Leita í fréttum mbl.is

Refsiskattur á ráðdeild og sparnað.

Samkvæmt svari efnahags og viðskiptaráðherra við fyrirspurn í þinginu, í fyrra ef ég man rétt,  voru 25% þeirra sem auðlegðarskatturinn var lagður á árið 2011 með milljón eða minna í ráðstöfunartekjur á ársgrundvelli.

 Engin ástæða er til þess að áætla að hlutfallið hafi breyst með afgerandi hætti árin 2012 og 2013.

 Í þeim hópi voru nánast bara eldri borgarar. Fólk sem sýnt hafði ráðdeild og sparnað í gegnum tíðina.

Sú staðreynd ein og sér segir að þessi skattur átti aldrei rétt á sér.

 Það á að skattleggja tekjur fólks þegar það aflar þeirra. Fólki er svo í sjálfsvald sett á hvaða hátt það ráðstafar sínum tekjum.

Hvort það kjósi að eyða því sem eftir stendur í sparnað, einhvers konar eignamyndun eða í eitthvað annað sem minna skilur eftir sig.

Þessi skattur sem vonandi verður aldrei aftur lagður á, er klassískt dæmi um það hvernig fólki sem er með sín mál í lagi peningalega er refsað fyrir það eitt að sýna ráðdeild og sparnað.


mbl.is Auðlegðarskattur ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristinn Karl gengur út frá því að slíkar eignir hafi orðið til vegna "ráðdeildar og sparnaðar".

Það vantaði bara hjá Kristni að nefna Gunnlaug M. Sigmundsson og slíka kóna sem dæmi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 22:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Kristinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2013 kl. 22:35

3 identicon

Hjarta þitt slær með þeim sem með ráðdeild og sparnaði hafa nurlað saman hudruðum miljóna eða miljarða samanber Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Maður kemur varla upp orði fyrir ekka og sér óskýrt vegna táraflóðs

Bergur (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 12:13

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Haukur og Bergur. Þið viljið semsagt halda því fram að það séu bara svoleiðis ráðdeild til, eins og þið nefnið. Á þá að hegna þeim heiðarlegu? Það finnst mér nú ekki, það á að taka á óheiðarleikanum án þess að það bitni á þeim heiðarlegu. Verði ykkur að góðu!!

Eyjólfur G Svavarsson, 25.8.2013 kl. 16:37

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að þið Haukur og Bergur hafið lesið bloggið og skilið efni þess, þá hlýtur ykkur að vera það fullkomnlega ljóst að það fjallar ekki um auðmenn.

Heldur fjallar það um fólk sem á eftir ævilangan sparnað eignir sem það hefur engar tekjur af.   Þessu fólki er gert að greiða margfaldar ráðstöfunartekjur sínar í  þennan skatt.

Það má og á að sjálfsögðu að skattleggja stóreignafólk.  En þá af þeim tekjum sem það hefur af eignum sínum.  Þar er hægt að tiltaka, arð af hlutafjáreign, fjármagnstekjur af sparnaði og  öðrum tekjum sem falla til af eignum þeirra.  Eins og t.d. af leigu fasteigna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.8.2013 kl. 20:18

6 Smámynd: Elle_

Hárrétt, Kristinn.  Verið var að refsa fólki fyrir að spara og sorglega mest eldra fólki.

Elle_, 28.8.2013 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband