Leita í fréttum mbl.is

Upplýsandi umræður í þinginu.

 Það var mjög upplýsandi að heyra samfylkingarþingmanninn Magnús Orra Schram, skilgreina hlutverk ríkisstjórnarinnar.  Athyglisverðast var þó eitt þeirra, með tilliti til yfirlýstrar stefnu samstarfsflokks Samfylkingar í ríkisstjórn.  Það var að hlutverk ríkisstjórnarinnar væri að leiða þjóðina í ESB. 

Sé það svo að það sé hlutverk ríkisstjórnarinnar, þá hljóta Vinstri grænir að geta strokað út úr sinni stefnu að flokkurinn telji Íslendingum betur borgið utan ESB.  Það er jú þannig að sé eitthvað hlutverk ríkisstjórnar, þá er það með samþykki þeirra flokka er að stjórninni standa.  

Það er því bara eðlilegasti hlutur í heimi að eitthvað kvarnist úr þingliði Vg. við þessa U-beygju frá opinberri stefnu flokksins, hingað til. 

Tíma flokksfélaga Vg. væri þá kannski betur varið í að biðja kjósendur flokksins afsökunnar á þessari U-beygju flokksins varðandi ESB-aðild, í stað þess að krefjast afsagnar þeirra er frá borði hafa fallið.

Hvað lætin í Ólínu varðar, þá þurftu þau í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda hún eflaust líklegust, þeirra 63ja er á þingi sitja, að setja upp leikþátt sem þennan.  

Líklegt þykir síðuritara, að ummæli Ragnheiðar E. Árnadóttur (REÁ) hafi hoggið ansi nærri sanni og það hafi fokið í Ólínu þess vegna.  Enda er skapleysi ekki einn af hennar helstu eiginleikum. 

 Eðlilegast væri þó að Ólína óskaði eftir utandagskrárumræðu um stjórn fiskveiða og vandræðagang stjórnvalda við að koma með lagabreytingar í málaflokknum.  

Ég efast ekki um það að REÁ og fleiri þingmenn gætu komið með ófá dæmin þar sem Ólína hefur talað með óbilgjörnum hætti til aðila þess máls er stjórn fiskveiða nær til.  Kæmi þá varla í ljós að Ólína hafi og muni fjalla um málið af sanngirni eða á þann hátt að menn nytu sannmælis.

 Þjóðin yrði þá kannski upplýst um það, af hverju í ósköpunum er ekki sátt í ríkisstjórninni um þá sátt, sem sáttanefndinni, sem ríkisstjórnin skipaði  til þess að ná sátt um málið, náði? 

Vegna þess sundurlyndis sem er í störfum hinnar norrænu velferðarstjórnar,  líða dagar, vikur og mánuðir, þar sem engar fréttir eru af nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða, aðrar en að á því sé von á næstu dögum.

Þetta er reyndar sagan með mörg  þau mál sem þessi ríkisstjórn þarf að koma í framkvæmd. Mörg  þeirra hafa beðið ,,næstu daga" í nærri tvö ár.

 


mbl.is Alþingi hefur sett niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það liggur ekkert á þessu frumvarpi þar sem megintilgangur þess er að tryggja alger yfiráð í því skyni að geta svo framselt þau ESB.

Ég er sammála að það þurfi að koma skikki á þessi mál, en ekki á þeim forsendum og með því undirliggjandi markmiði sem þessi stjórn hefur.

Taktu vel eftir niðurlaginu í þessari leynilegu áfangaskýrslu ESB framkvæmdastjórnarinna fyrir evrópuþingið.

Frekari umræður og skilgreiningar á innihaldi má finna í þessari umræðu.

Það er í raun alveg agnað að fjölmiðlar logi ekki yfir þessu, en það er kannski vegna þess að spunavélarnar eru nú keyrðar á yfirsnúningi með tóma tanka til að forðast það.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 15:39

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já ég veit af tengingunni Jón Steinar.  Það er þess vegna sem að Samfylkingin sættir sig ekki við þessa sátt, þó svo að fulltrúi hennar í sáttanefndinni hafi skrifað undir hana. 

Svo stendur Jón Bjarna á bremsunni, gagnvart ESB, þannig að allt situr fast, þangað til einhver eða eitthvað lætur undan.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.4.2011 kl. 16:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ESB plaggið hlýtur að verða forsíðuefni allra blaðanna strax um helgina, eða í síðasta lagi á mánudaginn. RÚV mun hins vegar örugglega ekki minnast á hana, a.m.k. ekki fyrst fréttamiðla.

Verði þessi skýrsla þöguð í hel af fjölmiðlum, er eitthavð meira en lítið að í þeim herbúðum.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2011 kl. 22:24

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Af viðbrögðum Össurar að dæma, þá er þetta ekkert stórmál. Líklega bara ónákvæmni þess er skýrsluna ritar. 

Þau ummæli ein og sér, ættu að nægja til þess að fjölmiðlar sem stæra sig af því að vera óháðir, kanni málið enn frekar og ræði t.d. við þennan ónákvæma skýrsluritara. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.4.2011 kl. 22:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú tekur eftir því, sem markvert er, Kristinn Karl. Ég vildi ég hefði beina upptöku af þessu, eins og það var í fréttum í hádegisútvarpi einhverrar stöðvarinnar í seinni hluta vikunnar; jú, kannski er hægt að finna þessi ummæli Magnúsar Orra þar – þau voru svo glimrandi afhjúpandi um hina einu allsráðandi stefnu þessa stjórnardóts – og alveg í takti við það þegar Jóhanna reyndi fyrir nokkrum vikum að bregðast til varnar gegn gagnrýni á það, að stjórnin væri stefnulaus; það væri alls ekki rétt, kvað hún, því að í 1. lagi væri stefna hennar skýr að fara inn í Evrópusambandið, og í 2. lagi væri stefnt á að taka upp evru! Og þetta nægði henni, hún nefndi ekkert annað!

Að hugsa sér, þvílíkar ær og kýr hjá þessu hálf-æra og nánast ærulausa stjórnarliði!

Jón Valur Jensson, 16.4.2011 kl. 15:22

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sæll Jón Valur.  Þú átt ef getur. Séð þessa umræðu og heyrt, um störf þingsins, með því að fara á þennan link.
http://www.althingi.is/altext/139/f113.sgml

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband