Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Fra því að hin tæra vinstri stjórn norrænnar velferðar, tók til starfa í maí 2009, hefur hvert málið af fætur öðru valdið væringum milli stjórnarflokkana.
Erfiðleikar við að keyra Icesavemálið í gegn, sem skapast fyrst og fremst af andstöðu órólegu deildar Vg. Stjórnarflokkarnir hafa þingmeirihluta, þannig að atkvæði stjórnarandstöðunnar, hefðu alla jafna ekki truflað afgreiðslu málsins, hefði þinglið stjórnarinnar staðið þar að baki sem heild. Einnig er líklegt að forsetinn hefði ekki synjað lögum nr. 1/2010 staðfestingar, hefðu engin andstaða verið við málið í öðrun stjórnarflokknum.
ESBumsóknin samþykkt á sínum tíma, eftir hótanir um stjórnarslit og þaðan af verra. Texti þeirrar tillögu er fól í sér umsóknina og greinagerð með tillögunni, í raun langt frá því ferli sem málið er komið í í dag. Það er því vissulega umdeilt, hvort ríkisstjórn sé, komin einhverjum skrefum lengra en umboð það sem hún fékk frá Alþingi segir til um. Stuðningur ýmissa þingmanna Vinstri grænna, við þingsályktunartillögu, þess efnis að umsóknin verði dregin til baka, ýtir undir rök þess efnis að menn séu ekki sammála um það hvort, ríkisstjórnin sé komin umfram umboð sitt vegna ESBumsóknar.
Magmamálið er reyndar rúmlega ársgamalt mál á borðum stjórnarflokkana. Þingmenn Vinstri grænna kröfðust lagabreytinga, strax fyrir ári síðan. Því var hafnað af Samfylkingu, sem að tókst að ýta málinu, hægt og hljótt af dagskrá, á meðan Magma lauk ætlunarverki sínu. Þá rísa Vinstri grænir aftur upp á afturlappirnar og heimta það að orðinn hlutur sé dreginn til baka, annars verði stjórnarslit. Snuði troðið upp í órólegu deild Vinstri grænna, með stofnun umboðslausar Magmanefndar, sem virðist eiga í mestum erfiðleikum að komast að niðurstöðu, á þann hátt að báðir stjórnarflokkarnir geti verið sáttir. Enda er nokkuð ljóst, sé miðað við fréttir af tölvupóstssamskiptum ráðherra Samfylkingar, við fulltrúa Magma, að flokkurinn ætli á einn eða annan hátt að keyra málið í gegn, með góðu eða illu.
Séu orð Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra skoðuð, þá var endurkoma Ögmundar Jónassonar í ríkisstjórn, á hennar kostnað, fyrst og fremst til þess fallin að ná sátt meðal stjórnarflokkana um afgreiðslu Fjárlaga fyrir árið 2011.
Öll þessi mál sem talin eru upp hér að ofan munu koma til umræðu og afgreiðslu í sölum Alþingis á komandi haustþingi. Ljóst er að flest þessi mál, kæmust vart í þingsali, sem stjórnarmál, þar sem að öllu óbreyttu myndi þingflokkur Vinstri grænna, ekki getað staðið bakvið þau, nema sá hluti hans er kallast órólega deildin í daglegu tali fengi einhverja upphefð eða sporslur.
Það má því alveg spyrja að því hvort að sjanghæing Ögmundar í ríkisstjórn, sé hluti kyrrstöðusamnings stjórnarflokkana á milli. Gegn því að Ögmundi sé úthlutað sæti við ríkisstjórnarborðið, að nýju þá gangi órólega deildin ekki á eftir kröfum sínum í ofangreindum málum.
Á meðan kyrrstöðusamningur stjórnarflokkana kemst í framkvæmd og verði síðan uppfylltur, liggja fyrirtækin í landinu og heimilin í blóði sínu og bíða örlaga sinna, í veikri von um viðunnandi stöðu. Von sem dvínar með hverjum deginum sem líður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 21:37
Leynisamningar vegna ESB milli Samfylkingar og Vinstri grænna, löngu fyrir kosningar?
Ég held, að ástæðan fyrir því, að Svavar Gestsson var formaður samninganefndar um Icesave-málið sé sú, að þeir sem sömdu stjórnarsáttmálann fyrir okkur í vinstri stjórninni í ársbyrjun 2009 voru nánast búnir að samþykkja að hann yrði aðalssamningamaður um Evrópusambandið."
Svo mælti Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingar og utanríkissráðherra, á fundi á vegur Samfylkingarinnar laugardaginn 4. september 2010. Kristrún Heimisdóttir, er ekki bara einhver Samfylkingarkona, heldur eru meiri líkur en minni á því að hún hafi komið töluvert við sögu, bakvið tjöldin, í lok janúar 2009 þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð.
Af orðum Kristrúnar er að dæma, að forsvarsmenn Vinstri grænna, í það minnsta þeir sem sömdu stjórnarsáttmála minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í janúar 2009, hafi í raun verið að innsigla, það stjórnarsamstarf sem nú er í gildi. Stjórnarsamstarf sem gengur meðal annars og nánast helst út á ESB-umsókn og aðild.
Þessi orð Kristrúnar hljóta einnig að vekja hörð viðbrögð meðal grasrótar Vinstri grænna, svo að maður tali nú um þessa svokölluðu órólegu deild. Eins hljóta þeir kjósendur sem kusu Vinstri græna í síðustu kosningum að vera þeim virkilega reiðir, í það minnsta þeir sem kusu þá eingöngu vegna andstöðu þeirra við ESB.
Ætla má að núverandi stjórnarflokkar hefðu aldrei náð þeim meirihluta er þeir náðu í kosningunum vorið 2009, nema fyrir þau atkvæði, er óánægðir kjósendur, er öllu jafna kjósa aðra flokka, hefðu ekki í hefndarskyni við gamla flokkinn sinn merkt við Vinstri græna í síðustu kosningum.
Nóg hljóta kjósendur og grasrót Vinstri grænna að vera örg útí linkind flokksins og aulaskaps gagnvart Samfylkingu í stjórnarsamstarfinu. Varla verða þessar fréttir af leynisamningum flokkana í janúar 2009, til þess að róa eitthvað órólegu deild Vinstri grænna eða grasrótina, nema að þar innanborðs, séu bara marklausir vindbelgir, án hugsjóna eða markmiða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2010 | 18:28
Nýr Magma-spuni í smíðum?
Eins og flestum ætti að vera í fersku minni, þá lék ríkisstjórnarsamstarfið á reiðiskjálfi í lok júlí, vegna kaupa á Magma á HS-Orku. Til þess að dempra skjálftann, var stofnuð, svokölluð Magmanefnd af forsætisráðherra, er fara átti yfir lögmæti viðskipta Magma og ýmislegt fleira. Sú nefnd átti upphaflega að skila af sér álitii um miðjan ágúst, um lögmætið, en vandræðagangur við skipun nefndarinnar, þar sem vafi lék á hæfi meirihluta nefndarinnar, kann að hafa komið veg fyrir birtingu álits þá. Nefndin fékk hins vegar frest til 1. september til þess að skila áðurnefndu áliti. Núna þegar þetta er skrifað, 5. september og engar fréttir enn af álitinu.
Fólki, hvort sem það er fylgjandi viðskiptum Magma eða ekki, ætti einnig að vera það ljóst að þessi Magmanefnd er í raun tilgangslaust húmbúkk. Úrskurðir nefndarinnar hafa í rauninni ekkert lagalegt gildi og hefur nefndin í rauninni jafnmikið umboð til rannsóknar á þessum málum og hver annar saumaklúbbur eða Rotaryfélag.
Niðurstaða nefndarinnar, ef hún mælir gegn lögmæti viðskipta Magma mun því eingöngu byggjast á því að nefndin, leitar álits lögfræðinga, sem eru annar skoðunnar en þeir lögfræðingar, er mæltu með Magmafjárfestingunni, við nefnd viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu.
Það hefur líka komið fram að, þegar þessi fjárfesting var í undirbúningi, þá nutu fulltrúar Magma aðstoðar Iðnaðarráðuneytis. Það sem dregur hins vegar úr líkum á því að eitthvað komi fram úr frá þeim tíma er varpað gætu vafasömum blæ á gjörninginn, þar sem flestir funda fulltrúa Magma og starfsmanna Iðnaðarráðuneytis, voru óformlegir sófafundir að fyrirmynd Tonys Blairs. Slíkum fundum fylgja sjaldnast fundargerðir eða bókanir.
Það eru því allt eins líkur á því að niðurstöður Magmanefndarinnar, verði ekki á þeim nótum, sem andstæðingar viðskiptana, óskuðu sér.
Það eru samt líkur á því, eftir að Ögmundur var á ný Sjanghæaður inní ríkisstjórn, að andstæðingar viðskiptana, verði fremur þöglir, þegar í ljós kemur að ekkert verði hægt að aðhafast, vegna orðins hlutar, án tugmilljarða kostnaðar á Ríkissjóð.
Í mesta lagi eiga þeir þá eftir að þvaðra eitthvað um gildandi lög , sett í tíð annarra ríksstjórna, sem að núverandi stjórnarflokkar hefðu getað breytt, hefði samstaða verið um það meðal stjórnarflokkana. Svo var hins vegar ekki, vegna andstöðu Samfylkingar, þannig að líklega er þetta bara búið og gert eins og einhvers staðar stendur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 15:09
Með eða á móti skiptir engu máli.
Það skiptir í rauninni engu máli, hverju Ögmundur segist vera fylgjandi og hverju ekki. Með endurkomu sinni í ríkisstjórn, hlýtur hann að hafa gengist undir stefnu ríkisstjórnarinnar. Þá sömu stefnu og hann gat ekki unnið eftir, þegar hröklaðist úr þessari sömu stjórn fyrir tæpu ári.
Ögmundur ætlar að greiða atkvæði, gegn því að draga ESB-umsóknina, til baka þó svo að hann sé sammála Jóni Bjarnasyni um það, að stjórnvöld séu komin út fyrir það umboð sem Alþingi veitti stjórnvöldum, þegar umsóknartillagan var samþykkt.
Þetta þýðir á mannamáli, að þó að hann hafi raun sannfæringu fyrir því að draga beri umsóknina til baka, þá er ráðherrastóllinn og það að halda honum, sannfæringu sinni æðri.
Það virðist einnig hverjum einasta spyrli í fjölmiðlum ofviða að spyrja Ögmund, á hvaða hátt, farvegur Icedeilunnar hafi breyst. Icesavedeilan, er í raun á sama stað og hún var á þegar hann hröklaðist úr ríkisstjórninni, fyrir tæpu ári.
Ríkisstjórnin hefur í rauninni rofið fyrir löngu það þverpólitíska samstarf, sem komið var í deilunni, eftir synjunar forsetans í byrjun þessa árs. Eftir að gömlu nýlenduþjóðirnar höfnuðu, nýju þverpólitísku tilboði Íslands í deilunni og buðu þetta svokallaða "betra tilboð", þá rauf ríkisstjórnin þetta þverpólitíska samstarf og fór að tala niður þjóðaratkvæðagreiðsluna og kalla hana marklausan skrípaleik.
Það er því alveg ljóst að Ögmundur verður að leggja þeim prinsippum, er vinsældir hans hafa orðið til af. Ögmundur verður með öðrum orðum að sitja og standa, eins og offiserarnir í Bretavinnunni leggja til, ætli hann sér að sitja lengur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en til áramóta.
Andvígur auknum heimildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 14:43
Hrókeringar, kynjakvóti og sporslur.
Það skiptir í rauninni, engu máli hvað þessi ríkisstjórn gerir, annað en að fara frá, til þess að leiðin liggi eitthvað uppá við. Hvort að í henni séu tíu karlar eða tíu konur, eða eitthvað þar á milli.
Reyndar virtist aðaláhyggjuefnið vera hjá þeim Skjaldborgarhjúum, að hlutfall kynjana hefði skekkst við þessa breytingu og lofuðu þau því breyta úr um áramótin. Það verður samt ekki lagað nema að hluta til þá, enda ekki hægt að fá jafna tölu við að 9 í tvo jafna hluti.
það er athyglisvert að Ögmundur, fékk að mótmæla því i Kastljósinu, án andsvars, þessa fullyrðingu að koma hans í stjórnina, hefði sett múl á órólegu deildina. Álfheiður Ingadóttir lét hafa það eftir sér, að til þess að hægt yrði að ganga frá og samþykkja fjárlög fyrir 2011, hafi þurft að hleypa Ögmundi inn aftur. Meðlimir órólegu deildarinnar, höfðu einmitt gefið í skyn að fjárlög yrðu vart samþykkt, nema komið yrði á móts við órólegu deildina. Þannig að fréttin um múlinn, átti svo sannarlega rétt á sér. Svo er einnig athyglisvert að Ögmundur, hefur ekkert verið spurður, hvar sem hann hefur fengið að gapa, hver þessi nýi farvegur Icesavedeilunnar sé ?
Á visir.is sá ég kenningu smíðaða af Vigdísi Hauksdóttur, að líklega hafi Álfheiði verið lofað, Atvinnumálaráðuneyti, um áramótin. Taldi Vigdís margt benda til þess, vegna þess að hljóðláti háttur sem Álfheiður yfirgaf ríkisstjórn, hafi ekki alveg verið henni líkur og í rauninni grunsamlega hljóðlátur. Ég tel það frekar hæpið, vegna þess að yrði svo, þá þyrftu tveir ráðherrar að hætta, í stað eins, eins og gert er ráð fyrir.
Allir ráðherrar Vinstri grænna eru öruggir inni utan, Jón Bjarnason. Eini möguleikinn á því að einhver Vg ráðherra hætti með Jóni er sá að Katrín Jakobs, gefist upp á menntamálunum og hætti þá jafnvel í pólitík. Samfylkingin, lætur Vg. ekki það eftir að hafa 5 ráðherra af 9 í ríkisstjórn eftir áramót. Þá yrðu slagsmál í þingflokki Samfylkingar og þingflokksherbergið ekki fokhelt, eftir þær aðfarir.
Líklegast er því að öllu óbreyttu að Jón Bjarnason hætti með góðu eða illu og Katrín Júlíusdóttir taki við nýju Atvinnumálaráðuneyti.
Líklegra er því að Álfheiði hafi verið boðin einhver staða á vegum hins opinbera, hafi þurft að kaupa hljóðláta útgöngu hennar með einhvrju móti. Þar hljómar t.d. forstjóri verðandi Fjölmiðlastofu ekki ólíklega, enda eru þeir Stazi-tilburðir sem að þar eru boðaðir, algerlega á pari við pólitisk viðhorf Álfheiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 18:44
Misskilningur á misskilning ofan.
Hlutur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn í hruninu hefur verið gróflega misskilin, enda var Samfylkingin ekki í þeirri stjórn, þannig séð. Heldur léðu þingmenn flokksins, þeirri stjórn eingöngu líkama sína. Hins vegar voru líkamar þingmannana fyltir anda Tony Blair, þannig að andlega var þeim ekki sjálfrátt. ( Blairismsi)
Skjaldborgin um heimilin var líka gróflega misskilin. Það var mjög mikilvægt eftir bankahrunið að þeir sem ollu því helst, gætu haldið sinni starfssemi áfram. Rekið matvöruverslanir sem seldu þjáðum, hrunkvöldum lýðnum matvöru á viðráðanlegu verði, auk þess sem að þeir máttu ekki fyrir nokkra muni missa fjölmiðlaveldi sitt, svo þeir gætu auglýst matvörubúðir sínar. Rekið flugfélag svo hin þjáða þjóð, gæti nú skroppið og kynnt sér listisemdir, annara ríkja á sem ódýrastan hátt. Einnig þótti nauðsynlegt að einn hrunvaldurinn fengi skipafélagið sitt aftur, svo hvað hraðast gengi að koma þeim fjölskyldum úr landi, er misskildu þann góða ásetning, hinnar norrænu velferðarstjórnar, að reisa landið upp úr öskustó hrunsins.
Það er svo mikil misskilningur að stefna ríkisstjórnarinnar sé að sækja um aðild að ESB og því síður að ganga þar inn. Það hafi jú verið sótt um, en að sögn fjármálaráðherra, þá var það ekki á vegum ríkisstjórnarinnar. Er prakkarans enn leitað sem, sem í fíflaskap og misskilningi sótti um aðild.
Einnig er það misskilningur að aðildarferlið í kjölfar misskildar ESB-umsóknar, feli í sér einhverjar breytingar og hvað þá að fjárstuðningur ESB uppá fjóra milljarða, séu liðkunnarfé, til smurningar stjórnsýlsunni, svo aðildin gangi smurt fyrir sig. þetta fé er verðlaunafé, sem veitt er hverri þeirri þjóð er tekur eftir tilvist ESB og bankar upp hjá þeim og sníkir kaffi.
Skjaldborgarstjórnin harmar að lokum, þær miklu áhyggjur sem fólk hafi af stöðu mála hér á landi. Landið rís sem aldrei fyrr og allt á uppleið. Alls konar verkefni í pípunum, en sá galli á gjöf Njarðar að pípur þessar eru allar stíflaðar og fáir píparar á lausu. Einnig lýsir Skjaldborgar stjórnin yfir áhyggjum á líðan þeirra, sem lesa svo í nýjustu tölur Hagstofunar að hér sé allt á niðurleið. Annað hvort er skýrsla Hagstofunnar misskilin, eða þá að Hagstofan misskilur ástandið. Stefnt er að því að setja á fót kynjakvótaða nefnd til þess að kanna hvort að það sé einhver óæskilegur svartsýnispúki í vinnu á Hagstofunni, eða þá Hagstofan að misskilja þetta annars ljómandi ástand................... frh síðar.................
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2010 | 22:41
Capacent og kjarabaráttan.
Núna í haust eru samningar á almennum markaði lausir. Verkalýðsforystan er á kafi við að smíða einhverja kröfugerð, eða öllu heldur að láta Capacent Gallup framkvæma fyrir sig viðhorfskönnun meðal félagsmanna verkalýðsfélaga, í það minnsta hér á suð-vestur horninu.
Verkalýðsforystan sannar þarna enn og aftur sambandsleysi sitt við umbjóðendur sína og sýnir í raun að henni sé skítsama um þessar sálir sem enn hafa einhverja vinnu. Í það minnsta sýnist mér það ekki lengur vera INN hjá forystunni að fara út á vinnustaðina meðal fólksins sem hún er að vinna fyrir eða á í það minnsta að vera að vinna fyrir.
Nema auðvitað að peningalykt útrásarinnar sem að reyndar beið skipbrot fyrir tveimur árum, hafi bissness og braskvætt verkalýðsforystuna og leiðtogarhennar séu bara of uppteknir í í einhverjum monkeybissness með vinnuveitendum með lífeyri umbjóðendasinna og megi þess vegna ekkert vera að þvi að hitta þá.
Hver sem ástæðan er, þá finnst greinilega verkalýðsforystunni félagsgjöldum umbjóðenda sinna betur varið í einhverja rándýra viðhorfskönnun framkvæmda af Capacent Gallup, frekar en að nýta félagsgjöldin í eitthvað sem félagsmenn hafi beinan hag af og hundskist sjálfir út á meðal hinnar vinnandi alþýðu og spyrji hana sjálfir, hvað henni liggur á hjarta. Kannski kunna þeir ekki lengur að umgangast venjulegt fólk? Hver veit?
Krónan þarf að styrkjast meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2010 | 13:02
Utanþingsráðherrar og ráðherrar á þingi.
Við síðustu breytingar á ríkisstjórn, þar sem báðir utanþingsráðherranir voru látnir taka pokann sinn, var það samdóma álit leiðtoga ríkisstjórnarinnar og þeirra ráðherra er rætt var við, að utanþingsráðherranir hefðu reynst ákaflega vel og beinlínis verið nauðsynlegt að taka þá inn í ríkisstjórn á sínum tíma. Ekki ætla ég að vera dómari að þessu sinnu um störf þessara utanþingsráðherra, en samkvæmt flestum ef ekki öllum könnunum um vinsældir ráðherra, þá voru þessir ráðherrar vinsælastir.
Spurningunni, hvers vegna þessum farsælu ráðherrum, var gert að hætta, við þessar breytingar á ríkisstjórn, var nær undantekningalaust svarað á þann hátt, að þess hafi eiginlega verið þörf, vegna fækkunnar á ráðherrum og ráðuneytum. Í því svari hlýtur að liggja sú staðreynd, að því gefnu að hól það sem utanþingsráðherrar fengu við starfslok sín, sé verðskuldað, að þegar pólitískir bitlingar og völd eru annars vegar, þá er fagmennska það fyrsta sem að víkur. Eflaust hefur það verið þannig um árabil, en það réttlætir það samt ekki núna.
Þjóð, þing og stjórnvöld eru að vinna sig út þeirri hræðilegu stöðu, að hér varð efnahagshrun árið 2008. Ein af ástæðum hrunsins var óhæfir einstaklingar í ráðherraembættum og öðrum embættum stjórnsýslunnar.
Hrunskýrslan, beinlínir segir svo, að með tímanum hafi Framkvæmdavaldið orðið frekara og frekara til valdsins og á endanum hafi Alþingi (Löggjafavaldið) í raun endað sem einhvers konar stimpilstofnun fyrir Framkvæmdavaldið (ríkisstjórn).
Síðuritari heyrði í gær, brot úr viðtali við Árna Pál Árnason, Efnahags og viðskiptaráðherra á Rás 2 í gær. Þar í þeim hluta er síðuritari heyrði, var Árni að réttlæta, brotthvarf utanþingsráðherrana með þeim orðum ( kannski ekki orðrétt), að ekki væri hægt að vera bara með utanþingsráðherra, því það myndi draga úr áhuga almennings á þingkosningum. Spyrja má hvort ráðherra sé ekki kunnugt um það að almenningur kýs fulltrúa á Alþingi en ekki ráðherra í ríkisstjórn. Það er svo Alþingis, eða þeirra flokka á Alþingi er mynda meirihluta hverju sinni að skipa ráðherra. Hvort sem það er úr eigin röðum eða utanþings.
Nú er það svo, að í þeirri stjórnarskrá, sem enn er í gildi og hefur verið í gildi undanfarna áratugi, stendur að, almenningur kýs fulltrúa á Löggjafarþing (Alþingi). Það er svo Alþingis að skipa Framkvæmdavaldið. Framkvæmdavaldið starfi svo í umboði Löggjafans. Löggjafinn setur svo lög sem Framkvæmdavaldið, framkvæmir. Samkvæmt túlkun skýrsluhöfunda á samskiptum Löggjafans og Framkvæmdavaldsins, kemur fram að einhverra hluta vegna, hafi mál þróast í áttina frá þessari skipan, er Stjórnarskráin, kveður á um. Hvort sem það sé vegna þess að Stjórnarskráin sé ónothæf eða ekki, skal ég ekki segja, en það er hins vegar ljóst, að hvorki lög né Stjórnarskrá, geta talist gera gagn, sé ekki farið eftir þeim og það sé þegjandi samkomulag um brjóta þau.
Skýringuna á þessari þróun má eflaust rekja til þess, að pólitískt vald ráðherra þeirra ríkisstjórna er starfað hafa undanfarna áratuga, hafi verið mikil innan sinna flokka og því ráðherranir, tekið sér vald Löggjafans í skjóli þess þingmeirihluta sem flokkur þeirra starfar í með samstarfsflokki í ríkisstjórn.
Ekki ætla ég að leggja dóm á það eða reyna að spá fyrir um það, að með nýrri Stjórnarskrá verði girt fyrir þetta. Ekki ætlar síðuritari heldur að leggja þann dóm á, að Löggjafavaldið og Framkvæmdavalið, fremji stjórnarskrarbrot með þessari skipan mála. Það er annara og lögfróðari manna að dæma um.
En hins vegar getur það ekki annað en elft störf Alþingis, að allir þeir 63 fulltrúar er á þing eru kosnir, geti einbeitt sér að fullu að því að vera þingmenn, en ekki að eftir myndun ríkisstjórnar, detti út allt að 10-12 einstaklingar, er taki við ráðherraembætti og taki upp frá því ekki annan þátt í störfum þingsins, en að leggja fram stjórnarfrumvörp, frá viðkomandi ráðuneyti, þáttöku í umræðum og í atkvæðagreiðslu um þau mál er fyrir þingið koma.
Það ætti því að koma alvarlega til álita, að breyta starfsháttum Alþingis þannig, að verði þingmaður ráðherra, þá víki hann af þingi og varamaður hans taki sæti hans á þingi. Þannig verða alltaf 63 virkir þingmenn fyrir hendi og það aðhald og eftirlit, sem Alþingi er gert samkvæmt stjórnarskrá að veita Framkvæmdavaldinu, mun virkara og öflugra. Auk þess sem að benda má á, að þingmennska er fullt starf, líkt og það að vera ráðherra er fullt starf og því vart í mannlegum mætti mögulegt að sinna báðum störfum á sama tíma. Það er því ljóst að verði þingmaður ráðherra, þá verður hann í raun óvirkur sem þingmaður.
Það er því alveg ljóst og beinlínis nauðsynlegt, að til þess að Löggjafavaldið og Framkvæmdavaldið, séu aðskilin, eins og Stjórnarskrá gerir ráð fyrir og til þess að þessir stólpar í stjórnskipuninni, virki sem skildi, að fjöldi virkra þingmanna, verður að vera 63, eins og lög gera ráð fyrir og verði þingmenn ráðherrar, þá víki þeir sem þingmenn og varamenn þeirra setjist á þing í þeirra stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2010 | 21:46
Eitthvað sameiginlegt með Samfylkingu og Verkamannaflokknum breska ?
Örugglega má nú tína eitthvað til sem líkt er með þessum tveimur flokkum. Þetta eru vissulega yfirlýstir jafnaðarmannaflokkar og eftir því sem ég kemst næst þá er Össur nokkur Skarphéðinsson á félagaskrá hjá báðum þessum þessum flokkum. En Össur sagði, fyrir ekki svo löngu hafa skráð sig í flokkinn breska, á námsárum sínum í Englandi og greiddi ennþá ársgjald í Verkamannaflokkinn breska.
Flokkarnir voru svo sammála um það á sínum tíma, á hvaða hátt væri best að leysa Icesavedeiluna, hver sem staða þess máls kann að vera í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingar og forsætisráðherra, kom svo með þá greiningu á þætti flokksins í hrunstjórninni, að í þeirri stjórn hafi Samfylkingin ekki verið með sjálfri sér, enda hafi hún verið andsetin af Tony Blair, fyrrv leiðtoga Breska verkamannaflokksins og flokkurinn verið blindaður af Blairisma. Það hlýtur því að mega segja að flokkarnir hafi deilt með sér sama leiðtoganum.
Tony Blair segir svo í æviminningabók sinni, sem nýlega er komin út, að hann hafi verið sannfærður um að núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins breska, Gordon Brown, myndi reynast flokknum slæmur leiðtogi og vonlaus forsætisráðherra.
Spurningin sem brennur í hjörtum manna nú hlýtur því að vera sú, þegar og ef að fyrrv. formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skrifar í bók, æviminningar sínar. Hvort núverandi leiðtogi Samfylkingarinnar fái svipaða einkunn hjá Ingibjörgu og Brown fær frá Blair?
Bloggar | Breytt 3.9.2010 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 16:50
Ný flétta í atvinnuátaki Samfylkingar í uppsiglingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar