Leita í fréttum mbl.is

Störukeppnin endalausa.

Nú er sagt að makríldeilan hafi sett aðildarviðræðurnar í uppnám og þess vegna hafi kaflinn um sjávarútveg ekki verið opnaður. Það er að vissu leyti alveg rétt. En þó ekki alveg fullkomnlega.

Til þess að kaflar séu opnaðir í aðildarferlinu, þarf að liggja fyrir vilji beggja aðila til þess að nálgast sjónarmið hins aðilans í því máli sem kaflinn tekur til.

Þannig var það marga kafla. Þeir voru opnaðir og þeim lokað fljótlega aftur, þar sem lítið sem ekkert bar á milli aðila.

Í sjávarútvegi alveg burtséð frá makríl og öðrum flökkustofnum, standa andspænis hvort öðru, reglur ESB um sjávarútvegsmál og krafa Íslands um sjávarútvegsmál.

Krafa Íslands er í stuttu máli eftirfarandi:
"Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.

Á milli regluverks ESB um sjávarútveg og kröfu Íslands í málaflokknum, er hins vegar himinn og haf. Það eru því afar takmarkaðar líkur á að þessi kafli verði nokkurn tímann opnaður.

Nema annað hvort að ESB breyti sínu regluverki um sjávarútveg. Eða Íslendingar slaki á kröfum sínum í málaflokknum. Eða í  versta falli fallist á gera kröfuna tímabundna. Það er að fallast á að krafan verði sett í tímabundna undanþágu.  Sem síðan falli niður að þeim tíma liðnum sem settur er fram í undanþágunni.

Eru sterkar líkur á því að ESB breyti regluverki sínu með þeim hætti að kröfur Íslands rúmist innan þess? Eða eru Íslendingar tilbúnir að falla frá kröfum sínum að einhverju eða öllu leiti?

Svarið við annarri þessara spurninga eða beggja þarf að vera já. Svo hægt verði að ljúka viðræðum og sjá samning.

Áframhaldandi viðræður eru því rauninni ekkert annað en störukeppni inn í eilífðina, þangað til að jákvætt svar berst við spurningunum hér að ofan.

Lausnir í peningamálum á grundvelli aðildarsamnings bíða þá einnig þess tíma að jákvætt svar við spurningunum berist og störukeppninni ljúki.

Það er því varla hægt að kalla aðildarferlið sem slíkt stefnu í efnahagsmálum. Nema að stefnan sé að vera í störukeppni við ESB.


mbl.is Evrópumálin í brennidepli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ef við gæfum efir yfirráðin yfir sjávarútvegsauðlind okkar erum við þá ekki gefa frá okkur það sem forfeður okkar börðust fyrir með blóði, svita og tárum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 15:29

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jú það er rétt hjá þér Kristján.  Enda legg ég það ekki til og mun aldrei gera.  Heldur er ég að benda á að það er viðræðustopp eða engar líkur á því að umsóknarferlið taki nokkurn tíma enda nema sjávarútvegskaflinn verði opnaður og lög ESB og Íslands í málaflokknum samræmd.

Til þess að til þess komi þurfum við annað hvort að gefa kröfurnar eftir, eða ESB að breyta sínum lögum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.2.2014 kl. 16:08

3 identicon

Ég þóttist vita hvert hugur þinn stefndi í þessum málum, hinsvegar er maður hugsi yfir því fólki sem er tilbúið að fórna þessu öllu.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 17:10

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já og kannski það hættulegasta við það fólk er að það segir það ekki upphátt. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.2.2014 kl. 17:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og hvar ber helst á milli svokallaðs regluverks ESB og hagsmuna Íslands í sjávarútvegi?

Málið er að þetta er bara mýta.

Það er ekkert alvarlegt sem ber á milli. Þetta ,,yfirráðatal" er í raun bara orðhengill.

Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvert formið er á ákvörðunum í sjávarútvegi varðandi aflaúthlutun í íslenskum sjó eða eftir hvaða farveg ákvarðanir eru teknar. Þetta er alltaf byggt á vísindalegri ráðgjög og meira að segja eru íslendingar stundum að monta sig af því að fylgja vísindaráðgjöf.

Varðandi veiðar úr sameiginlegum stofnum svo sem makríl - þá er óumdeilt í raun að hegðan Íslands þar hefur verið óskynsamleg og í reynd skaðleg hagsmunum Íslands til lengri tíma litið.

Ísland verður að kunna að semja um mál. Íslendingar verða að læra það að stórgróði er yfirleitt af sátt en stórtap og tjón af deilum fyrir heildarhagsuni landsins og lýðsins til lengri tíma litið.

Það sést vel hve háttalag Íslands og LÍÚ var heimskulegt og óraunsætt undanfarin ár, að þeir segjast hafa verið tilbúnir núna fyrir stuttu að sættast á 10% heildarkvóta og engin heimild til veiða í ESB sjó. Þetta er í raun afar slæmt miðað við undanfara málsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2014 kl. 18:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða fólk sem hefur verið talið trú um að þetta sé ekkert mál, það sé bara að kíkja í pakka, og segja svo já eða nei.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 21:46

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eru menn enn að tala um að þetta sé spurning um að kíkja í pakkann og semja um undanþágur - það er langt síðan Evrópusambandið snupraði dr. Össur þegar hann hélt þessu fram á fjölþjóðlegurm blaðamannafundi - þeir leiðréttu hann - því aðlögun sú sem Ísland er búið að vera i er bara til að semja um tímapunkta sem laga- og regluverkið er allt tekið upp og er ekki umsemjanlegt að sleppa neinu úr.

Þeir meira að segja feitletra orðin „non negotiable” á heimasíðu sinni sem flestir íslendingar virðast ekki vilja eða kunna að lesa.

Þetta myndband sýndu fjölmiðlar ekki hér á Íslandi - I wonder why ?

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 03:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já fólk er ennþá að tala um að kíkja í pakka, og "semja" því það sé alltaf hægt að segmja í samningaviðræðum. Fólk virðist ekki átta sig á eðli þessa mála, þ.e. þetta er aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband