Leita í fréttum mbl.is

Það á að skattleggja tekjur af eignum en ekki að skattleggja verðmæti þeirra.

Ljóst er að með innheimtu aðlegðarskatts er mörgum gert að greiða margfaldar ráðstöfunartekjur sínar í þennan skatt. Enda hefur skatturinn ekkert að gera  með tekjur eða hagnað fólks af eignum sínum. Heldur er verðmæti eignarinnar sem slíkt skattstofninn.

Tvær eins fasteignir geta haft sitthvort verðmætið, sökum staðsetningar.  Jafnvel þó að á sínum tíma hafi bygging þeirra kostað jafn mikið eða svipað.  Fasteignamat annarar eignarinnar gæti gert það af verkum að eigenda hennar er gert að greiða auðlindaskatt. En ekki eigenda hinnar fasteignarinnar.

Einhvers staðar teldist það mismunun.  Svona eins og ef að skattleysismörk tekjuskatts væru mismunandi eftir búsetu manna.

Það að eiga fasteign með háu fasteignamati er ekki endilega ávísun á háar ráðstöfunartekjur. Nema að tekjur af fasteigninni séu þeim mun hærri. Það á að sjálfsögðu  að skattleggja þær tekjur, líkt og gert er við tekjur af annars konar eignum eins og arði af hlutafjáreign eða af fjármagnstekjum vegna sparnaðar.

Það má vel vera að einhverjir séu vel aflögufærir til þess að greiða sérstakan skatt af verðmæti eignar sinnar. En það réttlætir samt ekki endilega innheimtu hans með þessum hætti.

Það mætti þá allt eins afnema persónuafsláttinn af tekjuskattinum af því að margir kæmust vel af án hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband