Leita í fréttum mbl.is

Afhverju þegir Landsbankinn?

„Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segir að Gunnar Andersen, forstjóra FME, hafi verið kærður til lögreglu en ábendingar hafi borist um að Gunnar kunni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér upplýsinga úr bankakerfinu án heimildar.“

Fram hefur komið í fréttum að starfsmaður Landsbankans hafi afhent Gunnari   þessar upplýsingar á heimili hans í fyrrakvöld. 

Þetta þýðir á mannamáli, eigi þessar ásakanir við rök að styðjast, að þessi starfsmaður Landsbankans sé samsekur Gunnari um að hafa brotið lög um bankaleynd.

Það er því besta falli afar óeðlilegt, að ekki hafi heyrst hósti né stuna frá Landsbankanum vegna málsins. Hverju skildi það sæta, að bankinn þegir vegna málsins?  Þykir yfirstjórn bankans, sem er ríkisbanki, það hið besta mál að starfsmaður bankans , brjóti lög um bankaleynd? 

Á meðan bankinn þegir, þá má alveg líta svo á, að bankinn sé sáttur við gjörðir síns starfsmanns og sé því í rauninni samsekur honum. 


mbl.is Gunnar kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er skítalykt af þessu máli og með tilliti til forsögunnar og yfirlýsingar Gunnars má eins spyrja: Hver sendi beiðnina um gögnin og hver afgreiddi þau til útsendingar? 

Ragnhildur Kolka, 2.3.2012 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1629

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband