars vegna samninga við erlenda kröfuhafa bankana.

Stjórnarandstaðan hefur verið óþreytandi í því að benda stjórnvöldum á þá staðreynd, að til þess að mæta þessum auknu útgjöldum, þurfi að auka hér framleiðslu og verðmætasköpun.

Í innbyggðu sundurlyndi sínu geta stjórnarflokkarnir ekki sín á milli, komið neinu í kring sem stuðlar að aukinni framleiðslu og verðmætasköpun. Af þeim sökum, verða skattahækkanir ávallt ,,lausnin". Skattahækkanir sem á endanum hækka allar vísitölur er tenjast lánum heimilana lausnin.

Stjórnvöld hafa því í rauninni ekkert gert varðandi skuldavandann, annað en að senda hann af og til í ,,tímabundið frí", til þess eins að fá hann tvíelfdan afur í fangið. Sínu verri en áður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband