Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
5.5.2012 | 13:00
Í upphafi skildi endinn skoða....
Þetta mál lýsir í rauninni, hversu óstarfhæf og ósamlynd ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er.
Þegar ráðherra í ríkisstjórninni, ákveður á grundvelli þess að undanþága frá lögum geti verið fordæmisgefandi, að hafna undanþágunni, þá leggjast ráðherrar hins stjórnarflokksins og meðhlauparar allir sem einn á árarnar við að finna hjáleiðir framhjá ríkjandi lögum í landinu.
Það er í rauninni litlu hættuminna fordæmi, en undanþágan sjálf frá lögunum, gæti skapað.
Málið í heild sinni, allar þær framkvæmdir sem áformum Nubos fylgja og það rask sem þeim fylgja eru þess eðlis, að fyrir ættu á liggja áætlanir og framkvæmdaleyfi, ásamt rannsókn á hugsanlegum umhverfisáhrifum þess að hola niður nærri tvö þúsund manna byggð á hálendi Íslands.
Því skal haldið til haga, að gangi viðskiptaáform Nubos ekki upp, þá gæti farið svo að á hálendinu standi um ókomna tíð, mynjar brostina drauma. Því varla hyggst Nubo taka til eftir sig og skila landinu í upphaflegri mynd, gangi viðskiptamodel hans ekki eftir.
Huang fagni ekki of snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2012 | 23:31
Pappírstætari Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis gangsettur!!!
"Alvarlegir gallar" er vægt til orða tekið. Frumvarp, sem byggt er á kolröngum forsendum, er ónýtt frumvarp.
Stjornvöld eða aðrir ná aldrei markmiðum sínum, með forsendubrostnum og ónýtum frumvörpum.
Ef yðar einlægum misminnir ekki, þá eru þetta einmitt fræðimennirnir, sem kaffærðu áform stjornvalda um fyrningu aflaheimilda, eitt helsta kosningamál stjórnarflokkanna fyrir síðustu þingkosningar. Með fræðilegri úttekt á hörmungarafleiðingum fyrningar aflaheimilda.
Það stefnir því í það, að það verði árviss viðburður í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu, að kvótafrumvörp fari í gegnum pappírstætarann.
Alvarlegir gallar á frumvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hins vegar er það líka alveg rétt, að þær aðstæður sem uppi voru á ,,gullaldarárum" þeirra lána, voru lántökum hagstæð. Lág gengisvísitala og lágir vextir. Andstætt því sem gilti þá um ,,venjuleg" verðtryggð íslensk lán.
Reyndar var munurinn á þessum lánaflokkum þvílíkur, að þeir einstaklingar er tóku íslensku lánin, voru jafnan í rauninni taldir vitleysingar. Þar sem þeir létu bjóða sér það, að vera hlekkjaðir í viðjum verðtrygginar um ókomin ár.
Það er því morgunljóst að hver sá sem hefði látið sér í hug detta, löggjöf gegn gengistryggðum lánum eða dómsmál til þess að fá ólögmætið staðfest af dómstólum, hefði eflaust verið vistaður með sama inn á lokaðir geðdeild og lyklinum hent.
Það í sjálfu sér réttlætir ekki viðbragðsleysi stjórnvalda, gegn gengistryggðu lánunum, á þeim tíma er þau voru í boði.
Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt og í raun með ólíkindum, að núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að láta gengistryggðu lánasöfnin í hendur kröfuhafabankanna, með þeim hættti sem það var gert.
Þegar sú ákvörðun var tekin, höfðu stjórnvöld upp á vasann lögfræðiálit er taldi þessi gengislán ólögmæt. Auk þess sem málarekstur vegna þessara lána var rétt hafinn, eða í burðarliðum.
Það glæpsamlega við ákvarðanir núverandi stjórnvalda, var þó að semja við kröfuhafa bankanna á þann hátt, að allar stjórnvaldsaðgerðir stjórnvalda, er skert gætu hag kröfuhafana, yrði þeim bætt úr ríkissjóði.
Sú ákvörðun stjórnvalda í raun heftir löggjafann í þeirri viðleitni sinni, að tryggja umbjóðendum sínum réttlát málalok. Ákvörðun stjórnvalda, gæti jafnvel óbeint eða beint haft áhrif á dómstóla, er þeir taka ákvörðun um réttlát málalok varðandi útreikninga gengistryggðra lána.
Það er því alveg skoðandi að athuga, hvort stjórnvöld hafi ekki brotið ákvæði stjórnarskrárinnar, með undirritun samninga við kröfuhafa bankana. Samninga sem gætu falið í sér óskilgreindar skuldbindingar ríkissjóðs. Án þess að leita heimildar löggjafans fyrir slíku.
Fullkunnugt um ólögmætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2012 | 00:21
Hæstvirtur forsætisráðherra lykilvitnið?
Það hlýtur að vera borðleggjandi að hæstvirtur forsætisráðherra, beri vitni í þessu máli. Enda ráðherrann í aðalhlutverki atburðarrásarinnar.
Hæstvirtur ráðherrann semur um kaup og kjör við Má. Hæstvirtur ráðherrann semur svo frumvarp til laga sem rýrir kjör Más um 300 þús kr. og kemur því í gegnum þingið
Hæstvirtur ráðherrann reynir svo að ,,leiðrétta" laun Más í felum bakvið formann stjórnar bankans, sem flutti tillögu um ,,leiðréttinguna", að beiðni hæstvirts forsætisráðherra.
Máli Más ekki vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar