Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Þjóðin þarfnast kosninga.- Ekki stjórnarflokka sundurlyndis og ágreinings.

 

Alþingi með eins manns stjórnarmeirihluta, þar sem ekki ríkir traust manna og flokka á milli, er ónýtt Alþingi. Eina málið sem stjórnarmeirihlutinn getur staðið saman að, er að verja verklausa ríkisstjórn falli, forða þar með kosningum og fresta afhroði stjórnarflokkanna.

Þjóðin á skilið Alþingi þar sem forysta þess, stjórnarmeirihlutinn, nýtir þá orku sem innan hans býr í öll þau verkefni sem bíða þess að farið verði í til uppbyggingar lands og þjóðar.  En ekki forystu sem nýtir sem nýtir alla sína orku  til þess eins, að skapa sundurlyndi og ósamstöði sín á milli, sem smitar út frá sér og leggst á þjóðarsálina sem ólæknandi vírus.

Í landsstjórninni hafa stjórnarflokkarnir klúðrað erindi sínu við þjóðina.  Erindi það sem þeir buðu upp við þjóðina var í rauninni bara hjóm eitt.  Þeirra erindi í dag, er það eitt að tóra fram á vorið 2013.

Fólk eða flokkar án erindis við þjóðina, eru fólk og flokkar án góðra verka henni til handa.

Þjóðin býr ekki við stjórnarkreppu, heldur býr hún við stjórnunarkreppu.  Við slíkar aðstæður á þjóðin sér enga von, nema boðað verði til kosninga sem fyrst.

 


mbl.is Segir Alþingi orkulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðumat úr höfuðstöðvunum í Stórholtinu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í vörn allt þetta kjörtímabil og í rauninni lítið  gert annað en að verjast mismarktækum ásökunum, vegna hrunsins.  Þó stundum hafi mátt greina þaðan málefnalega og jafnvel stundum ómálefnalega burði til aðhalds, við skaðlega stefnu stjórnvalda.

Þrátt fyrir að vera bæði í ,,vörn“ og í stjórnarandstöðu á meðan versta ríkisstjórn í sögu landsins er við völd og sókn ætti að vera besta vörnin, þá helst fylgið nokkuð stabílt . Menn skora ekki í vörn. En þegar nær dregur að móti (kosningum), þá hefst sóknin.

Báðir stjórnarflokkarnir hafa átt ,,sókn" síðan síðasta könnun var framkvæmd (flokksstjórnarfundir), en brenndu illilega af.  Svo aumt er ástandið, að bitlaus stjórnarandstaða, oft á tíðum, fríkkar lítt upp á ástandið Enda ekkert þar í boði, annað en stöðugar erjur og sundurlymdi skolað niður með gömlu víni  á enn eldri belgjum.  

Fjara virðist undan Samstöðu Lilju Mós, eftir fljúgandi start, sem byggðist að mestu á óraunhæfum væntingum, á meðan fólk áttaði sig einnig á því, að sá hópur sem að flokknum stendur með Lilju, getur aldrei látið flokkinn standa undir nafni. Eins og reyndar nýlegir atburðir sýna.

Hreyfingin virðist vera nokkuð stabíl á ,,einskis manns landi“ hvað fylgi varðar.  Spurning hvað gerist er fylgi Breiðfylkingarinnar sem hún á aðild að, fer að tikka inn.  Samt allt eins líklegt, að banabiti þeirrar fyllkingar gæti orðið, úr hversu ólíkum áttum hugmyndafræðilega sá hópur sem Breiðfylkinguna skipar er.  Líkt og virðist geta orðið ,,banamein“ Samstöðu Lilju Mós.

Framsóknarflokkurinn hefur líkt og Sjálfstæðisflokkurinn verið í vörn frá hruni.  Auk þess sem að draugar fortíðar, hafa verið tíðir gestir í umfjöllun um hann.  Einnig virðist einhver ,,kratismi“ hafa skotið rótum í þeim flokki, sem gerir hann vissulega ósamstæðari og líklegri til klofnings.  Af þeim sökum er hann kannski ekki eins vænlegur kostur og hann gæti átt skilið. 

Hvað Bjarta framtíð Guðmundar Steingríms og Besta flokksins varðar, er ekki gott að segja.  Flokkurinn stofnaður og kynntur sem flokkur með ,,breytilega“ stefnu ,eftir vali þeirra er heimsækja og skilja eftir ,,skilaboð“  netsíðu flokksins hverju sinni. 

Flokkurinn skröltir rétt undir því að ná manni inn en gæti samt náð nokkrum inn, án dragtískrar breytingar á fylgi.  Flokkurinn og framvarðarsveit hans hafa verið lítt áberandi frá stofnun flokksins.  Spurning er svo hvort það verði þeim til framdráttar eður ei, meira beri á flokknum, þegar nær dregur kosningum.  Hvort flokkurinn nái að selja sig á landsvísu, líkt og Besti flokkurinn gerði í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða hann verði flop. 

Svo er spurning hvað önnur framboð er kunna að vera í farvatninu gera.  Kannski ekki rétt að reyna að ,,greina“ hvað úr þeim verður, fyrr en þau hafa verið tilkynnt til leiks og hafa tilkynnt stefnu sína.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun og efla það sem fyrir er.

Núna lætur nærri að ca. 10 til 12 þúsund manns séu á atvinnuleysisskrá.  Það þýðir að gæti þriðja hvert þeirra 27 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja, bætt við sig einum starfsmanni, að meðaltali, þá færi það langt með hreinsa út af atvinnuleysisskrá.  

Við hvern einstakling sem fer af atvinnuleysisskrá, verður sveifla upp á ca. 4 milljónir fyrir Ríkissjóð og atvinnulífið.  Viðkomandi einstaklingur, hættir að fá greiddar atvinnuleysisbætur, frá Atvinnutryggingarsjóði, sem fjármagnaður er að stórum hluta af fyrirtækjunum í landinu og fer á launaskrá hjá einhverju þeirra.

Þessi einstaklingur hefur hærri tekjur af vinnu sinni en af atvinnuleysisbótum og greiðir þ.a.l. hærri tekjuskatta. Auk þess sem neysla hans eykst sem breikkar svo neysluskattsstofna.

 Níuþúsund ný störf mönnuð af fólki af atvinnuleysisskrá, myndi því skila "sveiflu" upp á 36 milljarða, hið minnsta.  Því fjármagni yrði að skipta í sama hlutfalli og tekjustofn Atvinnuleysistryggjasjóðs er myndaður.  Atvinnulífið fengi það hlutfall af þessu fjármagni sem nemur framlagi þeirra til Atvinnuleysistryggingasjóðs, ríki og aðrir það sem eftirstendur.

 Myndi slík tilhögun ekki eingöngu efla Rikissjóð strax, eða því sem næst, heldur einnig á síðari stigum, þegar að atvinnullífið færi að fjárfesta, fyrir það fjármagn sem það fengi í sinn hlut. 

Einhvern hluta þeirrar upphæðar sem flyst til við þessarar breytingar, ætti einnig að veita til nýsköpunnar og öflun nýrra markaða fyrir framleiðslu okkar.

 Grunnstefið að þessari vegferð okkar úr atvinnuleysi, til framleiðsluaukningar, verðmætasköpunar og velmegunar er að efla nýsköpun og skapa hér traustan rekstrargrundvöll til framtíðar, fyrir undirstöðuatvinnuvegina. Enda mörg lítil og meðalstór fyrirtæki með aðkomu að þeim atvinnuvegum, með einhverjum hætti.

 Annað hvort starfa þessi fyrirtæki við þessa atvinnuvegi eða þá þjónusta þá.  Aukin nýsköpun gæti svo fjölgað fyrirtækjum, bæði í undirstöðuatvinnugreinunum eða í þjónustu við þær. Eða bara einfaldlega skapað ,,nýjar" atvinnugreinar.

Allt þetta yki svo tekjur Rikissjóðs og gerði okkur fært að verja meira fjármagni til mennta og velferðarkerfis.   


mbl.is Smáfyrirtækin skila mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla samtryggingarkerfið ,,endurlífgað" af Samfylkingunni.

Í ályktun stjórnar Samfylkingarfélags Reykjavíkur, þar sem þingmenn flokksins voru hvattir til þess að koma í veg fyrir að ákæran á hendur Geir Haarde yrði dregin til baka, stendur m.a.:


,, Með því væri gamla samtryggingarkerfið leitt til öndvegis á ný í íslenskum stjórnmálum, öfugt við málflutning Samfylkingarinnar við síðustu alþingiskosningar og raunar allt frá stofnun flokksins fyrir tólf árum."


Það er nú varla hægt að draga aðra ályktun en, að þegar greidd voru atkvæði um landsdómsákærur, hafi einmitt ,,gamla samtryggingarkerfið" verið í aðalhlutverki hjá þingmönnum Samfylkingarinnar.  Enda hlífðu þingmenn flokksins eigin félögum við ákæru fyrir landsdómi.

Það er með algerum ólíkindum að Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hafi lagt sín lóð á þær vogarskálar, að mál sem hún taldi rangt, eða í það minnsta sagði það rangt, nái fram að ganga, þegar möguleiki er á öðru. 

En það segir okkur líklega bara það að Jóhanna og Samfylkingin eru enn föst í ,,gamla samtryggingarkerfinu“ og virðast bara þrífast vel í því.

Líklegt má telja að hefði frávísunin verið felld og greidd atkvæði um tillögu Bjarna, að  þá hefði ákæran verið afturkölluð.  Þá hefðu blasað við, þau stjórnarslit sem stefndi í, fyrir ,,atkvæðahönnun“ þingflokks Samfylkingar  þegar atkvæði voru greidd vegna landsdómsákæranna.

  Enda stefndi í stjórnarslit, eftir að Jóhanna flutti ræðu í umræðunni um landsdómsákærunar, þegar Jóhanna sagði málið rangt og ekki ætti að ákæra nokkrun mann fyrir landsdómi.  Eina sem gat forðað þeim stjórnarslitum, var að koma í það minnsta einum fyrir landsdóm.

 


mbl.is Jóhanna styður frávísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju þegir Landsbankinn?

„Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segir að Gunnar Andersen, forstjóra FME, hafi verið kærður til lögreglu en ábendingar hafi borist um að Gunnar kunni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér upplýsinga úr bankakerfinu án heimildar.“

Fram hefur komið í fréttum að starfsmaður Landsbankans hafi afhent Gunnari   þessar upplýsingar á heimili hans í fyrrakvöld. 

Þetta þýðir á mannamáli, eigi þessar ásakanir við rök að styðjast, að þessi starfsmaður Landsbankans sé samsekur Gunnari um að hafa brotið lög um bankaleynd.

Það er því besta falli afar óeðlilegt, að ekki hafi heyrst hósti né stuna frá Landsbankanum vegna málsins. Hverju skildi það sæta, að bankinn þegir vegna málsins?  Þykir yfirstjórn bankans, sem er ríkisbanki, það hið besta mál að starfsmaður bankans , brjóti lög um bankaleynd? 

Á meðan bankinn þegir, þá má alveg líta svo á, að bankinn sé sáttur við gjörðir síns starfsmanns og sé því í rauninni samsekur honum. 


mbl.is Gunnar kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband