Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
21.4.2011 | 11:54
Nokkuð fyrirsjánlegt.- En hvað næst?
Þetta var nú í rauninni fyrirsjáanlegt allt saman. Nei við Icesave, hafði ekkert með tímasetningar útgreiðslna úr þrotabúi Landsbankans að gera. Nei-ið hafði einnig ekkert með það að gera hversu miklar þær heimtur verða á endanum.
Það væri beinlínis fáranlegt ef að Norðurlandaþjóðirnar og AGS, héldu áfram að beita pólitískum þrýstingi í máli, sem virðist vera komið úr pólitískum farvegi í lagalegan farveg. Þá væri rauninni verið að þvínga Íslendinga til þess að grípa ekki til varna með viðeigandi hætti. Auk þess liti það vitanlega illa út, ef vörn Íslands í málinu yrði ofan á. Hvernig gætu þá þessir aðilar útskýrt þvingunnartilburði sína?
Hins vegar er ástæða til þess , af fenginni reynslu, að hafa áhyggjur af því, hvað ,,baráttuhundarnir fyrir íslenskum hagsmunum, þeir Árni Páll, Steingrímur J. og Mási í Seðló, hafa lofað AGS, varðandi næstu endurskoðun efnahagsáætlunnar sjóðsins og stjórnvalda.
Einhverjir muna eflaust enn hvernig sú ætlun sem íslensk stjórnvöld skrifuðu upp á fyrir ári síðan, þrengdi, svo ekki meira sé sagt, mjög að möguleikum stjórnvalda til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Hafi þá einhvern tímann verið áætlunuin að hjálpa heimilunum.
Einnig væri fróðlegt að vita, hvort þeir Árni Páll, Steingrímur J. Og Mási í Seðló hafi lagt grunninn að lengri veru AGS hér, en til ágústloka í ár, eins og núverandi samkomulag segir til um. Á meðan stjórnvöld hafa ekki gefið út áætlun um það hvernig taka skuli hér á málum, þegar AGS fer héðan, þá er í rauninni ekkert annað í kortunum en að AGS verði hér áfram.
En allt þetta hljóta stjórnvöld jú að leggja á borðið eftir páska, þegar Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Er ekki annars ríkisstjórn í landinu, sem aðhyllist opna og gegnsæja stjórnsýslu með virkri upplýsingagjöf til þings og þjóðar?
Varnarsigur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 14:59
Sumarkveðja alþýðuleiðtogans.
Alþýðuleiðtoginn og jafnréttissinninn, Jóhanna Sigurðardóttir, gjörir kunnugt að hún hyggist fórna sér næstu tvö ár, hið minnsta, í að leiða þjóðina til frekari hörmunga. Eingöngu þó vegna þess að annað skapar bara pólitíska óvissu og kaos.
Það væri nú varla ábætandi þá óvissu sem nú er um öll þau mál sem ríkisstjórnin þarf að semja við þingmenn eigin flokka um, til þess að koma flestum sínum málum í gegnum þingið.
Þess má þó geta að til þess að slá á þessi vandræði stjórnarflokkanna, gæti farið svo að sóttur verði liðstyrkur til þingmanna annarra flokka. Er þá sér í lagi litið þeirra þingmanna, er óttast atvinnumissi, ef boðað yrði kosninga fljótlega.
Væri það vart á þjóðina leggjandi að efna til ennfrekari óvissu með því að boða til kosninga. Það væri þjóðinni nægur hausverkur að kjósa sér til þings fólk sem hún treysti til betri verka, en núverandi stjórnarmeirihluti státar af. Það væri í rauninni skepnuskapur að bjóða þjóðinni einnig upp á það að hafa áhyggjur af afdrifum þeirra þingmanna er kastað yrði út í kuldann í þeim kosningum.
Hollast er líklegast fyrir alþýðuna að venjast því bara að herða enn frekar sultarólina og læra að lifa með óttanum um atvinnumissi hver mánaðarmót. Óttinn við að eiga ekki fyrir nauðþurftum og afborgunum lána er því miður fylgifiskur þessara fórna. En hverju fórnar ekki íslensk alþýða ekki til þess að forðast þá pólitíksu óvissu og þá von um skárri kjör er kosningar til Alþingis, gætu veitt henni?
Alþýðuleiðtoginn harmar einnig þann misskilning varðandi kosningaloforðin um 6000 ný störf, í aðdraganda kosninganna vorið 2009. Þar var átt við 6000 ný störf í Noregi og annars staðar í Skandinavíu. Þess ber þó að geta að einhverjir misskildu ekki loforðin, þar sem fólksflótti Íslendinga frá eigin landi, í atvinnuleit, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.
Íslenskri alþýðu er þó bent að það að láta ekki hugfallast. Veturinn og vorið 2013 verða boðaðar miklar breytingar á högum alþýðunnar, gríðarfjöldi nýrra starfa hérlendis, auk frekar hagsældar. En nauðsynlegt mun vera að lofa slíku þá, því þá hyggst alþyðuleiðtoginn Jóhanna, eða arftaki hennar óska eftir umboði alþýðunnar, til frekari starfa í umboði hennar.
Jóhanna gefur kost á sér áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2011 | 12:03
Tengja þarf saman lög um stjórn fiskveiða og ESB-aðildarumsókn.
Ef að marka má orð Ólínu Þorvarðardóttur um að fyrningarleið sú sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, væri forsenda inngöngu Íslands í ESB, má alveg glögglega sjá að baráttan um kvótann stendur ekki bara á milli LÍÚ og þjóðarinnar/ríkisins.
Undir yfirborði deilna hérlendis um kvótann, upphrópanna um sægreifa, arðrán og þjóðaratkvæði, lúrir aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB.
Sjávarútvegsráðneytið lét Háskólann á Ak. gera fyrir sig, úttekt á fyrningarleiðinni. Sú úttekt mælti ekki með því að sú leið yrði farin. Þar sem einhverjar útgerðir kæmust í vanda og það gæti haft dómínóáhrif út í bankakerfið t.d. Af þeim sökum var fyrningarleiðin ekki talin líkleg til þeirra hagsbóta fyrir þjóðarbúið, sem að lagt var upp með.
Einnig komst svokölluð auðlindanefnd, sem starfrækt var um síðustu aldamót, að fyrningarleiðin væri ófær, eða í það minnsta hefði í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir ríkissjóð.
Frá því að kvótakerfinu var komið á 1983 eða 1984, þá höfðu útgerðir greitt eignaskatt af aflahlutdeildinni og meiri líkur en meiri væru á því að með þeirri skattlagningu hefði skapast eignarréttur á aflahlutdeildinni, sem nýtur verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Auk þess sem að ætla má að lög um framsal aflahlutdeilda/heimilda hafi fest eignarréttinn í sessi.
Fyrningarleiðin þýðir því líklegast, í stuttu máli, eignarnám, með ógnarháum kostnaði ríkissjóðs, vegna eignarnámsbóta.
Fram kemur í skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB lét gera um aðildarviðræðurnar að Íslendingar vildu gefa einhver yfirráð (eða some control) á fiskveiðilögsögunni.Breytir engu um það þó Össur segir það byggt á misskilningi, þar sem skýrslan hlýtur að byggjast á samtölum stjórnvalda og ESB. Ef að fulltrúar stjórnvalda tala ekki nógu skýrt við ESB, þá hafa íslensk stjórnvöld einfaldlega ekki unnið heimavinnunna sína.
Það er því alveg ljóst að óbreytt kerfi, sem ég er alls ekki að tala fyrir eða svokölluð samningaleið, sem að var afrakstur þverpólitískrar sáttanefndar, sem Jóhönnustjórnin koma á laggirnar, dugir skammt í viðleitni stjórnvalda að ná aðildarsamningi við ESB.
Vandamálið sem ríkisstjórnin á við að etja er því að mestu heimatilbúið. Það ríkír ekki einhugur eða sátt um það innan stjórnarflokkanna, á hvaða hátt breytingar á lögum um stjórn fiskveiða skuli vera. Þjóðaratkvæði breytir engu til um það, þar sem löggjafarvaldið er Alþingis. Löggjafarvaldið kemst ekki í hendur þjóðarinnar fyrr en Alþingi hefur samþykkt lög og forsetinn synjað þeim staðfestingar.
Fyrirfram þjóðarafgreiðsla um lyktir mála, er ekki heimil samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf því stjórnarskránni, svo slíkt megi verða. Stjórnarskráin mun hins vegar ekki taka neinum breytingum, fyrr en tillögur stjórnlagaráðs, hafa verið ræddar í þinginu. Þeim breytt, eftir atkvikum, samþykktar í þinginu, þing rofið, kosið að nýju og nýkjörið þing samþykkt breytingarnar.
Líklegast hefur þó Jóhönnustjórnin engan áhuga á þingkosningum, fyrr en hún neyðist til að boða til þeirra, í lok kjörtímabilsins, vorið 2013. Það er því í rauninni tómt mál að kasta fram einhverjum tillögum um marktækt og lögbundið þjóðaratkvæði um kvótakerfið, með óbreytta stjórnarskrá.
Það vita flestir er málið varða, en geta þó ekki stillt sig um að kasta fram hugmyndum um slíkt, þó ekki væri nema til þess að þyrla upp nógu miklu ryki til þess að hylja vanmátt og getuleysi Jóhönnustjórnarinnar. Getuleysi gagnvart þeim ásetningi sínum að klambra saman frumvarpi að lögum um stjórn fiskveiða, sem bæði yrði í sátt við þjóðina og fokkaði ekki upp viðræðuferlinu við ESB.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2011 | 13:37
Vitringarnir þrír í Washington DC.
Þessir vitringar þrír Árni Páll, Steingrímur og Mási í Seðló, bjuggu rauninni sjálfir til þessa hættu á lágu mati matsfyrirtækja, með yfirlýsingum sínum í aðdraganda Icesavekosninganna. Þeir töluðu jú allir mjög ábúðarfullir fyrir því að hér færi allt til fjandans, ef þjóðin tæki nú upp á því að kjósa ,,nei" við Icesave III.
Þessir þrír bera hvað mesta ábyrgð á efnahagslífinu hér á landi og auðvitað leggja menn við hlustir ef þessir menn tala hér efnahagslífið niður. Þó þeirra áróður fyrir já-inu hafi bara verið ætlaður til heimabrúks, þá ómaði hann um heimsbyggð gjörvalla.
Núna eru vitringarnir þrír að reyna að sannfæra fjármálaheiminn um að þetta dómsdagsraus þeirra, hafi bara verið ,,úlfur úlfur" og allt í plati.
Fólk getur svo reynt að ímynda sér, hvort að alþjóðlegir fjárfestar öðlist einhverja ofurtrú á Íslandi, eftir að hafa hlustað á þessa þrjá vitringa.
Vitringa sem á örfáum vikum hafa talað Ísland frá því að vera nánast gjaldþrota einangrað eyríki, með ónýtan gjaldmiðil, yfir í það að vera land þar sem allt er í blóma. Gríðaruppgangur í öllum kortum er mæla efnahagshorfur og bata efnahagslífsins ásamt óteljandi tækifærum til arðbærra fjárfestinga.
Engin áhrif á samstarf við AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2011 | 17:39
Öllu snúið á hvolf í Skjaldborginni, samkvæmt venju.
Nú talar Jóhanna Sigurðardóttir um ofbeldi LÍÚ og SA, þar sem þessi samtök krefjast þess að gerðar verði breytingar á kvótakerfinu. Eitthvað virðist nú slá saman hjá konugreyinu, því það eru fyrst og fremst hún og hennar fólk sem talað hafa fyrir breytingum á kvótakerfinu.
Eftir því sem næst verður komist þá gera LÍÚ og fleiri engar athugasemdir við að núverandi kvótakerfi verið áfram og eru af þeim sökum ekki að krefjast neinna breytinga á því, að fyrra bragði hið minnsta.
Breytingar þær sem Samfylkingin vildi fara í voru kallaðar fyrningarleið. Fyrningarleiðin gengur út á það að 5% aflaheimlda eru teknar af útgerðum árlega í 20 ár og þeim endurúthlutað gegn gjaldi. Haft var eftir Ólínu ,,sáttfúsu Þorvarðardóttur, að fyrningarleiðin væri í rauninni forsenda inngöngu Íslands í ESB.
Fyrningarleiðin fékk svo, svo ekki sé meira sagt, dræmar viðtökur frá ýmsum hagsmunaaðilum auk þess sem að nær hvert einasta sveitarfélag í landinu þar sem sjávarútvegur er stundaður, lagðist gegn fyrningarleiðinni.
Síðan var sett á laggirnar sáttanefnd, skipuð hagsmunaaðilum í greininni og fulltrúum þingflokkanna. Sú nefnd náði sátt um breytingar. Eftir að hafa kynnt sér hagkvæmni hinna ýmsu leiða. Hagkvæmust þótti svokölluð samningaleið, er gengur út á tímabundinnar leigu á aflaheimildum gegn gjaldi, auk þess sem auðlindaskattur verði hækkaður. Undir þá sátt skrifuðu fulltrúar stjórnarflokkanna, þá væntanlega í umboði stjórnarflokkanna, LÍÚ og flestir aðrir er í nefndinni sátu.
Svo virðist sem að að undirskrift stjórnarþingmannanna í nefndinni hafi bara verið ,,djók" eða allt í plati. Því ekki virðist vera sátt um sáttarnefndarinnar meðal stjórnarflokkanna eða innan ríkisstjórnar.
Einnig má leiða að því líkum að hefði sáttaleiðin orðið að lögum um stjórn fiskveiða, þá hefði það sett viðræðuferlið við ESB í uppnám, enda var talað um að fyrningarleiðin væri forsenda ESBaðildar.
Þessar breytingar sem LÍÚ á að vera að krefjast og beita ofbeldi með, eru því einfaldlega þær að unnið verði samkvæmt þeirri sátt sem náðist í þessari sáttanefnd, að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.
En eins og tíðkast með mörg þau mál sem Jóhanna og hennar fólk í Samfylkingunni koma nálægt, þá er sannleikurinn teygður og sveigður og öllu snúið á hvolf í spunaverki Samfó.
Vilja stríð þegar friður er í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.4.2011 | 15:19
Upplýsandi umræður í þinginu.
Það var mjög upplýsandi að heyra samfylkingarþingmanninn Magnús Orra Schram, skilgreina hlutverk ríkisstjórnarinnar. Athyglisverðast var þó eitt þeirra, með tilliti til yfirlýstrar stefnu samstarfsflokks Samfylkingar í ríkisstjórn. Það var að hlutverk ríkisstjórnarinnar væri að leiða þjóðina í ESB.
Sé það svo að það sé hlutverk ríkisstjórnarinnar, þá hljóta Vinstri grænir að geta strokað út úr sinni stefnu að flokkurinn telji Íslendingum betur borgið utan ESB. Það er jú þannig að sé eitthvað hlutverk ríkisstjórnar, þá er það með samþykki þeirra flokka er að stjórninni standa.
Það er því bara eðlilegasti hlutur í heimi að eitthvað kvarnist úr þingliði Vg. við þessa U-beygju frá opinberri stefnu flokksins, hingað til.
Tíma flokksfélaga Vg. væri þá kannski betur varið í að biðja kjósendur flokksins afsökunnar á þessari U-beygju flokksins varðandi ESB-aðild, í stað þess að krefjast afsagnar þeirra er frá borði hafa fallið.
Hvað lætin í Ólínu varðar, þá þurftu þau í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda hún eflaust líklegust, þeirra 63ja er á þingi sitja, að setja upp leikþátt sem þennan.
Líklegt þykir síðuritara, að ummæli Ragnheiðar E. Árnadóttur (REÁ) hafi hoggið ansi nærri sanni og það hafi fokið í Ólínu þess vegna. Enda er skapleysi ekki einn af hennar helstu eiginleikum.
Eðlilegast væri þó að Ólína óskaði eftir utandagskrárumræðu um stjórn fiskveiða og vandræðagang stjórnvalda við að koma með lagabreytingar í málaflokknum.
Ég efast ekki um það að REÁ og fleiri þingmenn gætu komið með ófá dæmin þar sem Ólína hefur talað með óbilgjörnum hætti til aðila þess máls er stjórn fiskveiða nær til. Kæmi þá varla í ljós að Ólína hafi og muni fjalla um málið af sanngirni eða á þann hátt að menn nytu sannmælis.
Þjóðin yrði þá kannski upplýst um það, af hverju í ósköpunum er ekki sátt í ríkisstjórninni um þá sátt, sem sáttanefndinni, sem ríkisstjórnin skipaði til þess að ná sátt um málið, náði?
Vegna þess sundurlyndis sem er í störfum hinnar norrænu velferðarstjórnar, líða dagar, vikur og mánuðir, þar sem engar fréttir eru af nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða, aðrar en að á því sé von á næstu dögum.
Þetta er reyndar sagan með mörg þau mál sem þessi ríkisstjórn þarf að koma í framkvæmd. Mörg þeirra hafa beðið ,,næstu daga" í nærri tvö ár.
Alþingi hefur sett niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2011 | 20:34
Svæðisfélög flokkanna lesi 47. og 48. grein stjórnarskrárinnar áður en þeir ,,eigna" flokkum sínum þingmenn.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Nú er það svo að þegar menn og konur hefja þátttöku í pólitík, þá er yfirleitt gengið í þann flokk sem viðkomandi hefur sannfæringu fyrir stefnuskránni hjá. Fólk er svo mismunandi fast á sínum prinsippum og stundum flakka menn á milli flokka, án þess að vera þó í einhverjum trúnaðarstörfum fyrir flokkana. Svona bara svipað og er með kjósendur, sem að margir hverjir, kjósa sjaldnast sama flokkinn tvær kosningar í röð, heldur lesa stefnuskrár flokkanna, fyrst og fremst og taka ákvörðun út frá því.
Í tilfelli Ásmundar og reyndar einnig þeirra Atla G. og Lilju Mós, þá er það saga þeirra allra að stjórnarsamstarfið eða öllu heldur stjórnarsáttmálinn hefði sveigt stefnuskrá flokksins það mikið til að þau telja sig ekki lengur geta starfað undir þeim kvöðum sem hin sveigða stefnuskrá býður þeim að gera. Auk þess sem að þau bera við óeðlilega miklu foringjaræði í flokknum. En látum þó foringjaræðið liggja á milli hluta.
Þau öll tóku þátt í kosningabaráttu Vg veturinn og vorið 2009, samkvæmt þeirri stefnuskrá er flokkurinn bauð upp á og náðu á inn á þing, vegna þeirrar stefnuskrár. Hin vegar þykir þeim eins og áður sagði, þingflokkur Vg. hafa sveigt um of af leið, frá stefnuskránni og hafa því yfirgefið þingflokkinn, en ekki sagt sig úr stjórnmálaflokknum Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Ef að stjórnarskárákvæðin hér að ofan eru lesin, þá sést að við kjör á Alþingi, þá verða þingmenn þar alfarið á eigin ábyrgð og eiga ekki, undir neinum kringumstæðum að fylgja sannfæringu annarra, en sinnar eigin.
Þess ber þó einnig að geta að þessar ályktanir svæðisfélaga Vg. hitta þá sjálfa soldið fyrir, þar sem að í þingflokki Vg. situr einn ,,liðhlaupi" úr öðrum flokki, Þráinn Bertelsson. Ekki var vart neinna fundarhalda innan Vg. vegna komu Þráins í þingflokkinn, heldur var honum almennt fagnað, enda gamall félagi sem villst hafði af leið.
Þráinn er gamall kommi og var m.a. ritstjóri Þjóðviljans á sínum tíma, en hraktist svo eitthvað af leið og rataði svo heim eftir krókaleiðum. Byrjaði á því að vera hafnað í prófkjöri Framsóknarflokksins, sló síðan í gegn sem ,,Kallinn á kassanum" í miðbæ Reykjavíkur og skolaðist inn með vakningu búsáhaldabyltingarinnar inn á þing undir merkjum Borgarahreyfingarinnar. Fljótlega hljóp þó snuðra á þráðinn og sá þingflokkur sprakk með hvelli. Þráinn var þá fyrst um sinn einn og óháður, en fékk þó að vera með þingflokki Vg. í jolahlaðborði þingflokksins eða einhverju þess háttar, skömmu áður en hann gekk til liðs við þingflokkinn formlega.
Ekki var eins og áður sagði að merkja einhverja kergju í herbúðum Vg. við þann atburð, öðru nær. Heldur var Þráni fagnað sem týnda syninum, er hann kom aftur ,,heim".
Ásmundur Einar segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stækkunnarnefnd ESB fylgist eðlilega með stjórnmálaþróun í þeim löndum, sem sækja um aðild að ESB, því að ekki er aðildarumsókn, tekin með slíkri léttúð í Brussel að æskilegt þyki að umsókn sé notuð sem skiptimynt í stjórnarmyndunnarviðræðum.
Skömmu fyrir þjóðaratkvæðið um Icesave, kom út skýrsla stækkunnarnefndarinnar, vegna aðildarumsóknar Samfylkingar að ESB.
Lokaorð skýrslunnar eru þessi:
Stefnt er að því að ljúka rýnivinnu í júní 2011, þar með verður opnuð leið fyrir raunverulegum viðræðum undir forsæti Pólverja [innan ESB] næsta haust. Íslenska ríkisstjórnin er sjálf klofin í afstöðu til málsins. VG samþykkti aðildarumsóknina með trega við gerð stjórnarsáttmála við Samfylkinguna, án þess þó að skuldbinda sig á nokkurn hátt til að styðja væntanlegan aðildarsamning. Utanríkisráðuneytið leggur sig mjög fram til að gera ferlið eins gegnsætt og unnt er með upplýsingarskrifstofu í Reykjavík og vefsíðu þar sem hverju skrefi í rýnivinnunni hefur verið lýst.
Vilji menn kynnast því hve Íslendingar leggja mikla áherslu á að hafa full yfirráð yfir sjávarauðlindum þjóðarinnar, nægir þeim að líta til þorskastríðanna við Breta á tíma kalda stríðsins. Margir Íslendinga eru því í mjög miklum vafa þegar þeir líta til ESB-aðildar sem hafi í för með sér uppgjöf fullveldis, einkum vegna sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Að þeirra mati er enn einfaldlega óhugsandi að þjóðin afsali sér fullum yfirráðum yfir mikilvægustu náttúruauðlind sinni, af þeim sökum komast upplýstir rannsakendur að þessari niðurstöðu: viðræðum [Íslands og ESB] er haldið áfram en þær virðast sífellt tilgangslausari, aðild verður næstum örugglega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Stefan Schulz er höfundur ESB-skýrslunnar en hann fékk gögn frá Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur og studdist við rannsóknir Mildu Galubickaite og Maine Lin, starfsmanna ESB. Skýrslan er samin til að skýra stöðu mála hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave 9. apríl.
Það er alveg rétt, að nær örugglega má telja að meirihluti þjóðarinnar samþykkir ekki eftirgjöf fiskveiðilögsögunnar í bítti fyrir ESBaðild. En líklegt má þó samt telja slíkt verði falið í einhvers konar umbúðum, tímabundinnar undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.
En þess ber þó að geta að aðkoma þjóðarinnar að samningnum verður eingöngu ráðgefandi, ekki bindandi. Alþingi verður því ekki á nokkurn hátt bundið úrslitum þess þjóðaratkvæðis. Það væru því þrennir möguleikar Alþingis í stöðunni, yrði nei-ið ofan á í ráðgefandi þjóðaratkvæði:
1. Að veita umboð aftur eða halda fyrra umboði opnu til viðræðna, þangað til að ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði ratar já-megin.
2. Að slíta viðræðum.
3. Að leggja samninginn til efnislegrar meðferðar í þinginu.
Áður en að niðurstaða í málinu lægi fyrir þyrftu þingmenn að vega það og meta með sjálfum sér, hvort hunsa ætti ráðgjöf þjóðarinnar, eða brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, sem ég leyfi mér að efast um verði breytt á það afgerandi hátt, þó ný stjórnarskrá verði samþykkt, að þau tapi gildi sínu.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Skildi ótti Samfylkingar við bindandi nei þjóðarinnar um það, hvort sækja ætti um aðild eða samþykkja samninginn, þegar þar að kemur, valdið því að Samfylkingin lagðist gegn því að, fram færi tvöfalt þjóðaratkvæði um málið, þ.e. um umsóknina sem slíka og svo um samninginn?
Treystir Samfylkingin ekki þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um málið, eins og í öðru ónefndu máli sem í tvígang hefur fallið í þjóðaratkvæði? Verður samningur um ESB-aðild kannski of ,,flókinn" til þess að þjóðin geti tekið til hans bindandi afstöðu, að mati Samfylkingarinnar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2011 | 10:01
Guðfríður Lilja hefur um tvo stóla........
... að velja, þegar Katrín Jakobsdóttir fer í fæðingarorlof í sumarbyrjun. Það er alveg öruggt að frekari fækkun ráðuneyta er út úr myndinni, enda myndi slíkt sprengja restar hinnar norrænu velferðarstjórnar í loft upp.
Það mun því í sumarbyrjun losna sæti við háborðið í gamla fangelsinu við Lækjartorg í sumarbyrjun. Guðfríður Lilja getur þá valið um að sýna smá ,,frekju" með því að smokra Svandísi úr umhverfismálinum yfir í menntamálin og tekið sjálf umhverfismálunum, sem eru jú hennar ær og kýr. Eða þá bara sest í stól Katrínar.
Hvað sem verður, þá er það í það minnsta ljóst, að sundurlyndisfjandanum mun aðeins vaxa ásmegin í gamla fangelsinu við Lækjartorg. Enda órólega deildin þá búin að koma þremur liðsmönnum sínum að háborði hinnar norrænu velferðarstjórnar.
Kostnaðinn af sundurlyndinu, greiðir svo þjóðin sem áttaði sig ekki á því að hún yrði sjálf látin afplána þá refsingu, sem hún taldi sig vera að veita Sjálfstæðisflokknum í kosningum þann 25. apríl 2009.
„Farið hefur fé betra“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 16:00
Hver vill ábyrgjast þjóðhættulega stjórn???
Það liggur alveg ljóst fyrir, eðli máls samkvæmt, að ekki var kosið um ríkisstjórnina í Icesavekosningunum. Úrslit þeirra eru þó vantraust á forystu hennar í málinu og hvernig hún hefur spilað úr því.
Þjóðin hlýtur engu að síður, að vera hugsi yfir því, hvernig þessi ríkisstjórn, sem í þrígang hefur skrifað undir samning, þar sem ólögvarðar kröfur UK og NL eru viðurkenndar, ætli að taka til varna og hafna þeim kröfum fyrir dómi. Gildir þar einu þó færustu lögfræðingar heimsins verði fengnir til verksins.
Það er jú alkunna að lögfræðingar, líkt og aðrir er selja þjónustu sína, gera eingöngu það sem kúnninn biður um. Er því til sönnunnar hægt að bæta á málflutning þeirra Lárusar Blöndals og Lee Buchheit og bera það saman hvernig þeim málflutningi var háttað, fyrir og eftir að þeir komust á launaskrá Fjármálaráðuneytisins.
Það er einnig ljóst að ekki var kosið um forsetann, þó mér segi þó hugur að , hefði jáið orðið ofan á, þá væru háværar kröfur um afsögn hans uppi hjá jákórnum.
Þing og þjóð hefur svo þurft að horfa upp á það, hvernig þeim sundurlyndisfjanda er lögheimili á í gamla fangelsinu við Lækjartorg, hefur tekist að lama hér allt atvinnulíf undanfarin tvö ár og slegið á hendur allra flestra þeirra, er hafa haft áform um að hefja hér uppbyggingu og atvinnusköpun.
Þingið hefur svo liðið fyrir það, að þrátt fyrir sundurlyndi á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra, þá hefur stjórnarmeirihlutinn stýrt dagskrá þingsins og komið í veg fyrir að góð mál, er híft gætu þjóðina upp úr gryfju sundurlyndis og illdeilna, fáist afgreidd í þinginu. Sjálfsagt til þess að opinbera ekki þá djúpu gjá sem á milli stjórnarflokkanna, er í ráun og veru. Sú staðreynd öðru fremur hefur viðhaldið vantrausti þjóðarinnar á Alþingi.
Hvað villikettir, burtflognir og ekki burtflognir gera eða þá Siv Friðleifs og Guðmundur Steingrímsson gera, skal ósagt látið. En einnig ber að velta því upp, hvaða afstöðu þingmenn Hreyfingarinnar taka til tillögunnar, þar sem samþykkt vantraust, getur í rauninni ekki annað en leitt til nýrra kosninga.
Hreyfingin, eða í það minnst tveir af þremur þingmönnum hennar, hafa sagt að þeir vilji ekki kosningar, fyrr en Alþingi hefur afgreitt afrakstur stjórnlagaþingsins.
Þingmenn Hreyfingarinnar, aðrir stjórnarandstöðuþingmenn og villikettirnir hljóta þó að gera sér grein fyrir því, að Jóhönnustjórnin er löngu pikkföst í eigin drullupytti og gerir ekkert annað en að spóla í sömu hjólförunum, á meðan allt annað stendur í stað eða í niðurníðslu.
Þeir þingmenn sem segja munu nei við vantrauststillögunni eða sitja hjá, við afgreiðslu hennar, axla með því ábyrgð á áframhaldandi stöðnun og fjárfælingarstefnu stjórnvalda.
Geta þeir þingmenn ekki falið sig bak við þau rök, að ástandið sé of eldfimt eða viðkvæmt, svo þorandi sé að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta ástand er jú alfarið í boði þeirrar ríkisstjórnar er undir vantrauststillögunni situr.
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar