Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar spurningar til lesenda.

Ef við gefum okkur  það, að viðkomandi hafi þá reynslu af umræddum fjölmiðli að orð hans séu tekin "viljandi" úr samhengi. Svör við einstaka spurningum ekki birt í heild o.s.f.v.......  Gæti hugsast að fjölmiðill sem að þannig ynni væri ekki óhlutdrægur í umfjöllun sinni? 

Jafnvel þó að fjölmiðlinum væri það skylt samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni í fréttaflutningi og umfjöllun.

 Vildi einhver ykkar eiga í samskiptum við  fjölmiðil sem þannig ynni,  án þess að tryggja að hægt sé að bregðast við einhverju ofangreindu?

Eða væri ykkur kannski alveg sama að viðkomandi fjölmiðill gæti verið að gera ykkur upp einhverjar skoðanir, aðrar en þið hafið, með því að að rífa úr samhengi og klippa til viðtöl?

 

Ef að reynsla viðkomandi er eitthvað í þá veru sem ég lýsi hér að ofan.  Væri þá rétt að viðkomandi gagnrýni eða saki fjölmiðilinn um óvönduð vinnubrögð, sem sannarlega gætu verið fyrir hendi. Án þess að geta fært sönnur á ásakanir sínar?
 
Eða á þá bara viðkomandi að láta meint óvönduð vinnubrögð fjölmiðilisins sem vind um eyru þjóta og láta sem ekkert sé?
 
Hvort finnst ykkur að fjölmiðlar eigi að búa til fréttir eða segja fréttir?

mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 http://www.ruv.is/frett/setur-skilyrdi-fyrir-vidtali?sid=76815

Hvað er því til fyrirstöðu að ráðherrann fái allt viðtalið í hendur eða að það sé sent beint? Er það ekki einmitt í anda upplýsingar? Er bara Óðinshanadrit Híðar&Hólm í boði? Þessi fésbókarslefskipti RUV-starfsmanna í almannaþjónustu valda almúganum ekki aðeins klígju, því þeir gefa þar hver öðrum ekki bara undir fótinn, heldur líka langvarandi orðómi um hlutdrægni RUV!

Abraham (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 18:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hætt að horfa á fréttir sjónvarpsins í bili og því síður hlusta ég á Spegilinn, mér er farið að ofbjóða hlutdrægning á ríkismiðlum okkar. Það er alveg komið nóg af þessu. Ef ríkisútvarp "allra landsmanna" getur ekki tekið hlutlaust á málum, þá á að selja þessa stofnun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 18:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf ekki djupa rannsókn til að staðfesta án nokkurs vafa hlutdrægi fréttamanna og þáttagerðarmanna a útvarpi sumra landmanna. Þegar kemur að málefnum esb og sjúklegs haturs á öllum flokkum nema Samfylkingunni og Bf, þá er þetta borðleggjandi og í raun nog til að hreinsa þarna út.

Stöð tvö er ekki skarri þegar þessi mál snertir og Visir og Dv þarf varla að nefna. Það jaðrar við sturlun.

Ég horfði á viðtak Mikka Torfa við Frosta Sigurjon og ofbauð gersamlega framkoman. Þar fékk Frosti ekki að svara gildishlöðnum spurningum sem hannaðar voru til að koma skoðunum spyrjandans á framfæri. Þegar hann náði að svara var snúið út úr því og blaðrað ofan í hann af því að Frosti var ekki að uppfylla væntingar spyrjandans um fyrirfram hannaða útkomu viðtalsins.

Þetta er hreint ógeðfellt.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 19:29

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hefur verið talað um hlutdrægni Ríkisútvarpsins árum sama án árangurs, en eftir banka hrunið þá keyrði um þverbak og varð svo dagljóst að stjórnendur Ríkisútvarpsins og starfsmenn flestir höfðu það eitt markmið að hrekja á brott löglega kjörinn stjórnvöld og styðja til valda dollubankara, fólk sem bar öll einkenni einræðis sjúkra. 

Ég tek því undir orð Ásthildar Cesil.  Burt með þetta nauðungar apparat sem nærist á andstæðingum sínum.   Burt með þetta apparat sem lifir á Íslenskum þjóðarlíkama og gerir honum mein.  Apar tína af sér lýs, við þurfum ekki að brasa svo mikið við það en þær eru fleiri óværurnar og sumar hættulegri.      

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2014 kl. 20:26

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég veit hverjir standa að 365 og hverjir standa að DV.  Þannig að hlutdrægni þeirra, meira að segja svívirðileg, kemur mér ekkert á óvart. Auk þess sem að á þeim miðlum fylgir engin lagaleg skylda um óhlutdrægni.  Þar búa menn til fréttir til að selja.

En þegar að það kemur að Fréttastofu allra landsmanna, sem að tönlast á mikilvægi upplýsingarskyldu sinnar  þegar að það sverfir að í fjármálum t.d. og bundin er samkvæmt lögum að sína óhlutdrægni í hvívetna bæði í fréttum og umfjöllunum, fer að búa til (hanna) fréttir til þess að selja, þá er mér verulega misboðið.

Fréttastofa RÚV á ekki að falla undir skapandi greinar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.3.2014 kl. 20:31

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan hvær var "Mikki Torfa" starfsmaður á RUV og dæmi um meinta hlutdrægni þar?

Ómar Ragnarsson, 3.3.2014 kl. 22:21

7 identicon

Segja fréttir. Og RÚV ber hreinlega skylda til að segja landsmönnum fréttir fullkomlega óhlutdrægt. Sem hefur sannarlega ekki verið til langs tíma og keyrir um þverbak núna.

Maður er hreinlega að verða dapur yfir þessu.

- Því þeim er svo að takast ætlunarverk sitt að ég er farin að upplifa þöggun á skoðunum meirihluta landsmanna, þ.e. þeirra sem kusu þessa flokka einmitt m.a. vegna andstöðu við ESB.

Eigum við að sætta okkur við að einungis hjólin sem ískra hæst eru smurð?

Nei.

Þess vegna þakka ég þér Kristinn Karl, Ásthildur Cesil o.fl. málefnalegu og góðu fólki fyrir eldmóðinn fyrir hönd þessa stóra hóps.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 22:25

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka hlý orð Sigrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 23:05

9 Smámynd: rhansen

ja vil taka undir þessi orð ykkar her um hlutdrægni Rúv sem er hverju barni augljós !..og eins og margir eru" MJÖG " óánægðir með fyrirbærið þá skil eg ekki af hverju er ekki gerður skurkur i einflaldlega stoppa þetta af ??...Eg tel reyndar að eigi að leggja Rúv niður ,þetta er orðið eins og helsjúkur "ALKI " sem ekki er viðbjargandi !!!

rhansen, 3.3.2014 kl. 23:11

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Rhansen, einmitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 23:14

11 identicon

Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið gerður skurkur í að stoppa þennan vinstri halla á RÚV er einfaldlega að það yrði allt brjálað. Getið rétt ýmindað ykkur hvað myndi heyrast í Illugum og Hallgrímum þessa lands. Þið heyrið nú bara hávaðan við það eitt að ráðherra óski þess að fá óklippt eintak af viðtali.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 08:57

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg augljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2014 kl. 11:04

13 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir með ykkur hér að ofan hlutdrægni Rúv er hverjum manni ljós.Eins og Kristinn Karl segir þá veit maður hverjir eiga 365 miðla og DV  ,en samhljómurinn hjá öllum þessum miðlum er furðu mikill, ef einn fer að tala um Buffalaost þá taka allir undir. Stóra osta málið tel ég vera mest af því að Hagar h/f fá ekki nægjanlega mikinn afslátt að þeir telja, af vörum MS held að þeir veiti mest 10 % afslátt. Þeir verða því í sífeldu stríði við MS.Vanir að fá mun meiri afslátt hjá byrgjum og framleiðendum í krafti stærðar sinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.3.2014 kl. 17:33

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vald yfir fjölmiðlum er Putins besti her,  áður en kosningar fara fram þá er vitað að hann á enga andstæðinga og niðurstaðan er fyrirfram vituð. Blóðherinn er svo góður bakstuðningur, til hvers er þá að kjósa segir gamall vinur minn Pólskur, ef maður er ekki lamin til þess. 

Vald Hitlers yfir fjölmiðlum reyndist hættulegt og svo er með vald samfylkingarinnar yfir fjölmiðli sem við verðum öll að borga, viljug eða óviljug og er það því lík hneisa fyrir stjórnvöld á öllum tímum að ef ekki verður við brugðust með ásættan legum hætti þá hlýtur að draga til tíðenda að fornum hætti.

Því einhverstaða stendur að með lögum skuli land byggja en ólögum eiða.  En lög um ríkisútvarpið eru til en eru ekki virt vegna aumingjaskapar, já aumingja skapar hverra?  

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2014 kl. 18:51

15 identicon

En eg spyr ,eiga fáir að ráða  öllu þó hávaði kynni að verða i einhverjum !...þetta  er meðvirki ,er það ekki  ??..Það á lika láta frettastjórnann Óðinn fara eins og útvarpsstjórann !

rhansen (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband