Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Á/má í stjórnarskrá vera ákvæði sem ,,hefta" möguleika á aukinni arðsemi og hagkvæmni við nýtingu auðlinda?

Áður en lengra er haldið, skal það koma skýrt fram, að í pistli þessum, fellst ekki efnisleg afstaða til kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar eða til annarra greina tillagna stjórnlagaráðs en þeirra er hér eru til umræðu.

,,Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Gísli Tryggvason, einn stjórnlagaráðsmanna, á að frumvarpið sé ekki í samræmi við tillöguna í a.m.k. tveimur atriðum. Í tillögu stjórnlagaráðs sé kveðið á um að stjórnvöld geti veitt leyfi til afnota af auðlindum til tiltekins hóflegs tíma í senn. „Mér finnst mjög hæpið að 20 ár plús 20 ár, það er 40 ára forgangsréttur kvótahafa, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, teljist tiltekinn hóflegur tími í senn,“ segir hann.

Hvað sé hóflegur tími nýtingarrétts á auðlind, hlýtur að ákvarðast fyrst og fremst af hagkvæmnisástæðum.  Sáttanefndin svokallaða, vildi eftir að hafa skoðað málið og leitað faglegs álits, hafa þann tíma eitthvað lengri, ef ég man rétt.  Stytting tímans má öðru fremur skrifa á ákvörðun stjórnarflokkanna, en einhverja meðvitaða ákvörðun um hófsemd eða hagkvæmni.  Enda er hagkvæmur rekstur þeirrar starfsemi sem auðlindina nýtir, ein af lykilforsendum þess, að auðlindin skili á endanum þjóðinni einhverjum arði.  Beinum jafnt sem óbeinum.  

Hófsemd varðandi tíma nýtingarréttar, hlýtur því að þurfa að ákvarðast af því hvaða lengd tíma, skilar hvað mestri hagkvæmni og arði í greininni, fremur en skoðunum manna, eins misjafnar og teygjanlegar þær geta orðið.

„Í tillögu stjórnlagaráðs er einnig kveðið á um að leyfi til afnota af auðlindum verði veitt gegn „fullu gjaldi“. Gísli segir að þarna sé átt við markaðsverð. Þar sem veiðigjald sé ekki sett á með því að bjóða veiðiheimildir á frjálsum markaði geti það ekki talist vera fullt verð fyrir afnot af auðlindinni. Gísli segir að ef eða þegar nýja stjórnarskráin taki gildi muni allir samningar og lög sem stangast á við stjórnarskrána falla á brott og án þess að bætur komi í staðinn.

Reyndar er það nú svo, að varðandi veiðgjaldið, ætii frekar að ríkja ,,hófsemd“, en við ákvörðun á tíma nýtingarréttar.  Enda hlyti sú ,,hófsemd“ fyrst og fremst að byggjast á því, hversu hátt gjald greinin getur greitt hverju sinni. Án þess það sligi hana og hefti möguleika hennar til aukinnar hagkvæmni og fjárfestinga.  Fjárfestinga sem skila bæði fyrirtækjum er auðlindina nýta arði og þjóðinni.  Sem nýtur hans einnig  óbeint af þeirri ástæðu að fleiri arðsöm störf skila fleiri krónum í ríkiskassann. Enda hlýtur hagur þjóðarinnar, fyrst og fremst að vænkast í réttu hlutfalli við vöxt þeirra fyrirtækja er nýta auðlindir í hennar eigu.  

 Við ákvörðun gjalds fyrir nýtingu auðlinda, á miklu fremur að liggja til grundvallar, afkoma og afkomumöguleikar þeirrar greinar sem auðlindina nýtir, fremur en ströng tilmæli í stjórnarskrá.

Hagsmunir þjóðarinnar, líggja ekki síður í óbeinum arði / rentu af auðlindinni, en í beinum arði/rentu af auðlindinni.

Hvað brottfall laga og samninga varðar, fari svo að ný stjórnarskrá kalli á slíkt, getur það varla verð í anda mannréttinda og almennra réttinda lögaðila, að fótum sé kippt undan afkomu þeirra aðila er í greininni starfa, án bóta. Hvort um sé að ræða fyrirtækin sjálf eða starfsmenn þeirra.  Stjórnarskrá sem kveður á um slíkt, getur vart talist stjórnarskrá þjóðarinnar.  Brjóti hún á rétti og skerði afkomu tiltekins hluta hennar og þjóðarinnar allrar á endanum.


mbl.is Bryti gegn nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lentu tillögur stjórnlagaráðs í ,,pappírstætara Alþingis"?

Í sumum skúmaskotum netheima er engu líkara en að Sjálfstæðisflokkurinn, hafi af illgirni einni saman, rennt tillögum stjórnlagaráðs í gegnum pappírstætara Alþingis.
 Enda tala margir þannig, með djúpum ekkasogum, að ætla mætti að þær tillögur séu, með öllu, horfnar af yfirborði jarðar.

Þau gleðitíðindi má þó færa landsbyggð gervallri, að þessar tillögur eru enn til og eru ennþá jafn slæmar eða góðar (smekksatriði) og áður.

Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, þarf bara að fara að hysja upp um sig brækurnar og fara að vinna smíði frumvarps að nýrri stjórnarskrá þjóðarinnar, í samvinnu við minnihluta nefndarinnar.

 Til aðstoðar mætti svo kalla fagfólk og hafa umsagnir stjórnlagaráðsfulltrúa og annarra, til hliðsjónar  við þá vinnu alla.

Reyndar er það svo að nefndin hefði betur nýtt veturinn til þeirra verka, fremur en að eyða honum í að semja spurningar, sem bjóða upp á þess háttar svör, að hægt verði að sveigja þau og beygja eftir behag og túlka eftir því hvorum megin borðs setið er. 


mbl.is Endurtekið efni hjá Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Jóni og Jóhönnu......

Hvað sem segja má um ráðherraferil  Jóns Bjarnasonar, þá er nú æði margt af því sem hann segir varðandi svokallað ,,bílslys" satt og rétt.

Líklegast hefur vinna við frumvarp, varla verið meira en ca. 6 mánuði, á hans borði, af þeim þrjátíu sem hann var ráðherra.

Málið fór í ,,sáttanefndina"  haustið 2009.. Þar inni var málið fram á haust 2010 og lauk vinnu nefndarinnar með því að nær allir sem í nefndinni sátu urðu sammála um niðurstöðu hennar. Þar á meðal fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni.

Þá tóku við, þrátt fyrir að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi skrifað undir sátt sáttanefndarinnar,  reipitog og pólitísk  hrossakaup stjórnaflokkana um málið, þar sem áðurnefnd sátt, var teygð og toguð eftir dyttum hinna ýmsustu sjónarmiðum, sem uppi eru í stjórnarflokkunum.  

Tók það ferli heilan vetur og var frumvarp það sem nú kallast ,,bílslysið" lagt fram á síðustu dögum síðasta vorþings.
 
Þá kom í ljós að ekki einu sinni stjórnarmeirihlutinn gat stutt frumvarpið og hafa tveir ráðherrar, lýst andstöðu sinni við það frumvarp.

Frumvarpið fór þá inn í atvinnuveganefnd, sem leitaði umsagna hagsmunaaðlia, síðasta sumar og fram á haust.

Þá fékk Jón málið aftur á sitt borð og hóf  vinnu að nýju frumvarpi.
Hins vegar hlutu þau minnisblöð sem Jón var að vinna í sambandi við það frumvarp, ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar, eða í það minnsta samfylkingarhluta hennar.
Jón birti síðan minnisblöðin á vefsíðu ráðuneytisins, við vægast sagt litlar undirtektir Jóhönnu og co.

Málið var þá tekið af honum aftur og skömmu síðar varð hann óbreyttur þingmaður aftur....


mbl.is „Sjaldan heyrt aumari málflutning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþörf og/eða loðin spurning.

 ,,1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?"

Þessi spurning er í rauninni óþörf eða í besta falli afar loðin.
Það er ekki svo vitað er til aðrar tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þannig að ef að þjóðin segði ,,nei" við þessari spurningu, hvað gerði þingið þá? Yrði þá ekkert frumvarp lagt fram?   Eða verða þá kannski bara bætt inn í núlgildandi stjórnarskrá, ákvæðum um auðlindir í þjóðareign, þjóðkirkjuna, persónukjör og kjördæmaskipan?

Svo má auðvitað spyrja og sú spurning hlýtur að vera góðra gjalda verð og í raun nauðsynleg: ,,Afhverju í veröldinni, hefur stjórnskipunar og eftirlitsnefndin, ekki nýtt veturinn í að yfirfara eða láta fagfólk yfirfara tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til laga og alþjóðasamninga?

 Fátt eða ekkert hefur komið fram, hvort einhver ákvæði tillagna stjórnlagaráðs, stangist á við lög eða alþjóðasamninga. Þannig að fólk veit þá ekki, hvort sú tillaga sem það vill að verði lögð fram sem frumvarp, verði mikið, lítið eða ekkert breytt eftir slíka yfirferð.

Það hlýtur að vera sanngjörn krafa, að löggjafinn sem slíkur, efni ekki til kosninga um tillögu sem enginn í rauninni veit hvernig líta mun út á endanum.

Svo má auðvitað velta því fyrir sér, hvernig ,,jáið“ yrði túlkað.  Yrði ,,leyfi“ þjóðarinnar túlkað sem stuðningur hennar við þessar tillögur, eða þá bara stuðningur við að þessar tillögur verði lagðar fram?


mbl.is Tal um málþóf óskiljanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir stækkunarstjórar ESB og Össur.

,,Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var gestur fundarins og þvertók hann fyrir það að slík aðlögun ætti sér stað. Sagði hann að gengið hefði verið þannig frá málinu að Ísland þyrfti ekki að fara í slíka aðlögun samhliða viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eins og annars væri hefðbundið þegar ríki sæktu um inngöngu í sambandið. Um væri þannig að ræða sérstakt ferli í tilfelli Íslands."

Nú er það svo að í það minnsta tveir stækkunarstjórar ESB, haldið öðru fram og vísað í regluverk ESB, máli sínu til stuðnings.

Það er því afar hæpið að um einhverja ,,sérlausn" sem Össur reddaði, sé að ræða.  Slíkt er nánast ómögulegt, enda hefðu allar aðildarþjóðir ESB, þurft að samþykkja þá ,,sérleið".  Eins má leiða að því líkum, að karekter eins og Össur, sem leiðist ekki að básúna eigin ágæti, hefði  ,,gortað" af því að hafa náð slíkri ,,sérlausn" fram.

Annars ætti það ekki að vera Össuri erfitt að sýna fram á að hann fari með rétt mál og áðurnefnd ,,sérlausn", sé í gildi.   Samkomulag um slíka ,,sérlausn", hlýtur jú að vera skriflegt.  Enda ekki um neitt smámál að ræða. 


mbl.is Könnuðust ekki við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef þjóðin segir nú ,,nei"?

„Við í nefndinni erum enn að vonast til að þetta lýðræðismál verði ekki stoppað,“ segir Valgerður. „Ef það verður gert er auðséð að þeirri miklu vinnu sem var lögð í tillögurnar verður hent út um gluggann. Það sjá allir.“
Það er athyglisvert að meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, virðist ekki ,,þora" að leggja fram tillögur stjónlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, fram án leyfis eða ráðgjafar þjóðarinnar. 

  Ætti slíkt ,,leyfi“ að forða þingmönnum eða öðrum að leggja til breytingartillögur við frumvarpið?  Verður það þá kannski viðkvæðið, ef einhver vill breyta einhverju, að þjóðin hafi viljað eitthvað og því megi engu breyta?  Ætlar þjóðin eða stjórnlagaráðið að axla pólitíska ábyrgð, komi í ljós síðar að einhverjar þessara tillagna standist ekki skoðun?
 Getur þá þingið eða þá einstaka þingmenn afneitað ábyrgð sinni á að hafa greitt þessari stjórnarskrá atkvæði sitt, með því að segja, að þjóðin hafi viljað þetta svona? 

Hvað ef þjóðin ,,bannar" nú framlagningu á tillögum stjórnlagaráðs?

Á þá tíu mánuðum fyrir kosningar að hefja vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár? Verður þá bara bætt inn þeim atriðum í ,,gömlu“ stjórnarskrána, sem þjóðin kann að samþykkja í ráðgefandi þjóðaratkvæði?  Eða bara sleppa allri frekari vinnu við gerð stjórnarskrár og henda rúmlega einum milljarði út um gluggann?


mbl.is Vinnu stjórnlagaráðs hent út um gluggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að óttast eða óttast ekki dóm/rödd þjóðarinnar - Kosningar strax!!

„Ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu, sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í þinginu í dag og vísaði þar til þingsályktunartillögu um að tillögu stjórnlagaráðs verði vísað til þjóðaratkvæðis í sumar samhliða forsetakosningum.

Spyrja má, hvaða þingmenn óttast þjóðina meira? Þeir þingmenn, sem ekki virðast treysta sér, til þess að vinna breytingar á núgildandi stjórnarskrá, á þann hátt sem sú stjórnarskrá segir til um.  Eða þá þeir þingmenn sem treysta sér til þess.  Enda er það svo, að þingmenn/flokkar, hljóta  dæmdir af verkum sínum og engu öðru,  þegar kosið er til Alþingis. 

 

,,97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr."

Einnig má spyrja, á hvaða hátt þingið hyggst nýta sér niðurstöður þessa ,,ráðgefandi þjóðaratkvæðis?  Verður efnisleg niðurstaða Alþingis, á þann hátt sem ,,ráðgjöf þjoðarinnar verður, eða verður hún á einhvern annan hátt?  Hvað þyðir t.d. eftirfarandi spurning?

  ,,1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?"

Verður tekið tillit til þeirra laga, sem í gildi verða, þegar áðurnefnt þjóðaratkvæði fer fram, eða er miðað við þær lagabreytingar, sem gætu orðið, þangað til Alþingi tekur tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar?  Verður tekið tillit til þeirra alþjóðasamninga, sem í gildi verða þegar áðurnefnt þjóðaratkvæði fer fram, eða verður tekið tillit til þeirra alþjóðasamninga, sem gætu jafnvel orðnir staðreynd, þegar Alþingi tekur tillögur stjórnlagaráðs, til efnislegrar meðferðar?

,,Skuldbindur" Alþingi sig til þess að fara að í einu og öllu eftir því sem svör eftirfarandi spurninga verða? 

,1.    1. Náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?

2.    2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er?

3.    3.  Persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

4.    4. Ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

5.    5. Ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? 

Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%. 

Skiptir þá engu máli, hver sannfæring þingmanna er í ofangreindum atriðum?

Væri það ekki klár sniðganga við núgildandi stjórnarskra, leggi Alþingi eða meirihluti þess, til  að stjórnarskrármálið, verði í raun leitt til lykta áður en Alþingi tekur það til efnislegrar meðferðar?

,, 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."

 

 

Eru þingmenn ekki á ,,gráu svæði" svo ekki sé meira sagt, ef þeir samþykkja framsal á stjórnarskrárbundnum skyldum sínum.  Framsal sem ekki heimilt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá?  

 Er það ekki einboðið að rjúfa verði þing og  boða verði til kosninga, þegar meirihluti alþingismanna, treystir sér ekki til þess að sinna sínum stjórnarskrárbundnu skyldum sínum og framselur þær til þjóðarinnar, í trássi við ákvæði núgildandi stjórnarskrár? 


mbl.is Hafnað að veita afbrigði vegna þingsályktunartillögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin spurð, en Alþingi tekur ákvörðun.

Í umdræðunni um ESB-aðildarferlið, er það ætíð tekið skýrt fram að þjóðin muni að lokum eiga síðasta orðið í ,,ráðgefandi“ þjóðaratkvæði.  Áður en að þingið taki hugsanlegan aðildarsamning til efnislegrar meðferðar.

Sama verklag ætla stjórnvöld einnig að hafa varðandi tillögur stjórnlagaráðs, þ.e. ,,láta“ þjóðina ,,ákveða“ á hvaða hátt þingmenn greiði atkvæði.  Enda eigi þjóðin að ráða.

Þessi aðferð hvetur í rauninni til stjórnarskrárbrota og brota á þingsköpum og ætti að vera hverjum sómakærum þingmanni ómöguleg. 

Ég vitna í núgildandi stjórnarskrá, þar sem ESB-aðildarferlið ,,átti ekki að taka meira en eitt og hálft ár ca.  Þá hefði verið nálægt tveimur árum í nýja stjórnarskrá.  Þannig að notast verður við þá gömlu.

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."


Aþingi hefur auðvitað sem löggjafi þjóðarinnar síðasta orðið. Nema forseti synji þeim lögum er staðfesta aðildarsamning staðfestingar. Þá fær þjóðin að kjósa bindandi kosningu um ákvörðun Alþingis. 
Áþekk ákvæði þessara stjórnarskrárákvæða eru einnig í þingsköpum. 


Hvor sem niðurstaðan væri í ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði, eiga þingmenn þá allir að segja já eða nei, eftir atvikum? Eftir því hvernig ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðið fer?
Eiga  þá fylgendur  aðildar, að segja ,,nei" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn felldur í ,,ráðgefandi“ þjóðaratkvæði og andstæðingar  aðildar að segja ,,já" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn samþykktur í ,,ráðgefandi“ þjóðaratkvæði? 


Sú niðurstaða sem meirihluti er í þinginu fyrir (sannfæring þingmanna) hlýtur að verða ofan á.
Í besta falli verður samningur sem felldur er í ,,ráðgefandi“ þjóðaratkvæði,  tekinn upp og smávægilegar tæknilegar breytingar ,,hæpaðar" upp og kosið aftur og aftur og aftur....

 

  Þegar Icesavesamningarnir voru samþykktir í þinginu, var lögð fram sú tillaga  að þeir tækju ekki gildi, fyrr en þjóðin hefði greitt um þeim atkvæði sitt í þjóðaratkvæði.  Sú tillaga var þingtæk og af þeim sökum  hlýtur slíkt þjóðaratkvæði að vera ,,bindandi".
Það kallar þá á spurningar: ,, Afhverju í ósköpunum á vera  ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði“ áður en Alþingi tekur efnislega afstöðu til málsins, að ráða afstöðu þingsins?

 Afhverju fer samningurinn ekki bara í efnislega meðferð í þinginu sem annað hvort fellir hann eða samþykkir?

 Samhliða samningnum verði flutt og samþykkt tillaga í þinginu, að samningurinn taki ekki gildi, verði hann samþykktur í þinginu, fyrr en þjóðin hafi samþykkt hann í ,,bindandi" þjóðaratkvæði.  En felli þjóðin samninginn, þá tæki hann eðlilega ekki gildi.

Er það í rauninni svo, að stjórnvöld þori ekki að leggja verk sín ( þinglega afstöðu sína til aðildarsamnings), í dóm þjóðarinnar?


Forsetinn skynjar umboðsleysi Alþingis og ríkisstjórnar hjá þjóðinni.

Á hvaða hátt sem hinir svokölluðu fræðimenn og alitsgjafar, túlka yfirlýsingu Ólafs, þá blasir í rauninni bara eitt við. 

Ólafur Ragnar skynjar það umboðsleysi sem Alþingi og ríkisstjórn hafa frá þjóðinni.  Hugur hans stendur til þess, að geta verið til staðar og lagt sín lóð á vogarskálarnar, til þess að forða þjóðinni frá fleiri þjóðhættulegum ákvörðunum hins umboðslausa Alþingis.

Ákvörðun Ólafs gat ekki orðið önnur en að hún markaði ný spor í sögu þjóðarinnar. Enda umboð löggjafavaldsins og framkvæmdavaldsins í sögulegu lágmarki hjá þjóðinni.

Hefði önnur hvor höfnun þjóðarinnar á fyrirliggjandi Icesavesamningi leitt til afsagnar ríkisstjórnar, þingrofs og kosninga í kjölfarið, þá hefði ákvörðun Ólafs Ragnars, án efa orðið önnur. 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrealísk landsdómsumræða.

Í ljósi þess, að líklegast eiga margir þeirra er ákæra vildu Geir Haarde fyrir landsdómi,  allt eins von á sýknudómi, þá hefur umræðan um dóminn, tekið á sig æ súrealískri blæ.

Niðurstaða dómsins, hver sem hún kann að verða, er orðin algert aukaatriði.  Aðalatriðið núna, eru þær upplýsingar sem þjóðinni kann að falla í skaut, við vitnaleiðslur í réttarhöldunum!! 

Er þá ekki rökrétt skref, að stefna Johönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og fleiri ráðherrum hinnar norrænu velferðarstjórnar, til þess eins að þjóðin fái upplýsingar?  

Þjóðin hlýtur jú að eiga rétt á að fá upplýsingar um t.d. einkavæðingu Steingríms á föllnu bönkunum, þrjár misheppnaðar tilraunir til samninga í Icesavedeilunni, ástæður aðgera og/eða aðgerðaleysis til lausnar á skuldavanda heimilana og  getuleysi stjórnvalda til þess að koma með nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða, svo eitthvað sé nefnt.

Á hvaða vegferð með dómskerfið er þjóðin, ef tilgangur þess er ekki að dæma menn til sektar eða sýknu, heldur að afla upplýsinga í þágu almennings? 


mbl.is Ekkert áfall, segir Bjarni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband